Morgunblaðið - 08.08.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
✝ Svavar Stef-ánsson fæddist
að Mýrum í Skrið-
dal 16. september
1926. Hann lést á
Landspítalanum í
Kópavogi 2. ágúst
2013.
Foreldrar hans
voru Ingifinna
Jónsdóttir, org-
anisti og kennari,
og Stefán Þór-
arinsson, hreppstjóri og oddviti
á Mýrum. Systkini hans: Einþór,
Einar Jóhann, Þórarinn, Zóp-
honías, Magnús, Metúsalem, Pál-
ína Fanney, Sveinn, Ingibjörg,
Jón og Bergþóra eru öll látin, en
eftirlifandi eru Garðar, Jón
Björgvin og Jónína Salný.
Svavar kvæntist Kristbjörgu
Svavar stundaði nám við Hér-
aðsskólann og Íþróttaskólann á
Laugarvatni. Framan af vann
hann ýmis störf í Reykjavík og á
Austurlandi. Síðar varð hann
mjólkursamlagsstjóri á Egils-
stöum og menntaði sig í mjólk-
uriðn m.a. í Danmörku. Árið
1985 flytja Svavar og Kristbjörg
til Reykjavíkur á ný og vann
hann þá sem verkstjóri hjá Sól
hf. og síðar sem umsjónarmaður
með íbúðum aldraðra við Sléttu-
veg og loks á Hjúkrunarheim-
ilinu Eir. Hann tók þátt í ýmsum
félags- og framfaramálum, for-
maður í verkalýðsfélagi og félagi
í Rótarýklúbbi Héraðsbúa og síð-
ar í Frímúrarareglunni. Svavar
kenndi íþróttir við barnaskólann
á Egilsstöðum um tíma og spilaði
oft fyrir dansi á harmónikkuna.
Útför Svavars fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
8. ágúst 2013, og hefst athöfnin
kl. 11.
Sigurbjörnsdóttur
1951 og eignuðust
þau fjórar dætur –
fyrst Ingunni Stef-
áníu. Hennar maður
er Sigurður Hall-
dórsson og eiga þau
Kristbjörgu, Krist-
veigu og Halldór
Svavar. Önnur dótt-
irin er Birna Krist-
ín. Hennar maður
er Kristinn Ingólfs-
son og eiga þau Svövu, Ásdísi og
Sigurbjörn. Þriðja dóttirin er
Erla Kolbrún og hennar maður
er Gunnar Svavarsson. Þau eiga
Guðrúnu Mist og Melkorku.
Yngsta dóttirin er Alma Eir.
Hennar maður er Guðjón Birg-
isson og eiga þau Magnús Má og
Svavar.
Ég minnist pabba með virðingu
og væntumþykju og mig langar til
að þakka honum fyrir allt sem
hann hefur gert fyrir okkur Guð-
jón og strákana.
Pabbi var glaðlyndur, heiðar-
legur, vinnusamur, náttúruunn-
andi, mannvinur og góður sögu-
maður. Hann lagði mikla áherslu á
samheldni í fjölskyldunni og tók
aldrei þátt í ósætti, hann var mað-
ur sátta.
Hann var stór hluti af okkar
daglega lífi og við ferðuðumst oft
saman bæði innanlands sem utan
og eigum við yndislegar minning-
ar t.d. frá ferð okkar til Garda-
vatnsins sem og ferðalagi til Ma-
deira árið sem hann varð áttræð-
ur. Um þá eyju og dvöl okkar þar
sagði hann að þetta væri trúlega
eins og að vera komin í Paradís,
svo hrifinn var hann af öllum
blómunum og gróðrinum þar. Síð-
asta ferðalag okkar var núna í júní
í Þórsmörk og á æskustöðvar hans
austur að Mýrum í Skriðdal sem
ávallt átti svo stóran hluta í hjarta
hans. Hann hitti vini og ættingja á
Egilsstöðum og svo fórum við til
Ingunnar systur í Öxarfjörðinn og
þar áttum við yndislegar stundir.
