Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 30
✝ Erla Pálsdóttirfæddist á
Grund á Jökuldal
10. febrúar 1933.
Hún lést á dval-
arheimilinu Banda-
gerði 17. júlí 2013.
Foreldrar hennar
voru Sigurjón Páll
Vigfússon, f. 27.
október 1889, í
Hnefisdal á Jök-
uldal, d. 2. apríl
1961, og Margrét Sigríður
Benediktsdóttir, f. 27. desem-
ber 1903, á Reyðarfirði, d. 14.
janúar 1965. Systkini Erlu,
sammæðra; eru Hulda, f. 1932,
d. 1987, Unnur, f. 1935, d. 2000,
Garðar, f. 1942, d. 1995, Sævar,
f. 1943, og Alda, f. 1946. Systk-
ini samfeðra; Arnfríður, f.
1919, d. 1998, Vigfús Agnar, f.
1920, d. 2012,
Ragnheiður, f.
1922, d. 1999, Stef-
án Arnþór, f. 1923,
d. 2001, Gestur, f.
1925, d. 2013, og
Þórólfur, f. 1926.
Sambýlismaður
Erlu er Örn Ósk-
arsson, f. 18.11.
1940, á Akureyri,
foreldrar hans
voru Agnea
Tryggvadóttir og Óskar Gísla-
son. Erla vann ýmis störf um
ævina, lengst af starfaði hún
við fiskvinnslu. Erlu varð ekki
barna auðið en systkini hennar
og þeirra börn voru henni ætíð
hugleikin og áttu hjá henni
öruggt skjól.
Útför Erlu fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 26. júlí 2013.
Mig langar að minnast henn-
ar Erlu frænku minnar, Lellu
eins og við krakkarnir kölluðum
hana. Þó svo að Lellu hafi ekki
auðnast barneignir sjálfri átti
hún stóran hóp barna, börn
systkina og vina voru hennar
börn.
Margs er að minnast, þú
kenndir mér að standa með mér
og finnast fátt um hvað aðrir
hefðu um mig að segja. Ég man
þó mest glaðværðina og hlát-
urinn sem einkenndi þig. Eins
eru minnisstæðar margar
stundir í Norðurgötunni þar
sem setið var við eldhúsborðið
og hlegið og gert að gamni sínu.
Ferðalögin okkar saman í bú-
staði og vestur eru einnig minn-
ingar sem ég geymi um
skemmtilega tíma og góða sam-
veru. Fyrir margt löngu vorum
við í Hagkaup og þú byrjaðir að
máta brjóstahaldara bara svona
fyrir framan aðra eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara þegar þú
sást að unglingurinn fór eitt-
hvað hjá sér þá kallaðir þú yfir
búðina á mömmu hvort þetta
passaði ekki alveg örugglega og
auðvitað smituðust allir af glað-
værðinni og við hlógum lengi að
þessu athæfi þínu.
Við systkinin vorum uppá-
tækjasöm og man ég vel þegar
hef verið um fimm ára aldur og
þú varst að passa okkur að eldri
Erla Pálsdóttir systkini mín tóku sig til oggerðu á mér jólaklippinguna
sem var ekki ýkja fögur, ég
man svo vel hvað þú varst reið
við þau en ekki mig, það þótti
mér gott og jólamyndir það árið
eru af lokkaprúðum systkinum
með litlu systur á milli sín með
stórt skarð í stað topps.
Þegar ég fór svo sjálf að eiga
mín eigin börn varst þú til stað-
ar í sorg og gleði. Varst með í
afmælum og hlóst að uppátækj-
um sona minna. Stolt af hverju
framfaraskrefi og vildir fylgjast
með.
