Morgunblaðið - 08.08.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 08.08.2013, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013 Á laugardaginn er sjálfur Fiski- dagurinn mikli haldinn hátíðlegur milli 11 og 17 á hátíðarsvæðinu við höfnina. „Það verður mikil og þétt dagskrá og fjölmargir réttir á boð- stólum. Þetta verður risa-matarboð með góðri skemmtun þar sem allt verður frítt,“ segir Júlíus, en í boði verða fiskborgarar, stærsta pítsa á Íslandi, 120 tommur, fiskisúpa úr stærsta potti landsins og stærsta grill landsins, ásamt öðrum fisk- réttum eins og plokkfiski, síld og harðfiski. „Hér verður enginn svangur,“ segir Júlíus. Dalvískir Eurovisionfarar Mikil dagskrá verður á laugar- daginn og um miðjan daginn verður sumar-Eurovision-stemning þar sem þrír dalvískir Eurovisionfarar, Friðrik Ómar, Matthías Matthías- son og Eyþór Ingi, flytja sín lög, að venju verður Regína Ósk með Frið- riki Ómari. Þá mun Eiríkur Hauks- son einnig koma fram með heima- mönnunum. „Hér verður enginn svangur“  Fiskidagurinn mikli haldinn í 13. skiptið á Dalvík  Á annað hundrað fjölskyldur bjóða fólki fiski- súpu  Fjölskylduvæn hátíð þar sem allt er í boði heimamanna  Búist við 25.000 manns á hátíðina Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fiskidagurinn mikli Hátíðin er haldin í þrettánda sinn og búist er við miklu fjölmenni í bænum. Í fyrra mættu um 25.000 gestir í fiskisúpu og talið að svip- aður fjöldi mæti á hátíðina í ár. Dagskrá helgarinnar er þétt og verða ýmis skemmtiatriði á hátíðarsvæðinu við höfnina sem og annarsstaðar í bænum. Tilhlökkun Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, hlakkar mikið til helgarinnar og stendur hér við skiltið við innkeyrsluna í bæinn. Hjálparhönd Vinnuskólakrakkar á Dalvík hafa unnið við það síðustu daga að snyrta bæinn og gera fínan. Allir bæjarbúar hjálpast að um helgina. SVIÐSLJÓS Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Fiskidagurinn mikli er haldinn á Dalvík um helgina í 13. skiptið. „Upphaflega hugmyndin að deg- inum var að leyfa heimafólkinu að koma saman og hafa smá-hátíð en síðan var ákveðið að bjóða öllum landsmönnum í mat og þannig hef- ur þetta verið í 12 ár,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiski- dagsins mikla. „Markmiðið hefur alltaf verið það sama, að koma saman, hafa gaman og borða fisk.“ Júlíus segir und- irbúning ganga glimrandi vel og hefst óformleg dagskrá strax í dag. Hátíðin hefst á faðmlagi Á föstudaginn er formleg setning hátíðarinnar, svokölluð Vin- áttukeðja. „Þetta er svona risa faðmlag til að leggja línurnar fyrir helgina,“ segir Júlíus, en fólk er hvatt til að knúsast í lok setning- arinnar og að sögn Júlíusar hefur það tekist mjög vel. Vinátturæðuna 2013 flytur biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir. „Þá hafa bæjar- búar föndrað vináttuarmbönd sem þeir gefa gestum á hátíðinni til að innsigla að allir séu velkomnir hing- að til Dalvíkur.“ Margt er um að vera alla helgina á Dalvík og er meðal annars boðið uppá fyrirlestra, ratleiki, tónleika og danstíma. Fiskisúpukvöldið mikla „Á föstudagskvöldinu er fiski- súpukvöldið mikla og þá eru á ann- að hundrað fjölskyldur sem taka þátt sem bjóða gestum heim í súpu,“ segir Júlíus, en þar sem tveir kyndlar loga er boðið uppá fiski- súpu. Slökkt er á kyndlunum þegar súpan klárast. Júlíus segir fiskisúpu vera nánast í hverju einasta húsi, en margir taka sig einnig saman, oft fjölskyldur eða nágrannar, og bjóða saman uppá súpu. Fiskisúpukvöldið er nú haldið í níunda sinn. „Undanfarin ár hafa um 10-14 þúsund manns gist á Dalvík yfir helgina, en í fyrra komu um 25 þús- und manns á fiskisúpukvöldið mikla,“ segir Júlíus sem býst við um yfir 25.000 manns á hátíðina í ár. „Mesta stemningin sem hefur myndast er að fólk fer á milli húsa að smakka, sumir eru bara að rölta og hitta fólk og njóta sérstaka and- rúmsloftsins sem myndast í bæn- um.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Á laugardagskvöldið á Fiskideg- inum mikla á Dalvík verða haldnir stórtónleikar og risa-flugeldasýn- ing í boði Samherja, sem fagnar 30 ára afmæli sínu á árinu. „Kvöldið verður einstaklega veglegt,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla. Haldnir verða Freddie Mercury-heiðurstónleikar þar sem koma fram fjölmargir stórsöngv- arar, þar á meðal söngvararnir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Matthías Matthíasson sem allir eru frá Dal- vík. Þá koma einnig fram Eiríkur Hauksson, Magni Ásgeirsson og óperusöngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir. „Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið settir upp á Fiski- deginum mikla,“ segir Júlíus en oftast hefur verið bryggjusöngur á kvöldin. Heiðurstónleikar Freddie Merc- ury gengu fyrir fullu húsi í Hörpu og Hofi á Akureyri 2011-2012 og voru haldnir tíu tónleikar fyrir troðfullu húsi. Þeir verða settir á svið á ný í október 2013. Flugeldagengi frá Dalvík „Enginn flugeldaáhugamaður ætti að láta flugeldasýninguna framhjá sér fara,“ segir Júlíus, en flugeldagengi Björgunarsveit- arinnar á Dalvík setur upp og stýrir flugeldasýningunni. „Hátíðinni hefur frá upphafi verið lokið með flugeldasýningu og á því verður engin breyting.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stórtónleikar Dalvíkingurinn Eyþór Ingi syngur að kvöldi Fiskidagsins 2010 og endurtekur leikinn á laugardag. Samherji á afmæli og býður til stórtónleika

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.