Morgunblaðið - 08.08.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 08.08.2013, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013 BLÁTT Spírulína gefur jafna orku sem endist Aukið streituþol og bætir einbeitingu. Nærir taugakerfið. Frábær meðmæli við athyglisbrest og eirðarleysi. Fyrir þá sem eru undir miklu líkamlegu eða andlegu álagi. Inniheldur lifræna næringu samtals 29 vítamín og steinefni, aminosýrur og 50% meira af Phycocyanin en annað Spírulína. Rannsóknir hafa sýnt að það eflir ónæmiskerfið og styður getu tauga og líkama til þess að starfa eðlilega þrátt fyrir streituálag. Phycocyanin er kallað undrasameindin sem eykur virkni mikilvægra ensíma. Eingöngu ræktuð næringaefni, ekkert GMO. Gæðastaðall: ISO 14001, ISO 22000. Útsölustaðir: Lyfja, Hagkaup, Krónan, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup og Græn heilsa. Hrein orka og einbeiting BETRI FRAMMISTAÐA, LENGRA ÚTHALD SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Lótus hefur ekki tapað skeiðkeppni í sjö ár. Við ætlum ekki að byrja á því núna,“ segir Bergþór Eggertsson, landsliðsmaður Íslands. Hann og Lótus frá Aldenghoor eru heims- meistarar í 250 metra skeiði síðustu þrjú mót og unnu auk þess 100 metra – flugskeið 2007. Þeir þykja líklegir til að verja tit- ilinn og segir Bergþór að því stefnt. Hins vegar sé keppnin að harðna og yngri skeiðhestarnir orðnir öflugri. Aðalgrein Lótuss er 250 metra skeiðið. Hann hefur haft yfirburði á fyrstu 50 metrunum og náð því for- skoti sem dugað hefur til sigurs í keppni við annars jafnfljóta hesta. Undanrásir skeiðkeppninnar eru á morgun. Bergþór og Vicky kona hans reka hestabúgarð fyrir íslenska hesta skammt frá Berlín, Lotushof í Suð- ur-Brandenburg. Hann segir að markaðurinn sé að jafna sig eftir lægð sem kom eftir bankahrun. Þjóðverjar hafi staðið vel en haldið að sér höndum vegna frétta af efna- hagskreppu og erfiðleikum á evru- svæðinu. „Þessi umræða er að fjara út og fólk aftur farið að eyða,“ segir Bergþór um hestamarkaðinn og þjónustu við hestafólk í Þýskalandi. Bergþór vonast til að Heimsleik- arnir og þó öllu heldur reiðin að Brandenborgarhliðinu verði til að auglýsa íslenska hestinn í Þýska- landi. Sjálfur hefur hann farið í all- mörg viðtöl út af þessu og á von á að umfjöllunin haldi áfram næstu daga. Hann er viss um að margir áhorf- endur komi frá Þýskalandi og ná- grannalöndum. Þeir muni væntan- lega koma til Berlínar eftir vinnu í dag og taka sér síðan frí frá vinnu á morgun og vera yfir helgina. Veð- urspáin styður við þessa kenningu hans því fólk kemur síður í miklum hita en spáð er þægilegra veðri næstu daga. Nokkrir titlar í sigtinu Bergþór segir skemmtilegt að vera í íslenska landsliðinu. Andinn sé góður og liðið gott. Margir í liðinu stefna að sigri. Bergþór segist viss um að flestum muni ganga vel og telur ekki óraun- hæft að ætla að nokkrir í liðinu geti unnið heimsmeistaratitil. Til að það megi verða þurfi þó allt að ganga upp hjá knapa og hesti. Hyggst verja titilinn  Lótus hefur ekki tapað skeiðkeppni í sjö ár  Bergþór Eggertsson segir að þeir ætli ekki að byrja á því á HM Morgunblaðið/Eyþór Skeiðmeistarar Bergþór Eggertsson og Lótus frá Aldenghoor taka vel á því á HM í Hollandi. „Ég fór á bak á íslenskum hesti áð- ur en ég var byrjuð að ganga,“ seg- ir Julia Aatz, þýskur myndlist- armaður sem er með málverk og höggmyndir af íslenska hestinum til sýnis og