Morgunblaðið - 08.08.2013, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
✝ Vigdís SteinaÓlafsdóttir
fæddist í Lækn-
ishúsinu (hinu
eldra) í Flatey á
Breiðafirði 25.
ágúst 1916. Hún
lést á dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 25. júlí
2013.
Vigdís var dóttir
hjónanna Ólínu Jó-
hönnu Pétursdóttur Hafliðason-
ar Eyjólfssonar „Eyjajarls“, f.
1887, d. 1979, og Ólafs Jóns
Ólafssonar, f. 1887, d. 1929. Vig-
dís var fjórða í röðinni af þrett-
án systkinum. Hin systkinin eru
Sigríður Ingunn, f. 1912, d.
2011, Ólöf Pálína Ólafsdóttir
Christiansen, f. 1914, d. 1965,
Guðrún Aðalheiður, f. 1915, d.
1944, Hansína, f. 1918, d. 1941,
Pétur Hafliði, f. 1920, d. 2009,
Anna Ingibjörg,f. 1921, d. 1996,
Jónas Guðmundur, f. 1921, Guð-
Engilberts Arilíusar (Lillý). Ari-
líus lést þegar Reykjaborgin var
skotin niður í mars 1941. Eig-
inmaður Ingibjargar er Ingólfur
Jónsson. Þau eignuðust fjögur
börn: Jón Arilíus, Örn Helga, d.
1979, Guðbjörgu Erlu og Hörð
Gunnar. Þá eiga þau fimm
barnabörn og eitt barna-
barnabarn.
Vigdís giftist seinni manni
sínum, Herði Þorsteinssyni, 22.
október 1942, og eignuðust þau
þrjú börn: 1) Arilíus Engilbert,
f. 1943, sem giftur er Jónu Harð-
ardóttur. Arilíus á þrjá syni frá
fyrra hjónabandi. Þeir eru
Hörður Vignir, Jón Rúnar og
Bergsveinn. Þá á Arilíus 10
barnabörn. 2) Kolbrún Ólöf, f.
1951, sem býr með Ólafi Sig-
urðssyni. Kolbrún á þrjú börn
frá fyrra hjónabandi. Þau eru:
Ásbjörn Ólafur, Heiða Björk og
Hörður. Þá á Kolbrún átta
barnabörn. 3) Hafsteinn, f. 1954,
sem er giftur Amalíu Árnadótt-
ur. Þeirra synir eru: Árni Ólaf-
ur, d. 1981, Hörður Birgir, Sæv-
ar Örn og Ólafur. Þá á Haf-
steinn þrjú barnabörn.
Vigdís verður jarðsungin frá
Langholtskirkju í dag, 8. ágúst
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
rún Karlsdóttir, f.
1922, d. 1959, Sig-
urrós (Rósa), f.
1924, Gísli, f. 1926,
d. 2002, Sveinberg
Skapti, f. 1927, og
Ólöf Jóna (Lóló), f.
1929.
Þegar Vigdís var
fjögurra ára gömul
fluttist fjölskyldan
til Stykkishólms og
síðan nokkrum ár-
um seinna til Reykjavíkur. Árið
1929, þegar móðir hennar gekk
með yngsta barnið, dó faðir
hennar af slysförum. Því voru
snemma gerðar miklar kröfur
til systkinanna að hjálpa til við
heimilishaldið og einkenndist líf
Vigdísar af vinnusemi og dugn-
aði.
Þann 31. október 1940 giftist
Vigdís fyrri eiginmanni sínum,
Arilíusi Engilbert Guðmunds-
syni og árið 1934 eignuðust þau
dótturina Ingibjörgu Sigríði
Hún var amma frænda okkar,
strákanna „úti í húsi“, sem við ól-
umst upp með, svo við kölluðum
hana alltaf ömmu Viggu. Það var
alltaf tilhlökkun um miðjan des-
ember ár hvert, þá kom amma
Vigga norður, hress og kát. Hún
kom alltaf með nammidós sem
gaman var að komast í og jóla-
pakka sem voru óborganlegir,
ekki endilega stórir, en sniðugir
og mikið hlátursefni. Í mörg ár
fengum við líka að fara með
Viggugenginu út í Flatey á
Breiðafirði. Þaðan eigum við
mörg albúm af myndum sem
teknar voru, sem alltaf er gaman
að skoða og rifja upp minningar
sem við eigum þaðan.
