Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Pétur Ottesen alþingismaðurfæddist 2.8. 1888 á Ytra-Hólmi í Innri-Akranes- hreppi. Hann var sonur Oddgeirs Ágústs Lúðvíks Ottesen, bónda og kaupmanns á Ytra-Hólmi, og konu hans, Sigurbjargar Sigurðardóttur húsfreyju. Oddgeir var af ætt Odds klaust- urhaldara, hálfbróður Ólafs Steph- ensen, ættföður Stephensensættar, og Sigríðar, ættmóður Thor- arensensættar. Sigurbjörg var af Efstabæjarætt í Borgarfirði, systir Oddnýjar, móður Jóns Helgasonar ritstjóra og systir Ásgeirs, föður Magnúsar skálds og Leifs prófessors, og afa Inga Sig- urðssonar sagnfræðiprófessors. Bróðir Péturs var Morten, góðvinur og samstarfsmaður Tómasar Guð- mundssonar skálds og fleiri revíu- höfunda í Bláu stjörnunni. Eiginkona Péturs var Petrína Helga Jónsdóttir, f. 1889, d. 1972, og eignuðust þau tvö börn. Pétur Ottesen var íhaldsmaður sem taldi það skyldu sína að verja hagsmuni landbúnaðarins og sveit- anna. Hann var stórbóndi og héraðs- höfðingi á Ytra-Hólmi frá 1916 og til æviloka, 1968 og alþingismaður 1916-59, eða lengur en flestir aðrir. Pétur var hreppstjóri Innri- Akraneshrepps í hálfa öld, sat í Landsbankanefnd, í stjórn Bún- aðarfélags Íslands i rúman aldar- fjórðung og í stjórn Fiskifélags Ís- lands í rúm tuttugu ár. Þá sat hann í stjórn Sementverksmiðju ríkisins. Pétur sat fyrst á Alþingi fyrir ým- is borgaraleg stjórnmálasamtök, s.s. Sjálfstæðisflokkinn eldri, Sjálfstæð- isflokk þversum og Borgaraflokkinn eldri, en síðan fyrir Íhaldsflokkinn og loks Sjálfstæðisflokkinn frá stofnun hans, 1929. Hann var þó meðal þeirra þingmanna flokksins sem ekki treystu sér til að styðja Nýsköpunarstjórn Ólafs Thors 1944-47 vegna þátttöku sósíalista í stjórninni. Bókin um Pétur Ottesen, skrifuð af vinum hans, kom út 1969. Pétur Ottesen lést að heimili sínu á Ytra-Hólmi 16.12. 1968. Merkir Íslendingar Pétur Ottesen 90 ára Heimir Bjarnason 85 ára Jóhanna Ólafsdóttir 80 ára Kristín Sigurmonsdóttir 75 ára Eyrún Lilja Ásmundsdóttir Geirrún Marsveinsdóttir Hörður Hákonarson 70 ára Haraldur Sigurðsson Hjálmar Þ. Diego Jón Guðmundsson Jónína H. Jónsdóttir Lára Sigrún Ingólfsdóttir Páll Richardson Sveinborg Jónsdóttir 60 ára Baldvin K. Kristjánsson Gunnar Svanberg Bollason Ingólfur Sigurðsson Ólafía K. Kristjánsdóttir Ómar Blöndal Siggeirsson Ómar Hafsteinsson Rikharð Már Haraldsson Stefanía Þorsteinsdóttir 50 ára Anna María Harðardóttir Arnar Sigurðsson Brynjar Indriðason Garðar Hólm Jónsson Gunnar Jónsson Helga Kristín Hillers Karl Einar Óskarsson Kristinn Herbert Jónsson Lilja Jónasdóttir Margrét Svanlaugsdóttir Sigurborg Birgisdóttir Svavar Valtýr Stefánsson 40 ára Einar Örn Ævarsson Hanna Dís Guðjónsdóttir Roslin Pros Armada Sandra Branco Martinho Caspao Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Sigurbjörg Unnarsdóttir Sólmundur Ari Björnsson 30 