Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 10

Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is V ið erum í rannsóknar- vinnu og enn að móta verkið. Við erum að taka á kvenlægum tabúum út frá persónulegri reynslu og sögum og fengum styrk frá Evr- ópu unga fólksins til að vinna að verkefninu. Hugmyndin að þessu hefur verið í kollinum á okkur frá því í september í fyrra og við sóttum um ýmsa styrki en fengum ekkert til að byrja með. Þetta verkefni er okkur alveg ótrúlega kært, það var erfitt að finna tíma í vetur til að vinna að því en við getum vonandi lagst í það af fullum þunga núna,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, einn forsprakka danshópsins Dætra sem flytja mun verk tengt Reykjavík Dance Festival sem haldið verður dagana 23. ágúst til 1. september næstkomandi. Stefnan sett á stóra sýningu „Við erum þrjár sem vorum að útskrifast í vor frá Samtímadans- braut Listaháskóla Íslands. Það eru ég, Anna Kolfinna Kuran og Halla Þórðardóttir. Svo eru tvær aðrar stelpur með okkur, Herdís Stef- ánsdóttir sem semur tónlistina fyrir okkur og svo er Hjördís Gestsdóttir að hanna búningana. Hópurinn var stofnaður af okkur Önnu og Höllu og svo fengum við Herdísi og Hjördísi til liðs við okkur,“ segir Elísabet Birta. „Við sóttum um styrk frá Hlað- varpanum, menningar- og styrkt- arsjóði kvenna á Íslandi, en við feng- um hann því miður ekki. Við vorum þá reyndar að sækja um mjög háan styrk. Fjárhagsáætlun okkar var þá þannig að við gætum sett upp alvöru- sýningu á sviði, leigt á æfingarrými, staðið undir efniskostnaði ásamt öðru. Við fengum þó sem betur fer styrk frá Evrópu unga fólksins fyrir verk í vinnslu og munum vinna að því og verða svo með verk í vinnslu á Reykjavík Dance Festival. Okkur langar svo í framhaldinu að sækja um meira fjármagn svo við getum klárað verkið og sett það upp sem stærri sýningu,“ segir hún. Alhliða sviðsverk „Okkur langar, þegar við erum búnar að sýna verkið hérna heima, að sækja um að fá að sýna á hátíðum er- lendis. Við erum samt að gera þetta verk fyrir íslenskt samfélag. Þetta eru ýmis kvennamál sem við þekkj- um hér og til að byrja með förum við ekkert út fyrir landið, þrátt fyrir að tabúin fyrirfinnist líklegast annars staðar líka,“ segir Elísabet Birta. Hún segir að þrátt fyrir að þær stöll- ur séu útskrifaðir dansarar muni verk þeirra fást við víðara svið. Hún segir hópinn einnig vinna með texta og að sýningin verði í raun bara al- hliða sviðsverk. Hópurinn hefur skipulagt umræðukvöld þar sem konur hafa komið saman og rætt feimnismál sín á milli. Eitt slíkt kvöld var til að mynda haldið í gærkvöldi og vonar Elísabet Birta að þau verði Kvenlæg tabú túlkuð á sviði Danshópurinn Dætur, sem meðal annars hefur hlotið styrk frá Evrópu unga fólks- ins, flytur verk í vinnslu tengt kvenlægum tabúum á Reykjavík Dance Festival í lok mánaðarins. Elísabet Birta Sveinsdóttir segir verkið vera hópnum afar kært. Dans Elísabet Birta segir framtakssemina skipta höfuðmáli í dansheiminum. Gott getur verið að kynna sér verk ýmissa listamanna á veraldar- vefnum. Listamaðurinn Fritz Hend- rik Berndsen hefur verið að gera það gott upp á síðkastið en hann tók meðal annars þátt í Listhópum Hins hússins í sumar með verkefn- inu Slagverk. Hann hefur nú komið sér upp heimasíðunni fritzhend- rik.tk en þar má skoða mörg af hans verkum. Meðal þess sem finna má eru tenglar á teikningar, málverk, skúlptúra, myndbönd, gjörninga auk þess sem hægt er að kynna sér ýmis verkefni sem Fritz hefur tekið sér fyrir hendur. Sem dæmi má nefna nýjustu plötu hljómsveit- arinnar Samaris en Fritz sá um myndskreytingu og hönnun á plöt- unni. Einnig má nefna ýmis vegg- spjöld fyrir rokkhátíðina Eistna- flug. Vefsíðan www.fritzhendrik.tk Morgunblaðið/Styrmir Kári Gjörningur Fritz tók meðal annars þátt í Listhópum Hins hússins í sumar. Gjörningar og málverk Leiksýningin How to become Icelandic in 60 min verður sýnd í Kaldalóni í Hörpu næstu vikur. Um er að ræða sýningu sem samin er og flutt af Bjarna Hauki Þórssyni en leikstjóri hennar er Sigurður Sigurjónsson. Sýn- ingin, sem flutt er á ensku, er sam- bland af söguleikhúsi og uppistandi þar sem reynt er að kenna áhorf- endum að verða Íslendingar. Samstarf þeirra Bjarna og Sigurðar ætti að vera mörgum kunnugt en þeir hafa meðal annars sett upp leiksýningarnar Hellisbúann, Pabbann og Afann í sam- einingu. Hægt er að kynna sér sýn- inguna nánar á vefsíðunni midi.is. Endilega … … skelltu þér í Hörpu Leiksýning Bjarni lék Hellisbúann. Á morgun verður hátíðin Sæludagur í Hörgársveit haldin í tíunda sinn. Eins og síðustu ár verður fjöldi viðburða um alla sveit og ljóst að allir fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. Sæludagurinn byggist á því að bændur, sem og aðrir sem í sveitinni búa, bryddi upp á einhverju skemmti- legu og opni húsakynni sín, fjós og garða fyrir fólki. Meðal þess sem fer fram á morgun er Sveitafitnessið svokallaða sem er orðið árleg hefð. Keppnin fer fram á Möðruvöllum og er keppt í greinum sem jafnan geta talist til daglegra verka bænda. Þar má nefna það að stafla áburð- arpokum, festa dekk á heyvagn, stökkva yfir heyrúllu og söðla hest sem kærir sig ekkert endilega um það. Í Arnarnesi verður síðan sveita- markaður og í Öxnadal verður farið í göngu- eða fjórhjólaferðir. Á Hjalteyri verður dagskráin einnig skemmtileg en þar verður meðal ann- ars boðið upp á myndlistarsýningu. Annað kvöld verða síðan haldnir tón- leikar þar sem hljómsveitir á borð við Reptilicus og Rafstein munu koma fram. Dagskránni lýkur svo með sveitaballi, ætluðu fólki af eldri kyn- slóðinni, á Melum í Hörgárdal. Sæludagurinn haldinn í tíunda sinn Sveitafitness í Hörgársveit Styrkur Sveitafitnessið er alltaf vinsæll liður á Sæludeginum í Hörgársveit. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.