Amma Vigga talaði eins og
sjóari, ekki beint ömmulega, en
passaði henni vel. Þó var hún
alltaf flott og fín með lakkaðar
neglurnar, varalituð og setti upp
grænan hatt. Meira að segja þeg-
ar hún fór út á snúru, ekki al-
geng sjón í sveitinni það.
Amma Vigga var stórbrotinn
persónuleiki og vorum við
heppnir að hún var hluti af lífi
okkar og starfi og munum við
aldrei gleyma þeim minningum
sem við eigum um hana. Blessuð
sé minning ömmu Viggu.
Víðimelsbræður yngri,
Árni, Rúnar, Feykir og
Logi Sveinssynir.
Ég hef aldrei getað ímyndað
mér heiminn án ömmu Viggu,
Vigdísar Ólafsdóttur, sem nú
hefur kvatt okkur í hárri elli.
Hún var stór hluti af mínum
heimi, raunar algjört ofurmenni.
Ég hélt að hún yrði eilíf og get
ekki ímyndað mér heiminn án
hennar. Ellin tók ekkert frá
henni. Hún var alltaf jafn lífleg
og skemmtileg sama hvað hrjáði
hana. Það var alltaf jafn stutt í
grínið.
Ég gleymi ekki stundunum
þegar hún passaði mig. Við
horfðum oft á Derrick, átum
suðusúkkulaði og kóngabrjóst-
sykur. Hún var alltaf búin að
leysa gátuna strax í byrjun þátt-
anna en hafði yfirleitt rangt fyrir
sér. Við brutum saman lök og
fægðum silfrið hennar mömmu.
Þetta eru frábærar stundir í
minningunni. Hún var svo
skemmtileg og fyndin, sagði
manni til syndanna með hressi-
legu orðbragði. Um leið lagði hún
mér lífsreglurnar, kenndi mér að
koma fram við fólk af umburð-
arlyndi og góðmennsku. Hún
gerði margar tilraunir til að
kenna mér Faðirvorið en það
gekk frekar brösuglega.
Það var alltaf jafn gott að
koma til hennar í litlu huggulegu
íbúðina við Lindargötuna. Þar
var minn griðastaður. Maður
skildi áhyggjurnar eftir við dyrn-
ar og slappaði af. Það var spjall-
að um allt milli himins og jarðar.
Amma lét skoðanir sínar óspart í
ljós og sagði hlutina hreint út.
Margt af því var svo skemmtilegt
að það er enn haft eftir. Hún
sagði mér sögur úr barnæsku
sinni, af lífsbaráttu fyrri tíma,
sögur af systkinunum þrettán
sem fluttu frá Flatey til Reykja-
víkur.
Ég er ótrúlega þakklátur fyrir
allar góðu stundirnar sem við
áttum saman og að hafa átt jafn
frábæra ömmu og Vigga amma
var. Ég á alltaf eftir að sakna
þess að geta ekki komið til henn-
ar á Lindargötuna, fengið kaffi
og spjallað við hana um heima og
geima. Heimurinn er fátækari án
hennar, og þó að hún sé farin á
minningin um hana og sögurnar
af henni eftir að lifa. Ég er líka
þakklátur fyrir að hún fékk að
sjá nýfædda dóttur mína, lang-
ömmubarn sitt, og halda á henni
undir lokin. Dóttur minni mun ég
segja sögur af ömmu Viggu. Þær
eru margar og stórkostlegar,
enda einstök kona.
Takk fyrir allt elsku amma.
Hörður Ásbjörnsson.
„Jæja, þá er að fá sér bensín,“
var viðkvæðið hjá Viggu þegar
hún hafði verið á fullu um stund
og fékk sér sígarettu – þá var
hún tilbúin að halda áfram. Það
voru forréttindi að þekkja Viggu,
en við systurnar höfum þekkt
hana frá því við vorum litlar
stelpur. Hún var ein af fáum sem
reyktu inni á heimili okkar og því
vissum við um leið og reykinga-
lykt fannst í húsinu að Vigga
væri komin. Þessi litla, svip-
sterka, granna kona sem hafði
lifað tímana tvenna, fædd í
torfbæ og alin upp á gæðum
Breiðafjarðar, var dugnaðarfork-
ur, einkar skemmtileg, hrein og
bein – svo sannarlega með munn-
inn fyrir neðan nefið. Við misst-
um helst ekki af því að taka þátt í
samræðum þegar hún var annars
vegar.
