Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að takast á við lögfræðileg mál sem hafa lengi legið í loftinu. Hafðu dómgreindina til hliðsjónar að þessu leyti, þannig verður þú líka góður leiðtogi. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú reynir aldeilis á þig í starfi og eins gott að þú sért með þitt á hreinu. Vertu á varðbergi gegn slysum og hafðu góðar gætur á smáfólkinu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Skráðu þig á námskeið, lestu fram- andi bækur og tímarit og gefðu þér tíma til að hlusta á ólík sjónarmið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú veitir einhverjum óskipta athygli þína, sem reynist besta göfin sem þú gast gefið. Vertu meðvitaður um þetta í orðum þínum og gjörðum, krabbi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að bíða með innkaup og við- skipti fram eftir degi. Reyndu að forðast deil- ur við systkini þín og aðra ættingja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú uppgötvar eins mikinn sannleika um tilteknar aðstæður og þú kærir sig um. Ekki gefst upp, því þú átt ýmsar innistæður að taka af. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki slá þig út af laginu, þótt ein- hverjum finnist þú vera að þefa uppi óþægi- lega hluti. Til dæmis er hægt að skoða lista- safn, fara á sýningu eða lesa bók þér til skemmtunar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú ætlar að halda áfram á sömu braut verður eitthvað undan að láta. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta málunum fyrir þér. Kannski vill hann/hún bæta færni sína á skapandi sviði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú sýnir vinum að þú kunnir að meta þá af miklum rausnarskap. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningunum þínum í eitthvað sem þú kannt að sjá eftir síðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Steingeitin þarf að taka á honum stóra sínum. Það eru einhverjir í hópi sam- starfsmanna þinna sem vilja mikið til vinna að leggja stein í götu þína. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er lag til þess að taka upp nýja háttu. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Sýndu á þér þínar bestu hliðar og allt fer vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt svo auðvelt með að fara þínu fram, að þú þarft að gæta þess að ganga ekki of nærri öðrum. Vinnið ykkur í gegnum átök- in, og þá kemur í ljós að þetta var fyrir bestu. Vísurnar koma hvaðanæva tilmanns, sumar aðeins einu sinni og varla það sem betur fer – aðrar festast í minni manns og sitja þar. Ég var í morgun að reyna að rifja upp, hvaða vísu ég lærði barn eftir Sigurð Breiðfjörð og er nær að halda að það hafi verið þessi ef það var þá nokkur! Viðkvæmnin er vandakind, veik og kvik sem skarið, veldur bæði sælu og synd, svo sem með er farið. Einar Benediktsson skrifaði for- mála að Úrvalsritum eftir Sigurð Breiðfjörð og er það besta ritgerðin sem ég hef séð um skáldið. Eftir því sem Sigurður sjálfur sagði var hann barn að aldri, 11 ára, þegar hann orti hinar fyrstu rímur sínar af Bragða- Ölvi. Og síðan koma þær hver af annarri. Rúmlega tvítugur orti hann Emmurímur og segir Einar, að hann hafi augljóslega ætlað að hafa þær í sama sniði og anda sem Stellurímur eru hjá Sigurði Péturssyni – „og hef- ur honum tekist það fullt eins vel víða. Afbragð eru t.a.m. þessi erindi: – Seinast bæði syfja fór, í sæng því lagðist píka, og ég held að hatta þór hafi gjört það líka. Viður sömu sæng það var sagan vill því hreyfa, að öðrum rúmum inni var ekki til að dreifa.