Morgunblaðið - 02.08.2013, Page 2
BAKSVIÐ
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Sautján af þeim 45 geislafræðingum
sem sögðu upp störfum á Landspít-
alanum hafa þegar dregið uppsagnir
sínar til baka. Þetta staðfestir Björn
Zoëga, forstjóri Landspítalans, í
samtali við Morgunblaðið. Sam-
komulag geislafræðinga og Land-
spítalans var kynnt í gærmorgun.
Uppsögn 2/3 geislafræðinga á LSH
tók gildi á miðnætti í fyrrinótt.
Geislafræðingar greiða ekki atkvæði
um samninginn heldur þarf hver og
einn að gera upp við sig hvort hann
dragi uppsögn sína til baka.
Þurfa tíma til að hugsa málið
„Geislafræðingar eru að fara yfir
samninginn, fólk þarf tíma til að
meðtaka þetta, hugsa málið og taka
sínar ákvarðanir,“ sagði Katrín Sig-
urðardóttir, formaður Félags geisla-
fræðinga, og bætti við að hún gæti
ekki sagt til um hve langan tíma fólk
muni taka sér til að íhuga sína stöðu.
Hún segist ekki hafa heyrt í neinum
sem hafi dregið uppsögn sína til
baka. Spurð hvort hún búist við að
einhverjir geislafræðingar mæti til
vinnu í dag segist hún vona það þó
ekki sé hægt að segja til um líkurnar.
Hún segir að í samkomulaginu fel-
ist mismiklar kjarabætur fyrir
geislafræðinga, í sumum tilfellum
séu þær töluverðar en í öðrum ekki
jafn miklar. Aðspurð segist Katrín
ekki vilja tjá sig um hversu miklar
hækkanirnar séu í prósentum talið.
Hinsvegar telji hún að í það minnsta
fái allir geislafræðingar yfir 10%
hækkun á sínum kjörum.
Breytt vaktakerfi
Um önnur atriði í samkomulaginu
segir Katrín að kjarabæturnar felist
einnig í annarskonar vaktakerfi og
þá hafi fengist aukin viðurkenning á
sérhæfingu geislafræðinga. Í nýja
samningnum er einnig ákvæði um að
álag í starfi geislafræðinga verði tek-
ið til skoðunar en Katrín segir að það
muni minnka með vaktakerfisbreyt-
ingum og þá felist í samkomulaginu
40 stunda vinnuskylda á viku.
Í maímánuði var Katrínu sagt upp
störfum á Landspítalanum eftir 33
ára starf. Hún hefur því verið í sér-
stakri stöðu í þeim erfiðu samninga-
viðræðum sem staðið hafa yfir und-
anfarnar vikur. Aðspurð segir
Katrín að sú uppsögn standi, lög-
fræðingur BHM sé hinsvegar með
málið og því vilji hún ekki tjá sig um
það.
Björn Zoëga telur líklegt að flestir
geislafræðingar muni snúa aftur til
vinnu. Forsvarsmenn þeirra hafi
gert samkomulagið og mörgum sinn-
um tekið fundarhlé á samningafund-
um til að kynna umbjóðendum sínum
stöðu mála.
Viðfangsefni stjórnvalda
Töluverður kurr hefur verið í hin-
um ýmsu stéttum innan Landspítal-
ans undanfarin misseri. Skemmst er
að minnast uppsagna hjúkrunar-
fræðinga og nú síðast geislafræð-
inga. Björn vill ekki tjá sig um slíkar
aðferðir áðurnefndra stétta. „En
mér finnst þetta vera mál stjórn-
málamanna og stéttarfélaganna, að
glíma við þessar nýju leiðir sem
komnar eru upp í því hvernig fólk
stundar sína kjarabaráttu,“ segir
Björn, sem finnst eðlilegt að stjórn-
völd bregðist við þessari þróun enda
sé mikilvægt að fá það á hreint hvort
þessi aðferð sé viðurkennd eða ekki.
