Morgunblaðið - 08.08.2013, Page 21

Morgunblaðið - 08.08.2013, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, mun ekki funda einslega með Pútín, forseta Rússlands. Forset- arnir ætluðu að funda í Moskvu en þeir munu báðir taka þátt í fundi G20 ríkjanna í St. Pétursborg í byrjun september. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins greindi frá þessu í gær. Tíðindin berast í kjölfar yfirlýs- inga Obama í spjallþætti Jay Leno á þriðjudagskvöld. Þar sagði hann að Rússar ættu það til að sýna þanka- gang sem réð ríkjum á tímum kald- astríðsáranna. Þá sagði Obama að ákvörðun Rússa um að veita upp- ljóstraranum Edward Snowden tímabundið hæli hefði valdið sér von- brigðum. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn ákært Snowden fyrir að leka leynilegum upplýs- ingum um síma- og tölvunjósnir bandarískra stofnana. „Það sem ég segi stöðugt við þá, og það hef ég sagt við Pútín (forseta Rússlands), er að það (kalda stríðið) er í fortíðinni, og við verðum að huga að framtíðinni, það er engin ástæða fyrir því að samstarf ríkjann geti ekki ekki verið áhrifaríkara en það er nú,“ sagði Obama um samskipti þessara fornu fjenda hjá Leno. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu seg- ir að meðal ástæðna þess að ekkert verði af fundi forsetanna tveggja séu ákvarðanir Rússa í Snowden málinu. Þá segir einnig að ekki hafi náðst nægjanlegur árangur í tvíhliða við- ræðum ríkjanna um hin ýmsu mál s.s. á sviði viðskipta, mannréttinda, öryggis, vopna- og varnamála, því verði ekki af fundi þeirra að sinni. Segja Bandaríkjamenn gera of mikið úr Snowden-málinu Í þættinum viðurkenndi Obama þó að yfirvöld í Moskvu hefðu reynst hjálpleg t.d. varðandi málefni Afgan- istan sem og í baráttunni gegn hryðjuverkaógnum. Áður en áætlaður fundur forset- anna tveggja var blásinn af í gær sagði aðstoðarutanríkisráðherra Rússa, Sergei Ryabkov, að banda- rísk stjórnvöld væru að gera of mik- ið úr „Snowden-málinu.“ Þau væru að afbaka veruleikann með því að láta málið hafa áhrif á tvíhliða sam- skipti ríkjanna á æðstu sviðum. Þrátt fyrir yfirlýsingar gærdags- ins munu John Kerry, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna og Chuck Hagel, varnarmálaráðherra hitta rússneska kollega sína í Washington á föstudaginn í þeim tilgangi að ræða leiðir til að ná auknum árangri í tví- hliða viðræðum ríkjanna um hin ýmsu mál. AFP Leiðtogi Obama Bandaríkjaforseti var gestur hjá Jay Leno á þriðjudags- kvöld. Þar talaði hann m.a. um samskipti Bandaríkjamanna við Rússa. Mun ekki funda með Pútín  Framganga Rússa í Snowden málinu ein ástæða  Forsetinn vonsvikinn í viðtali við Leno  Segir Rússa eiga til að sýna „kalda stríðs“-þankagang Í fyrsta skipti í áratugi dregur úr offitu meðal barna fátækra for- eldra í Bandaríkjunum. Þróunin sem þó er ekki hröð kemur fram í niðurstöðum rannsóknar mið- stöðvar sjúkdómavarna þar í landi. Um 12 milljónir barna á aldrinum 2-4 ára voru vigtaðar og mældar í rannsókninni sem leiddi í ljós að lít- illega dró úr offitu barna í 19 ríkj- um Bandaríkjanna á árunum 2008- 2011. Þess má geta að geta að þriðj- ungur fullorðinna Bandaríkjamanna þjáist