Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Dýrindisréttir eru reiddir fram í Lónkoti í Skagafirði þar sem Pálína Jónsdóttir ræður ríkjum »32 B jörgvin Mýrdal hefur starfað sem mat- reiðslumaður frá því hann útskrifaðist sem slíkur vorið 1999. Hann hóf feril sinn í Perlunni en starfar í dag sem yfirkokkur á CAVA. Staðurinn var nýverið opnaður í kjallaranum á Laugavegi 28, en hann sérhæfir sig í mexíkóskum réttum og víni. „Maturinn sem við bjóðum upp á er í fínni kantinum en á góðu verði. Við sjáum að fínu veitingahúsin eru að breytast og stemn- ingin skiptir miklu máli í dag. Við einblínum svolítið á að þetta sé partístaður. Við leggjum mikið upp úr hönnun og tónlist og svo er maturinn í partístíl þar sem fólk deilir matn- um til að skapa smástemningu á borðinu,“ segir Björgvin. Björgvin hefur ekki alltaf haft áhuga á elda- mennsku og segir hreina tilviljun hafa ráðið því að hann ákvað að leggja fagið fyrir sig. Hann hóf feril sinn af krafti þegar hann vann keppnina matreiðslumaður ársins árið 2000 og er í dag einn af eigendum Bocuse d’Or- akademíu Íslands, sem velur keppanda til að fara fyrir Íslands hönd ár hvert til Frakklands að keppa í þessu óopinbera heimsmeistaramóti í matreiðslu. „Rétt eins og hjá flestum sem leggja matreiðslu fyrir sig var áhuginn fljótur að koma eftir að ég byrjaði. Þetta er fag sem maður getur sökkt sér í og maður verður í raun og veru aldrei fullnuma. Ég keppti mikið áður fyrr og þegar ég vann matreiðslumann ársins var ég sá yngsti sem hefur unnið og held því meti enn þann dag í dag. Yfirkokk- urinn í Perlunni var sá fyrsti frá Íslandi sem keppti í Bocuse d’Or og ég fór með honum sem aðstoðarmaður þá. Ég keppti svo sjálfur á mótinu í janúar 2003 en ég hef einnig tekið þátt í Norðurlandakeppnum svo maður hefur komið víða við,“ segir Björgvin.Morgunblaðið/Golli ÁHUGINN VAR FLJÓTUR AÐ KOMA Heldur enn metinu BJÖRGVIN MÝRDAL STARFAR SEM YFIRKOKKUR Á VEITINGA- STAÐNUM CAVA EN STAÐURINN VAR OPNAÐUR NÝVERIÐ OG SÉRHÆFIR SIG Í MEXÍKÓSKUM RÉTTUM OG VÍNI. BJÖRGVIN VAR VALINN MATREIÐSLUMAÐUR ÁRSINS ÁRIÐ 2000 OG VAR ÞÁ SÁ YNGSTI TIL AÐ VINNA KEPPNINA. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Björgvin hóf feril sinn af krafti og vann keppnina mat- reiðslumaður ársins. Í dag er hann einn af eigendum Bocuse d’Or-akademíu Íslands. Uppskrift miðast við fjóra Pico de gallo (Ferskt salsa) 8 tómatar (skornir í litla teninga) 1 rauðlaukur (saxaður) 1 rautt chili (fræhreinsað og fínsaxað) 20 g ferskt kóríander (grófsaxað) safi úr einu lime smáklípa af sjávarsalti. Geitaostskrem Hvítur geitaostur er velgdur upp ásamt skvettu af mjólk og léttþeyttur með pískara þar til hann er orðinn mjúkur og kre- maður. Kjúklingur og fleira 300 g maribuostur (rifinn) 3 kjúklingabringur (kryddaðar með salti og pipar). Grillaðar eða pönn- usteiktar. Fínskornar. 4 stk. hveitikökur (tortillas) (ca. 10- 12") 100 g kalt smjör til steikingar. Aðferð: Smyrjið geitaostskreminu á aðra hliðina á hveitikökunum. Stráið síðan kjúklingi, rifnum osti og pico de gallo yfir og brjótið saman hverja köku í hálf- mána. Steikið á hvorri hlið þar til gullinbrúnt og stökkt. Skerið í sneiðar og berið fram. Bor- ið fram með pico de gallo, guacamole og sýrð- um rjóma. Quesadilla með geitaosti og kjúklingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.