„Aðilar beggja vegna borðsins
verða að hugsa sig um hvort þetta sé
sú aðferð sem fólk í siðmenntuðu
þjóðfélagi beitir í kjarabaráttu. Ef
svo er, þá er það bara komið upp á
borðið. En þá verður auðvitað að
breyta þeim möguleikum sem stofn-
anir ríkisins hafa til að bregðast við,“
ítrekar Björn.
Oddur Gunnarsson, starfsmanna-
stjóri spítalans, segir að litlar vær-
ingar séu á spítalanum eins og stað-
an sé núna. Fjármálaráðuneytið hafi
snemma á árinu sent bréf þar sem
kom fram að aðgerða væri þörf
gagnvart fjórtán stéttarfélögum í
samræmi við jafnlaunaátak ríkisins.
Oddur segir að unnið hafi verið eftir
þeim lista og töluverður erill hafi
fylgt því að deila út því viðbótarfjár-
magni sem hafi komið til vegna
átaksins. Nú sé hinsvegar svo komið
að búið sé að „haka við“ tólf af fjór-
tán stéttarfélögum, eftir standi ljós-
mæður og sálfræðingar.
Geislafræðingar fá
mismiklar kjarabætur
Forstjóri LSH setur spurningamerki við baráttuaðferðir starfsstétta spítalans
Morgunblaðið/Rósa Braga
Stéttabarátta Tæplega þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum
mætti til vinnu í gær. Hinir íhuga nú að draga uppsagnir sínar til baka.
Landspítalinn
» Samkvæmt bréfi fjármála-
ráðuneytis þurfti að leiðrétta
stöðu meðlima 14 af 30 stétt-
arfélögum sbr. jafnlaunaátak
ríkisins.
» Þegar er búið að semja við
12 af 14 stéttarfélögum um
hlutdeild í viðbótarfjármagni
sem fylgdi jafnlaunaátakinu.
» Þær tvær stéttir sem eftir
standa eru sálfræðingar og
ljósmæður.
Morgunblaðið/Kristinn
Dalvegur Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Dalveg. Að loknum þessum áfanga
verður vegurinn tvöfaldur á löngum kafla. Tvöföldun alls vegarins er fyrirhuguð.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Miklar gatnaframkvæmdir hafa staðið yfir í
Kópavogi undanfarnar vikur, þeirra á meðal tvö-
földun (2+2) á hluta Dalvegar. Gunnar I. Birgis-
son, formaður framkvæmdaráðs Kópavogsbæjar,
sagði þeim áfanga verða að mestu leyti lokið um
næstu mánaðamót.
„Dalvegurinn verður tvöfaldaður á kafla frá
hringtorginu við Digranesveg og að afleggj-
aranum sem gengur út á bensínstöð Orkunnar,“
sagði Gunnar. „Hluti af þessum framkvæmdum
verður svo að setja hringtorg við Sorpu-stöðina.
Þetta er fyrsti áfangi í breikkun Dalvegarins, sem
er fjölfarnasta gata bæjarins. Rekstraraðilar eru
mjög ánægðir með þetta.“
Gunnar segir að vegurinn verði tvöfaldaður
allur þegar fram í sækir. „Fólk hefur þurft að
beygja þarna yfir veginn til að komast að fyrir-
tækjunum sunnan megin við Dalveginn, sem hef-
ur valdið mörgum slysum. Hringtorgið gæti kom-
ið í veg fyrir það.“ Kostnaður er áætlaður á bilinu
70 til 80 milljónir.
Göngustígar tengdir Fossvogi
„Það leynist svo alltaf ein og ein gata hjá okk-
ur þar sem ekki er búið að skipta um lagnir og
jarðveg og annað. Þess vegna er verið að endur-
byggja Álfabrekku,“ sagði Gunnar. „Þeim fram-
kvæmdum verður lokið fyrir haustið.“ Þá er einn-
ig verið að endurnýja yfirborð og lagnir að hluta í
Ásbraut. „Samhliða því er svo verið að leggja þar
göngustíg sem verður tengdur við Fossvoginn
upp Ásbrautina, yfir hæðina og niður Hafnar-
fjarðarmegin til að mynda þarna ákveðna heild,“
sagði Gunnar. Í Græna- Rauða- og Litlahjalla er
verið að leggja slitlag á gangstéttir.