Mamma og pabbi komu reglu-
lega til okkar fjölskyldunnar og
hann byrjaði alltaf á því að spyrja
um „straumlínumennina sína“ en
svo kallaði hann Magnús Má og
Svavar, syni okkar Guðjóns. Hann
fór inn í herbergi þeirra og fékk
sér alltaf rakspíra hjá þeim, settist
svo við píanóið og spilaði nokkur
lög. Svo borðuðum við saman. Við
eigum eftir að sakna þessara
stunda sem og nærveru hans, við
skinkuhornabaksturinn fyrir jólin,
við að reyta og svíða rjúpurnar
fyrir jólin, við Þorláksmessu
skötuveisluna og ég á eftir að
sakna þess að geta ekki hringt í
hann og heyrt smitandi hláturinn
hans. Allar þessar fallegu minn-
ingar mun ég geyma í hjarta mínu.
Nú er hann pabbi komin í al-
vöru Paradís.
Við Guðjón, Magnús Már og
Svavar þökkum þér fyrir allt elsku
pabbi minn.
Þín dóttir,
Alma Eir.
Í dag kveðjum við yndislegan
og kærleiksríkan föður sem gaf
okkur öllum svo dýrmætt vega-
nesti til að taka með okkur út í líf-
ið, þ.e. virðinguna fyrir tilvist hver
annars og eins virðinguna fyrir
náttúrunni og öllum hlutunum í
kringum okkur. Hann pabbi hafði
svo góða nærveru, var notalegur í
umgengni og hafði þá sérstöku
náðargáfu að geta alltaf látið öll-
um líða vel í kringum sig. Það var
alltaf jafn gaman að hitta hann og
mömmu því pabbi tók eftir því
smáa í lífinu og gerði það á sinn
hógværa en jákvæða og einlæga
hátt svo stórt og eftirsóknarvert.
Hann hafði nefnilega þann ein-
staka hæfileika að geta dregið
fram fegurðina í öllum sem hann
umgekkst þannig að allir komu
svo stórir út úr samræðum við
hann pabba. Þessi hæfileiki hans
átti bæði við um okkur mannfólk-
ið, náttúruna og eins um þá hluti
sem eru í kringum okkur dags
daglega.
Pabbi var sérstaklega góður
sögumaður og sagði bæði
skemmtilega og eftirminnilega frá
þegar hann tók til máls. Viðhorf
okkar til lífsins hefur því mótast
sterklega af lífsgildum föður okk-
ar. Sjáið þið fegurðina og litadýrð-
ina í gróðrinum hér á Þingvöllum
sagði hann við okkur fyrir rúmri
viku síðan, landið okkar er svo fal-
legt og þessir tæru litir í mosan-
um, lynginu og bláu blómunum,
veita manni svo mikla ánægju. Á
sama hátt lét hann pabbi, barna-
börnin sín vita að hvert og eitt
þeirra væri einstakt og gaf hverju
og einu allan þann tíma og þá at-
hygli sem börn og unglingar
þurfa. Hann hafði mikinn áhuga á
að vita hvað þau voru að taka sér
fyrir hendur, hvernig skólinn
gengi og eins hvað þau voru að
fást við í frístundum og í vinnu.
Pabbi var nefnilega sérstaklega
næmur fyrir því að lesa tilfinning-
ar þeirra og gat alltaf stappað í
þau stálinu og látið þau vita hvað
þau voru dugleg og hversu stoltur
hann var af þeim.
Faðir okkar var líka vinnusam-
ur maður, vaknaði snemma oft við
sólarupprás og naut þess alla tíð
að hafa nóg fyrir stafni enda af-
kastasamur maður með eindæm-
um. Hann hafði sérlega gaman af
því að segja okkur sögur af æsku-
slóðum sínum í Skriðdalnum fyrir
austan og eins af Héraði og af
Mýrum þar sem hann ólst upp á
kærleiksríku heimili. Hann hafði
unnið á Egilsstaðabýlinu, vann hjá
breska hernum á stríðsárunum,
keyrði leigubíl á fyrstu árunum
hans hér í Reykjavík og eins hafði
hann sérlega gaman af að rifja
upp skólaárin á Laugarvatni, en
Laugarvatn átti alltaf stóran sess í
lífi pabba. Á Laugarvatni voru
bræður hans og margir aðrir
Austfirðingar sem hann naut að
eyða samvistum með, en Þórarinn
bróðir pabba var smíðakennari við
héraðsskólann á Laugarvatni á
þessum tíma og því fóru mörg
systkinanna frá Mýrum á Laug-
arvatn. Þetta voru heiðarleg, sam-
viskusöm og dugleg systkinin,
systkinin frá Mýrum, og þótti
þeim alla tíð sérlega vænt hvert
um annað og voru því dugleg að
rækta systkinasambandið. Það er
þessi ræktarsemi og virðing við
fjölskylduna og átthagana sem
pabbi hafði ætíð í fyrirrúmi, og
hefur það skilað sér til okkar
systranna og fjölskyldna okkar.
