Morgunblaðið - 08.08.2013, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
AGA GAS
ER ÖRUGGT
VAL HEIMA
OG Í FRÍINU
Þú getur verið afslappaður og öruggur
við grillið með AGA gas. Öruggur um
að þú ert að nota gæðavöru og að
þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft
áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú
nýtir þér heimsendingarþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú
heimsækir söluaðila AGA.
Farðu á www.gas.is og finndu
nálægan sölustað eða sæktu
öryggisleiðbeiningar og fáðu
upplýsingar um AGA gas.
www.GAS.is
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Allt frá fjöru til fjalla...
www.alparnir.is
Lowe Alpine bakpokarnir komnir.
GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727
Pólsku stúlkurnar, sem létust í bíl-
slysi við Suðurlandsveg skammt
austan við Meðalfellsveg, verða
fluttar heim til Póllands þar sem
þær verða jarðsettar í heimabæjum
sínum. Ættingjar stúlknanna hafa
hafið fjársöfnun til þess að fjár-
magna flutninga þeirra heim. Ag-
nieszka Beata Hyz, ættingi ann-
arrar stúlkunnar, segir
heildarkostnaðinn ekki liggja fyrir,
en útlit er fyrir að hann muni
hlaupa á að minnsta kosti tveimur
milljónum króna í heildina. Hún
segir marga þegar hafa boðið þeim
aðstoð, bæði hér á landi og í Pól-
landi, við að standa straum af
flutningunum.
Nöfn stúlknanna voru í gær op-
inberuð, en þær hétu Natalia Gab-
inska og Magdalena Hyz.
Natalia fæddist 6. mars 1998 í
Póllandi og var stödd hér á landi í
heimsókn hjá móður sinni sem var
einnig farþegi í bifreiðinni. Magda-
lena fæddist einnig í Póllandi, 9.
maí 1997, og var stödd hér á landi í
heimsókn hjá frændfólki sínu. Na-
talia var í sinni fyrstu Íslands-
heimsókn en Magdalena í sinni
annari. Stúlkurnar kynntust nýlega
og tókst strax með þeim góður vin-
skapur.
Fjölskyldur stúlknanna biðla til
fólks um aðstoð við fjármögnun á
þessari hinstu ferð táningsstúlkn-
anna til heimabæja sinna. Hægt er
að styrkja þær með því að leggja
inn á eftirfarandi reikning:
0130-05-061895,
kennitala: 200579-4029.
bmo@mbl.is
Ljósmynd/Icelandnews.is
Vinkonur Magdalena Nyz til hægri og Natalia Gabinska til vinstri. Stúlk-
urnar kynntust nýlega og tókst strax með þeim góður vinskapur
Pólsku stúlkurnar
verða fluttar heim
Fjársöfnun vegna flutninganna
„Þetta kemur auðvitað illa niður á
þeim sem þurfa bráðaþjónustu,
þeim sem þurfa viðtöl, greiningu og
að komast í meðferð. Þetta er baga-
legt,“ segir Þórarinn Tyrfingsson,
yfirlæknir SÁÁ, en göngudeildir
samtakanna í Reykjavík og á Ak-
ureyri hafa verið lokaðar frá 1. júlí
sl.
Stefnt er að því að opna deild-
irnar aftur 12. ágúst nk., en eft-
irmeðferðarstöðin Vík á Kjalarnesi
er einnig lokuð.
Vík er með-
ferðarstaður fyr-
ir konur og einn-
ig karlmenn sem
eru yfir 55 ára.
Þórarinn segir
að SÁÁ hafi áður
þurft að loka
starfsstöðum sín-
um á þessum
tíma enda falli
aðsókn niður á sumartímanum.
Hann bendir þó á að í fyrra hafi
báðir eftirmeðferðarstaðirnir hald-
ist opnir.Á eftirmeðferðarstöðum
fer fram meðferð í kjölfar hefð-
bundinnar meðferðar á göngudeild.
„Þarna eru þeir greindir sem á því
þurfa að halda og þarna fá sjúkling-
ar verndað umhverfi, sumir í allt að
fjórar vikur að lokinni afeitrun, og
svo fá þeir eftirfylgni á eftir. Ný-
lega gerðum við rannsóknir á starf-
seminni og þar sannaðist gildi með-
ferðarinnar mjög,“ segir Þórarinn.
agf@mbl.is
Göngudeildir SÁÁ opnaðar eftir helgi
Lokaðar frá 1. júlí til 12. ágúst Kemur illa niður á stórum hóp
Þórarinn
Tyrfingsson
Skeytastöðvunum á Mýri og Torf-
um, sem báðar skiluðu veðurskeyt-
um fjórum sinnum á sólarhring, var
breytt í úrkomustöðvar 1. ágúst síð-
astliðinn. Þetta kemur fram í svari
Veðurstofunnar við fyrirspurn
Morgunblaðsins. Báðar skiluðu þær
veðurskeytum fram á síðasta dag en
sem úrkomustöðvar skila þær upp-
lýsingum um úrkomu einu sinni á
sólarhring.
Þá bendir Veðurstofan á að sjálf-
virkar veðurstöðvar séu á Torfum í
Eyjafirði og í Svartárkoti í Bárðar-
dal. Hægt er að nálgast gögn beggja
stöðvanna í gagnagrunni en upplýs-
ingar frá þeim báðum verða mjög
fljótlega aðgengilegar á ytri vef Veð-
urstofunnar. Jafnframt segir í svari
Veðurstofunnar að kerfi veðurat-
hugana sé til sífelldrar skoðunar,
það hafi í gegnum árin tekið breyt-
ingum og muni gera áfram. „Mann-
aðar athuganir víkja þá gjarnan fyrir
sjálfvirkum athugunum, enda skila
sjálfvirkar athuganir gögnum mun
þéttar en mannaðar athuganir og
kostnaður við þær er almennt minni.
Á móti kemur að ákveðnir veður-
þættir eru ekki auðmældir með sjálf-
virkum mælum og því er þeim að
vissu leyti fórnað,“ segir í svarinu.
Sigurður Þór Guðjónsson, veður-
áhugamaður, fjallaði um málið á
bloggsíðu sinni síðastliðinn laugar-
dag. Þar bendir hann á að Veðurstof-
an ætti að tilkynna um það á vefsíðu
sinni þegar veðurstöðvar eru lagðar
niður, nú eða þegar nýjar eru stofn-
aðar. skulih@mbl.is
Tveimur skeyta-
stöðvum lokað
Sjálfvirkar stöðvar koma í staðinn
Ljósmynd/www.vedur.is
Veðurmælingar Hitamælaskýli í
Skagafirði á sólríkum degi.