Morgunblaðið - 02.08.2013, Page 16

Morgunblaðið - 02.08.2013, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 STÓRÚTSALA! Allar vörur á útsölu Allt að 50% afsláttur Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181 Þekking • Þjónusta Olíumálverk 40% afsláttur Skápar 10-40% afsláttur Sófar 15-30% afsláttur Jantzen hægindastólar 20% afsláttur Rubelli tungusófar 168.300,- Lampar og kertastjakar 20% afsláttur www.innlit.is sýnt hross sem urðu efst á kynbóta- sýningum. Guðlaug Marín Guðnadóttir, 34 ára, vann sér keppnisrétt með bestu tímunum í 250 metra skeiði á Toppi frá Skarði 1. Guðlaug er kennari og tamningamaður í Danmörku. Sigursteinn Sumarliðason, 34 ára, mætir með Skugga frá Hofi 1. Sigursteinn varð heimsmeistari í gæðingaskeiði 2007. Hann starfar sem tamningamaður á Selfossi. Karen Líndal Marteinsdóttir, 30 ára, keppir á Tý frá Þverá 1. Hún er tamningamaður og reiðkennari í Vestri-Leirárgörðum í Borgarfirði. Haukur Tryggvason, 38 ára, mætir með Hettu frá Ketilsstöðum. Haukur rekur Hestalindina á Tölt- myllunni í Þýskalandi. Ungmennaflokkur Ungmennin sem taka þátt í mótinu eru á aldrinum 16 til 21 árs. Arnar Bjarki Sigurðarson, 21 árs, sigraði í fimmgangi á úrtöku- móti á Arnari frá Blesastöðum 2A. Arna Ýr Guðnadóttir, 21 árs, keppir á Þrótti frá Fróni. Hún vann sér rétt til þátttöku með sigri í fjór- gangi á úrtökumótinu. Flosi Ólafsson, 21 árs, sigraði í tölti á úrtökumótinu á Möller frá Blesastöðum 1A. Konráð Valur Sveinsson, 16 ára, keppir á Þórdísi frá Lækjar- botnum. Gústaf Ásgeir Hinriksson, 17 ára, mætir til leiks á Björk frá Enni. Knapar kynbótahrossa Fimm knapar sýna sex kynbóta- hross til dóms á Heimsleikunum. Sigurður Óli Kristinsson, 38 ára, sýnir Feyki frá Háholti í flokki stóðhesta sjö vetra og eldri. Elías Árnason, 40 ára, sýnir Sölku frá Snjallsteinshöfða í flokki hryssa 7 vetra og eldri. Þórður Þorgeirsson, 48 ára, sýnir Gíg frá Brautarholti í flokki sex vetra stóðhesta. Guðmundur Friðrik Björg- vinsson, 38 ára, sýnir Furu frá Hellu í flokki sex vetra hryssa og Desert frá Brautarholti í flokki fimm vetra stóðhesta. Guðmundur sýndi hæst dæmdu hross á kynbóta- sýningum Heimsleika 2001 og 2003. Sigurður Vignir Matthíasson, 37 ára, sýnir Vakningu frá Hófgerði í flokki fimm vetra hryssa. Sigurður varð heimsmeistari í fimmgangi árið 2003. Þrír heimsmeistarar verja titla sína  21 knapi í landsliði Íslands sem keppir í Berlín  Reynslumiklir menn og ungir knapar í bland Elías Árnason Þórður Þorgeirsson Sigurður Óli Kristinsson Arna Ýr Guðnadóttir Guðmundur Frið- rik Björgvinsson Sigurður Vignir Matthíasson Gústaf Ásgeir Hinriksson Arnar Bjarki Sigurðarson Eyjólfur Þorsteinsson Haukur Tryggvason Jóhann Rúnar Skúlason Flosi Ólafsson Konráð Valur Sveinsson Hinrik Bragason Karen Líndal Marteinsdóttir Bergþór Eggertsson Viðar Ingólfsson Sigursteinn Sumarliðason Guðlaug Marín Guðnadóttir Jakob Svavar Sigurðsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Liðabikarinn Hafliði Halldórsson pakkar liðabikarnum niður fyrir flutning. Þótt bikarinn sé þungur er liðsstjórinn ákveðinn í að taka hann með heim. SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landslið Íslands sem keppir á Heimsleikum íslenska hestsins í Berlín 4. til 11. ágúst er skipað 21 knapa. Tíu keppa um heimsmeist- aratitla í aðalkeppninni, þar af eru þrír heimsmeistarar frá 2011 sem þá unnu sér rétt til að verja titla sína. Fimm eru í ungmennalandslið- inu og sex knapar sýna hross á kyn- bótasýningu mótsins. Hópurinn er fjölbreyttur. Þar eru menn sem unnið hafa marga heims- meistaratitla og sautján ára strákar sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegum vettvangi. Jóhann Rúnar Skúlason, 