Elsku pabbi, takk fyrir allt,
Erla Kolbrún.
Elsku afi minn. Mikið á ég eftir
að sakna þess að koma við hjá
ykkur ömmu í Bogahlíðinni,
spjalla við þig og drekka með þér
kaffi. Mér þykir svo vænt um þig,
afi minn. Þú varst alltaf svo hlýr
og það var svo gott að vera í kring-
um þig. Þegar ég var yngri og sat í
fanginu á þér varstu vanur að toga
varlega í hárið á mér neðst í
hnakkanum og segja mér sögur.
Þú varst nefnilega mikill sögu-
maður og sagðir svo skemmtilega
frá. Ég man til dæmis eftir sögum
sem þú sagðir af því þegar þú fórst
um jól með epli yfir í Múlastekk og
gafst ömmu; þegar þú fórst með
skipinu vestur á Laugarvatn, áttir
ekki fyrir farinu og sast í reipis-
hrúgu í stefninu með nestið þitt;
þegar þú keyrðir upp í Hekluhlíð-
ar í Heklugosinu 1947 á bíl manns-
ins sem átti bíl en hafði ekki bíl-
próf; þegar þú syntir þvert yfir
Laugarvatn; þegar þú spilaðir á
nikkuna á böllum með mömmu
nýfædda sofandi baksviðs í kassa.
Ég er svo glöð að hafa fengið að
eiga þig sem afa og þó að þú sért
núna farinn frá okkur þá lifir
minningin mín um þig. Ég vona að
þér líði vel á nýjum stað og að þú
vakir yfir mér elsku afi minn.
Þín
Kristveig.
Við viljum þakka elskulegum
föður okkar allt hið góða og fagra,
sem hann kenndi okkur. Þar ber
fyrst að nefna mannkærleikann og
virðingu fyrir öllu sem lifir.
Fyrir að hafa kennt okkur sátt-
fýsi og það að leitast ætíð við að
hefja sig upp – yfir dægurþrasið
og fanga heildarmyndina – og það
sem skipti raunverulega máli í
tímans rás.
Fyrir frumkvöðlahugsunina,
sem hann sýndi okkur í verki og
nýjungarnar sem hann kynnti fyr-
ir okkur af miklum eldmóð alveg
fram í andlátið. Hann lagði
áherslu á að þora að fara ótroðnar
slóðir staðfastlega og af einurð.
Við viljum þakka fyrir áhersl-
una á fjölskyldutengslin – gildi
þess að halda saman í gegnum
þykkt og þunnt – og að leggja eitt-
hvað af mörkum í skemmtunum á
mannfögnuðum, gefa af sér í
menningarlegu tilliti – vanda sig
og standa sig. Listmálun var hon-
um hugleikin, tónlistin var ætíð
stór hluti af honum og sögumaður
var hann góður.
Loks má nefna tengslin við
náttúruna sem skipaði mjög stór-
an sess í huga og hjarta föður okk-
ar ásamt útiveru. Það varð því
mikil gleði hjá okkur öllum í fjöl-
skyldunni að afmælisdagurinn
hans 16. september var valinn
dagur íslenskrar náttúru en nú í
haust hefði faðir okkar yndislegi
orðið 87 ára gamall.
Ingunn og Birna.
Elsku afi, oft þegar ég fer í
gegnum erfiðleika eða vantar auk-
inn styrk, þá hugsa ég til þeirra
sem ég elska sem vaka yfir mér í
himnaríki, og nú ert þú orðinn
einn af þeim. Því finnst mér þú svo
nálægt mér þrátt fyrir það að þú
sért farinn frá þessum heimi, nú
mun ég alltaf getað leitað til þín.
Í mínum huga áttir þú hið full-
komna líf. Þú kynntist ástinni í lífi
þínu ungur og áttuð þið amma
saman óteljandi margar minning-
ar. Þið voruð alltaf svo samrýmd og
góð við hvort annað og sást langar
leiðir hvað það ríkti mikil ást ykkar
á milli. Þið eigið svo fjórar yndis-
legar dætur saman sem allar eru
bestu fyrirmyndir og skara framúr
hver á sínu sviði í lífinu. Þið eigið 10
barnabörn sem öll hafa menntað
sig vel og eru að byggja sér bjarta
og gæfuríka framtíð. Þú og amma
getið svo sannarlega verið stolt af
fjölskyldunni sem þið eigið, þið haf-
ið kennt okkur svo margt um dugn-
að, umhyggju og hversu mikilvægt
er að rækta fjölskylduna og hjálpa
hvort öðru.
