Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 11

Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 11
Yfir 60 tónlistarmenn munukoma fram í Herjólfsdalum helgina. Aðeins þrírauglýstra listamanna eru konur. Nýlega tjáði ungur maður sig opinberlega um að honum hefði verið nauðgað á Þjóðhátíð í fyrra. Þegar hann leitaði sér aðstoðar sjálfboðaliða var lögregla ekki kölluð til heldur var honum sagt að hvíla sig og leita á neyðarmóttöku daginn eftir. Í gærkvöldi sneri svo Egill nokkur Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, skífum á Húkkaraballinu. Téður Egill skrifaði einu sinni bók sem heitir Biblía fallega fólks- ins en vefurinn knuz.is vakti at- hygli á henni í gær. Bókin inni- heldur kafla um Þjóðhátíð þar sem Egill bendir karlmönnum á að reyna að „húkka eitthvert hágæða ílát“ á umræddu balli og hann vill að menn „losi, skrúfi frá eða tappi af“ í þessi „ílát“. Þá segir hann hvern þann sem fari heim á sunnudeginum vera „aumingja með leggöng“.Umfjöllun Egils um Þjóðhátíð fylgir síðan skemmti- saga úr dalnum. „Þeir létu sér ekki nægja að klæða hann úr hverri einustu spjör heldur nauðguðu þeir honum með berum hönd- um,...,ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel.“ Af hverju er Þjóðhátíðarnefnd að segja mér að fara á ball með manni sem lítur á mig sem ílát? Af hverju segir Þjóðhátíðarnefnd mér að maður sem hlær að nauðgunum sé töff? Er ég aumingi af því ég er með leggöng, Egill? Það er tími til kominn að Þjóðhátíðarnefnd hysji upp um sig buxurnar. Það þarf fagaðila frá Stígamótum á svæðið. Þrátt fyrir góðan vilja sjálfboðaliða ÍBV verð- ur að segjast að það er út í hött að myndhverfa nauðganir sem krútt- legan bleikan fíl. Hvað dagskrána varðar, þá eig- um við nóg af frábærum tónlist- arkonum til að auka fjöl- breytni í dalnum og það ætti ekki að vera vanda- mál að finna plötu- snúð sem finnst nauðganir ekki fyndnar. Lífið getur verið yndislegt á Þjóðhá- tíð en að þessu sinni held ég að ég drulli mér frekar vestur. »Af hverju segir Þjóð-hátíðarnefnd mér að maður sem hlær að nauðgunum sé töff? Heimur Önnu Marsibil Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Danshópur Afrakstur rannsóknarvinnu danshópsins Dætra má sjá á Reykjavik Dance Festival í lok ágúst. fleiri. „Við viljum heyra frá konum á öllum aldri. Við vonumst til þess að geta rætt þessi mál svolítið djúpt og talað hispurslaust um ýmis málefni. Það sem kemur okkur á óvart í rann- sóknarferlinu er af hverju vinkonur geta oft ekki rætt um sum mál sín á milli. Konur halda ýmsu algjörlega út af fyrir sjálfar sig. Okkur langar að tala um þessi mál, flest eru þau eitt- hvað sem allar konur kannast við. Við ætlum til að mynda að taka á full- nægingum og allskyns kynlífs- tengdum málum. Svo munum við lík- legast ræða ýmislegt varðandi útlit og þess háttar,“ segir Elísabet Birta en hún tekur fram að þær sem ekki vilja tjá sig fyrir framan aðra geti engu að síður skrifað hugsanir sínar á miða og sett í þar til gerðan kassa. Brjóst kvenna eru tabú „Við erum ekki að fara að segja neinum hvernig á að haga lífinu eða verða með einhvern áróður í okkar verki. Við erum meira bara að fá fólk til að hugsa, vekja það til meðvit- undar um ýmis málefni. Við vinnum mikið út frá persónulegum málum og við hlökkum því mjög mikið til að heyra í þessum konum. Sýningin mun vonandi njóta góðs af þessari umræðu,“ segir hún. Elísabet Birta var áberandi í Druslugöngunni síð- astliðinn laugardag þar sem hún skartaði gegnsærri blússu. Hún seg- ir það hafa verið part af rannsókn- arvinnu verkefnisins samhliða því að koma sér á framfæri með öðrum hætti. Það er því sterkt sjálfstætt þema í dansheiminum hér á landi og það er fullt af litlum hópum starfandi úti um allt. Svo eru allir þessir styrk- ir sem hægt er að sækja um alveg frábærir. Fólk getur því oft unnið að sínum verkefnum án þess að vera partur