Þegar þú veiktist fyrst af
sjúkdómnum þínum var það
okkur öllum þungbært, hversu
mikið þú mundir eða vissir af
okkur, en að koma til þín, horfa
í augun á þér gaf mér þá vissu
að þú mundir og vissir af okkur
hjá þér. Það er mér ómetanleg
minning þegar við komum til
þín rétt fyrir andlátið og þú
opnaðir augun og horfðir á okk-
ur systur og gafst til kynna að
þú þekktir okkur. Það er góð
tilfinning að vita að þú hafir
varið þínu síðasta æviári á svo
góðum stað sem Bandagerði er,
starfsfólkið og allur aðbúnaður
þar er til mikillar fyrirmyndar
og þar var hugsað vel um þig,
elsku Lella mín. Ég kveð þig
með miklum söknuði en jafn-
framt hlýju í hjarta að vita að
nú eru þrautir þínar linaðar og
þú ert komin í faðm svo margra
sem þér þótti vænt um.
Elsku Lella mín, í dag eru
svo margir sem eiga um sárt að
binda því þú gerðir líf margra
ríkara, en minningin lifir og ég
mun geyma hana í brjósti mér.
Ég bið algóðan Guð að opna
faðm sinn og umvefja þig um
leið og ég vil þakka þér fyrir
samfylgdina. Ég bið guð að
veita ykkur styrk í sorginni,
elsku Öddi, mamma, pabbi,
Sæsi og aðrir aðstandendur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þín frænka,
Alda Stefánsdóttir.
Okkar elskulega Erla Páls-
dóttir er látin, áttræð að aldri.
Lella eins og hún var alltaf köll-
uð var einstök manneskja og
ávallt vildi hún allt fyrir alla
gera, hún tók alltaf á móti fólki
með bros á vör og naut þess að
stússast í mat og bakstri og það
var einstaklega notalegt að
koma á heimili hennar. Hún
steikti oft kleinur og færði okk-
ur, hún keypti alltaf svo fallegar
gjafir handa okkur á jólum og
okkur fannst alltaf svo gott að
fara í heimsókn til þín og fá þig
í heimsókn til okkar, elsku
Lella. Við hlið hennar í öllu;
gleði og sorgum stóð Örn mað-
urinn hennar og saman voru
þau tvíeyki með risastór hjörtu
sem slógu í takt á hverju sem
gekk.
Við fjölskyldan eigum marg-
ar góðar minningar um ynd-
islega og góða frænku, oft var
glatt á hjalla, gamansögur sagð-
ar, alvörumál rædd og ávallt
átti fjölskyldan öll vísan stuðn-
ing Lellu frænku. Lella var ein-
staklega mikill mannvinur og
voru börnin í fjölskyldunni þar í
fyrsta sæti. Lella var engin
venjuleg frænka, heldur voru
henni auðveld og ánægjuleg
hlutverk að koma í stað móður,
ömmu, vinar og velgjörðar-
manns þeirra sem það þáðu. Í
sorgum og gleði, mótbyr og
meðbyr, alltaf var Lella sú sem
bæði hughreysti og hvatti,
gladdist og lofsamaði. Nú síð-
ustu árin hefur þú, elskulega
frænka, verið veik og ekki get-
að tjáð þig eins og þú hefðir
viljað, en glampinn fór ekki úr
augunum á þér þrátt fyrir það.
Barátta þín einkenndist af
þeirri manneskju sem þú hafðir
að geyma, af festu og öryggi
tókstu á við hvern dag og á
hverjum degi dáðumst við að
þér.
Þegar að kveðjustund er
komið og við þurfum að sjá á
eftir okkar yndislegu frænku þá
er okkur þakklæti efst í huga,
þakklæti fyrir að hafa fengið að
hafa Lellu hjá okkur allt okkar
líf og að hún var okkur elskandi
frænka. Takk fyrir samvistina,
elsku Lella okkar, og megi al-
góður Guð blessa þig og minn-
ingu þína. Við vitum að systkini
þín, foreldrar þínir og aðrir ást-
vinir sem farnir eru, hafa nú
tekið á móti þér og leiða þig
framvegis um blómum skrýdda
garða, þar sem enginn finnur til
og hamingja og gleði fyllir
gullna sali himnaríkis.
