Morgunblaðið - 08.08.2013, Qupperneq 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður fagnar 57 ára af-mæli sínu í dag. Hún segist ekki vön að gera mikið úr af-mælisdögum nema þá ef aðrir koma henni skemmtilega á
óvart. „Fimmtugsafmælinu eyddi ég í París með vinum og fjöl-
skyldu og það var afskaplega vel við hæfi enda er París mín uppá-
haldsborg og þar hef ég ávallt kunnað vel við mig,“ segir Hildur
Helga. Spurð að því hvort hún eigi von á einhverjum gjöfum í tilefni
dagsins segir hún það þurfa að fara eftir ímyndunarafli þeirra sem
næst henni standa þar sem henni detti aldrei neitt í hug þegar hún
er spurð hvað hana langi í afmælisgjöf. „Sú afmælisgjöf sem ég held
mest upp á er stór hvítur bangsi sem Sigurður faðir minn gaf mér
einhvern tímann þegar hann kom heim af Norðurlandaráðsfundi í
Svíþjóð og heitir Áttundi ágúst,“ segir Hildur Helga en hún segist
ennþá eiga bangsann.
„Ég man þegar ég var ungur blaðamaður á Mogganum, þá var
eitthvert fólk í kringum mig á ritstjórninni að verða fertugt og ég
skildi ekki af hverju blessað fólkið var að mæta aftur í vinnuna, mér
fannst þetta vera svo óskaplega hár aldur,“ segir Hildur Helga sem
bendir á að aldur sé afstæður. Spurð út í blaðamannaferil sinn segir
Hildur Helga að sér hafi þótt mikil breyting að fara af blaði yfir í út-
varp og síðan úr útvarpi yfir í sjónvarp og upphaflega hafi sér fund-
ist líkt og hún væri einungis að orðskreyta myndir. „Svo lærðist mér
það með tímanum að þeim mun meira sem maður getur stytt mál sitt
þeim mun betra,“ segir Hildur Helga. skulih@mbl.is
Hildur Helga Sigurðardóttir er 57 ára í dag
Morgunblaðið/Eggert
Forsetaframbjóðandi Hildur Helga Sigurðardóttir ásamt Þóru Arn-
órsdóttur á góðri stundu á Marina hótelinu við Reykjavíkurhöfn.
Bangsinn Áttundi
ágúst í uppáhaldi
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjavík Gabríel Þór
fæddist 5. október kl.
18.48. Hann vó 3.270 g
og var 51 cm langur. For-
eldrar hans eru Anný
Rós Ævarsdóttir og
Gísli Ragnar Lúth-
ersson.
Nýr borgari
Þórhildur Helga Pálsdóttir hélt tom-
bólu fyrir utan Nóatún í Austurveri.
Hún safnaði 2.021 kr. til styrktar
Rauða krossinum.
Hlutavelta
Íris Þöll Hróbjartsdóttir hélt tombólu
fyrir utan 10-11 í Laugardalnum. Hún
safnaði 10.122 kr. til styrktar Rauða
krossinum.
E
lín fæddist á prest-
setrinu Miklabæ í
Blönduhlíð í Skaga-
firði en flutti fimm
ára með foreldrum
að Sunnuhvoli í sömu sveit. Hún
var í barnaskóla í Sólheimagerði,
stundaði nám við Héraðsskólann á
Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu,
lauk hússtjórnarprófi frá Hús-
mæðraskólanum á Laugarvatni og
hússtjórnarkennaraprófi frá Hús-
stjórnarkennaraskóla Íslands í
Reykjavík 1947. Þá stundaði hún
framhaldsnám í hússtjórnar- og
hótelfræðum í Suhr husholdnings-
skole í Kaupmannahöfn og sótti
fjölda námskeið í hússtjórn.
Elín var hússtjórnarkennari við
Húsmæðraskólann á Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu og stýrði
Sumarhótelinu á Laugum ásamt
eiginmanni sínum, Óskari Ágústs-
syni, í hartnær 20 ár. Þau ráku
einnig Verslun Óskars Ágústs-
sonar á veturna og Elín starfaði
hjá Pósti og síma á Laugum. Auk
verslunarstarfa og íþróttakennslu
var Óskar póstmeistari á staðnum.
Í félagsstörfum og
ferðalögum
Elín þurfti ósjaldan að reiða
fram kaffi og veislukost vegna fé-
lags- og fundarstarfa Óskars, en
hann var mikill félagsmálamaður,
m.a. formaður Héraðssambands
Suður-Þingeyinga í rúm 20 ár.
Elín og Óskar ferðuðust víða,
m.a. um öll Norðurlöndin, óku um
Evrópu, ferðuðust um Bandaríkin,
til Afríku, Grænlands, Spánar og
Kanaríeyja. Elín starfaði með
Kvenfélagi Reykdæla og Sam-
bandi þingeyskra kvenna og tók
þátt í mörgum uppfærslum leik-
verka með leikdeild Ungmenna-
félagsins Eflingar. Hún starfaði
með Skógræktarfélagi Reykdæla,
Elín Friðriksdóttir, fyrrv. hússtjórnarkennari að Laugum – 90 ára
Kátur systkinahópur Börn Elínar og Óskars, talin frá vinstri: Knútur; Hermann, Una María og Ágúst.
Kenndi hússtjórn og
hélt hótel á Laugum
Á góðri stund Elín og Óskar. Myndin var tekin á sjötugsafmæli hans, 1990.
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
1.695
frá 2.995
Sonax vörur
í úrvali
1.799799
2.995
995
399 10 stk
1.895
Barnaskóflur 795 stk
1.795
250
9.995
Tilboð
14.995
4.995
frá 1.695
Skóflur og garðáhöld
í miklu úrvali
málning, penslar
og íblöndunarefni
ótal stærðir
9.895
Trönur
á gólf
Allt til listmálunar Blindrammar
Mikið úrval listavara