Morgunblaðið - 08.08.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.08.2013, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013 Það streyma margar minningar fram í hug- ann þegar maður hugsar aftur í tímann um pabba. Það er erfitt að velja eina eða tvær til að skrifa um þegar svona margar góðar eru til staðar til að velja um. Það er óhætt að segja að líf- ið hafi átt hug hans allan enda hafði hann gaman af lífinu. Hann var mikill fjölskyldumaður og einn mesti keppnismaður sem ég veit um og það skilaði honum mörgum glæstum sigrum, hvort sem það var í spilum eða í veik- indum sínum. Ég var stoltur af honum, enda var hann afskaplega klár maður og minnugur að eindæmum. Ég hringdi oft í hann ef mig vantaði símanúmer eða hvar einstakar götur voru og það voru ekki mörg skipti sem hann vissi ekki svarið. Hann var líka fyrsti mað- urinn sem maður valdi í lið þeg- ar við vorum yngri og fórum að spila Trivial eða álíka spil. Það var mikið og gott sam- band hjá okkur og sérstaklega þegar um íþróttaviðburði væri um að ræða. Hann hafði sér- staklega mikinn áhuga á fót- bolta, handbolta og frjálsum íþróttum. Það voru ófáir laugar- dagseftirmiðdagar sem við horfðum á enska boltann saman. Það var líka alltaf góður tími hjá okkur feðgum í janúar ár hvert en þá var handboltalandsliðið að spila á stórmóti og við ræddum mikið saman fyrir og eftir leik- ina. Það voru nokkrir leikmenn í gegnum tíðina sem hann gagn- rýndi meira en aðra og ég hafði gaman af. Maður heyrði oft þessa setningu: „Hvað er hann að gera inn á, útaf með hann.“ Elsku pabbi, það er erfitt að kveðja en þú sagðir að þú hefðir verið heppinn í þínum veikindum 2009. Þú fékkst nokkur góð ár í viðbót, þótt maður hefði viljað hafa þau fleiri þá getur maður ekki annað en verið þakklátur fyrir þessi aukaár sem þú fékkst. Nú hefur þú bæst í hóp þeirra engla sem vaka yfir okkur og nú lifir þú áfram í okkur öllum, börnunum og barnabörnunum um ókomna tíð. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur og þín verður sárt saknað. Sá sem er elskaður, hverfur aldrei, jafnvel þó hann haldi á brott. Minning hans lifir í hjört- um þeirra sem unna. Þorgeir Símonarson. Elsku pabbi minn besti. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Það eru svo margar minningar sem þjóta um huga minn nú, þú varst alltaf til staðar fyrir mig, svo traustur og góður. Það sem er mér efst í huga nú er sá tími sem við áttum saman sem er ómetanlegur fyrir mig, ég lærði svo margt af þér. Þú varst mað- ur sem gafst aldrei upp, „upp- gjöf“ var orð sem ekki var til í þínum orðaforða, meira að segja nú þegar þú varst upp á spítala þá varst þú að skipuleggja næstu daga og vikur. Ég keyrði þig svo oft niður í Hátún þar sem þú fórst á æfingu mörgum sinnum í viku, þú varst svo ákveðinn að koma þér í betra form. Keppnisskapið og baráttu- andinn smitaðist út frá þér. Ég man vel eftir þegar þú vaknaðir upp eftir veikindi þín fyrir nokkrum árum, það var snjór úti og þú spurðir „Er búið Símon Símonarson ✝ Símon Sím-onarson fædd- ist í Reykjavík 24. september 1933. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 25. júli 2013. Símon var jarð- sunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 7. ágúst 2013. að moka?“ Hafðir miklar áhyggjur hvort reksturinn gengi ekki þótt þú lægir á spítala. Það lýsir þér svo vel því þú hugsaðir alltaf fyrst og fremst um aðra, þú varst alltaf tilbúinn til að rétta fram hjálparhönd, varst alltaf fyrstur til að leysa úr vandamálum. Við töluðum sam- an nánast á hverjum degi og á ég eftir að sakna þess að heyra ekki frá þér. Ég er svo þakk- látur og stoltur að hafa átt þig að og vil ég þakka þér fyrir alla þá góðu tíma sem við áttum saman, elsku besti pabbi minn, hvíl þú í friði. Þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Símon Ægir Símonarson. „Skiptu um sæti við mig frændi,“ sagði Símon föðurbróð- ir minn við mig á aðfangadags- kvöld á Vesturgötunni þegar stórfjölskyldan settist niður við hátíðaborðið hjá ömmu. Möndlu- grauturinn var á borðum. Ég fékk mína fyrstu möndlu þetta aðfangadagskvöld og möndlu- verðlaunin. Ekki var ég hár í loftinu þegar þetta gerðist og áttaði mig ekki á gjörningi frænda míns fyrr en löngu seinna, að hann hafði grun um að mandlan væri á hans diski. Þetta rifjast upp fyrir mér nú þegar Símon Símonarson, föð- urbróðir minn, er allur og er góð lýsing á hvern mann