Elsku afi, ég er svo þakklát fyr-
ir allar minningarnar sem ég hef
um þig og hlakka til að geta sagt
börnunum mínum í framtíðinni frá
besta afa í heimi, og kenna þeim
öll þau góðu gildi sem þú kenndir
mér.
Ég veit að þú ert kominn á betri
stað núna, situr með harmónikk-
una þína við fallegan lækjarbakka
og vakir yfir okkur öllum. Við
munum aldrei gleyma þér.
Þín,
Guðrún Mist.
Nú húmi slær á hópinn þinn,
nú hljóðnar allur dalurinn
og það, sem greri á þinni leið
um því nær heillar aldar skeið.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku afi, nú hefur þú fengið
hvíld frá veikindunum sem herj-
uðu svo illa á þig síðustu mánuði.
Við systkinin minnumst þín fyrir
svo margar góðar stundir. Það var
alltaf svo spennandi að koma og
heimsækja ykkur ömmu til Egils-
staða en þar var sundlaugin sem
virtist svo óskaplega stór í minn-
ingunni þar sem maður lærði að
synda og fékk að busla og leika
sér. Stundum fengum við að sitja
aftan á vespunni þinni sem var
meiriháttar, heimsóttum þig í
mjólkurstöðina og fengum að
njóta þess að leika okkur um allt
þorpið. Þegar þið fluttuð í bæinn
þá var nú spennandi að fá að fara í
heimsókn til ömmu í Stráið eða til
afa í Sól þar sem maður fékk
gjarnan ís eða annað góðgæti að
smakka. Þú varst alltaf svo glað-
legur og kunnir óteljandi
skemmtisögur af náunganum og
hlóst með svo dillandi hlátri að það
var ekki annað hægt en að hlæja
með þér.
Þegar fleyið þitt kemur að landi
á ströndinni hinumegin þá bíða þín
vinir og ættingjar sem taka þér
fagnandi um leið og við kveðjum
þig með söknuði, elsku afi okkar.
Þín
Svava, Ásdís og Sigurbjörn.
Elsku afi minn, svo hlýr og gef-
andi, svo glaður og skemmtilegur,
svo atorkusamur og framúr-
stefnulegur. Þú hefur gefið mér
svo mikið, bæði úrvals gen og mik-
ið af kærleika, aga og uppeldi,
óskipta athygli þína og áhuga,
stórfenglegar veislur og smitandi
hlátur. Á löngu tímabili var heim-
ilið ykkar ömmu sá rólegi griða-
staður sem ég þurfti á að halda til
að lifa af álag borgarlífsins. Ótal
sinnum hef ég notið þess að skála
við þig á pallinum þínum á falleg-
um sólardögum og hlæja að
skemmtisögunum þínum. Þú hef-
ur verið fyrirmynd sem ég stæri
mig af, þú hefur kennt mér þýð-
ingu metnaðar og dugnaðar í
verki. Þú ert höfðingi, svo stoltur
og sterkur og fallegur. Ég geymi
þig í hjarta mínu. Þín
Kristbjörg.
Kær tengdafaðir minn og inni-
legur vinur til ríflega 30 ára hefur
kvatt. Svavar var öðlingur og vin-
ur allra sem hann hitti á vegi sín-
um smárra og hárra. Alla vildi
hann gleðja, var áhugasamur um
hagi allra og veitti öllum stuðning
sem hann gat. Fátt var skemmti-
legra en að hlusta á ljóslifandi sög-
ur hans úr sveitinni eða af öllu því
skemmtilega fólki sem hann hitti á
förnum vegi og virtist þarna vera
ótæmandi brunnur. Nikkuna tók
hann svo af og til í faðminn og spil-
aði fjörug lög. Gleði og góður vilji
fylgdu honum ávallt og einstök
nærgætni. Hugur hans stefndi
ávallt á samveru með fólki og nátt-
úru og leið honum hvergi betur en
í grænum móa eða lundi. Svavars
er sárt saknað en minning hans lif-
ir auk elskulegrar tengdamóður
minnar Kristbjargar.