Þangað til við hittumst á ný,
kveðjum við þig frænka og biðj-
um þess að Guð breiði blessun
sína yfir Ödda þinn, systkini þín
Þórólf, Sævar og Öldu, aðra
ættingja og vini þína alla og
veiti þeim huggun í sorginni
með gæsku sinni.
Ástarkveðjur,
Þröstur Heiðar og
Anna Steinunn, Guð-
laugur Stefán og fjöl-
skylda, Garðar Örn,
Steinar Þór og
Stefanía Tara.
Eins og títt er um Akureyr-
inga vissum við Erla hvor af
annarri þó að við þekktumst
ekki nóg til að heilsast á götu
fyrr en hún gerðist leigjandi hjá
Guðnýju tengdamóður minni.
Þar leigði hún herbergi með að-
gangi að eldhúsi, en fljótlega
varð hún eins og ein af fjöl-
skyldunni. Hún varð Guðnýju
eins og besta dóttir og kannski
betri því aldrei vissi ég til að
þeim yrði sundurorða eins og
oft kemur fyrir hjá bestu fjöl-
skyldum. Það er líka ótrúlegt að
Erlu hafi nokkurn tíma orðið
sundurorða við neinn, hún var
svo kærleiksrík og góð að það
var erfitt að láta sér líða illa ná-
lægt henni. Þessi ár sem þær
áttu saman voru Guðnýju mikils
virði og þó að Erla flytti að
heiman eins og dætra er siður
og stofnaði eigið bú héldu þær
alltaf góðu sambandi og taldi
Guðný ekki eftir sér að skreppa
utan úr Þorpi niður á Eyri til að
elda kvöldmat handa Erlu sem
búin var að vinna allan daginn.
Við Andri viljum þakka Erlu
fyrir þá hamingju sem hún
veitti Guðnýju og alla hennar
hlýju í okkar garð alla tíð.
Erni og systkinum Erlu
sendum við samúðarkveðjur.
Guðrún Sigurðardóttir.
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
Á lífið hafðir sýn
sem oft á tíðum
geymdi grín
skreyttum tröllasögum
Sem nú á mínum löngu
dögum
fylla hjartasár.
Og minning þín hún er
ávallt geymd í hjarta
mér
og gefur góðan yl
þótt aðeins eitt ég vil
er þerra burtu tregatár
Þú lifðir hér þín gullnu ár
Takk, því þú varst til.
Þitt barnabarn,
Ásgerður Eir.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn.
Nú kveð ég þig í hinsta sinn
Er ferð þú þína ljúfu leið
og lætur eftir æviskeið
sem gladdi mína sál.
Guðmundur Heim-
ir Rögnvaldsson
✝ GuðmundurHeimir Rögn-
valdsson fæddist í
Reykjavík 15. apríl
1931. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 5. júlí
2013.
Útför Guð-
mundar Heimis fór
fram frá Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði
16. júlí 2013.
Góðir vinir eru
auðæfi. Ég kynntist Rósu 1986
þegar ég var nýflutt til Húsa-
víkur, ráðvillt að feta fyrstu
sporin í allsgáðu lífi. Hún tók
mig strax upp á sína arma og
fyrir það er ég þakklát. Betri
vinkonu er ekki hægt að hugsa
sér. Og ég hélt að hún yrði allt-
af til staðar. Mig óraði ekki
fyrir því hve hratt heilsu henn-
ar myndi hraka þó hún hefði
látið á sjá þegar við hittumst
síðast. Alltaf var ég á leiðinni
en nú er það of seint.
Rósa Björnsdóttir
✝ Rósa Björns-dóttir fæddist á
Akureyri 11. októ-
ber 1938. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 3. júlí
2013.
Útför Rósu fór
fram frá Húsavík-
urkirkju 10. júlí
2013.
