Morgunblaðið - 06.09.2013, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Rósa Braga
Læknar Fjölmennt var á fundi lækna í gær, en meðal viðstaddra var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Mikill hiti var í læknum sem mættu á
fjölmennan félagafund Læknafélags
Íslands í gærkvöldi til að ræða um
slæmt ástand á lyflækningasviði
Landspítalans. Að sögn Ómars Sig-
urvins, formanns Félags almennra
lækna (FAL), var helsti tilgangur
fundarins að ræða þá grafalvarlegu
stöðu sem komin er upp og ennfrem-
ur að fá stjórnvöld og stjórnendur
spítalans til þess að viðurkenna
vandann.
Á fundinum voru fulltrúar stjórn-
enda og Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra. „Það var margt
gott í viðbrögðum stjórnenda spít-
alans og í máli ráðherra. Hann virð-
ist ætla að horfast í augu við vand-
ann og mæta honum ef við miðum við
viðbrögðin á fundinum,“ segir Ómar.
Hann segir að læknar hafi í aukn-
um mæli valið að starfa annars stað-
ar en á Landspítalanum. Þá hafi
brotthvarf reyndari lækna einnig
aukist. Er nú svo komið að ríflega
þriðjungur af stöðum almennra
lækna á sviðinu er mannaður. „Við
höfum miklar áhyggjur af því að útlit
er fyrir að sérfræðilæknum muni
fækka enn frekar. Þeir eru eins
nauðsynlegir og yngri læknar sem
tryggja nýliðun,“ segir Ómar og
bætir við: „Lyflækningasviðið hefur
þurft að glíma við síaukið álag vegna
öldrunar þjóðarinnar. Því hefur ekki
verið mætt með auknum fjárheim-
ildum. Þetta hefur skapað mikla
óánægju meðal lækna. Launin eru
skammarleg, álagið hrikalegt og
starfs- og vinnuaðstaðan mjög bág-
borin,“ segir Ómar
Kemur niður á öryggi
Hann segir að niðurskurðurinn
komi óumflýjanlega niður á öryggi
og þjónustu við sjúklinga. Aðspurður
hvort borið hafi á mistökum í starfi
vegna ónógrar mönnunar segir hann
erfitt að fullyrða þar um. „Starfs-
fólkið sem eftir er skilar ofurmann-
legu verki, en við óttumst að heilsu
fólks stafi hætta af þeirri stöðu sem
komin er upp,“ segir Ómar.
Hann segir að næstu skref séu
ekki ákveðin en FAL hafi lýst ein-
dregnum vilja til þess að starfa með
stjórnendum spítalans og stjórn-
völdum að því að leysa vandamálin í
heilbrigðiskerfinu.
Samþykkt var ályktun í lok
fundar þar sem staða Landspítal-
ans er hörmuð. Hvatt er til þess
að þjóðarsátt verði sköpuð
um enduruppbyggingu
spítalans.
„Launin skammarleg
og álagið hrikalegt“
Fullt hús var á hitafundi almennra lækna í gærkvöldi
Tvö 300 metra löng skemmtiferðaskip voru á sama tíma í höfninni við Skarfabakka í Reykja-
vík í gær. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir að vel sé hægt að koma
tveimur skipum af þessari stærðargráðu fyrir í höfninni. „Þeim skiptum er að fjölga þar sem
tvö svona stór skip eru í höfninni. Við höfum jafnframt tök á því að taka á móti minni skipum á
sama tíma,“ segir Gísli en þetta stórum skipum hefur fjölgað hér. „Til marks um það jukust
brúttólestir í höfninni úr rúmum 6,9 milljónum árið 2011 í rúmar 8,4 milljónir árið 2012.“
Ljósmynd/Óttar Sveinsson
Tvö þrjú hundruð metra löng skemmtiferðaskip lágu við Skarfabakka á sama tíma
Risaskip í höfninni og pláss fyrir fleiri
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Viðskiptatækifæri
Áhugasamir aðilar hafi samband við Guðna Halldórsson
sími 414 1200, gudni@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Stórt þvottahús
og efnalaug
Glæsilegt og vel tækjum búið þvottahús og efnalaug með
móttökustaði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.
Góður rekstur í miklum og hröðum vexti.
Tækifæri til enn meiri vaxtar án frekari tækjakaupa,
sérstaklega á fyrirtækjamarkaði.
Góð lán geta fylgt.
H
a
u
ku
r
0
9
.1
3
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, hefur mátt bíða í
ár eftir að niðurstaða fáist í tillögu um endurskoðun inn-
heimtureglna borgarinnar, þar sem markmiðið var að
fjárhagur eða forgangsröðun foreldra bitnaði ekki á
börnum. Borið hefur á því að börnum hafi verið vísað frá
leikskólum og frístundaheimilum þar sem ekki hefur
borist greiðsla frá foreldrum. „Ég ítrekaði fyrirspurnina
á borgarráðsfundi þar sem ekkert svar hefur borist. Það
er ennþá verið að vísa börnum af leikskólum og frí-
stundaheimilum og víða á heimilum er alvarlegt
ástand,“ segir Sóley. Að hennar sögn var settur á fót
starfshópur fyrir ári til þess að kanna stöðu þessa hóps og átti hann að
leggja fram tillögur í framhaldinu. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir
frekari upplýsingum um umfang vandans og framvindu málsins. „Umboðs-
maður barna hefur bent á að þetta brýtur gegn barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Samt gerist ekki neitt,“ segir Sóley. vidar@mbl.is
Hefur beðið í ár eftir niðurstöðu
Sóley Tómasdóttir
Innanríkisráðuneytið gerir athugasemdir við hvernig sýslumannsemb-
ættin í Kópavogi og Höfn í Hornafirði héldu á máli íslenskrar konu sem átt
hefur í forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. RÚV greindi frá þessu í
Kastljóssþætti í gær. Hreinn Loftsson, lögmaður Hjördísar Svan Aðalheið-
ardóttur, telur að börnin hafi verið tekin af Hjördísi með ólögmætum
hætti. Alvarlegustu brot þeirra hafi verið að gæta ekki að því að tryggja
hagsmuni barnanna með tryggilegum hætti. Hjördís fór með dætur sínar
þrjár til Íslands þó að undirréttur í Danmörku hefði komist að þeirri nið-
urstöðu að þær ættu að vera í Danmörku. Kafðist faðirinn þess af sýslu-
manni að þær yrðu teknar úr umsjá móðurinnar. Það var gert á síðasta ári
með aðstoð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Hjördís fór fram á að þessi
aðfarargerð yrði ógilt, en Hæstiréttur vísaði málinu frá.
Sýslumenn gagnrýndir í forræðisdeilu
Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra segir fundinn
hafa verið mjög upplýsandi og
gagnlegan. „Það er full ástæða
til þess að gefa gaum þeim við-
vörunarorðum og áhyggjum
sem læknar hafa af starfsemi
spítalans. Ég hef fulla trú á því
að það verði fundin lausn á
þessum vanda í samstarfi við
það ágæta fólk sem á Landspít-
alanum vinnur. Það er samstaða
meðal þjóðarinnar að standa
vörð um þá mikilvægu starf-
semi sem Landspítalanum
er ætlað að sinna. Von-
andi náum við að
tryggja betri stöðu, en
þetta snýst um meira
en bara aukna fjármuni.
Úr þessu verður ekki
bætt nema með sameig-
inlegu átaki,“ segir
Kristján.
Þarf sameig-
inlegt átak
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
Kristján Þór
Júlíusson