af offitu. Áttunda hvert leikskólabarn í landinu þjáist af offitu en börn sem eru of þung þegar þau eru 3-5 ára eru fimm sinn- um líklegri til að þjást af offitu á fullorðinsárum skv. fyrri rann- sóknum. „Þó breyting- arnar séu litlar, þá er þetta í fyrsta skipti lengi sem þær eru í jákvæða átt,“ segir forstjóri stofnunarinnar sem framkvæmdi rannsóknina og bætir við að offita í bernsku auki líkur á að viðkomandi muni glíma við heilsufarsvandamál til lífstíðar. Dregur úr offitu barna vestanhafs BANDARÍKIN Heilsa Offita er al- varlegur sjúkdómur. Minnst 62 sýrlenskir uppreisn- armenn létu lífið í umsátri í ná- grenni Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í gærmorgun. Talið er að sýrlenskir stjórnarhermenn hafi verið þar að verki, en hinir látnu eru sagðir meðlimir í hreyfingunni Al-Nusra. Mannréttindasamtök í Sýrlandi segir flesta hina látnu unga að aldri auk þess sem enn sé óttast um af- drif átta manna í viðbót. Sýrlenski ríkisfjölmiðillinn Sana hefur eftir heimildarmanni sínum innan sýrlenska stjórnarhersins að herinn hafi ráðist á hóp hryðju- verkamanna sem tilheyri Al Nusra hreyfingunni þar sem þeir hafi verið að gera til- raun til að kom- ast óséðir gegn- um austurhluta Ghuta og ráðast á bækistöð hers- ins. Meira en 100 þúsund manns hafa látist í átök- unum í Sýrlandi sem nú hafa staðið í 28 mánuði. Auk þess hafa 1,7 millj- ónir Sýrlendinga neyðst til flýja landið og leita skjóls í nágranna- ríkjum, skv. tölum frá SÞ. 62 uppreisnarmenn féllu í umsátri SÝRLAND Stríð Ekkert bólar á friði í Sýrlandi. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook MIKIL SALA MERCEDEZ BENZ ML 320 CDI Árgerð 2008, ekinn 85 þ.km, dísel, sjálfskiptur. Flott eintak, er á staðnum! Verð 6.990.000. Raðnr. 282748 TOYOTA Yaris life Árgerð 2012, ekinn 16 þ.km, bensín, 5 gírar. Verð 2.590.000. Rnr. 103901. TOYOTA Yaris Árgerð 12/03, ekinn 109 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 890.000. Einn eigandi. Rnr.410361. Yfirvöld Suður- og Norður-Kóreu ákváðu í gær taka aftur upp við- ræður um opnun iðnaðarsvæðisins í Kaesong sem er á landamærum ríkjanna. Þegar hafa sex samningalotur ríkjanna runnið út í sandinn síðan iðnaðarsvæðinu var lokað í apríl. Samvinna ríkjanna tveggja á iðn- aðarsvæðinu stóð af sér ágreining milli ríkjanna allt þar til í apríl þeg- ar N-Kóreumenn kölluðu starfslið sitt til baka í kjölfar vaxandi spennu í samskiptum ríkjanna. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Norður-Kóreu, sem þau segja að lýsi bæði hugrekki og göfuglyndi, er S-Kóreumönnum lofað algerum aðgangi að Kaesong. Þar segir einnig að N-Kóreumenn ábyrgist aðgengi S-Kóreumanna að svæðinu sem og öryggi starfsmanna þeirra. Hvort yfirlýsingin fullnægir kröfum Suður-Kóreumanna á eftir að koma í ljós, en viðbrögð þar- lendra stjórnvalda voru jákvæð og samþykkt var að hefja viðræður 14. ágúst næstkomandi. Iðnaðarsvæðið í Kaesong er mik- ilvæg tekjulind fyrir N-Kóreu, í gegnum skatta auk þess sem þar störfuðu 53 þúsund þarlendra borg- ara áður en svæðinu var lokað. Hefja viðræður um opnun í Kaesong KÓREUSKAGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.