Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Hæstiréttur staðfesti dóminn  Fjögurra ára fangelsisdómur yfir Silvio Berlusconi staðfestur  Sleppur líklega við fangelsisvist  Dómnum ekki framfylgt fyrr en þingið afléttir friðhelgi Æðsti dómstóll Ítalíu hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Silvio Berlusconi, fjölmiðlamó- gúl og fyrrverandi forsætisráðherra, sem undir- réttur sakfelldi fyrir skattsvik í tengslum við fjöl- miðlafyrirtækið Mediaset. Undirréttur dæmdi stjórnmálamanninn litríka í fimm ára bann við setu í opinberu embætti en hæstiréttur vísaði þeim hluta refsingarinnar aftur til áfrýjunardóm- stóls. Berlusconi mun aðeins afplána eitt ár af dómn- um en vegna þess að hann er kominn á áttræð- isaldur er ólíklegt að hann verði látinn sæta fang- elsisvist. Líkur eru á að honum verði heldur gert að sinna samfélagsþjónustu eða taka dóminn út í stofufangelsi. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur yfir Berlusconi fer alla leið í dómskerfinu en fjöldi mála hefur ver- ið höfðaður á hendur honum og hann m.a. sakfelld- ur fyrir vændiskaup og valdníðslu. Þeim dómi fylgdi sjö ára fangelsi en Berlusconi áfrýjaði. Niðurstöðunnar var beðið með nokkurri eftir- væntingu á Ítalíu en hún getur haft afdrifaríkar pólitískar afleiðingar í för með sér. Áður en hægt er að framfylgja dómnum verður þingið að sam- þykkja að aflétta friðhelgi Berlusconi en það getur tekið vikur eða mánuði. Nokkrir þingflokksbræð- ur hans hafa hótað að láta af stuðningi við sam- steypustjórn forsætisráðherrans Enrico Letta en ríkisstjórn hans þarf á stuðningi Frelsisflokksins að halda til að halda velli. Ítalskir pólitíkusar voru ekki lengi að bregðast við niðurstöðu dómstólsins í gær. „Berlusconi er dauður,“ skrifaði Beppe Grillo, leiðtogi Fimm- stjörnuhreyfingarinnar, á bloggsíðu sína. „Sak- felling hans er eins og fall Berlínarmúrsins 1989.“ Guglielmo Epifani, leiðtogi Lýðræðisflokksins, sagði að virða bæri dóminn og framfylgja honum. holmfridur@mbl.is Berlusconi er dauð- ur. Sakfelling hans er eins og fall Berl- ínarmúrsins 1989. Beppe Grillo Stuðningsmenn Roberts Muga- bes sögðu í gær að forsetinn hefði gjörsigrað mótframbjóð- anda sinn, for- sætisráðherrann Morgan Tsvang- irai, í forseta- kosningum sem fram fóru í Zimbabwe á miðviku- dag. Tsvangirai, sem bauð sig fram gegn Mugabe í þriðja sinn, kallaði kosningarnar hins vegar skrípaleik sem endurspeglaði ekki vilja fólks- ins í landinu. „Að okkar mati eru kosningarnar ógildar,“ sagði hann. „Þessar kosningar eru farsi.“ Grunur liggur á að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað en innlendur eftirlitsaðili, sem var með 7.000 kosningaeftirlitsmenn að störfum, sagði að allt að milljón kosningabærir einstaklingum hefði verið meinað að kjósa. Vestræn ríki fengu ekki að hafa eftirlit með kosningunum en Þró- unarsamtök ríkja í suðurhluta Afr- íku munu birta úrskurð um fram- kvæmd kosninganna í dag. Fylgismenn Mugabes fagna sigri Robert Mugabe  Ásakanir um svik Fangelsismálayfirvöld í Noregi hafa gefið Anders Behring Breivik leyfi til þess að stunda háskólanám, að því gefnu að Oslóarháskóli vilji taka við honum. Um fjarnám verður að ræða og mun Breivik taka öll próf í fang- elsinu. Breivik hefur áhuga á að nema stjórnmálafræði en mennta- málaráðherrann Kristin Halvorsen gaf í skyn á dögunum að það væri til- gangslaust að leyfa honum að mennta sig þar sem honum yrði aldrei sleppt úr haldi. Lögmaður Breiviks segir það hins vegar jaðra við pyntingar að halda Breivik aðgerðarlausum. Breivik fær að stunda nám AFP Kínverjar sækja í sundlaugarnar í hitanum Kínverska veðurstofan varaði við því fyrr í vikunni að hiti í nokkrum hér- uðum í austur- og miðhluta Kína myndi fara í allt að 41 stig áður en vikan væri úti en mikil hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta landsins. Í Sichuan- héraði í suðvesturhluta Kína myndaðist talsverð örtröð þegar fólk flykktist í sundlaugar og vatnsrennibrautagarða til að kæla sig en júlímánuður var sá heitasti í fjölmennustu borg landsins, Sjanghæ, í meira en 140 ár. Uppljóstraranum Edward Snowden, fyrrverandi starfsmanni Þjóðarör- yggisstofnunar Bandaríkjanna, var í gær veitt tímabundið hæli í Rúss- landi í eitt ár. Í kjölfarið yfirgaf hann Sheremetyevo-flugvöll í Moskvu, þar sem hann hefur dvalið í fimm vikur. „Staðsetning hans verð- ur ekki gerð opinber af öryggis- ástæðum, þar sem hann er eftirsótt- asti maðurinn á jörðinni. Hann mun sjálfur ákveða hvert hann vill fara,“ sagði Anatoly Kucherena, lögmaður Snowden. Hann sagði að Snowden myndi aftur birtast sjónum almennings á einhverjum tímapunkti og veita fjöl- miðlum viðtöl. Í Rússlandi nyti hann aðstoðar ótilgreindra amerískra vina. Kucherena sagði Snowden sakna kærustu sinnar, sem væri dansari í Bandaríkjunum. „Þegar ég sagði honum hvers konar stúlkur hringdu að spyrja eftir honum sagði hann: „En Anatoly, ég á kærustu.““ RÚSSLAND Hæli Snowden saknar kærustunnar. Fékk hæli og yfirgaf flugvöllinn í Moskvu Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, viðurkenndi í gær að það hefðu verið mistök að treysta Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkera Lýðfylkingarinnar, sem hefur ver- ið sakaður um spillingu og situr í gæsluvarðhaldi. „Ég gerði mistök þegar ég setti traust mitt á ein- stakling sem við vitum nú að verðskuldaði það ekki,“ sagði for- sætisráðherrann á þingfundi í gær. Barcenas hefur verið sakaður um að hafa skipulagt greiðslur úr leynilegum sjóði Lýðfylking- arinnar, m.a. til forsætisráð- herrans. Rajoy játaði því í gær að leiðtogar flokksins hefðu fengið viðbótar- greiðslur fyrir „unna vinnu“ en hann neitaði að hafa þegið ólög- legar sporslur og sagðist hafa greitt skatt af öllum tekjum. Rajoy ítrekaði að hann myndi hvorki segja af sér né efna til þingkosninga, líkt og stjórnarand- staðan hefur kallað eftir. SPÁNN Viðurkenndi mistök og viðbótagreiðslur Mariano Rajoy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.