hann hafði að geyma. Símon var frændrækinn og þegar hann eignaðist fyrstu fólksvagen bjölluna sína kom hann á Laugateiginn og bauð öllum í bíltúr. Ég var yngstur og því settur í hólfið aftan við aft- ursætið. Ekki man ég fjölda far- þega en margir voru þeir og frændi stoltur á nýja bílnum sín- um. Símon rak loftpressufyrirtæki um árabil og unnum við frænd- urnir, Hallur og ég, í sumar- vinnu og í fríum frá skóla á loft- pressu hjá honum, erfiðisvinna, en gaman var að vinna með Sím- oni á þessum tíma, sem keyrði um keðjureykjandi á milli vinnu- staða og skipulagði vinnuna frá degi til dags. Símon var yngstur fimm bræðra sem allir eru látnir en þeir voru Kristján, Gunnar, Hallur og Kári og ólust þeir upp á Vesturgötu 34, en Kári lést á fyrsta ári. Auk þess átti hann tvær systur, samfeðra, þær Sig- ríði og Svövu, sem einnig eru látnar. Margar fleiri myndir og minningar fylla hugann þegar þessi síðasti víkingur af Vest- urgötunni kveður þennan heim og ber þar hæst árangur hans í brids, en hann varð síðast Ís- landsmeistari í brids fyrir aðeins fimm árum, þá 75 ára að aldri. Far þú í friði, elsku frændi, og takk fyrir samfylgdina. Ég sendi Kristínu mínar inni- legustu samúðarkveðjur svo og börnum og barnabörnum. Rúnar. Elskulegur föðurbróðir minn er látinn og farinn á vit nýrra heimkynna. Frændi minn Símon átti sérstakan sess í hjarta mínu, því þegar ég missti föður minn Gunnar aðeins fimm ára gömul þá reyndist hann mér eins og besti faðir. Aldrei gleymi ég þeim stund- um þegar ég sat í fanginu hans og hann var að segja mér sögur, þá kom sú tilfinning yfir mig að ég ætti Símon og sú tilfinning varði lengi í mínum huga. Tím- inn leið og ég stækkaði og þroskaðist en alltaf hélst þessi yndislega vinátta okkar í milli. Fermingarundirbúningur minn var hjá frænda mínum sem þá bjó ásamt fjölskyldu sinni í Álfheimum og frá Lang- holtskirkju fermdist ég svo að hausti til. Ekki gleymi ég þeirri stundu sem ég fór til ömmu Ástu og var að kynna hana fyrir vini mínum og síðar eiginmanni honum Hrafni, en þá vildi svo einkennilega til að Símon frændi minn var þar staddur og hafði komið við, en við settumst öll niður og röbbuðum. Æ síðan höfðu þau bæði mikil áhrif á Hrafn minn. Þegar ég gifti mig og eign- aðist mitt fyrsta heimili í Hveragerði þá kom frændi minn einnig til skjalanna. Þá átti hann vélaleigu og til stóð að koma í Hveragerði og brjóta heilmikið í stóru húsi. Símon vildi kanna hvort ég myndi treysta mér til að taka fyrir hann kostgangara sem svo voru nefndir í þá daga og gefa þeim að borða. Við Hrafn vorum með það á hreinu að fyrst Símon treysti okkur til að gera það þá mundi svo vera og þarna skap- aði hann fyrir mig vinnu og fékk ég borguð laun frá frænda mínum þó ég væri heimavinn- andi húsmóðir. Þetta fannst mér snilld. Svo elsku frændi minn, áður en ég lýk við þessa frásögn mína af vináttu okkar, þá langar mig að þakka þér fyrir hjólið sem þú gafst mér þegar ég óvænt fékk vinnu við Heilsu- hælið í Hveragerði. Takk fyrir allar heimsóknirn- ar í Hveragerði þegar þið Krist- ín heimsóttuð okkur. Þær voru yndislegar og skemmtilegar. Síðan líður tíminn eða hreinlega týnist eins og segir í laginu en alltaf í hvert skipti sem við hitt- umst og sáumst var þessi yndis- lega tilfinning alltaf til staðar. Sannur vinur og frændi. Það var mér mikil ánægja að þú, ásamt konu þinni Kristínu og Halli Halls frænda, skylduð sækja okkur Hrafn heim að Másstöðum og í dag gleður það mig innilega. Við Hrafn og fjölskylda vott- um Kristínu, eiginkonu Símon- ar, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt, frændi minn, ég veit eins og ég sit hér í stólnum mínum og rita þessar línur, að mér finnst eins og ég gæti skrifað heila bók. Það hef- ur verið vel tekið á móti þér við vistaskiptin þín, frændi minn, og nú eru margir af þinni kyn- slóð farnir af okkar fólki. Nú fyrir stuttu kvöddum við móð- ursystur mína hana Stebbu frænku mína, sem var gift bróð- ur þínum honum Halli. Bið þig um að skila kveðju frá okkur til þeirra allra. Við Hrafn óskum þér Guðs blessunar og sendum þér um leið í silkimjúkri slæðu kveðjur frá okkur, börnum okkar og barnabörnum. Hvíl í friði, elsku frændi minn. Þín frænka Björk Gunnarsdóttir. Símon Símonarson, stórmeist- ari og stórvinur minn til margra ára er fallinn frá. Við vorum makkerar í brids í nokkur ár og urðum Íslandsmeistarar og Reykjavíkurmeistarar í