Miklar gatnaframkvæmdir í Kópavogi
70 til 80 milljónir króna í tvöföldun Dalvegar
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Auro Investment
ehf. undirritaði í
gær kaupsamn-
ing á lóðinni við
hlið Hörpu að
Austurbakka 2.
Gert er ráð
fyrir að þar rísi
fjögurra til fimm
stjörnu hótel
með um 250 her-
bergjum. Mar-
riott-hótelkeðjan hefur gert tilboð í
rekstur hótelsins og fregnir herma
að annar þekktur hótelrekstraraðili
sé einnig með tilboð í undirbúningi.
Tveir aðilar buðu 1,8 milljarða í
lóðina, en gengið var til samninga
við Auro Investment eftir að samn-
ingar við World Leisure Invest-
ment runnu út í sandinn í apríl.
Eigendur Auro Investment eru
verkfræðistofan Mannvit, Auro In-
vestment Partners LLC og arki-
tektastofan T.ark, sem buðu sam-
eiginlega í hótellóðina. Auro
Investment mun byggja hótelið, en
arkitektar T.ark munu hanna það
og Mannvit stjórna fram-
kvæmdum.
Hótelreitur
við Hörpu
seldur
Harpa Hótelið rís
við hlið Hörpu.
Auro keypti
lóðina af Situs
Júlí var kaldasti
júlímánuður í
Reykjavík frá
árinu 2002.
Þessu var ekki
þannig farið alls
staðar, því á
Dalatanga var
mánuðurinn sá
þriðji hlýjasti frá
upphafi mælinga,
en árin 1955 og
1984 mældist þar hærri hiti í júlí.
Veðurstofan birti í gær tölur yfir
veðurfar á landinu í nýliðnum júlí.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur á
Hallormsstað, 12,2 stig, og næst-
hæstur á Egilsstaðaflugvelli, 11,4
stig. Hitinn fór hæst í 26,4 stig þann
21. júlí í Ásbyrgi.
Úrkoma var mikil í júlí. Úrkoma
mældist 72,2 millimetrar í Reykja-
vík, nærri 40% umfram meðaljúlí, og
sú mesta síðan 2001. Sömu sögu er
að segja af Stykkishólmi, en úrkoma
þar var 57,5 millimetrar, einnig 40%
yfir meðallagi. Úrkoma var hins veg-
ar í rétt tæpu meðallagi á Akureyri.
Ásbyrgi átti
hitamet í júlí
Rigning Það rigndi
mikið í Reykjavík.
„Það eru mjög skiptar skoðanir um þennan samning. Maður veit ekki al-
veg hvað verður, þetta leggst misjafnlega í mannskapinn, fólk er að fá
mishátt út úr þessu,“ segir geislafræðingur sem vill ekki láta nafns síns
getið. Þá tekur hann fram að líklegt sé að einhverjir gefi sér tíma til að
hugsa sig um, ekki síst yngri geislafræðingar sem séu óánægðir, þar sem
þeir beri minna úr býtum.
„Svo er búið að vera mikið álag og leiðindamórall á deildunum. Það
hafa verið skikkanir í gangi, það hefði verið hægt að leysa þetta mál fyrir
löngu og það situr í fólki. Stjórnunin hefur ekki verið eins og hún ætti að
vera. Það hafa allir verið að vinna vel yfir 100% vinnu, það er ekki
óalgengt að fólk hafi verið að vinna 120-150% vinnu.“
Skiptar skoðanir um samninginn
LEIÐINDAMÓRALL Á DEILDUNUM