Morgunblaðið - 08.08.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Samkeppniseftirlitið telur að nýleg reglugerð, um
að apótek sem veita viðskiptavinum afslátt af
lyfjaverði verði einnig að láta ríkið njóta afsláttar,
kunni að verða til þess að draga úr samkeppni apó-
teka. Velferðarráðuneytinu hefur verið gefinn
kostur á að koma á framfæri athugasemdum og
sjónarmiðum sínum í málinu.
Samkeppniseftirlitið sendi velferðarráðuneyt-
inu bréf 25. júlí sl. vegna afslátta við lyfjasölu. Í
bréfinu segir að eftirlitinu hafi borist ábendingar
um ákvæði í nýlegri reglugerð um greiðsluþátt-
töku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. Í reglugerð-
inni felst að ef veita á afslátt við sölu á lyfjum beri
lyfsölum skylda til þess að Sjúkratryggingar Ís-
lands njóti ágóðans til jafns hlutfalls og sjúkling-
urinn sem kaupir lyfið, en Sjúkratryggingarnar
niðurgreiða lyfin að stórum hluta.
Hafa engan hag af afslætti til ríkisins
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hef-
ur tekið undir þessa afstöðu og sagði í samtali við
Morgunblaðið í síðasta mánuði „… að þegar tveir
greiða reikning, hvort sem það er vegna lyfja eða
annarra þátta, þá eiga báðir að njóta afsláttarins.“
Neytendasamtökin eru meðal þeirra aðila sem
opinberlega hafa hvatt til samkeppni og telja sam-
tökin mjög mikilvægt að sjúklingar njóti afsláttar
með beinum hætti við lyfjakaup.
Í bréfi Samkeppniseftirlitsins til velferðarráðu-
neytisins segir að markmið apóteka með því að
veita sjúklingum afslátt af þeim hluta lyfjaverðs
sem þeir greiða sé augljóslega að hvetja sjúklinga
til þess að eiga við sig viðskipti og sé afslátturinn
því samkeppnishvetjandi. Apótek hafi hins vegar
engan markaðslegan eða samkeppnislegan hag af
því að veita Sjúkratryggingum afslátt af þeim
hluta enda sé sá afsláttur ekki til þess fallinn að
hvetja sjúklinga til þess að eiga viðskipti við eitt
apótek frekar en annað. Þá segir að það fyrir-
komulag sem nú er komið á kunni að verða til þess
að draga úr verðsamkeppni milli apóteka.
Samkeppniseftirlitið segir að til greina komi að
gefa út álit um umrætt ákvæði, en samkvæmt
samkeppnislögum birtir eftirlitið slík álit til að
benda stjórnvöldum á leiðir til að efla samkeppni.
Krafa um að ríkið fái einnig
afslátt kann að hamla samkeppni
Samkeppniseftirlitið óskar eftir umsögn velferðarráðuneytis um lyfjaafslætti
Útför Jóhannesar Jónssonar kaupmanns var gerð frá
Hallgrímskirkju í gær en Jóhannes lést 27. júlí sl.
Líkmenn voru Jón Ásgeir Jóhannesson, Þór Hinriks-
son, Hendrik Berndsen, Guðbrandur Sigurðsson,
Eyjólfur Sigurðsson, Sigurður Rúnar Sveinmarsson,
Tryggvi Jónsson, Einar Þór Sverrisson, Einar Vil-
hjálmsson og Auðunn Pálsson. Sr. Sigurður Arnarson
jarðsöng.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útför Jóhannesar Jónssonar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stefnt er að því að fyrir haustþingið
verði kynntur til sögunnar sérfræð-
ingahópur sem ætlað er að uppfæra
heildaráætlun um afnám gjaldeyris-
hafta og hafa umsjón með sam-
skiptum við kröfuhafa föllnu bank-
anna. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa erlendir aðilar
sett sig í samband við ríkisstjórnina
og boðið fram aðstoð vegna þessa.