Rósa er mín fyr-
irmynd, hjálpsöm,
heiðarleg, hlý og
skemmtileg. Frá
mörgu gæti ég
sagt. Símtölum
þegar hún bauð
mér í mat, gæða-
stundum þegar ég
skrapp til hennar í
matartímanum í
súpu og spjall.
Kapallinn og
prjónarnir aldrei langt undan.
Göngutúrum í Aðaldalshrauni
og skrúðgarðinum þegar við
ræddum málin og nutum nátt-
úrunnar. Hún kenndi mér
æðruleysi, nægjusemi, metnað,
bjartsýni og miðlaði af reynslu
sinni enda áttum við margt
sameiginlegt þó heil kynslóð
skildi okkur að. Bauðst oft til
þess að vera „mamma mín á
Húsavík“ sem ég þáði með
þökkum. Ógleymanlegt er þeg-
ar hún hélt mér óvænta stúd-
entsveislu er ég skrapp til
Húsavíkur til að útskrifast
komin hátt á fertugsaldur.
Enginn hefur hvatt mig meira
og hrósað í námi sem og öðru.
Nú hefur vináttan varað í
rúman aldarfjórðung og erfitt
að hugsa sér Húsavík án henn-
ar. Tómlegt og skrýtið að vita
af Ármanni einum í íbúðinni en
ég veit að hann á góða að og
spjarar sig þó misst hafi sinn
besta vin. Rósa var mikil fjöl-
skyldumanneskja og elskaði
ferðalög. Þakklátir eru allir
þeir Húsvíkingar sem fengu að
njóta umönnunar „ömmu Rósu“
á leikskólanum, þ. á m. eldri
dóttir mín sem hún hjálpaði
mér mikið með.
Rósa var gullfalleg kona,
glæsileg á hógværan hátt, með
há kinnbein og bjart bros, enda
klæddu broshrukkurnar hana
sérlega vel. Vel tilhöfð og tign-
arleg þó hæglát væri, með
mikla útgeislun og fallegan per-
sónuleika. Henni eiga margir
mikið að þakka þó hljótt fari.
Ég gat alltaf leitað til hennar
að nóttu jafnt sem degi. Hún
færði mér jólaskraut, kökur o.fl
og nennti endalaust að hlusta.
Hjá henni var ég alltaf velkom-
in og hjartarýmið ótakmarkað.
Hópurinn okkar saknar
hennar sárt. Hvert sumar vor-
um við vanar að fara saman í
kirkjugarðinn og heimsækja
látna félaga. Nú fer ég þangað
ein og heimsæki hana. Sömu-
leiðis tala ég við hana hér
heima. Hún er í huga mér og
kallar fram bros. Öll bleiku
blómin og rósin mín minna mig
á hana því bleikt var hennar
litur. Bjartur og glaðlegur eins
og hún.
Elsku Rósa mín. Ég veit að
þú ert hjá okkur. Oft ræddum
við eilífðarmálin og kærleik-
ann. Nú hefur fjölgað englun-
um í Sumarlandinu og þar er
ekki í kot vísað. Best gæti ég
trúað að þar heyrðist söngur,
skrjáf í spilum og prjónaglam-
ur. Og kannski orðið fundar-
fært.
Vertu kært kvödd og þúsund
þakkir fyrir allt, elsku vinkona.
Þú varst og ert einstök.
Ingunn Sigmarsdóttir.
✝ Matthías Elí-asson var
fæddur í Sandgerði
á Reyðarfirði 8.
nóvember 1927.
Hann varð bráð-
kvaddur í Reykja-
vík 12. júlí 2013.
Foreldrar hans
voru Halldóra Vig-
fúsdóttir og Elías
Eyjólfsson. Al-
systkini hans voru:
Stefán, Valdór og Herborg, en
þau eru öll látin, yngri eru þau
Kristrún, Marteinn og Elín
Jóna. Hálfsystkini hans að föð-
urnum voru þau Eyjólfur og
Guðrún Björg, bæði látin.