Vigga hafði sterkar skoðanir
og var sannur jafnaðarmaður.
Hún var alltaf reiðubúin að létta
undir þegar mikið stóð til hjá
okkur. Það var ánægjulegt að
kíkja til hennar og fræðast um
fyrri tíð, lífsreynslu hennar og
ræða málefni líðandi stundar.
Þrátt fyrir aldursmun var hún
alltaf eins og unglingur, jafnan
hnyttin og skemmtileg í tilsvör-
um. Ógleymanlegt er þegar hún
þáði blómafrævlana sem sam-
kvæmt þáverandi tískustraum-
um áttu að auka lífsgæði, langlífi
og vera allra meina bót. Nokkru
seinna hringdi síminn og á lín-
unni var Vigga: „Ætlaðir þú að
drepa mig, skömmin þín,“ sagði
hún á sinn kankvísa hátt. Vigga,
sem sjaldan kenndi sér meins og
kvartaði aldrei yfir nokkrum
sköpuðum hlut, var orðin alveg
ómöguleg – svo hún leitaði lækn-
is. „Ertu að taka eitthvað inn,“
spurði læknirinn, „eða borða eitt-
hvað sem þú ert ekki vön að
borða?“ „Nei,“ sagði Vigga,
„ekkert!“ Allt í einu rifjuðust upp
fyrir henni bölvaðir blómafrævl-
arnir. Hún hafði þá svona rosa-
legt ofnæmi fyrir þeim. Við gæt-
um sagt ótal skemmtilegar sögur
af Viggu en við geymum þær
með okkur.
Fjölskylda Viggu var stór og
samhent og vinahópurinn ein-
staklega fjölbreyttur. Hún var
hrókur alls fagnaðar hvar sem
hún fór. Vigga var sterkur per-
sónuleiki, drakk sterkt kaffi,
reykti sterkar sígarettur og sló
hendinni ekki á móti sterkum
drykk á góðri stundu. Við þökk-
um Viggu ógleymanlega samferð
í lífinu og vottum fjölskyldu
hennar samúð á kveðjustundu.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir,
Guðrún Jóhannesdóttir.
Móðursystir mín, Vigdís
Steina Ólafsdóttir, var aldrei
kölluð annað en Vigga. Hún var
móðir Lillýjar (Ingibjargar Sig-
ríðar), Búbba (Arilíusar Engil-
berts), Kollu (Kolbrúnar Ólafar)
og Hafsteins. Samgangur fjöl-
skyldna okkar og samhjálp voru
mikil. Lillý passaði mig þegar ég
var lítill. Búbbi var stóri frænd-
inn og fyrirmyndin. Kolla og
Hafsteinn voru leikfélagar okkar
bræðranna og gistu stundum hjá
okkur. Vigga, eiginmaður henn-
ar, Hörður, og eitt eða fleiri af
börnunum komu oft í heimsókn
til okkar og við til þeirra.
Vigga og fjölskylda áttu sum-
arbústað í Mosfellsdal við Lax-
nes handan við þjóðveginn frá
Gljúfrasteini. Þangað voru þau
iðulega heimsótt á sumrin og
ferðast með rútunni. Var þá oft
mannmargt og glatt á hjalla,
enda Vigga og fjölskylda höfð-
ingjar heim að sækja. Við krakk-
arnir veiddum smásilunga í ánni
og busluðum í henni þess á milli.
Er leið á sumarið var gengið til
berja og bláberjaskyr í kvöld-
mat. Um haustið voru teknar
upp kartöflur.
Vigga var jafnan fyndin,
hnyttin í tilsvörum og iðulega
snögg upp á lagið. Af þessum
sökum lögðum við krakkarnir
ætíð við eyrun þegar hún var
annars vegar og þótti þó stund-
um nóg um. Frægt er þegar
Nóbelsskáldið, nágranni hennar,
spurði hana eitt sinn hversu
margar af bókum hans hún hefði
lesið. „Nú, eins margar og þú
hefur gefið mér“, kvað sam-
stundis í Viggu. Þótti skáldinu
fullsvarað og spurði ekki frekar.
Nú hefur Vigga kvatt okkur
97 ára að aldri. Ég kann henni
bestu þakkir fyrir alla lífsspekina
sem hún kenndi mér og ánægju-
stundirnar fjölmörgu í hennar
návist.
Ragnar Árnason.
