Morgunblaðið - 08.08.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
Heiðar Gunnarsson
jonheidar@mbl.is
„Norðurljósaferðir seldust alveg
gríðarlega vel í fyrra, eiginlega
framar vonum og því bundum við
miklar vonir við árið í ár,“ segir
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Icelandair-
hótela.
„Salan hefur farið vel af stað í ár
en við höfum samt ekki fengið sama
fjölda fólks og í fyrra vegna verð-
hækkana,“ segir Magnea.
Hún telur áform fyrri rík-
isstjórnar um skattahækkun valda
núverandi stöðu. Það stóð til að
hækka virðisaukaskatt á gistingu úr
7% í 14% en breytingin átti að ganga
í gildi 1. september næstkomandi.
Ný ríkisstjórn sem tók til starfa
23. maí síðastliðinn féll frá slíkum
áforum.
„Það má klárlega rekja fækkun á
milli tímabila til hækkunar á verði,“
segir Magnea.
Óvissa hefur áhrif á framtíð
Hún segir slíkar skattahækkanir
vera vandmeðfarnar. „Við vinnum
langt fram í tímann og þegar þessir
norðurljósapakkar fóru í sölu lá fyr-
ir að virðisaukaskattur á gistingu
myndi hækka um helming. Þess
vegna voru pakkarnir reiknaðir á
hærra verði en í fyrra.“
Salan á slíkum ferðum byggist á
gerð tilboða í gegnum erlenda aðila
og þeir birta ekki tilboðin aftur þótt
Icelandair-hótel lækki verðið.
Magnea segir verðið hafa verið
lækkað í kjölfar þess að núverandi
ríkisstjórn hætti við hækkanirnar.
„Flugeldasýningin var eiginlega bú-
in þarna úti þegar við gátum loksins
lækkað verðið,“ segir Magnea.
Hún gagnrýndi á sínum tíma
hvernig staðið var að þessum
hækkunum af hálfu fyrri rík-
isstjórnar.
Rangar forsendur fyrir verði
„Við vorum sífellt að benda á að
þessi óvissa hefði áhrif á sölu langt
fram í tímann. Menn verða að skilja
hvernig kaupin eru gerð á eyrinni
áður en farið er í að skattleggja
greinina og gera sér grein fyrir því
hvenær og hvernig hlutirnir eru
gerðir. Okkar vara er verðmerkt og
sett upp í hilluna út frá þessum for-
sendum,“ segir hún
Magnea tekur þó fram að margir
aðrir áhrifaþættir geti einnig haft
áhrif fyrir utan skattahækkanir.
Hún nefnir í því tilliti m.a. að fleiri
aðilar eru farnir að bjóða upp á sam-
bærilegar ferðir. „Að sjálfsögðu eru
alltaf margir áhrifaþættir sem spila
inn í þetta en það er alveg klárt að
beinar hækkanir á verði hafa afleið-
ingar og að einhverju leyti má rekja
færri bókanir til hærra verðlags.“
Magnea er bjartsýn á góða sölu
norðurljósaferða í vetur enda
er áhuginn mikill bæði í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Herferð að hefjast
„Það er gríðarlega góð nýt-
ing á hótelunum okkar og nú er
aftur að fara af stað herferð í
þessum málum. Við gerum
ráð fyrir að ná góðum ár-
angri í kjölfarið,“ segir
Magnea.
Minni sala norðurljósaferða
Verðhækkanir orsaka fækkun gesta í svokölluðum norðurljósaferðum hjá Icelandair-hótelum
Fyrirhugaðar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar orsök vandans Flugeldasýningin búin
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Óvissa Framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna telur áform fyrri ríkisstjórnar um skattahækkanir valda minni
sölu á norðurljósaferðum á milli ára. Mikill uppgangur hefur verið í greininni hér á landi síðustu ár.
„Fyrirhuguð hækkun á virð-
isaukaskatti hafði lítil áhrif á
okkur og við létum viðskiptavini
vita þegar í stað er breytingin
var dregin til baka,“ segir Friðrik
Pálsson, hótelstjóri og eigandi
Hótels Rangár. Hann bjóst ekki
við að skattahækkanirnar myndu
ganga í gegn.