Að sögn Jóhannesar Þórs Skúla-
sonar, aðstoðarmanns forsætisráð-
herra, hefur ekki verið ákveðið
hversu margir skipi þennan hóp. Þá
á eftir að ákveða hvort þar verði að
finna blöndu innlendra og erlendra
sérfræðinga eða eingöngu innlenda
sérfræðinga. Engar tímasetningar
hafa verið ákveðnar um afnám hafta.
Til grundvallar afskriftum
Hópurinn um afnám hafta er
ótengdur öðrum sérfræðingahóp
sem er einnig í undirbúningi og ætl-
að er að útfæra mismunandi leiðir til
að ná fram lækkun á höfuðstól verð-
tryggðra húsnæðislána vegna verð-
bólgu á árunum 2008-2010 og gera
tillögur þar af lútandi. Er fyrr-
nefnda hópnum um afnám hafta ætl-
að að vinna að samningum við kröfu-
hafa en síðarnefndi hópurinn á að
vinna að tillögum að niðurfærslu
lána. Eiga tillögur síðarnefnda hóps-
ins að liggja fyrir í nóvember.
Geri áætlun
um afnám
haftanna
Nýr vinnuhópur
semur við kröfuhafa
Morgunblaðið/Ómar
Úr Hallgrímskirkju Hópurinn mun
finna út svigrúm til afskrifta skulda.
Herjólfsdalur í Vestmannaeyjum
er nú orðinn hreinn og fínn aftur
eftir viku af hátíðarhöldum.
Hreinsunarstarfi í kjölfar Þjóðhá-
tíðar lauk á þriðjudaginn og að
sögn Harðar Orra Grettissonar í
þjóðhátíðarnefnd ÍBV virðist sem
dalurinn komi ágætlega út undan
álaginu. „Veðrið var það gott að
það eru engin sár í brekkunni eftir
drullu og rigningu.“
Fólk áhugalítið um tjöldin sín
Mikið er um að fólk skilji eftir
tjöld í dalnum, en þeim er öllum
hent að sögn Harðar. „Við sjáum
til þess að tjöldin séu tóm og svo
erum við með nokkra opna rusla-
gáma sem við hendum öllu í. Þetta
er talsverður fjöldi af tjöldum,
svefnpokum og tjaldstólum sem er
skilinn eftir. Það er þó minna núna
þegar veðrið hefur verið gott og
vegna þess að fyrirtæki hafa ekki
verið að gefa ókeypis tjöld í að-
draganda hátíðarinnar eins og
einu sinni áður. Þá skildu allir eft-
ir tjöldin sín.“
Hluti af golfvellinum er nýttur
undir tjöld en hann var opnaður
aftur á þriðjudagskvöldið að sögn
Harðar.
Hátíð „Við sjáum til þess að tjöldin séu tóm og svo erum við með nokkra
opna ruslagáma sem við hendum öllu í,“ segir Hörður Orri Grettisson.
Hreinsunarstarfi
lokið í Herjólfsdal
Tjöld og tjaldstólar fengu að fjúka
www.gilbert.is
Eldsneytisverð
lækkaði hjá öll-
um olíufélögum
í morgun
vegna styrk-
ingar krón-
unnar gagn-
vart banda-
ríkjadal og
lækkunar á
heimsmark-
aðsverði. Flest
lækkuðu félögin bensínlítrann um
2,50 krónur en díselolíulítrann um
1,50 krónur.
Er þetta í annað sinn á skömm-
um tíma sem eldsneytisverð lækk-
ar, en 23. júlí sl. tilkynnti N1 um
lækkun á bensíni um tvær krónur
og díselolíu um 1,60 krónur.
Hugi Hreiðarsson, markaðs-
stjóri Atlantsolíu, segir lækkunina
vera hefðbundna og í takt við það
sem gerist á heimsmarkaði.
„Undanfarin 10 ár hefur verðið
farið lækkandi í lok júlí og byrjun
ágúst, öll árin nema eitt.“
Verð á elds-
neyti lækkaði
í annað sinn
Bensínlítri kostar
nú rúmar 250 kr.