Morgunblaðið - 08.08.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
Færeyingar eru vinafáir þessadagana. Danir, sem ákafa-
menn um aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu telja að séu fullvalda
þjóð, eru við það að setja hafnbann
á skip Færeyinga samkvæmt fyr-
irmælum frá Brussel.
RíkjasambandDanmerkur og
Færeyja má sín lít-
ils þegar Evrópu-
sambandið er ann-
ars vegar.
Hagsmunir þess
ganga framar öllu.
En það eru ekki bara Danir semláta sig hafa að beita Fær-
eyinga þvingunaraðgerðum. Nú
hafa stjórnvöld í Noregi lýst yfir
stuðningi við yfirvofandi við-
skiptaþvinganir Evrópusambands-
ins gegn þessari litlu nágranna-
þjóð.
Sem betur fer koma íslenskstjórnvöld betur fram við Fær-
eyinga en stjórnvöld annarra ríkja
hafa gert. Gunnar Bragi Sveinsson
utanríkisráðherra hefur til að
mynda gagnrýnt það sem hann
kallar réttilega óþolandi hótanir
Evrópusambandsins gagnvart smá-
ríkinu Færeyjum og segist taka
heilshugar undir gagnrýni Fær-
eyinga.
Þó hefur ekki verið rætt í rík-isstjórn að lýsa yfir stuðningi
við Færeyinga í þessari deilu
þeirra við Evrópusambandið.
Full ástæða er fyrir Ísland aðstilla sér þéttar upp við hlið
Færeyinga í deilunni þegar svo
harkalega er gengið fram gegn
hagsmunum þeirra.
Þó ekki væri nema vegna þess aðÍsland gæti hvenær sem er
þurft að þola samskonar árásir.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Óþolandi hótanir
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 7.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 súld
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 14 alskýjað
Nuuk 12 léttskýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 22 léttskýjað
Kaupmannahöfn 21 skýjað
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 23 heiðskírt
Lúxemborg 20 léttskýjað
Brussel 15 skúrir
Dublin 20 léttskýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 21 heiðskírt
París 18 léttskýjað
Amsterdam 16 skúrir
Hamborg 22 skýjað
Berlín 26 léttskýjað
Vín 35 heiðskírt
Moskva 22 skýjað
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 31 heiðskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 35 heiðskírt
Aþena 28 heiðskírt
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 23 skýjað
New York 24 skýjað
Chicago 28 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:59 22:09
ÍSAFJÖRÐUR 4:46 22:31
SIGLUFJÖRÐUR 4:28 22:15
DJÚPIVOGUR 4:24 21:43
Reykjavík
Skútuvogur 1
Sími 562 4011
Akureyri
Draupnisgata 2
Sími 460 0800
Reyðarfjörður
Nesbraut 9
Sími 470 2020
Glæsileg Gorenje
6 kg þvottavél
Tilboðsverð 99.900 kr.
Gorenje W6423 • LED-skjár • Sjálfhreinsibúnaður • Sparnaðarkerfi • 17 mínútna hraðþvottur
„My favorite“-kerfi • Stórt hurðarop, 34 cm • Einstaklega hljóðlát • Orkunýtni A+++ • 5 ára ábyrgð
PI
PA
R\
TB
W
A
·
SÍ
A
·
13
21
94
„Ég held að þetta kalli ekki á nein
sérstök viðbrögð. Það er að sjálf-
sögðu illskiljanlegt og óheppilegt að
ráðherrann skuli lýsa þessu yfir. En
ég held að það kalli ekki á nein sér-
stök viðbrögð eins og er,“ segir Gunn-
ar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra, aðspurður um þá
yfirlýsingu Lisbethar Berg-Hansen,
sjávarútvegsráðherra Noregs, að
Norðmenn styðji viðskiptahömlur
ESB á færeyskar sjávarafurðir
vegna þeirrar ákvörðunar Færeyinga
að auka síldarkvóta sinn einhliða.
Sagði Hansen jafnframt að Norð-
menn myndu sækjast eftir því að víð-
tækir og sanngjarnir samningar náist
um bæði norsk-íslenska síldarstofn-
inn og makríl. „Ég er sátt við að ESB
leggi nú til innflutningsbann á síld og
makríl frá Færeyjum og ég styð full-
komlega þær aðgerðir ESB,“ sagði
Berg-Hansen í samtali við vefinn
fishnewseu.com.
Andvígir þvingunum ESB
Gunnar Bragi segir íslensk stjórn-
völd leggjast gegn þvingunum ESB.
„Við höfum sagt að við erum mjög
andvígir þessum þvingunum og þess-
um ákvörðunum Evrópusambandsins
en við erum ekki þar með endilega að
lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun
Færeyinga að auka einhliða síldar-
kvótann. Við munum að sjálfsögðu
skoða málið í rólegheitunum og meta
hvort sérstakra viðbragða sé þörf.“
baldura@mbl.is
Harmar
afstöðu
Noregs
Utanríkisráðherra
ræðir síldardeiluna
Morgunblaðið/Kristján
Síld Deilt er um síldveiðar Færeyja.