Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Sérstakur varasjóður sem slit-
astjórn gamla Landsbankans (LBI)
heldur úti til að mæta mögulegum
útgreiðslum vegna óútkljáðra
dómsmála nemur samtals um 100
milljörðum króna. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum Morgun-
blaðsins eru um 80 milljarðar af
þeirri fjárhæð í erlendri mynt og
þar af helmingur – 40 milljarðar –
er gjaldeyrir sem að óbreyttu væri
hægt að greiða áfram til forgangs-
kröfuhafa án undanþáguheimildar
frá Seðlabanka Íslands.
Að sögn þeirra sem þekkja vel til
innan hóps kröfuhafa LBI gætir
nokkurrar óánægju um stærð vara-
sjóðsins. Telja ýmsir að umfang
sjóðsins sé miklum mun meira en
hægt sé að réttlæta með vísan til
krafna sem ekki hefur endanlega
verið hafnað fyrir dómstólum og
mögulegum skaðabótakröfum sem
gætu verið höfðaðar á hendur slit-
astjórninni. Því mætti draga veru-
lega úr umfangi sjóðsins og þá um
leið myndi skapast svigrúm til að
greiða út gjaldeyri til kröfuhafa.
Það er hins vegar mat slit-
astjórnar LBI að varasjóðurinn sé
óhjákvæmilegur svo hægt sé að
standa undir hugsanlega rétthærri
forgangskröfum í upprunamynt
sinni án tafar ef niðurstaða dóm-
stóla leiðir í ljós að krafa sé lög-
mæt. Samkvæmt upplýsingum frá
slitastjórn LBI verður hún lögum
samkvæmt að halda eftir slíkum
varasjóði til að gæta jafnræðis milli
kröfuhafa.
Hátt í helmingur varasjóðsins
samanstendur af lausafé í erlendri
mynt sem féll til fyrir umfangs-
miklar breytingar sem gerðar voru
á lögum um gjaldeyrismál 12. mars
2012. Með þeirri lagabreytingu
voru almennar undanþágur fjár-
málafyrirtækja í slitameðferð frá
fjármagnshöftum felldar úr gildi
þannig að ekki væri hægt að greiða
út gjaldeyri til kröfuhafa nema með
samþykki Seðlabankans. Sá gjald-
eyrir sem búin áttu í reiðufé við
setningu laganna fellur hins vegar
ekki undir þá lagabreytingu.
Heimildir Morgunblaðsins
herma þó að uppi sé ágreiningur
milli Seðlabankans og LBI hvernig
eigi að skilgreina hvort slíkur
gjaldeyrir sé tækur til útgreiðslu til
kröfuhafa án þess að undanþágu sé
þörf frá Seðlabankanum. Sam-
kvæmt svörum sem fengust frá
LBI er slitastjórnin í stöðugum
samskiptum við Seðlabankann um
hvernig eigi að fara með þá fjár-
muni sem féllu til fyrir breytingu á
gjaldeyrislögunum í marsmánuði á
síðasta ári.
133 milljarða undanþága
Rétt eins og áður hefur verið
greint frá á viðskiptasíðum Morg-
unblaðsins, óskaði slitastjórn LBI
eftir undanþágu frá lögum um
gjaldeyrismál frá Seðlabankanum í
maí síðastliðnum, til að greiða 133
milljarða í erlendum gjaldeyri til
forgangskröfuhafa. Ekki liggur
fyrir hvort eða hvenær Seðlabank-
inn muni fallast á undanþágubeiðn-
ina. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er talið ólíklegt að slík
undanþága verði veitt á meðan ekki
hefur tekist að semja um lengingu
og endurskoðun á skilmálum á 300
milljarða erlendum skuldabréfum
milli gamla og nýja Landsbankans.
Slitastjórn LBI greiddi síðast út
hlutagreiðslur til forgangskröfu-
hafa, sem eru einkum trygginga-
sjóðir innstæðueigenda í Bretlandi
og Hollandi, í október 2012 að and-
virði 82 milljarðar króna. Aðrar
greiðslur voru inntar af hendi í maí
sama ár (162 milljarðar) og í des-
ember 2011 (432 milljarðar) en
samtals hefur slitastjórnin greitt út
að jafnvirði nærri 677 milljarða
króna. Enn á eftir að greiða for-
gangskröfur um 650 milljarða
króna, eða rétt tæpan helming.