Vigdís Ólafsdóttir frænka mín
er látin á 97. aldursári. Þó það sé
hár aldur var hún aldrei gömul,
þvert á móti þá var hún síung,
hress og skemmtileg þar til yfir
lauk.
Vigga heillaði alla sem kynnt-
ust henni bæði börn og fullorðna.
Ég var svo heppin að vera henni
samferða og eiga með henni
margar skemmtilegar og
ógleymanlegar stundir.
Seint gleymist það þegar hún
og mamma mín lögðu land undir
fót og heimsóttu mig þegar ég
bjó í Árósum í Danmörku. Þar
sló Vigga í gegn bæði meðal Ís-
lendinga sem þarna voru og með-
al innfæddra þó hún væri ekki
sleip í dönskunni. En tungumála-
örðugleikar voru ekki hindrun
fyrir Viggu. Þær stöllur tóku
þátt í að halda upp á þrítugs-
afmæli mitt og þá var mikið stuð.
Vigga var með svartan barða-
stóran hatt og dansaði tangó við
frægan óperusöngvara sem heill-
aðist af Viggu eins og allir aðrir
Vigga vann sem húshjálp á
ýmsum heimilum í Reykjavík.
Hún kom m.a. heim til fjölskyldu
minnar. Mætti þá með svuntu og
inniskó í poka og fægði og púss-
aði. Hún flautaði gjarnan við
vinnu sína en hún komst ekki í
stuð fyrr en hún var búin að
kveikja sér í sígarettu og fá kaffi-
bolla. Þá var óborganlegt að
hlusta á hana segja sögur og
glettast við heimilisfólkið.
Hún tók líka slátur með okkur
og leiðbeindi okkur um slátur-
gerð. Þegar Vigga hætti að taka
slátur féll sláturgerð niður á
heimilinu. Það fannst Viggu
heldur betur slappt og skammaði
okkur fyrir aumingjaganginn.
En það var bara ekkert gaman
eftir að hún hætti að taka þátt.
Þegar Vigga varð áttræð hélt
hún stórkostlega veislu í Flatey á
Breiðafirði og bauð yfir 100
manns. Hún leigði bústaði í eyj-
unni svo allir gestir höfðu sitt at-
hvarf og svo var veislan haldin í
samkomuhúsinu. Þarna skemmt-
um við okkur fram undir morgun
með afmælisbarnið í broddi fylk-
ingar. Þetta er stórkostlegasta
afmælisveisla sem ég hef tekið
þátt í.
Vigga var ekki rík af verald-
legum auð. Hún átti góðan mann
sem hún missti þegar hann var á
besta aldri og hún á fjögur glæsi-
leg og dugleg börn sem hún var
mjög stolt af. Þau hafa stutt hana
eftir að elli kerling fór að taka af
henni völdin. Stuðningur þeirra
gerði henni kleift að búa út af
fyrir sig, það var henni mikils
virði.
Síðustu dagana sem hún lifði
dvaldi hún á elliheimilinu Grund.
Þar heimsótti ég hana tveimur
dögum áður en hún dó. Hún var
þakklát og sátt. Þannig kvaddi
þessi stórbrotna kona mig. Hún
skilur eftir sig stórt tómarúm og
verður ógleymanleg öllum sem
kynntust henni.
Far þú í friði elsku Vigga.
Ingibjörg Pétursdóttir.
Vigga var amma allra barna
sem kynntust henni. Hún var
Vigga í Viggukofa, meinlætaleg-
um en notalegum sumarbústað
úti í holti, rétt hjá æskuheimili
mínu í Mosfellsdalnum.
Okkur systkinunum fannst
Vigga ein sú skemmtilegasta
kona sem við höfðum komist í
kynni við. Okkur fannst það enn
þegar við urðum fullorðin. Hún
Vigga var nefnilega með ein-
dæmum skemmtileg. Orðheppin,
eldfljót að hugsa og með ráð und-
ir rifi hverju; þvengmjó og kvik
með grallaraglampa í skörpum
augum. Þannig skikkaði hún
skapvont barn til að hlaupa þrjá
hringi í kringum húsið og þamba
svo glas af ísköldu vatni svo
rynni af því fýlan. Og viti menn!
Ráðið snarvirkaði. Barnið valt
skellihlæjandi inn í eldhús og þá
hló nú Vigga manna hæst, sló sér
á lær og tendraði filterslausa úlf-
aldasígarettu sem hún vingsaði
upp úr rauðu sígarettuveski með
gylltri smellu. Gott ef hún teygði
sig ekki í gamla dollu undan
Makintosskaramellum og bauð
barninu að velja sér gotterí:
suðusúkkulaðimola, brjóstsykur
eða súkkulaðihúðaða rúsínu.
