Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 34

Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Ég ætla að fá vini og ættingja í heimsókn heim til mín hér íReykjanesbæ um kvöldið og grilla pitsur en ég vona aðveðrið verði sem best,“ segir Erna María Jensdóttir sem fagnar í dag 31 árs afmæli sínu en hún starfar sem forstöðumaður þjónustukjarna fyrir fatlaða hjá Reykjanesbæ. Erna María er í sam- búð með Guðmundi Ingvari Jónssyni og eiga þau saman einn son, Ingvar Berg, auk þess sem þau eiga von á dóttur í október. „Ég reyni að halda alltaf upp á afmælið mitt en stundum ber afmæl- isdaginn upp á verslunarmannahelgi og þá er ég oft í útilegu.“ Erna hefur átt gott sumar með fjölskyldu sinni en hún er nýkomin úr ferðalagi um Norður- og Austurland. Aðspurð hvort ekki sé erfitt að bjóða í afmæli um verslunarmannahelgi segir Erna að hún hafi mest fundið fyrir því á yngri árum. „Það var til dæmis mjög eftirminni- legt þegar ég var í kringum fimm ára aldurinn og erfitt reyndist að fá vini til þess að mæta í afmælið mitt þar sem allir voru á ferðalög- um. Móðir mín hringdi um alla sveit í leit að einhverjum börnum til þess að mæta í afmælið mitt og einu börnin sem komust voru strák- ar sem ég þekkti ekki,“ segir Erna og hlær. „Nú reyni ég frekar að gera ráð fyrir þessari miklu ferðamannahelgi í áætlunum mínum en í fyrra þegar ég varð þrítug þá bauð ég til útilegu í sveitina mína, Gil í Skagafirði. Þá kom fullt af fólki og gisti í tjaldi og allir skemmtu sér konunglega saman.“ Erna María Jensdóttir er 31 árs í dag Fjölskylda Erna María ásamt manni sínum, Guðmundi Ingvari, og syni þeirra þann 17. júní 2011. Þau eiga von á dóttur í haust. Bara strákar mættu í barnaafmælið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Jónína H. Jónsdóttir, leikkona og sjúkraþjálfi, er sjötug í dag, 2. ágúst. Hún tek- ur á móti gest- um í Sam- komuhúsinu á Eyrarbakka á afmælisdaginn. 70 ára Reyðarfjörður Sigrún Helga fæddist 6. nóvember kl. 6.06. Hún vó 3.800 g og var 53,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Gunnar Páll Baldursson. Nýir borgarar Akureyri Sóley Katla fæddist 30. nóv- ember kl. 18.52. Hún vó 5.036 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru María Björg Ásmundsdóttir og Vignir Már Vignisson. Umhverfisvæn ræsting með örtrefjum Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Ræsting með örtrefjaklútum og moppum er hagkvæmari og skilar betri árangri „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgun- blaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón B jörgvin Ívar fæddist í Reykjavík 2.8. 1973 og ólst upp í Efra- Breiðholti fyrstu árin meðan hann sjálfur og hverfið voru í sem mestri uppbygg- ingu. Hann gekk í Hólabrekkuskóla en eftir fermingu flutti fjölskyldan í Heimahverfið í Reykjavík og lauk hann grunnskólagöngu í Langholts- skóla vorið 1989. Eftir grunnskóla stundaði Björg- vin nám við MS og lauk þaðan stúd- entsprófi vorið 1993. Hann stundaði síðan nám við KHÍ og útskrifaðist þaðan vorið 1996. Björgvin stundaði einnig nám í grafískri hönnun í Barcelona á Spáni rétt fyrir síðustu aldamót og við Kvikmyndaskóla Ís- lands á árdögum þess skóla. Hann lauk einnig meistaragráðu í staf- rænni miðlun (M.Sc Digital Media) frá Háskólanum í Portsmouth á suð- urströnd Englands árið 2009. Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Reykjavík – 40 ára Í fjallgöngu Saga situr í makindum meðan pabbi gengur fyrir þau bæði að Stórurð í Borgarfirði eystri. Stafræn miðlun og ný tjáning í grunnskólum Við upptökur Björgvin mundar mandólínið í upptöku með Eggjandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.