Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Egypska innanríkisráðuneytið hét stuðningsmönnum Mohamed Morsi í gær „öruggri útgönguleið“ gegn því að þeir yfirgæfu samstundis mót- mælendabúðir sínar í Kaíró. Ráð- herrar egypsku ríkisstjórnarinnar fyrirskipuðu lögreglu á miðvikudag að binda enda á mótmælasetu- og göngur til stuðnings Morsi. Innanríkisráðuneytið „biðlar til þeirra á Rabaa al-Adawiya- og Nahdatorgum að láta skynsemi og þjóðarhagsmuni ráða för og hafa sig fljótt á brott“, sagði í tilkynningu en mótmælendur hafa svarað áeggjan stjórnvalda með því að boða til fjöldamótmæla í dag. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt fyrirskipun stjórnvalda, sem þau segja „upp- skrift að frekari blóðsúthell- ingum“. Þá hefur utanríkisráðu- neyti Bandaríkj- anna hvatt bráða- birgðastjórnina til að virða rétt borgaranna til frið- samlegra samkoma. William Hague, utanríkisráðherra Breta, hefur bæst í hóp þeirra er- lendu ráðamanna sem hafa kallað eftir því að Morsi verði látinn laus. EGYPTALAND Stjórnin hyggst binda enda á mótmælin Mótmælendur vilja Morsi lausan. Umdeild löggjöf, sem ætlað er að hamla ólöglegri dreifingu á höf- undarréttarvörðu efni á netinu, tók gildi í Rússlandi í gær. Lögin auðvelda höfundarrétthöfum að láta loka vefsíðum sem beina not- endum áfram á höfundarréttar- varið efni án leyfis en fjölmörg netfyrirtæki hafa fordæmt þau harðlega. Lögin eru „tímasprengja“ fyrir netið, sagði vefrisinn Google en leitarsíðan Yandex, sú vinsælasta í Rússlandi, segir þeim beint gegn netinu en ekki svokallaðri sjóræn- ingjastarfsemi. Í minnisblaði til við- skiptavina sinna segir fjárfest- ingabankinn VTB Capital að lögin geri mönnum kleift að láta loka vefsíðum með því að tengja hvaða stolna efni sem er við síð- una og leggja inn beiðni til dóm- stóla. Óskýrt orðalag laganna veiti ríflegt svigrúm til misnotkunar. RÚSSLAND Lokað á síður sem tengja á stolið efni Ýmsir segja auðvelt að misnota lögin. Lorraine Mondial Air Ballons-hátíðin í Frakklandi er stærsta hátíð sinnar tegundar en þar koma saman loft- belgjaeigendur víðsvegar að úr heiminum og taka þátt í sýningum og keppnum af ýmsu tagi. Hátíðin, sem stendur yfir í tíu daga, er haldin á tveggja ára fresti en á miðvikudag gerðu loftbelgja- flugmenn tilraun til að setja nýtt heimsmet, með því að sleppa 408 loftbelgjum á loft á sama tíma. AFP Skrautlegir og bústnir belgir Stjórnvöld í Bandaríkjunum afléttu í gær leynd af dómsúrskurði sem gaf yfirvöldum leyfi til þess að safna upp- lýsingum um símanotkun Banda- ríkjamanna. James Cole, aðstoðar- dómsmálaráðherra, sagði dómsmála- nefnd öldungadeildar þingsins að dómsúrskurðurinn gerði stjórnvöld- um kleift að leita í gagnasafninu, að því gefnu að réttmætar grunsemdir væru uppi um að viðkomandi síma- númer tengdist ákveðnum hryðu- verkasamtökum. Bandarísk stjórnvöld hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar afhjúpunar um umfangsmikla njósnastarfsemi þeirra en Guardian birti á miðvikudag upplýsingar frá uppljóstraranum Edward Snowden um tölvuforritið XKeyscore, sem Þjóðaröryggisstofn- un Bandaríkjanna, NSA, kallar í kennslubók víðtækasta njósnaforrit sem stofnunin býr yfir. Guardian seg- ir forritið gera upplýsingagreinend- um stofnunarinnar kleift að fram- kvæma leitir í yfirgripsmiklum gagnagrunnum, sem innihalda tölvu- pósta, netspjall og vafrasögur millj- óna einstaklinga. Gögn sem fjölmiðill- inn hafi undir höndum færi sönnur á fullyrðingar Snowdens um að hann, sem starfsmaður NSA, hafi getað njósnað um hvern sem er svo lengi sem hann hafði tölvupóstfang við- komandi. Eitt af verkfærum NSA, DNI Presenter, má nota til að lesa tölvupósta en með því er einnig hægt að lesa t.d. spjall og einkaskilaboð á Facebook. Allt sem starfsmaður stofnunarinnar þarf að hafa er not- endanafn viðkomandi. Afar litlar takmarkanir virðast vera á því hvaða leitir starfsmenn NSA mega framkvæma en þeir þurfa ein- faldlega að tiltaka einhverja ástæðu fyrir leitinni á rafrænu eyðublaði. Í yf- irlýsingu til Guardian segir stofnunin þó að starfsemi hennar beinist aðeins gegn erlendum aðilum og að ásakanir um óheftan aðgang starfsmanna að forritum og gagnasöfnum stofnunar- innar séu einfaldlega ósannar. Umfangsmiklar njósnir  Tölvuforritið XKeyscore gerir NSA kleift að safna gríð- arlegu magni gagna um netnotkun Bandaríkjamanna Njósnaforrit » XKeyscore safnar gríðarlegu gagnamagni sem aðeins er hægt að geyma í stuttan tíma. Gögnin eru því flokkuð eftir mikilvægi og geymd í öðrum gagnagrunnum ef þurfa þykir. » Þar eru gögnin geymd í allt að fimm ár. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.