“ Einar segir, að því sé verr, „að eng- ar heilar rímur eru til eftir Sigurð, er svo vel séu gjörvar sem hann var maður til. Erindi og erindi koma fyr- ir meistaraleg, jafnvel mörg saman hingað og þangað, en meginhlutinn er ófagurt, óskáldlegt rím“. Og síðan segir hann og tekur dæmi úr 7. rímu af Núma, að stundum keyri svo úr hófi, „að oss gremst, að ríman skuli ekki kveðin í rammasta háði; svo hjá- kátlegt er orðalagið og ósmekkvíst: – brosti að kvendi kempan sveitta, kyrr hann stendur þó og lifir. Vér sjáum lifandi fyrir augum vor- um þaulæfðan aulabárð þramma með amlóðalegum fótaburði og glott- fengnum hermikrákusvip á eftir al- vörunni og fegurðinni í leiknum. Am- lóðinn veltir vöngum og hverfir augum svo neyðarlega nærgöngull, að naumlega verður varist hlátri. En þess er að gæta, að hér er það höf- undurinn sjálfur. sem leikur og hann leikur í alvöru – til þess að geta klætt sig og fætt. Og við og við fleygir hann gervinu fyrir fætur vora, og vér heyrum þung, sterk og fögur orð: En þar sem slagur eyðir ýtum, andlitsfagur í réttan tíma, kemur dagur á hesti hvítum; héðan vagar blóðfull gríma. Sólin gyllir, sveipuð rósum, sæl með snilli jarðar móinn; heimur fyllist himnaljósum, húmið villist niður í sjóinn.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Brauðstritið og Breiðfjörð Í klípu „EIGANDINN VAR LÍTIL GÖMUL KONA SEM AÐ ÞURFTI EKKI EINU SINNI NÝJAN BÍL - EN ÉG SELDI HENNI EINN SAMT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „LÁTTU MANNINN MINN FÁ SEKTINA. HANN KENNDI MÉR AÐ KEYRA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hugurinn, ekki verðið. HVAÐ FÆR ÞIG TIL AÐ KOMA AFTUR, HRÓLFUR? MÉR LÍÐUR EKKERT BETUR, LÆKNIR … JÁ. SKOLAÐIRÐU HÁLSINN MEÐ SALTVATNI Á KLUKKUTÍMA FRESTI EINS OG ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ GERA? HMM … ÞÁ ER ÞETTA KANNSKI EITTHVAÐ ANNAÐ. JÓN ER AÐ ÞREIFA FYRIR SÉR Í GARÐYRKJU. ÆJJJJ! MARÍU-BJÖLLUR! ÞÚVISSIR AFÁHÆTT-UNNI, MAÐUR! NOTAÐIR ÞJÓNUSTA Íslenska verslunarmannahelgin semnú er að renna upp er merkilegt fyrirbæri. Hún er jafnvel hluti af þjóðmenningu okkar, er ekki í tísku að tala um þjóðmenningu? Lands- menn hópast út á þjóðvegina, halda á útihátíðir, í sumarbústaði eða á tjaldsvæði. Margir heldri borgarar nota tækifærið í aðdraganda helg- arinnar og enn frekar eftir hana til að hneykslast á framferði unga fólksins. „Hvernig nennir þetta unga fólk að veltast um dauðadrukkið heila helgi. Og það niðurrignt í tjaldi og stinningskulda?“ Þetta er við- kvæðið hjá mörgum nöldurseggjum yfir fertugt. x x x Þessir sömu nöldurseggir haldamargir hverjir til í sumar- bústöðum eða elta góða veðrið og gista á fjölskyldutjaldssvæðum um helgina. Oftar enn ekki eru þessir sömu leiðindaseggir, sjálfir rallhálfir alla helgina og það jafnvel í kringum börnin sín. Oft er talað um að yngra fólkið eigi að skemmta sér af ábyrgð um þessa miklu svallhelgi. Víkverji er þeirrar skoðunar að einnig mætti minna þá eldri á að skemmta sér af ábyrgð, ekki síst þegar börn eru með í för. x x x Þó að eflaust hafi skemmtana- ogdrykkjumenning Íslendinga breyst örlitið til batnaðar undan- farna áratugi er allt of algengt að rallhálfir pabbar (eða rauðvínslegnar mæður) ráfi um tjaldsvæði eða sumarbústaðahverfi með börnin sín í eftirdragi. Foreldrar, höfum það hugfast að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Áður en farið er að röfla um sukksama unglinga á útihá- tíð, endilega lítið í eigin barm og skoðið hvort þið getið ekki reynt að temja eigin börnum góða siði. x x x Að lokum, ungir sem aldnir, allt ergott í hófi, sérstaklega áfengi. Förum varlega, pössum upp á hvert annað, hvort sem við erum á Þjóðhá- tíð í Eyjum, Einni með öllu á Akur- eyri, Neistaflugi, í bústað í Gríms- nesi eða á Innipúkanum. Ekki gefa fjölmiðlum færi á neikvæðum fyrir- sögnum eftir helgina. víkverji@mbl.is Víkverji Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt mis- kunn þeim er óttast hann. (Sálmarnir 103:13)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.