Morgunblaðið - 08.08.2013, Page 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
6.900
7.300
5.990
5.990
5.990
Í fremstu röð
í 20 ár...
Humarhúsið
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
Skipuleggjendur Iceland Airwaves
tilkynntu í gær um 50 listamenn og
hljómsveitir sem koma fram á há-
tíðinni í ár, til viðbótar við þá sem
þegar hafa verið kynntir til sög-
unnar. Þeir sem bætast í hóp flytj-
enda eru (þjóðerni erlendra í sviga)
Sóley, Savages (Bretland), Jon
Hopkins (Bretland), John Grant
(Bandaríkin), Mykki Blanco
(Bandaríkin), Mac DeMarco (Kan-
ada), Lay Low, Villagers (Írland),
PAPA (Bandaríkin), Empress Of
(Bandaríkin), Lescop (Frakkland),
Agent Fresco, Young Fathers
(Skotland), For a Minor Reflection,
Slow Magic (Bandaríkin), kimono,
We Are Wolves (Kanada), Ghost-
igital, Dikta, San Fermin (Banda-
ríkin), Berndsen, Baby in Vain
(Danmörk), Sean Nicholas Savage
(Kanada), Cousins (Kanada), Úlfur
Úlfur, Aaron and the Sea (Banda-
ríkin), Biggi Hilmars, Kithkin
(Bandaríkin), Eldar, Epic Rain, The
Balconies (Kanada), Futuregrap-
her, Nordic Affect, Ylja, Wistaria,
Tonik, Sindri Eldon and the Ways,
Good Moon Deer, Rökkurró, Kött
Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak,
Sometime, Saktmóðigur, Hudson
Wayne, Boogie Trouble, Tanya &
Marlon, M-Band, Original Melody
og Nolem. Frekari upplýsingar um
hátíðina og tónlistarmennina má
finna á icelandairwaves.is.
Danir Baby in Vain er ein fjölmargra hljómsveita sem koma fram á Iceland
Airwaves í ár. Hátíðin hefst 30. október og lýkur 3. nóvember.
50 listamenn kynntir
til viðbótar á Airwaves
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Myndlistarkonan Berglind Jóna
Hlynsdóttir og tónlistarmaðurinn
Guðmundur Steinn Gunnarsson
sýna saman verk sitt í Hljómskál-
anum og verður sýningin opnuð með
verki þeirra í kvöld klukkan sex. „Í
raun er það hljómskálinn sjálfur sem
flytur verkið. Hljómskálinn fær orð-
ið, hann fer að tjá sig um sögu sína,
borgina, nútímann og framtíð sína.
Á sama tíma hleypur hann um hljóð-
sögu sína eins og sjálfspilandi píanó,
blandar henni saman og sýður í ný
verk þannig að úr verður einskonar
kakófónía sjálfsins eða sjálfsampl-
andi sjálfsköðun skálans,“ segir
Berglind. Verk Berglindar og Guð-
munds er hljóðinnsetning og mynd-
verk í almenningsrými sem nýtir
Hljómskálann sjálfan
Byggingar í almenningsrýmum
Aðferðafræði verksins byggist á
rannsóknum Berglindar Jónu
Hlynsdóttur á almenningsrýmum en
hún hefur unnið að því að búa til
einskonar sjóntæki úr minn-
isvörðum, húsum og öðrum strúkt-
úrum sem liggja við almennings-
rými. „Verkið er byggt á rannsókn á
sögu hússins, þeirri starfsemi sem
þar hefur þrifist, hljóðverkasögu
þess, blaðaumsögnum og þeirri þjóð-
félagsumræðu sem skálinn hefur
verið aðalpersóna í frá byggingu
sinni til dagsins í dag. En einnig á
viðtölum við núlifandi aðstandendur
hússins og samtölum við borgarbúa
um skálann. En þrátt fyrir að verk-
inu sé gefinn grunnur í sögunni er
þetta sögulegur skáldskapur sem
tekur flugið inní kímni og tónheim
sögupersónunnar,“ segir Berglind
en byggingar í almenningsrýmum
hafa lengi heillað hana. „Form skál-
ans er mjög skemmtilegt og hlut-
verk hans er mörgum hulið þó við
vitum mörg að þar æfir Lúðrasveit
Reykjavíkur. Staðsetningin í al-
menningsrými er líka mjög
skemmtileg en þá ganga ein-
staklingar að listinni án þess að vera
að sækja það sérstaklega t.d. í lista-
söfn eða listasýningar á öðrum stöð-
um.“
Renna saman listaformum
„Verkið er jafn mikið tónlist-
arverk og það er myndlistarverk
enda rennum við saman aðferðinni
við tónsmíði og tilraunamennsku
Guðmundar við myndlistina mína og
saman sköpum við nýja aðferðafræði
í gegnum ferlið á verkinu.“
Meðan á sýningartíma stendur
mun Guðmundur Steinn frumflytja
nýtt verk ásamt hljómsveit sinni
Fersteinn sem í eru þau Lárus
Grímsson, stjórnandi Lúðrasveitar
Reykjavíkur, Bára Sigurjónsdóttir
sem hefur spilað í Lúðrasveitinni til
margra ára og Pál Ivan Pálsson, tón-
skáld og myndlistarmaður. „Tón-
verkið fléttast að hluta til inn í frá-
sögnina af Hljómskálanum en hefur
sitt eigið líf, vex út úr byggingunni
og 8 hliðum þess. Verkið skiptist í
raun í 64 tilbrigði sem verða leikin
átta í senn á alls átta tónleikum.
Umhverfi, saga og staðsetning
Hljómskálans leikur hér mikið hlut-
verk,“ segir Guðmundur og bendir á
að það sé fyrst og fremst Hljómskál-
inn sem hafi orðið. Verkið er flutt af
Hljómskálanum í Hljómskálagarð-
inum við Tjörnina á horni Skot-
húsvegar og Sóleyjargötu í kvöld og
fram til 25. ágúst.
Listamenn gefa
Hljómskálanum orðið
Listasýning um Hljómskálann opnuð í skálanum í kvöld
Morgunblaðið/Arnaldur
List Listamennirnir Berglind Jóna Hlynsdóttir og Guðmundur Stein Gunn-
arsson opna sýningu í Hljómskálanum þar sem skálinn sjálfur fær orðið.