44 ára, er heimsmeistari í tölti. Hann mætir með sama hestinn, Hnokka frá Fellskoti, til að verja titil sinn. Jó- hann er margfaldur heimsmeistari. Hefur til dæmis unnið töltkeppnina fimm sinnum á síðustu sjö mótum. Jóhann starfar í Danmörku. Bergþór Eggertsson, 39 ára, er heimsmeistari í 250 metra skeiði. Hann mætir með Lótus frá Al- denghoor sem hann hefur sigrað á í skeiðinu þrjú mót í röð. Þeir unnu einnig 100 metra skeið 2007. Berg- þór starfar í Þýskalandi. Eyjólfur Þorsteinsson, 30 ára, er heimsmeistari í samanlögðum fjór- gangsgreinum. Hann mætir með Kraft frá Efri-Þverá. Eyjólfur er tamningamaður í Hafnarfirði. Jakob Svavar Sigurðsson, 38 ára, vann úrtökuna í fimmgangi á Al frá Lundum 2. Jakob er tamn- ingamaður í Steinsholti í Borgar- firði. Viðar Ingólfsson, 30 ára, vann úr- tökuna í fjórgangi á Hrannari frá Skyggni. Hann er tamningamaður á Kvíarhóli í Ölfusi. Hinrik Bragason, 44 ára, vann úrtökuna í tölti á Smyrli frá Hrís- um. Hinrik rekur Hestvit á Ár- bakka í Rangárþingi. Hann hefur margoft keppt á Heimsleikum. Sigr- aði í 250 m skeiði 1993 og tvisvar „Þetta er tvímælalaust mikið tæki- færi til að koma íslenska hestinum á framfæri. Búið er að kynna mótið vel og það er haldið inni í höfuðborginni. Ég trúi ekki öðru en að hópreiðin við Brandenborgarhliðið og setningaat- höfnin muni vekja athygli,“ segir Gunnar Sturluson, varaforseti FEIF, alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, um áhrif Heimsleikanna í Berlín. Umfangsmikil starfsemi er í kring- um íslenska hestinn í Evrópu, einkum í þýskumælandi löndum og á Norð- urlöndunum. Þar er fjöldi búgarða sem einbeita sér að þessu hestakyni og mikil vinna fyrir Íslendinga. Um 250 þúsund íslenskir hestar eru skráðir í heiminum, þar af um 80 þúsund á Íslandi. Gunnar bendir á að um 65 þúsund íslenskir hestar séu í Þýskalandi og rúmlega tvöfalt fleiri félagar í hestamannafélögum þar en á Íslandi. Íslendingar halda forystunni, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika hér á landi og framþróun erlendis. Gunnar bendir í því sambandi á að árangur ræktunarstarfsins sé enn mun betri hér á landi en í öðrum Evrópu- löndum. Þá hafi landslið okkar unnið liðabikarinn á undanförnum Heims- leikum. Greinin hefur heldur vaxið en þó ekki náð að halda í við vöxt í starf- semi annarra hestakynja, að sögn Gunnars. Þótt margir íslenskir hestar séu í Þýskalandi er hlutfall þeirra þó aðeins um 6% af hestum í landinu þannig að sókn- arfærin eru til staðar, að mati Gunnars. Hlut- fallið er hærra á Norðurlöndunum og hæst í Noregi, um 18%. „Mótið gæti haft þau áhrif að hestafólk sem ríð- ur hestum af öðrum kynjum veiti ís- lenska hestinum athygli og ákveði að prófa. Margir sem hafa byrjað á stóru hestunum hafa fært sig yfir á íslenska hestinn, eftir að hafa kynnst honum. Fólk hrífst af fimi hans, skapgerð og fjölbreytni í gang- tegundum,“ segir Gunnar um hugs- anleg áhrif Heimsleikanna í Berlín. „Ef vel tekst til er þetta ómetanlegt tækifæri til að kynna hestinn fyrir fólki sem er opið fyrir því að prófa eitthvað nýtt.“ Gunnar vekur athygli á mikilvægi hestamennskunnar fyrir íslenskt efnahagslíf. Nefnir hann að kannanir sýni að tæpur fimmtungur þeirra ferðamanna sem koma til landsins geri það út af íslenska hestinum. Þetta sé því mikilvæg atvinnugrein til gjaldeyrisöflunar. Segir hann að margir útlendingar eigi hesta hér á landi og séu í viðskiptum við ís- lenska hrossabændur, tamninga- menn og reiðkennara. Þeir komi hingað oft á ári til að ríða út og huga að kynbótahrossum sínum. Íslendingar halda forystunni ÓMETANLEGT TÆKIFÆRI TIL KYNNINGAR Gunnar Sturluson HEIMSLEIKAR ÍSLENSKA HESTSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.