ára Ásgeir Bragason Benjamín Aage B. Birgisson Guðmundur Steinn Magnússon Hafþór Guðmundsson Herdís Ólöf Pálsdóttir Ívar Heimisson Jón Skaftason Katarzyna Miniuk Katarzyna Samilo Óskar Bertel Friðbertsson Sara Arnarsdóttir Sigurður Pétur Jónsson Sverrir Vilhjálmur Hermannsson Til hamingju með daginn 40 ára Sara Rut ólst upp í Reykjavík, lauk prófum frá Viðskipta- og tölvu- skólanum og prófi í mannauðsstjórnun frá HR og starfar í áhættustýr- ingu hjá Valitor. Dóttir: Ísabella Hrönn Sigurjónsdóttir, f. 2002. Foreldrar: Kristinn Krist- insson, f. 1938, fyrrv. út- gerðarmaður og nú veit- ingamaður, og Dagný Ólafsdóttir, f. 1940, veit- ingamaður. Sara Rut Kristinsdóttir 50 ára Guðmundur er vélfræðingur og renni- smiður hjá 3 X Techno- logy á Ísafirði. Maki: Auður Helga Ólafs- dóttir, f. 1963, hjúkr- unarfræðingur. Börn: Thelma Björk, f. 1987; Hermann Freyr, f. 1995, og Ásdís Halla, f. 2001. Foreldrar: Valdimar Þ. Össurarson, f. 1940, d. 1980, og Guðbjört Á. Guðmundsdóttir, f. 1940. Guðmundur Valdimarsson 40 ára Gísli ólst upp í Eyjum, er viðhaldsstjóri Mjólkursamlags Kaup- félags Skagfirðinga og fyrrv. markm. Tindastóls. Maki: Ingunn Ásta Jóns- dóttir, f. 1981, húsfreyja. Börn: Steiney Arna, f. 1997; Jón Gísli Eyland, f. 2002; Ari Eyland, f. 2006. Foreldrar: Sveinn Þor- steinsson, f. 1950, og Guðrún Eyland, f. 1951. Fósturmóðir: Hafdís Egg- ertsdóttir, f. 1953. Gísli Eyland Sveinsson Börgvin hefur um árabil starfað við kennslu í grunnskóla, lengst af við Langholtsskóla í Reykjavík. Þá hefur hann sinnt ýmsum stöfum og verkefnum samhliða kennslu m.a. á sviði námsefnisgerðar, þýðinga, knattspyrnuþjálfunar, stunda- kennslu við HÍ, fyrirlestrahalds o.fl. Nú sem stendur og undanfarin ár hefur Björgvin verið verkefnastjóri við Langholtsskóla í Reykjavík. Í Gamni og alvöru í Köldukinn Björgvin æfði og keppti í knatt- spyrnu frá unga aldri, fyrst með knattspyrnufélaginu Leikni í Breið- holti en eftir fermingu með knatt- spyrnufélaginu Þrótti. Þrjú sumur lék hann einnig knattspyrnu með ungmennafélaginu Gamni og alvöru í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu samhliða sumarvinnu á bænum Gvendarstöðum í sömu sveit. Eftir stuttan og snarpan feril sem leik- maður hefur hann haldið tengslum við knattspyrnufélagið Þrótt í leik og starfi fram á þennan dag. Tónlistin og kvikmyndagerð Björgvin hefur hneigst til lista frá unga aldri og hefur tónlist, ritlist og kvikmyndagerð skipað stóran sess í lífi hans. Eftir hann liggja tvær ljóðabækur, Blákaldur draumveru- leiki, útg. 1995, og Litla gula hænan – síðasta kvöldmáltíðin, útg. 1997. Auk þess liggur eftir hann nokkur fjöldi stuttmynda. Tónlistin er heldur aldrei langt undan og hefur Björgvin unnið með mörgum mætum einstaklingum við sköpun og skemmtun á því sviði. Björgvin hefur fjallað mikið um tjáningarkennslu í grunnskólum