Hún átti alltaf gotterí í doll-
unni og þannig fékk hún börnin
til að háma í sig gulan saltfisk
með hömsum og ljósgrænan rab-
babaragraut, þau borðuðu allt
sem Vigga lagði á borð í von um
sætan mola á tunguna eftir mat-
inn – og kannski líka kennslu-
tíma í kapal eða einhverju öðru
exótísku spilastokksspili.
Hún fékk þessi sömu börn til
að laga til í herberginu sínu,
nokkuð sem enginn annar gat,
það var nefnilega svo gaman að
taka til með Viggu og sortéra allt
draslið í kassa þangað til það
varð aftur jafn spennandi og í af-
mælis- eða jólapakkanum forð-
um. Hún Vigga gerði alltaf allt
fínt í helgarvisitunum, svo fínt að
einu sinni drap Ajax-skýið finkur
barnanna í fuglabúrinu sínu. Þá
átti hún Vigga aldeilis ekki til
eitt aukatekið orð!
Hún var lífskrafturinn upp-
málaður og fram eftir öllum aldri
dinglaði hún grönnum fæti í
hnjásokkum og rauðum háhæl-
uðum skóm, klædd í sitt fínasta
púss meðan það var horft á spa-
gettívestra eða Júróvisjón.
Reykjandi og kjaftandi, hæst-
ánægð þegar mamma setti rúllur
í hárið á henni. Svo skemmtileg
að þegar foreldrar barnanna
voru búin að dressa sig upp til að
nýta Vigguvistið 101% þá
gleymdu þau þorrablótinu eða
merkisafmælinu og sátu bara
heima, kjaftandi við hana Viggu í
skínandi hreinu húsi sem angaði
af Ajaxi, hamsatólg og römmu
tóbaki.
Auður Jónsdóttir.
Vigdísi S. Ólafsdóttur þekkti
ég alla mína tíð.
Barn lék ég mér við krakkana
hennar, ung kona leitaði ég til
hennar, börnin mín fæddust og
Vigga varð mér styrkur, gleði og
ómissandi vinkona.
Aldursmunur skipti ekki
nokkru máli, að öðru leyti en því
að lífsreynsla hennar gerði smá-
munasemi reynslutæprar ungrar
móður óttalega „banala“. Ég
sogaði í mig styrk hennar og bý
að honum þangað til þar að kem-
Vigdís Steina
Ólafsdóttir
✝
Útför
ÁSDÍSAR HARALDSDÓTTUR
fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 9. ágúst kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
gjörgæsludeild LSH, bankaupplýsingar:
111-26-1990, kt. 470307-0990.
Þorvaldur Ragnarsson,
Ásthildur Þorvaldsdóttir,
H. Jóna Þorvaldsdóttir, Jón Diðrik Jónsson,
Anna María Þorvaldsdóttir, Jónas Halldórsson,
Á. Inga Haraldsdóttir, Hafsteinn Reykjalín,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
INGU ÓLAFÍU HARALDSDÓTTUR,
Brekkuskógum 6,
Álftanesi.
Jón Gunnar Gunnlaugsson,
Halla Jónsdóttir, Snorri Jósefsson,
Áslaug Guðný Jónsdóttir, Jón Gíslason,
Haraldur Gunnar Jónsson, Linda Hrönn Guðnadóttir
og barnabörn.
✝
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts elsku mömmu, tengdamömmu
og ömmu,
ELÍNAR ODDNÝJAR KJARTANSDÓTTUR,
Básbryggju 1,
sem lést föstudaginn 26. júlí.
Útför Elínar hefur farið fram, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á söfnunarátakið Hollvinir Grensásdeildar.
Valdís Jóhannsdóttir, Gauti Alexandersson,
Bjarki Jóhannsson, Hafdís Haraldsdóttir
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts
og útfarar ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
STEFÁNS JÓNSSONAR.
Esther Garðarsdóttir,
Rúna Gerður Stefánsdóttir, Helgi Ó. Víkingsson,
Pétur Hafsteinn Stefánsson, Áslaug Sigurðardóttir,
Íris Alda Stefánsdóttir, Heimir V. Pálmason,
afabörn og langafabörn.