Morgunblaðið - 02.08.2013, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
Ónáttúra nefnist sýning myndlist-
armannsins Úlfs Karlssonar sem
opnuð verður í sýningarýminu
Slunkaríki á Ísafirði í dag kl. 18.
Verkin eru öll ný af nálinni og segir
Úlfur eftirfarandi um verk sín:
„Myndlist er í mínum heimi lík-
amleg og óreiðukennd og í ónátt-
úrulegu landslaginu birtast verur
sem skrifa sín eigin handrit með
minni rithönd.“
Verk Úlfs má einnig kaupa í
formi fata og segist hann hafa
ánægju af því að sjá verk sín
ferðast um heiminn. Verk eftir Úlf
má finna á royneland.com/ulfur/.
Óreiða Verk eftir Úlf Karlsson.
Ónáttúra Úlfs
í Slunkaríki
Myndlistarkonan Olga Bergmann
opnar í dag kl. 17 sýninguna Stað-
genglar í Kompunni í Alþýðuhúsinu
á Siglufirði. Þar sýnir hún sýnis-
horn úr Plöntu- og dýrabók, röð
verka í vinnslu sem skiptast í
nokkra kafla. „Umfjöllunarefnið
birtist í hugrenningum sem taka á
sig margskonar myndform um
áhrif mannsins á náttúruna og um-
hverfi sitt. Einnig um mögulega
framtíðarþróun vistkerfa og út-
breidda eftirsjá sem rekja má til
vitneskjunnar um hraða hnignun
lífríkisins af mannavöldum,“ segir
um sýninguna í tilkynningu.
Samspil manns og náttúru hefur
lengi verið Olgu hugleikið og um-
fjöllunarefni í verkum hennar. Hef-
ur hún í þeim m.a. skoðað samspil
vísinda og skáldskapar í verkum
sem tengjast hliðarsjálfi hennar,
erfðaverkfræðingnum Doktor B,
eins og segir í tilkynningu. Þá hafi
hún líka unnið með vísanir í nátt-
úrugripasöfn, vísindaskáldskap og
þverfagleg söfn fyrri alda sem
nefnd voru „Wunderkammer“ eða
furðusöfn, með það að markmiði að
varpa ljósi á skrýtna strauma og
hneigðir í hugarfari, lífsháttum og
tækni samtímans.
Blendingur Verk eftir myndlist-
arkonuna Olgu Bergmann.
Staðgenglar í
Alþýðuhúsinu
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Skáldsagan Jöklaleikhúsið, Gletsc-
hertheater, eftir rithöfundinn og
ljóðskáldið Steinunni Sigurð-
ardóttur nýtur enn töluverðra vin-
sælda í Þýskalandi, þar sem hún
kom fyrst út árið 2003, í þýðingu
Colettu Burling og var endur-
útgefin í fyrra.
Í kjölfarið veitti Theater am
Rand eða Leikhúsið á Jaðrinum,
Jöklaleikhúsinu athygli og setti
upp sýningu byggða á verkinu á
tíu ára afmæli leikhúsins árið 2008.
„Theater am Rand er feikilega
skemmtilegt úti- og innileikhús í
litlu fallegu þorpi við Oder-fljót á
landamærum Þýskalands og Pól-
lands sem nefnist Zollbrücke.
Leikhúsið var upphaflega útileik-
hús og er annar stjórnenda þess
leikarinn Thomas Rühmann en
hann er mjög vinsæll hérna í
Þýskalandi úr sjónvarpsseríunni In
aller freundschaft, sem eru lækna-
þættir,“ segir Steinunn en leik-
húsið hefur sett aftur upp verkið
hennar Jöklaleikhúsið við góðar
undirtektir í sumar.
„Skáldsagan og leikhúsið sam-
sama sig ágætlega og ég held að
þeir sjái pínulítið sjálfa sig og
þorpið í sögunni minni.“ Sögusvið
skáldsögunnar er Papeyri, vinabær
rússneska skáldsins Antons Tsje-
kovs. Auðjöfur bæjarins finnur
fljótt upp á því að reisa Jöklaleik-
hús á eigin kostnað til að heiðra
bæði skáldið og auðvitað sjálfan
sig í leiðinni. Upp úr því spinnst
síðan bráðskemmtileg saga um
ástir og örlög fólks í bænum. Þeir
sem til þekkja á Höfn í Hornafirði
eru ekki lengi að sjá hvert lands-
lagið á Papeyri er sótt.
Fjörleg og skemmtileg sýning
Leiksýningunni eins og bókinni
hefur verið vel tekið í Þýskalandi
að sögn Steinunnar. Hún segir
Þjóðverja hafa góðan húmor fyrir
sögunni og skemmta sér vel á leik-
sýningunni. „Fyrir mig sem rithöf-
und er stórkostlegt að sjá fullan
sal af fólki skemmta sér og hlæja
lengi kvölds. Það er ekki síst hleg-
ið þegar leikarar fara endurtekið
með rullu úr bókinni sem hefst á
þessum orðum: Að vera leikari er
ekki boðlegt starf fyrir mann-
eskjur.“
Steinunn hefur gefið út tíu
skáldsögur auk Jöklaleikhússins.
Sex hafa komið út á þýsku og sú
sjöunda er á leiðinni. Sú fyrsta
kom út árið 1986 og heitir Tíma-
þjófurinn en síðasta bók Stein-
unnar heitir Fyrir Lísu og kom út
í fyrra. Á laugardaginn mun Stein-
unn ásamt Júlíu Björnsdóttur
standa fyrir hásumarsgöngu um
Kreuzberg og fyrrverandi flugvöll-
inn Tempelhof, söguslóðir skáld-
sagnanna hennar Jójó og Fyrir
Lísu.
„Að vera leikari, ekki boð-
legt starf fyrir manneskjur“
Ljósmynd/Günter Linke
Leiksýning Verkið Jöklaleikhúsið, Gletschertheater, eftir Steinunni Sigurðardóttur í Theater am Rand.
Jöklaleikhúsið
sett á svið í Þýska-
landi í sumar
Tónlistarthátíðin Innipúkinn hefst
í kvöld og stendur í þrjá daga. Í
kvöld frá kl. 21 stíga á svið á Fak-
torí: Steed Lord, Gísli Pálmi,
Valdimar, Prins Póló og Skelkur í
bringu sem halda uppi stuðinu á
efri hæð, en Dj Benni B-ruff sem
þeytir skífum í aðalrými. Annað
kvöld leika á efri hæð: Botnleðja,
Geiri Sæm., Ylja, Agent Fresco og
Grísalappalísa, en í aðalrými
verða Plan B/Borg #12. Á sunnu-
daginn verður „tryllingur um allt
hús“, eins og Faktorý-menn orða
það, en þá leika Ben Pearce og
Sísí Ey auk Terrordisco, Simon
FKNHNDSM, Casanova, BenSol,
Ghozt, Aj Caputo, Mike the Jacket
og Smokin Joe. Sunnudagsgleðin
hefst kl. 18.
Innipúkar
gleðjast
Innipúkar Tríóið Steed Lord treður upp á fyrsta kvöldi Innipúkans á Faktorý, þ.e. í kvöld.
STOFNAÐ 1987
M
ál
ve
rk
:
K
ar
ó
lín
a
Lá
ru
sd
ó
tt
ir
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s