Gunnar Svavarsson.
Fallinn er frá okkar kæri vinur
Svavar Stefánsson. Kynni okkar
hófust fyrir um 30 árum þegar
Guðjón og Alma kynntust.
Svavar og Kristbjörg voru
mjög glaðlynd og samrýmd hjón
og margar ógleymanlegar stundir
áttum við með þeim og má þar
nefna skötuveislu á Þorlák, veiði í
Flekku, ferðir á Snæfellsnes og í
Skriðdal.
Í byrjun sumars fórum við með
þeim hjónum í ferðalag austur á
æskustöðvarnar en Svavar tók þá
ekki annað í mál en að fara með
Magnús í leiðinni inn í Þórsmörk
en það var gamalt loforð sem hann
vildi standa við.
Heimsókn á æskustöðvarnar á
Mýrum í Skriðdal voru eftirminni-
legar þar sem okkur var tekið af
miklum höfðingskap og gaman að
heyra Svavar segja sögur frá
barnæsku sinni. Frásagnargáfa
Svavars var einstök og víst að sög-
urnar munu lifa með okkur áfram.
Kristbjörg mín, við biðjum Guð
að styrkja þig á þessum erfiðum
tímum, þú varst hans stoð og
stytta í lífinu og styrkur þinn var
honum ávallt mikilvægur, ekki
hvað síst undir það síðasta. Við
vottum þér, dætrum ykkar og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúð.
Þínir vinir
Ragna og Magnús.
og enginn stöðvar tímans þunga
nið… Þessi setning hefur oft komið
upp í huga mér undanfarin ár því
eftir því sem ég eldist finnst mér
tíminn þjóta hjá á ógnarhraða.
Ekki síst hafa þessar línur komið
upp í huga minn þessa síðustu
daga eftir að ég frétti að nú væri
Svavar frændi minn lagstur bana-
leguna. Hann Svavar, sem var einn
af yngri systkinunum á Mýrum –
mér fannst hann aldrei eldast og
ætti langt eftir enn. Og í raun eltist
hann ekki. Hann var alltaf eins og
strákur og ekki hrakaði andlegu
heilsunni. Henni hélt hann til hins
síðasta. Ekki datt mér í hug þegar
ég heimsótti þau hjón um mánaða-
mótin janúar-febrúar sl. að það
væri í síðasta sinn sem ég sæi
hann. Þá var ekki komið í ljós að
hann væri með þennan illvíga sjúk-
dóm sem nú hefur lagt hann að
velli. Fyrir rúmum mánuði síðan
kom Svavar austur að kveðja
æskustöðvar sínar, því hann vissi
að hverju stefndi, en þá var ég með
pest og þorði ekki að hitta hann.
Mér datt heldur ekki í hug þá að ég
fengi ekki tækifæri til að hitta
hann einu sinni enn.
Það var einstaklega gaman að
heimsækja þau Kristbjörgu og
Svavar. Gestrisni þeirra hjóna var
einstök. Allt það besta var tínt til
og ef þeim fannst það ekki nóg var
bara farið út í búð og sótt meira.
Alltaf var hugur Svavars fyrir
austan og skammaðist ég mín oft
fyrir hvað ég var ófróð um menn
og málefni og fylgdist lítið með,
því alltaf vildi Svavar fá að heyra
fréttir af mönnum og öllu sem við-
kom Héraðinu. Svavar var mjög
skemmtilegur maður og hafði ein-
staka frásagnargáfu. Ég þreyttist
aldrei að hlusta á hann segja frá
og þá sérstaklega frá því þegar
hann var ungur strákur á Mýrum.
Móðir mín tók við húsmóðurstarfi
á Mýrum þegar Svavar var innan
við fermingu. Milli þeirra, móður
minnar og hans og ég held allra
hinna yngri systkinanna, sem
heima voru, tókst einlægur vin-
skapur. Oft var Svavar búinn að
segja mér frá því hve góð hún var
við hann og fylgdi honum á leið
þegar hann var að sækja vinnu í
Hallormsstað. Þá fylgdi mamma
mín honum á leið upp í Hálsinn og
þar kvöddust þau með tárum. Mér
þótti vænt um að heyra Svavar
segja frá þessu því aldrei orðaði
móðir mín að það hefði verið erfitt
fyrir hana að taka við búi með
mörgum af hálfsystkinum eigin-
manns síns enn heima, en það hef-
ur farist henni vel úr hendi og
aldrei heyrði ég annað en gott um
þau systkinin frá henni.
