Morgunblaðið - 08.08.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Áhrifaríkasta aðferðin til að fækka í
stofni sílamáva er að svæfa þá. Þetta
segir Konráð Magnússon, eigandi
meindýraeftirlitsins Firringar ehf.
Hann segir þessa aðferð vera vel
framkvæmanlega .„Það er hægt að
setja úrgang í gáma og skjóta síðan
neti yfir gámana þegar þeir eru orðn-
ir fullir af mávum
og svæfa síðan
fuglana,“ segir
Konráð sem bend-
ir þó á að fólki
gæti þótt þessi
leið of harð-
neskjuleg. Þá
bendir hann á að
fyrir nokkrum ár-
um hafi sú aðferð
verið prófuð að
setja brauðmola
við mávahreiður og ganga síðan á
hreiðrin þegar mávurinn er sofnaður,
tína hann upp og lóga.
Hreinsa afmörkuð svæði
Spurður hvort það sé ekki jafn ár-
angursríkt að skjóta máva segir Kon-
ráð svo ekki vera. „Ég hef skotið tölu-
vert af mávum í gegnum tíðina, það
hefur ekkert með stofnstærð að gera
en það er hægt að hreinsa þannig upp
viss svæði,“ segir Konráð sem bætir
við að hann hafi sjálfur hreinsað upp
ákveðin vörp algjörlega.
„Með því að láta fuglinn unga út þá
er fuglinn orðinn fastur á hreiðrinu
enda fer hann ekki frá unganum. Síð-
an þegar ungarnir eru tíndir upp með
aðstoð hunda sem finna þá á lyktinni
þá kemur fullorðni fuglinn grimmt
niður til að verja ungann en þá skjót-
um við fullorðna fuglinn líka. Þannig
er hægt að taka afmörkuð svæði og
hreinsa þau algjörlega,“ segir Konráð
og bendir á að þetta hafi verið gert.
Mávar upp á heiði
Að sögn Konráðs hefur mávum
fjölgað gríðarlega hér á landi á síð-
ustu árum. „Ástæðan er sú að þegar
þessi svokallaða kreppa kemur 2008
þá fara flestir í það að spara og þá var
sparað í þessu, sérstaklega að halda
mávinum í skefjum,“ segir Konráð og
bætir við að í kjölfarið hafi mávum
fjölgað. Þá segist hann telja að síla-
mávastofninn hafi aldrei áður verið
jafn stór hér á landi og nú.
„Um leið og menn fóru að minnka
æti til mávsins þá dreifði hann sér
miklu meira og er kominn upp um allt
hálendið í dag. Það eru mávar uppi í
öllum sveitum í dag að reyna að finna
sér skordýr í túnum þegar bændur
eru að slá og uppi á heiðum þar sem
mávar eiga ekki heima,“ segir Kon-
ráð og bætir við að dýr hætti ekki að
éta þó að þau fái ekki þá fæðu sem
þau langar mest í.
Leggur til að mávar
verði svæfðir í hópum
Meindýraeyðir segir mávum hafa fjölgað gríðarlega
Morgunblaðið/Ómar
Barist um bitann Oft getur það reynst mikið erfiðisverk fyrir fugla á
Reykjavíkurtjörn að afla sér matar þegar sílamávar eru nálægt.
Konráð
Magnússon
Á dag, fimmtudag, stendur Sjó-
sunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur
fyrir Fossvogssundi og hefst sundið
kl. 17:30.
„Fossvogssundið er tilvalið fyrir
þá sem hafa prófað að synda í sjón-
um og langar að synda frá Naut-
hólsvík og yfir til Kópavogs og ef til
vill til baka,“ segir í tilkynningu frá
félaginu.
Bátafylgd verður og eins munu
vanir sjósundsmenn synda með
hópnum og leiðbeina og aðstoða
sundmenn. Leiðin yfir er um 550
metrar og má reikna með að sjór-
inn verði um 13 gráður. Þeir sem
synda aðra leiðina verða teknir upp
í bát Kópavogsmegin og þeim skutl-
að til baka.
Ef sundmenn treysta sér ekki til
að synda lengra er alltaf hægt að
rétta upp höndina og þá verður
þeim sama skutlað í land.
Sundið er öllum opið og fer
skráning fram í Nauthólsvík frá kl.
17 í dag og kostar ekkert að taka
þátt. Skylda er að synda með skær-
litaða sundhettu.
Skærlituð sundhetta
skilyrði fyrir þátttöku
Synda 550 metra yfir Fossvoginn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Lagt í’ann Sjósund nýtur sífellt meiri vinsælda hjá Íslendingum.
Tuttugu ára afmælishátíð bæj-
arhátíðar Fljótsdalshéraðs, Orms-
teiti, verður opnuð með pompi og
prakt á morgun,
föstudag.
Hátíðin er með
þeim elstu á
landinu og á ræt-
ur sínar að rekja
til útimarkaðar
sem haldinn var
á Egilsstöðum
þegar sumri tók
að halla. Enn í
dag er hátíðin
eins konar upp-
skeruhátíð Héraðsbúa þegar
sumarstörfum fer að ljúka og
standa hátíðahöldin yfir í tíu daga
samfleytt.
„Hátíðin er haldin víðsvegar um
Fljótsdalshérað,“ segir Guðríður
Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Ormsteiti. „Hverfin keppa sín á
milli í hverfaleikum, nýbúar verða
boðnir velkomnir, fjölskyldudans-
leikur og karnival verða haldin og
margt fleira.“
Síðustu ár hafa milli tvö og þrjú
þúsund manns sótt hátíðina að sögn
Guðríðar og kveðst hún búast við
jafnvel fleiri gestum á þessa afmæl-
ishátíð.
Guðríður segir fegurðarsam-
keppni gæludýra hafa vakið mikla
athygli undanfarin ár. Hún verður
haldin á mánudaginn, en þann dag
hafa börn fengið að njóta sín.
Stóra afmælisdagskráin verður
haldin síðari laugardag hátíð-
arinnar og verður öllu tjaldað til að
sögn Guðríðar.
Hátíðarhöldum á Egilsstöðum
lýkur með hinni árlegu hrein-
dýraveislu, en lokadagurinn er svo-
kallaður Fljótsdalsdagur, sem hald-
inn verður á Skriðuklaustri.
hhjorvar@mbl.is
Ljósmynd/Ormsteiti
Frumlegast Folaldið var valið frumlegasta gæludýrið 2011. Keppt er í fjór-
um öðrum flokkum: katta, hunda, fiðurfénaðar og blönduðum.
Ormsteiti haldið á
Héraði í tuttugu ár
Fjölbreytt dagskrá
» Hjólreiðakeppnin Tour de
Ormurinn verður farin frá Hall-
ormsstað.
» Keppt verður í fjárdrætti og
rababaraspjótkasti.
» Færeyski tónlistarmaðurinn
Beinir frá Runavík, vinabæ Eg-
ilsstaða, heldur tónleika.
» Fjölskylduratleikurinn Leitin
að gulli ormsins verður haldinn
í Selskógi.
Guðríður
Guðmundsdóttir