sölu á markaðssvæðinu á Heimsleikunum í Berlín. Meðal verka hennar er frummynd af tákni Heimsleikanna, íslenskum hesti, sem síðan hefur verið steyptur í plast í fullri heststærð og málaður í ýmsum útgáfum. Faðir hennar ræktaði íslenska hesta í 45 ár og var einn af frum- herjunum í Þýskalandi. Þau voru lengi með 30 til 40 íslenska hesta en þau hættu ræktun fyrir nokkru. „Ég teiknaði hest fyrir heims- meistaramótið í Austurríki fyrir tveimur árum. Það var meira eins og hestur frá Hjaltlandseyjum með höfuð íslensks hests. Ég tók fram að ég gæti gert miklu betur. Skipu- leggjendur Heimsleikanna í Berlín báðu mig um að gera líkan að hesti fyrir mótið,“ segir Julia en hestur hennar var stækkaður í fulla hest- stærð og málaður í ýmsum útgáfum til kynningar fyrir mótið og er seld- ur til skrauts fyrir stofnanir og fyr- irtæki. Til stendur að eitt eintak, sem Julia hefur sjálf málað, fari heim til Íslands. Tekur hún fram að það sé eini íslenski hesturinn sem fái að fara til Íslands að loknum Heims- leikum því íslensku hestarnir megi ekki snúa aftur til landsins. Gerði eina hestinn sem fær að fara til Íslands Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Listamaður Julia Aatz er stolt af hestinum sem hún mótaði og málaði. Íslenska landsliðið á þrjá fulltrúa í A- úrslitum í fimmgangi á Heimsleikum íslenska hestsins í Berlín og efsta knapa inn í úrslit ungmenna. Þeir eiga því góða möguleika á heims- meistaratitli í þessari grein, verða þó að sigra fjórða Íslendinginn í úrslit- um, sjálfan heimsmeistarann Magn- ús Skúlason sem keppir fyrir Sví- þjóð. Úrslitin verða riðin á sunnudag. Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi 1 var fyrstur í röð- inni af íslensku keppendunum í for- keppni fimmgangs. Þeir stóðu sig vel og leiddu keppnina lengi vel með ein- kunnina 7,30. Íslandsmeistarinn Jak- ob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum 2 jöfnuðu árangur þeirra. Eyjólfur Þorsteinsson og Kraftur frá Efri-Þverá fengu einkunnina 7,13 og náðu með því inn í A-úrslit. Haukur Tryggvason og Hetta frá Ketils- stöðum fengu einkunnina 6,97 og keppa í B-úrslitum. Samantha Leidensdorff og Far- sæll frá Hrafnsholti komust yfir Ís- lendingana, fengu einkunnina 7,33. Heimsmeistarinn, Magnús Skúlason, sem keppir fyrir Svía á Hraunari frá Efri-Rauðalæk lauk svo forkeppn- inni með langhæstu einkunninni, 7,97. Arnar Bjarki Sigurðarson og Arn- ar frá Blesastöðum 2A fengu ein- kunnina 6,80 og eru efstir ungmenna. Úrslit í fimmgangi ungmenna verða á laugardagsmorgun. Vel studdir Íslensku keppendurnir eru gríð- arlega vel studdir af fjölmörgum ís- lenskum áhorfendum. Eiga þeir stúkuna, veifa íslenska fánanum og láta vel í sér heyra þegar það á við. Þeir segja líka skoðanir sínar á dóm- um, ef þeim finnst þeir ekki sann- gjarnir. Þannig var baulað þegar ein- kunn dómarans sem gaf Eyjólfi lægstu einkunnina var lesin upp og þulurinn þurfti að setja ofan í við ís- lensku áhorfendurna þegar þeir létu í ljós óánægju sína með einkunnir Jakobs Svavars og Als, áhorfendur mátu sýningu hans betri en dóm- ararnir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fimmgangur Sigursteinn Sumarliðason og Skuggi frá Hofi 1 á fallegu tölti í fimmgangi en eru í 3-4. sæti inn í A-úrslit ásamt Jakob og Al frá Lundum 2. Allir Íslendingarnir í úrslit í fimmgangi HEIMSLEIKAR ÍSLENSKA HESTSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.