sveita- keppni. Símon var ótrúlegur spilari og tók það nokkurn tíma að læra á meistarann, en aldrei var gefin tomma eftir hjá vini mínum. Þau voru ófá spilin sem við melduðum í Hamrahlíðinni, það hefst ekkert nema með vinnu, sagði Símon, og fara yfir kerfið frá A-Ö. Að koma í Hamrahlíðina var eins og að koma heim, þvílíkar voru mót- tökurnar alltaf hjá þeim hjónum, Kristínu minni og Símoni. (Ég held að ég hafi verið eins og einn af börnunum.) Eins var í sum- arhúsinu þeirra, þangað vorum við ósjaldan boðin í lambalæri og nokkur spil sem er og verður ógleymanlegt.Við hjónin fórum í parakeppni til Siglufjarðar og Akureyrar og var stundum grát- ið úr hlátri. Í dag búum við á Spáni og komu þau til okkar fjórum sinnum, þá var mikið spilað og diskóterað, hlegið og þorstanum svalað. Það mun taka langan tíma að sætta sig við frá- fall þessa litríka persónuleika. Ég talaði við hann nokkrum dögum áður en hann fór á spít- ala í hinsta sinn. Þá sagði Símon: hringdu í mig þegar þú getur tekið nokkur spil. Húmorinn alltaf í lagi og lífsviljinn. Svo margar eru minningarnar að það er efni í heila bók. Elsku Kristín mín, hetjan okkar. Símon Ægir, Þorgeir, Davíð Örn, Jón Ingi og Magn- ús.Vottum ykkur öllum innilega samúð okkar. Hvíl í Guðsfriði elsku vinur og takk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Sverrir Kristinsson SR, Sig- ríður Blöndal og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Símon Símonarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN H. KVARAN, Kleifarvegi 1, lést laugardaginn 27. júlí á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Karítas Kvaran, Baldur Guðlaugsson, Gunnar E. Kvaran, Snæfríður Þ. Egilson, Einar G. Kvaran, Tinna Grétarsdóttir, Ólafur Hrafnkell Baldursson, Charlotte Gerd Hannibal, Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, Þórhildur Baldursdóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR INGIMARSDÓTTIR, Fróðengi 7, áður Sigluvogi 3, lést á Landspítalanum mánudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 13.00. Victor Ágústsson, Sólveig Victorsdóttir, Ágúst Victorsson, Ólöf Alfreðsdóttir, Ingimar H. Victorsson, Sonja Jónasdóttir, Victor Örn Victorsson, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, FREYSTEINN V. HJALTALÍN frá Brokey, Laufásvegi 12, Stykkishólmi, lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 5. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Friðgeir V.Hjaltalín, Salbjörg Nóadóttir, Laufey V. Hjaltalín, Þorsteinn Sigurðsson, Guðjón V. Hjaltalín, Ásta Sigurðardóttir og frændsystkini. ✝ Ástkær faðir minn, BOLLI ÓLASON, loftskeytamaður og fyrrverandi yfirvarðstjóri í Fjarskiptastöðinni í Gufunesi, Skeiðarvogi 63, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 11.00. Gunnar Bollason. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR EYJÓLFSSON, fyrrv. framkvæmdastjóri, Ársölum 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 5. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Agnars Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Hafdís Mjöll Búadóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Ágústa Harðardóttir, Baldur Sigurðsson, Chipo Sigurðsson, Torfhildur Sigurðardóttir og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HJALTALÍN JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Háagerði 21, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 5. ágúst, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Ingibjörg Helgadóttir, Eyjólfur Ingimundarson, Pálmi Helgason, Hafdís Sigurðardóttir, Helga S. Helgadóttir, Henning Andersen, Jóhann B. Helgason, Halldóra Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, GERÐUR ANTONSDÓTTIR, Hlíf 2, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, þriðjudaginn 30. júlí. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. Guðný Antonsdóttir, Vilhjálmur Antonsson, Elísabet Pálsdóttir, Erla Pálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæri bróðir, mágur og föðurbróðir, SIGURBJÖRN BENEDIKTSSON, Bjössi, Stigahlíð 54, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 4. ágúst. Útför fer fram frá Háteigskirkju miðviku- daginn 14. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélagið Ás. Bergur Benediktsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Helgi Benediktsson, Kristín Helgadóttir og bræðrabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.