Morgunblaðið - 08.08.2013, Síða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
Í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík
verður opnuð sýningin Hinsegin
fólk í máli og mynd í Þjóðminjasafni
Íslands í dag klukkan 16.
Á sýningunni tjá þrettán ein-
staklingar skoðanir sínar og tilfinn-
ingar. Þeir eru á ýmsum aldri og úr
ýmsum áttum og hafa komið við
sögu hinsegin fólks á Íslandi með
einum eða öðrum hætti í gegnum
tíðina. Þessir þrettán aðilar bera
tíðarandanum skýr merki. Það fólk
sem lagði baráttunni lið þegar hún
var hörðust tók einkum til máls á
níunda og tíunda áratug liðinnar
aldar og frá þeim tíma eru flestar
tilvitnanirnar sem lesa má á sýning-
unni.
Sýningin er unnin í samvinnu
Þjóðminjasafns Íslands, Samtak-
anná78 og Hinsegin daga í Reykja-
vík. Í tengslum við sýninguna stend-
ur Þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins
fyrir rannsókn í þeim tilgangi að
safna upplýsingum um samkyn-
hneigð á Íslandi. Spurningaskrár
hafa verið sendar út en eru einnig
aðgengilegar á heimasíðu Þjóð-
minjasafnsins.
Hinsegin dagar hófust í gær og
stendur hátíðin fram á sunnudag.
Þetta er í fimmtánda sinn sem há-
tíðin er haldin en hún hefur vaxið og
dafnað með hverju árinu líkt og
sjálfsögð mannréttindi samkyn-
hneigðra hafa gert í hinum vest-
ræna heimi á undanförnum árum og
áratugum.
Íslendingar hafa tekið hátíðinni
vel sem hefur mikla þýðingu fyrir
samkynhneigða, tvíkynhneigða og
transfólk á Íslandi.
Margt verður um að vera á hátíð-
inni í ár, m.a. ljósmyndasýning í
Norræna húsinu sem nefnist Hin-
segin Grænland og þá fer Gleði-
gangan sjálf fram á laugardaginn.
vilhjalmur@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Baráttudagar Hinsegin dagar í Reykjavík gengu í garð í gær, boðið verður
upp á fjölbreytta viðburði, en hátíðin stendur fram á sunnudag.
Tilvitnun í baráttu
samkynhneigðra
Fjöldi viðburða á Hinsegin dögum
Ljóðskáldið og
útgefandinn Sus-
ana Gardner frá
Zürich í Sviss er
í stuttu stoppi á
Íslandi og ætlar
að nýta það vel
og m.a. ræða um
óhefðbundnar
útgáfur, al-
þjóðlegu ljóða-
senuna og út-
gáfufyrirtækið sitt DUSIE.
Spjallið við Susana Gardner fer
fram á farfuglaheimilinu Loft í
Bankastræti 7, á fjórðu hæð húss-
ins.
Hún mun einnig lesa upp úr
ljóðum sínum en hún er höfundur
ljóðabókanna Herso, Lapsed Insel
Weary og Caddish. Ljóð eftir hana
hafa birst bæði í vefútgáfum og
prentmiðlum, svo sem Jacket,
How2, Puerto Del Sol, og Cam-
bridge Literary Review. Verk
hennar hafa einnig verið gefin út í
safnritum.
Dagskráin er skipulögð af
Reykjavík Bókmenntaborg
UNESCO. Allir eru velkomnir.
Ljóðskáldið segir frá
óhefðbundinni útgáfu
Susana Gardner
ljóðskáld
Tónlistarmaðurinn UmmiGuðmundsson er Íslend-ingum þekktur sem annarhelmingur Sólstrandagæj-
anna ásamt Jónasi Sigurðssyni. Jón-
as hefur þegar gert gott mót, þá sér-
staklega með nýjustu plötu sinni Þar
sem himin ber við haf, sem kom út í
fyrra. Það vakti því nokkra eft-
irvæntingu að sjá að hann tók þátt í
gerð og vinnslu nýjustu plötu
Umma, Stundum er minna meira.
Öll umgjörð og vinnsla plötunnar er
til fyrirmyndar; platan er hvort-
tveggja gefin út á vínil og á geisla-
disk. Umgjörðin er því miður sterk-
asta hlið plötunnar. Undirleikurinn
er á köflum mjög skemmtilegur, og
minnir stundum á þjóðlagastíl Bob
Dylans eða rólegri lög síðustu plötu
Tom Waits. Þrátt fyrir allt þetta
verður því miður
ekki hjá því kom-
ist að benda á hið
augljósa: platan
er bara ekki nógu
skemmtileg.