af einhverju stærra fyrirtæki eða stofnun,“ segir hún. „Maður verður að vera fram- takssamur í þessum heimi, annars gerist ekki neitt. Það þýðir ekki að ætla bara að sitja og bíða við símann. Það er ekkert þannig í boði. Ef mað- ur vill gera eitthvað verður maður bara að gera það sjálfur eða fá fólk með sér. Maður þarf líka oft að gera eitthvað án fjármagns og fara bara áfram á ástríðunni. Við erum í raun mjög heppnar að hafa fengið styrk strax núna eftir útskrift og erum rosalega þakklátar fyrir það,“ segir Elísabet Birta að lokum. Verkið verður sýnt utan dagskrár 29. ágúst á Reykjavik Dance Festival í innri sal KEX Hostels og er frítt inn. Auk þess munu dansararnir þrír taka þátt í síðari hluta útskriftarverkefnis þeirra, Áferð, en það verður sýnt 25. ágúst klukkan fjögur í Hafnarhúsinu. „Ef maður vill gera eitthvað verður maður bara að gera það sjálfur eða fá fólk með sér. Maður þarf líka oft að gera eitthvað án fjármagns og fara bara áfram á ástríðunni.“ sýna málstað Druslugöngunnar sam- stöðu. „Við höfum rætt það mikið hvað brjóst eru mikil tabú í sjálfu sér. Við höfum til að mynda kannað það hvað myndi gerast ef við færum ber- brjósta í sund. Þetta eru óljósar regl- ur, það virðist vera að á meðan eitt- hvað misbjóði engum þá sé það í lagi. Þetta er því mjög óljóst. Stelpur hafa engu að síður verið reknar upp úr sundlaugum fyrir að fara úr að ofan í sólbaði og þess háttar. Það eru samt ekki neinar beinar reglur sem banna það. Það er ótrúlega áhugavert að velta því fyrir sér hví brjóst hafi þessa stöðu, því ekki eru brjóst kyn- færi. Sumir segja að þetta sé bara í augum þess er á horfir. Um leið og gagnkynhneigður karlmaður sér brjóst þá fer eitthvað kynferðislegt í gang hjá honum, þess vegna séu brjóst tabú. Þetta er allt saman mjög áhugavert og við erum spenntar fyrir þessum rannsóknum,“ segir hún. Áfram á ástríðunni „Það er bara einn dansflokkur á Íslandi sem er ríkisrekinn og því verða þeir sem ekki hafa áhuga á, eða komast ekki inn í þann flokk, að DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Ekki eru allir að fara á útihátíð um verslunarmannahelgina. Heimageml- ingar á Akureyri, sem og aðrir gest- ir í bænum, þurfa þó ekki að láta sér leiðast þar sem ýmislegt verður í boði í bænum yfir helgina. Dag- skráin verður til að mynda þétt á Græna hattinum um helgina en meðal viðburða eru tónleikar hljóm- sveitanna Mannakorn og Hjálmar. Mannakorn ríður fyrst á vaðið á laugardagskvöldinu með þeim Magnúsi Eiríkssyni og Pálma Gests- syni í fararbroddi. Á sunnudeginum munu síðan meðlimir Hjálma skemmta viðstöddum með regg- ískotnum tónum. Talsverð bið verð- ur eftir því að sjá sveitina koma fram aftur þar sem söngvari og hljómborðsleikari sveitarinnar, Sig- urður Halldór Guðmundsson, er að flytja úr landi. Hjálmar og Mannakorn á Græna hattinum Morgunblaðið/Ómar Tónleikar Hjálmar munu koma fram á Akureyri um helgina ásamt Mannakornum. Síðustu tónleikar Hjálma í bili Arion banki mun standa fyrir götu- listasýningu í aðdraganda Menning- arnætur í ár og verður hún sú fyrsta sem fram fer á götuskiltum höf- uðborgarinnar. Nú þegar hafa borist um hundrað og fimmtíu listaverk á sýninguna og eru þau jafn mismund- andi og þau eru mörg. Meðal lista- verkanna má finna málverk, teikn- ingar, ljósmyndir, grafíska hönnun og útsaum. Sýningin er opin öllum og allir sem fást við myndlist eða hönn- un af einhverju tagi eru hvattir til þátttöku í sýningunni en frestur til innsendingar rennur út 9. ágúst 2013, sækja skal um á heimasíðu bankans. Stefnt er að því að fimm hundruð verk verði til sýnis á götu- skiltum höfuðborgarsvæðisins dag- ana 20. til 27. ágúst. Götulistasýning í aðdraganda Menningarnætur Morgunblaðið/Eggert Listasýning Höfuðborgin lifnar jafnan við þegar nær dregur Menningarnótt. Stefnt á fimm hundruð listaverk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.