Matthías ólst upp á Reyð-
arfirði og átti þar alla tíð heim-
ili, enda sannur
Reyðfirðingur.
Hann var duglegur
og verkhagur og
fékkst við ýmislegt
um dagana, alltaf
að. Hann vann
lengi hjá Vegagerð
ríkisins og eins hjá
Trévangi sem smið-
ur og víðar kom
hann að verkum.
Hann var á vertíð-
um í Eyjum m.a. og var kapp-
samur röskleikamaður við hvað-
eina. Veiðimaður var hann af
lífi og sál og einkar fengsæll.
Hann var ókvæntur og barn-
laus.
Útför hans fór fram frá Reyð-
arfjarðarkirkju 20. júlí 2013.
Fáein kveðjuorð er mér ljúft
að festa á blað, þegar hniginn
er að foldu frískleikamaðurinn
röski, Matthías Elíasson.
Óvænt bar andlát hans að,
enda var Matthías hinn hress-
asti allt fram að andlátsdegi.
Mæt kynni margra áratuga
voru við Matthías og þau varpa
mörgum minningamyndum
fram í munans inni, tengslin
enda mikil allt frá bernskuár-
um, þar sem Matthías var hálf-
bróðir hennar Gunnu minnar,
eiginkonu Gísla frænda míns,
og samgangur því mikill. Þau
hálfsystkini Gunnu áttu heldur
betur hauk í horni þar sem
hún Gunna var. Matthías var
Reyðfirðingur fram í fingur-
góma og þar átti hann alla
ævidaga sína, hann var
snemma knár og röskur til
allra verka. Þótti að honum
góður liðsauki í hverju einu er
hann fékkst við, hvort sem það
nú voru hinar vandasömu
sprengingar hjá Vegagerð rík-
isins eða smíðar hjá Trévangi
eða á árum áður á vertíð í Eyj-
um. Hann var ungur maður af-
ar liðtækur á knattspyrnuvell-
inum, bæði fótfrár og þolinn,
harður í horn að taka en alltaf
prúður þó. Matthías var mikill
veiðimaður, hvort sem var til
sjós eða lands, hann gekk m.a.
til rjúpna fram á síðustu ár og
margan vænan fiskinn dró
hann að landi, nú síðast á sum-
ardögum. En Matthías var
fyrst og síðast einstaklega
hagur í höndum, þótti afar lag-
tækur smiður, hörkuduglegur
til verka og sér í lagi flinkur
við vélar. Það mátti með mikl-
um sanni segja að allt léki í
höndum hans. Matthías var
greindur vel og gjörhugull,
fróður um fjölmargt, þó hann
flíkaði því aldeilis ekki eins og
fleiru, enda maðurinn dulur og
vissu fáir ef nokkrir í hans
hug. Sérlundaður var hann og
fór sínar eigin leiðir, en
fjarska farsæll starfsmaður og
trúr yfir hverju einu. Matthíasi
eru að leiðarlokum þökkuð
mæt kynni á dögum áður og
ýmis hjálpsemi hans um leið.
Við Hanna sendum systkinum
hans og þeirra fólki einlægar
samúðarkveðjur, ekki sízt
Kristrúnu systur hans sem
hann gat alltaf leitað til. Bless-
uð sé minning Matthíasar Elí-
assonar.
Helgi Seljan.
Matthías Elíasson✝Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærs sonar okkar,
BERGS BJARNASONAR.
Bjarni Bergsson, Ragnhildur Friðriksdóttir.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
BORGÞÓRS ÞÓRHALLSSONAR
fyrrv. lögreglumanns,
Miklubraut 86,
Reykjavík.
Sveinbjörg Eyþórsdóttir,
Þórhallur Borgþórsson, Gróa Reykdal Bjarnadóttir,
Eyþór Borgþórsson, Bára Emilsdóttir,
Sigurborg Borgþórsdóttir, Jón Svanþórsson,
Halldór Borgþórsson, Aðalheiður Alfreðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.