Textarnir eru
alltof oft sífelld
endurtekning á sömu línunni, sem
vinnur stórkostlega gegn lögunum,
sérstaklega í titillagi plötunnar,
Stundum er minna meira, þar sem
línan „stundum er minna meira“ er
síendurtekin og brýtur með hverri
endurtekningu gegn boðskap lags-
ins.
Það á raunar við um flest ef ekki
öll lögin á plötunni. Textarnir virð-
ast oft stefnulausir og settir inn í
laglínuna til að vera eitthvert yfirlag
yfir tónlistina, sem er talsvert
skemmtilegri en textarnir. Rímorð-
um er að sama skapi troðið inn í lín-
urnar í anda Veðurguðanna með
misjöfnum árangri. Þetta minnir
undirritaðan um margt á þarsíðustu
plötu Sólstrandabróður Umma, Allt
er eitt hvað. Meginuppistaðan í
þeirri plötu var sífelld endurtekning
á grípandi línum, sem að vísu voru
keyrðar áfram af meiri krafti en á
þessari plötu, sem er eins og áður
segir í skemmtilegum þjóðlagastíl,
með stöku banjói og munnhörpu inni
á milli. Ef Ummi fetar í fótspor sam-
starfsfélaga síns Jónasar og setur
sál í textana, í stað þess að end-
urtaka í sífellu að árstíðaskipti hafi
orðið, þá gæti það vel orðið hin besta
skemmtun. Röddin hans minnir líka
örlítið á Rod Stewart, en hann virð-
ist forðast að taka áhættur með
henni, en uppsker í besta falli í með-
allagi eftir því. Platan líður því hjá
án þess að ná neinu flugi. Það er
helst í laginu „Skiptir ekki máli“ þar
sem Ummi sýnir hvað býr í röddinni
hans. Því miður þá gerir hann of lítið
af því, fyrir utan að röddin týnist í
undarlega samansettum textum.
Kannski þurfum þarf bara að gera
eins og hann margbiður okkur um í
fyrsta laginu: að bíða eftir honum og
sjá hvað hann gerir næst.
Stundum er minna vissulega meira
Ummi Platan nær ekki háu flugi en undirleikurinn er á köflum skemmtilegur.
Ummi – Stundum er minna meira
bbnnn
Breiðskífa tónlistarmannsins Umma.
Lög og textar eftir Umma. Um upp-
tökustjórn sáu Ummi og Hafþór Karls-
son Tempó.
GUNNAR DOFRI
ÓLAFSSON
TÓNLIST
GAMLI ÍSINN
- ÞESSI ÍSKALDI
Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23
Danski farandleikhópurinn Teater Patras-
ket frá Kaupmannahöfn mun dvelja í Ed-
inborgarhúsinu á Ísafirði 12.-16. ágúst en
hann sérhæfir sig í sýningum fyrir börn og
ungt fólk. Hópurinn vinnur um þessar
mundir að nýrri sýningu sem frumsýnd
verður í Kaupmannahöfn í febrúar á næsta
ári og hefst undirbúningsvinnan á Ísafirði.
Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir hópnum en
sýningin sem unnið er að ber vinnuheitið
Leyndarmálakassinn og felst hluti und-
irbúningsvinnunnar í því að leita eftir sög-
um frá ungmennum á Ísafirði, sögum sem
tengjast leyndarmálum, leynistöðum, leyni-
félögum og öllu mögulegu leynilegu, eins
og segir í tilkynningu. 11-14 ára Ísfirð-
ingar sem hafa áhuga á því að hjálpa leik-
hópnum geta gert það með því að taka þátt
í vinnusmiðju sem haldin verður þriðjudag-
inn 13. ágúst.
Til að skrá sig í hana þurfa þeir að
senda Vigdísi tölvupóst fyrir laugardaginn
næsta, 10. ágúst, á netfangið:
vigdisjak@gmail.com.
Farandleikhópur Kynningarmynd af danska leikhópnum Teater
Patrasket sem dvelur nú á Ísafirði og vinnur að nýrri sýningu.
Danskur leik-
hópur leitar til
ungmenna