Svavar var mikill geðprýðis-
maður. Ég dvaldi tvo vetur hjá
þeim Kristbjörgu. Aldrei heyrði
ég fara styggðaryrði þeirra á milli.
Þau voru mjög samrýmd, ef annað
var nefnt þá var hitt það líka.
Svavar og Kristbjörg eða Krist-
björg og Svavar.
Ég kveð þennan góða frænda
minn með söknuði og eftirsjá.
Kristbjörgu, dætrum, tengda-
sonum og barnabörnum sendum
við Sveinn og dætur okkar inni-
legar samúðarkveðjur. Þau hafa
misst mikið en geta huggað sig við
að ekki ber skugga á minningu
Svavars Stefánssonar.
Farðu vel kæri frændi.
Ólöf.
Ég kynnist Svavari Stefánssyni
fyrir meira en 70 árum síðan, þeg-
ar við unglingsstrákar unnum við
byggingu bandaríska herspítalans
á Reyðarfirði. Síðan þá höfum við
átt samleið sem vinir og nágrann-
ar, bæði á Austurlandi og nú síð-
ustu áratugina í höfuðborginni.
Svavar var atgervismaður á mörg-
um sviðum, svo sem hann átti ætt-
ir til, sonur Stefáns Þórarinsson-
ar, bónda á Mýrum í Skriðdal,
annálaðs framkvæmdamanns og
annarrar eiginkonu hans, Ingi-
finnu Jónsdóttur, kennara. Móður
sinnar naut hann ekki lengi, en
hún lést ung frá stórum hópi
barna og stjúpbarna þegar Svavar
var aðeins 3ja ára gamall. Í upp-
vextinum á Mýrum naut hann þó
góðs atlætis og þótti vænt um
æskustöðvarnar. Svavar var lífs-
glaður og skemmtilegur maður,
og á yngri árum öflugur keppn-
ismaður í íþróttum, eins og reynd-
ar fleiri Mýramenn. Hann var
dugmikill í starfi, var meðal ann-
ars mjólkurbússtjóri hjá KHB á
Egilsstöðum um áratuga skeið.
Auk þess að vinna langan dag var
Svavar mikill heimilismaður,
sinnti fjölskyldunni af stakri ástúð
og þau hjónin mjög samhent í
þeim myndarskap og snyrti-
mennsku sem hefur einkennt
heimili þeirra alla tíð. Svavar gekk
í öll störf innan heimilis sem utan
á tímum þegar það var langt því
frá alsiða. Þetta þótti honum sjálf-
sagt, enda unnu þau hjónin bæði
utan heimilis. Margir hafa notið
góðs af atorkusemi þeirra Svavars
og Kristbjargar, heimilið var gest-
kvæmt og tekið á móti fólki af
höfðingsskap. Í umgengi við aðra
var Svavar stakt ljúfmenni og
hinn vandaðasti í alla staði, barn-
góður með eindæmum og greið-
vikinn. Mér er hugstæð sú hug-
ulsemi hans og góðvild sem kom
fram í mörgu því sem hann og þau
hjónin bæði sýndu tengdamóður
minni í ellinni. Hún kunni vel að
meta heimsóknir þeirra og hjálp-
semi og fór ekki dult með það dá-
læti sem hún hafði á þeim.
Svavar hafði glöggt auga fyrir
umhverfi sínu og skemmtilega
frásagnargáfu. Þessir eiginleikar
nutu sín vel í vinahópi og í því fé-
lagsstarfi sem hann tók þátt í, en
hann var félagi í Rotary og virkur
þátttakandi í tónlistarlífi og ann-
arri félagsstarfsemi.
Genginn er góður maður, ég og
fjölskylda mín erum þakklát fyrir
samferðina. Ævistarfið er ærið og
ekki laust við að líkaminn hafi ver-
ið orðinn þreyttur eftir langan
dag. Lífsgleðin og gamansemin
entust Svavari til leiðarloka, hann
hafði ræktað garðinn sinn og upp-
skorið ríkulega. Kristbjörgu,
dætrunum og fjölskyldunni allri
sendum við Ragnheiður innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Svavars
Stefánssonar.
Páll Halldórsson.
Svavar Stefánsson