með hliðsjón af almennri þróun tjáningar í samfélaginu: „Eitt helsta áhugamál mitt er reyndar starfstengt. Það felst í þeirri viðleitni að stórauka og þróa grunnskólakennslu í þeirri tegund tjáningar sem verður sífellt fyrir- ferðarmeiri í okkar menningu. Þar á ég við kvikmyndagerð, tónlistar- sköpun, útsetningar, upptökur og klippingar af ýmsum toga. Þannig segjum við sögur og komum fréttum á framfæri í sívaxandi mæli nú á tímum. Við þurfum ekki annað en líta á mbl.is til að átta okkur á þess- ari þróun. Við þurfum því að stór- auka þjálfun á sviðum þessarar nýju tegundar tjáningar ef grunn- skólanám á að fylgja þróun sam- félagsins.“ Fjölskylda Eiginkona Björgvins er Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, f. 15.10. 1974, kennari. Foreldrar hennar eru Sig- urgeir Jónsson, f. 26.6. 1942, kenn- ari, og Katrín Lovísa Magnúsdóttir, f. 29.3. 1944, kennari. Þau búa í Vestmannaeyjum. Börn Björgvins eru Bjarki Björg- vinsson, f. 21.5. 1992, nemi í Reykja- vík; Mirra Björgvinsdóttir, f. 12.8. 1997, nemi í Vestmannaeyjum; Saga Björgvinsdóttir, f. 4.11. 2011, Systur Björgvins eru Sigríður Guðbrandsdóttir, f. 4.9. 1978, fram- haldsskólakennari í Reykjavík; Al- dís Guðbrandsdóttir, f. 21.6. 1986, BA í sálfræði og starfsmaður á leik- skóla í Reykjavík. Foreldrar Björgvins eru Bryndís Björgvinsdóttir, f. 4.10. 1950, þroskaþjálfi í Reykjavík, og Guð- brandur Þór Þorvaldsson, f. 22.3. 1952, rennismiður í Reykjavík. Úr frændgarði Björgvins Ívars Guðbrandssonar Björgvin Ívar Guðbrandsson Sigþrúður Sigurðardóttir verkakona í Borgarnesi Jón Guðbrandur Tómasson verkamaður í Borgarnesi Sigríður Guðbrandsdóttir húsfr. í Reykjavík Þorvaldur Ólafsson vélstjóri í Reykjavík Guðbrandur Þór Þorvaldsson rennism. í Rvík Siggerður Þorvaldsdóttir húsfr. Eyjum Júlíanna Sigurðardóttir (fóstra Þorvaldar) Ólafur Guðmundsson sjóm. og gúmmíviðgerðarm. í Vestmannaeyjum Ólafur Ólafsson verkamaður í Landeyjum Anna Bjarnadóttir verkakona í Landeyjum Björgvin Ólafsson strætisvagnabílstj. í Rvík Guðfinna Guðlaugsdóttir húsfr. í Rvík Bryndís Dagný Björgvinsdóttir þroskaþjálfi í Rvík Guðlaug M. Jakobsdóttir húsfr. í Vík Guðlaugur Gunnar Jónsson pakkhúsmaður í Vík í Mýrdal Júlíana Petra Þorvaldsdóttir (móðir Odds Inga Guðmundssonar) Guðmundur Már Björgvinsson Oddur Ingi Guðmunds. knattspyrnum. í Rvík Oddný Björgvinsd. bókavörður Ragnheiður Gröndal söngkona Haukur Gröndal tónlistarmaður Gunnar Gröndal verkfræðingur Siggerður Þorvaldsdóttir Anna Brynja Baldursd. leikkona Ragnar Baldursson lögfræðingur í Kóp. Hrannar Baldursson heimspekingur í Noregi Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Miðvikudags- PIZZA-TILBOÐ Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Þú hringir Við bökum Þú sækir 12“ PIZZA, 3 áleggstegundir og 1l Coke 1.290 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.