Slitastjórn LBI geymir 100
milljarða króna í varasjóði
40 milljarðar í gjaldeyri sem er undanþeginn höftum Kröfuhafar óánægðir
Beðið svara LBI sendi beiðni til SÍ í maí um undanþágu til að greiða 133
milljarða í gjaldeyri til kröfuhafa. Óvíst er hvenær niðurstaða fæst.
Morgunblaðið/Júlíus
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
EINFÖLD ÁKVÖRÐUN
VELDU
ÖRYGGI
FYRIR ÞIG OG ÞÍNA
Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi 544 5000
Hjallahrauni 4, Hfj 565 2121
Rauðhellu 11, Hfj 568 2035
Fitjabraut 12, Njarðvík 421 1399
Eyrarvegi 33, Selfossi 482 2722www.solning.is
Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti
– UMBOÐSMENN UM LAND ALLT –
Þú paSSaR HaNN
VIÐ PÖSSUM ÞIG
STUTTAR FRÉTTIR
● Edda Rós Karls-
dóttir hefur verið
ráðin sérfræðingur
á sviði peninga-
mála- og fjár-
málamarkaða hjá
Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum í Wash-
ington. Edda Rós
er ráðin til tveggja
ára. Hún hefur
starfað á skrifstofu
AGS hér á Íslandi frá árinu 2009 en áð-
ur var hún forstöðumaður greiningar-
deildar Landsbankans.
Edda Rós
Karlsdóttir
Edda Rós til AGS
í Washington
● Evrópski seðlabankinn ákvað í gær
að halda stýrivöxtum óbreyttum í
0,5%. Marop Draghi, bankastjóri Evr-
ópska seðlabankans, sagði í síðasta
mánuði að vöxtum yrði áfram haldið í
sögulegu lágmarki um einhvern tíma.
Ákvörðun bankans um að lækka vexti
ekki enn frekar, er tekin aðeins degi eft-
ir að Hagstofa Evrópu, Eurostat, gaf út
nýjar atvinnuleysistölur á evrusvæðinu,
12,1% og hafði atvinnuleysi dregist ör-
lítið saman í júnímánuði, miðað við maí.
Óbreyttir stýrivextir
verða á evrusvæðinu
Hlutabréf í breska bankanum Llo-
yds Banking Group snarhækkuðu í
verði í Lundúnum í gær, eða um 8%,
eftir að tilkynnti að hann hefði hagn-
ast um 2,1 milljarð breskra punda,
jafnvirði 380 milljarða króna á fyrstu
sex mánuðum þessa árs. Lloyds tap-
aði á fyrstu sex mánuðum ársins
2012 456 milljónum punda, eða sem
nemur 82,5 milljörðum króna.
Breska ríkið á 39% í Lloyds Bank-
ing Group og hefur átt undanfarin
ár, frá því að bankakrísan skall á. Á
fréttavef Breska ríkisútvarpsins,
BBC, í gær, kemur fram að George
Osborne, fjármálaráðherra Breta,
vilji selja hlut ríkisins í bankanum og
vilji hann að lágmarki fá 61 pens fyr-
ir hlutinn. BBC segir að það sé allt of
lágt verð að margra mati, en við lok-
un markaða í gær var hluturinn í
Lloyds á 74 pens.
AFP
Lloyds Antonio Horata-Osorio, bankastjóri Lloyds, segir að bankinn sé nú
kominn á rétt skrið til þess að skapa hluthöfum sínum viðunandi arð.
Umskipti hjá
Lloyds-bankanum
!"# $% " &'( )* '$*
++,-,.
+,/-0.
++0-11
.+-/2.
./-/1.
+,-/2.
+.3-43
+-./.3
+32-13
+03-.4
++2-+
+,/-24
++0-3,
.+-+01
./-+/+
+,-+10
+.,-/5
+-./4.
+,/
+03-3
.++-4.,,
++2-5,
+,+-1
++4-+.
.+-.+4
./-+4
+,-+2,
+.,-52
+-./23
+,/-05
+0,-+1
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
255 millj-
arðar króna
Reiðufé LBI í lok mars. Slitastjórnin
hefur óskað eftir undanþágu til að
greiða 133 milljarða til kröfuhafa.
100 millj-
arðar króna
Umfang varasjóðs slitastjórnar. Um
40 milljarðar eru í erlendum gjald-
eyri sem féll til fyrir 12. mars 2012.
SÉRSTAKUR VARASJÓÐUR
»