Morgunblaðið - 08.08.2013, Side 32

Morgunblaðið - 08.08.2013, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013 Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit • Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu • Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí - sulforaphane ... náttúrulega yngri ! Verndaðu frumurnar þínar ! Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu túrmeric og selenium Fást í heilsubúðum og apótekum brokkoli.is Tvær á d ag! Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Kíktu á stöðuna í fjármálunum og taktu með í reikninginn að upphæðin á korta- reikningnum er farið fé. Settu þér mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist. 20. apríl - 20. maí  Naut Engum stendur ógn af metnaði þínum heldur verður þú þvert á móti hvattur til að láta í þér heyra. Láttu einkamálin hafa for- gang. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur aðeins sjálfum þér um kennt ef verkefnin eru að vaxa þér yfir höfuð. Hlustaðu vandlega á það sem sagt er og reyndu að draga lærdóm af því. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þegar þú gerir þitt besta þá er það ekki bara nóg, heldur miklu betra en það sem allir aðrir gera. Margir hringja í þig og margt sem beðið er um hljómar undarlega. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Íhugaðu hvort þú átt það til að missa trúna á sambönd rétt áður en að þau færast upp á næsta stig. Haltu svo áfram þegar nið- urstaðan liggur fyrir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert tilfinningalega hrærður og því ekki fær um að taka skynsamlegar ákvarð- anir. Við þurfum öll að ganga frá skriffinnsku svona endrum og sinnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að láta aðra um sem flest atriði og einbeittu þér að þeim, sem mestu máli skipta. Ekki humma það fram af þér. Ein- hverjir gerbreyta lífi sínu hugsanlega í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þig langar mest til þess að lyfta þér upp í dag. Taktu sérstakt tillit til þeirra, sem fullorðnir eru, þótt þeir geti ekki alltaf launað fyrir sig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Af einhverjum ástæðum ertu staðráðin/n í að fá þínu framgengt í vinnunni og á heimilinu í dag. Farðu í gegn um geymsl- una og hentu öllu því sem umfram er. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er góður tími til að skipu- leggja ferðalag eða framtíðina í dag. Reyndu að koma skipulagi á hlutina áður en lengra líður á árið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er mikil kúnst að stjórna öðru fólki. Taktu eitt fyrir í einu og lofaðu svo ekki upp í ermina á þér í framtíðinni. Bíddu í nokkra daga með að segja skoðun þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver reynir að setja þér stólinn fyr- ir dyrnar og þú þarft að komast að því hvað fyrir honum vakir. Sambönd við maka og aðra koma þér að gagni núna. Páll Imsland bregður á leik í limru: Það er í veröldu welskast, sem viðkvæmur mælti sir Felsgast við ágæta frú sína: „Þú ert algjör rúsína.“ Og svo héldu þau áfram að elsgast. Eitthvað hefur aldurinn plagað Ár- mann Þorgrímsson þegar hann kast- aði fram: Saga um elli-unaðinn ekki reyndist trúverðug. Meiri lygalaupurinn sem lét sér detta þetta í hug. Ágúst Marinósson sendi Ármanni óðar kveðju: Þó ellin sé þér ærið streð á endaspretti sínum aðra gleður óspart með yrkingunum þínum. Jón Gissurarson skrifaði í gestabók hjá einum sveitunga sínum, en hún átti fimmtudagsafmæli á dögunum: Æskuskeiðið aðeins dvín ei þótt lífið saki. Fimmtíu árin fögur þín felast nú að baki. Brynjólfur Einarsson orti einnig vísu í fimmtudagsafmæli konu. Hún hafði verið hrafnsvört á hár en var komin með hvítan hring á jaðri kolls- ins. Að öðru leyti var hárið ennþá svart og glansandi fagurt: Fjallið hrím um brúnir ber, barið gjósti veðra meðan hlíðin ennþá er öll í blóma neðra. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um „ónefndan lækni“: Ef þú finnur fólk í sleik (frumstæðum að sinna þörfum) má það kalla læknisleik ef læknirinn er hættur störfum? Og hann bætir við vegna fregna úr ranni náttúrufræðinga að kúlu- skítur sé að deyja út í Mývatni, en rannsóknir á þeim ósköpum standa yfir: Steðjar að vá um vatnaslóð, vísindin málið skoða. Nú væri Detox-drullan góð og drjúgt mætti í kúlur hnoða. Það væri til lítils að skrifa Vísna- horn ef ekki væri fyrir alla góðkunn- ingjana sem gauka að umsjón- armönnum þáttarins vísum. Einn þeirra kallar sig Johann Frauenlob. Hann kom á góðan samkomustað og varð að orði: Hér má finna fljóðin mörg (fyrir sum ég klifi björg!), en í lögun alla vega, flest þó mögur mátulega! Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af aldri, yrkingum og ónefndum lækni Í klípu „ÉG MYNDI SEGJA AÐ ÞÚ ÆTTIR 6 MÁNUÐI. ÞRJÁ EF ÞÚ FLÝTIR ÞÉR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GET ÉG FENGIÐ HATTINN ÞINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem vegur meira en annað. HVERNIG MYNDI ÉG LÝSA JÓNI? DAGDREYMINN … GÓÐUR … BLÍÐUR … … ELSKAR TYGGJÓ. EINN DAGINN MUN ÞETTA ALLT VERÐA ÞITT, SONUR SÆLL! EF ÉG ÞARF EKKI AÐ SELJA ÞETTA TIL AÐ BORGA FYRIR SKÓLANN … Víkverji var dreginn upp úr sóf-anum kvöld eitt fyrir skemmstu, drifinn út í bíl og sagt að mikið lægi við. Áfangastaðurinn var Grótta og ætlunin að sjá sólina setjast. Tíma- setningin á ferðalaginu var full- komin. Þegar komið var að hring- torginu þar sem Hringbraut sleppir var sólin rétt yfir sjóndeild- arhringnum með Snæfellsjökul sér við hlið og sló gullnum roða á mar- íutjásurnar, sem skreyttu himininn. x x x Sólarlagið trekkir greinilega.Meðfram strandlengjunni var fjöldi manns, ýmist á hjólum, úti að skokka eða með hundinn. Margir voru með myndavélar á lofti. Úti við Gróttu var orðið fátt um bílastæði. Þar stillti fólk sér upp fyrir mynda- vélar á meðan eldhnötturinn seig niður fyrir sjóndeildarhringinn. „Maður þekkir engan hérna,“ sagði ung stúlka, sem var með vinkonu sinni. „Ég heiti Jón,“ sagði þá mað- ur, sem stóð með myndavél. Í sand- inum höfðu þrír menn komið sér fyr- ir með fjórar myndavélar á þrífótum og reyndu að frysta augnablikið. x x x Sýningin stóð þó ekki lengi. Eftirað sólin snertir sjóndeild- arhringinn er hún fljót að hverfa nið- ur fyrir hann. Það ætti ekki að koma á óvart að það gerist hratt því að yf- irborð jarðar er á 1.675 km hraða á klukkustund eða 465 metra hraða á sekúndu. Það er langt yfir leyfileg- um hámarkshraða og er Víkverji því fegin að fundist hafa ýmis nátt- úrulögmál, sem gera að verkum að hann finnur ekki fyrir hraðanum. Hann hefði ógjarnan viljað þurfa að halda sér í allt sitt líf til að tolla á sama stað. x x x Hann fór líka að velta því fyrir sérhvernig á því stæði að þótt hátt í hálft árþúsund væri liðið frá því að maðurinn áttaði sig á því að jörðin snerist um öxul sinn og væri á braut umhverfis sólina bæru málvenjur enn vitni trúnni á jarðarmiðjukenn- inguna. Við tölum enn um sólarupp- rás og segjum að sólin hnígi til viðar. Slíkur er máttur vanans. víkverji@mbl.is Víkverji Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau. (Efesusbréfið 2:10)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.