Hann reiknar með góðu gengi í
norðurljósaferðum í vetur líkt og
síðustu ár.
„Við byrjuðum að selja sértak-
ar norðurljósaferðir fyrir 9-10 ár-
um og seinustu ár er bara hvert
metárið á eftir öðru,“ segir Frið-
rik en hann sá fyrstu norðurljós
tímabilsins fyrir þremur dögum.
Fyrir nokkrum árum var um
30% nýting á hótelinu yfir vetr-
artímann og nú er þessi tala
komin upp í 80%. Þá hafa mögu-
leikar fyrir afþreyingu gesta auk-
ist mikið yfir vetrartímann síð-
ustu misseri.
Norðurljósin eru ráðandi
þáttur í þessari jákvæðu þró-
un að mati Friðriks. Hefð-
bundnar norðurljósaferðir
hefjast ekki fyrr en um miðj-
an september en ein-
staklingar á hótelinu eru
þó alltaf vakandi
fyrir þeim þótt
þeir séu ekki í
norður-
ljósaferðum.
Reiknar með
góðu gengi
HEFUR LÍTIL ÁHRIF
Friðrik Pálsson
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent hjá
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands,
segir að nokkrir mjög stórir borg-
arísjakar hafi
undanfarna daga
sést á Grænlands-
sundi. Þetta sé
nokkuð snemmt,
venjulega gerist
þetta ekki fyrr en
undir haust en
hins vegar sé nú
mikið um að jakar
brotni úr Græn-
landsjökli.
,„Þetta sést vel
á gervitunglamyndum,“ segir Ingi-
björg. „Vonandi strandar þessi jaki
en þetta er auðvitað hættulegt skip-
um. Þeir eru farnir að brotna upp, þá
dreifast þeir og þessir litlu sjást verr í
ratsjá en stóru jakarnir. Þetta er líka
miklu harðari ís en venjulegur lagn-
aðarís.“
Undanfarna daga hefur verið of
skýjað á svæðinu til þess að greina
borgarísjaka. Megnið af ísjaka er
ávallt neðan sjávarmáls og því um
mikil flykki að ræða. Einn jakinn fyr-
ir Norðurlandi var upphaflega hálfur
annar kílómetri að lengd, að sögn
Ingibjargar.
Ekki sé hægt að fullyrða mikið um
það hve afgerandi sé í veðurfars-
fræðilegu samhengi að margir jakar
brotni úr jöklinum. Gervitungla-
myndir greina þessa jaka alltaf betur
og betur, við erum farin að sjá betur
það sem brotnar, segir Ingibjörg.
„Gervitunglamyndir greina alls
ekki alla borgarísjaka, þeir brotna
meira og meira og verða, ef eitthvað
er, enn hættulegri skipum og illgrein-
anlegri í skiparatsjám. Það er þó þess
virði að fylgjast með því sem hægt er
og vara skip við.“
Algeng stærð borgarísjaka er 1-75
metrar yfir sjávarmáli og 100.000 –
200.000 tonn. Á Norður-Atlantshafi
fannst árið 1958 ísjaki sem var 168
metra yfir sjávarmáli.
Óvenju margir borgarísjakar eru nú á Grænlandssundi miðað við árstíma
Jakabrot hættu-
leg fyrir skip
Ljósmynd/Landsat/Jarðvísindastofnun Háskólans
Á reki Tunglmynd á mánudag sýnir borgarísjaka við Hornbjarg. Hvít svæði við land eru ekki ís heldur grynningar.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Gæti strandað Ljósmynd sem sennilega sýnir sama borgarísjaka en nokkru nær nær landi á þriðjudag.
Erfitt að greina þau í ratsjá
Ingibjörg
Jónsdóttir
Berast með hafstraumi
» Borgarís sem flýtur á hafinu
við Ísland kemur úr jöklum
Grænlands. Erfitt er að dæma
stærð hans undir sjávarmáli
með því að skoða gervitungla-
mynd.
» Ísinn berst með Austur-
Grænlandsstraumnum hingað
vestan úr Grænlandssundi eða
beint úr norðri að norðaustur-
hluta Íslands.