Morgunblaðið - 06.09.2013, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
Reykjavíkurborg og Hamingjuhúsið
bjóða borgarbúum í hamingjuhá-
degi alla föstudaga í september frá
kl. 12.15-12.45 í Tjarnarsal Ráðhúss-
ins.
Fram kemur í tilkynningu, að
markmiðið sé að eiga skemmtilega
stund saman og stuðla að meiri ham-
ingju og vellíðan borgarbúa. Boðið
verði upp á skemmtilega dagskrá
sem fái hamingjuhormónana í lík-
amanum til að flæða hraðar, s.s. tón-
list, hlátur, söng og ýmsar gleðiupp-
ákomur.
Fyrsta hamingjuhádegið er í dag.
Edda Björgvinsdóttir mun flytja
stutt upphafsorð, síðan verður dans-
að undir stjórn Bryndísar Ásmunds-
dóttur og Jón Gnarr, borgarstjóri,
ávarpar hamingjusama gesti.
Hamingjuhádegi í
Ráðhúsi Reykjavíkur
Eina tilboðið undir
200 milljónum
Í frétt í Morgunblaðinu um útboð á
lagningu ljósleiðarastrengs í Hval-
fjarðarsveit sagði að tilboð frá fyr-
irtækinu Þjótanda hefði verið eina
tilboðið undir 300 milljónum króna
en þar átti að standa 200 milljónum.
Er beðist velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Nýjar
haustvörur :-)
kr. 6.900.-
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Laugavegur 40, 101 Reykjavík
volcano@volcanodesign.is
www.volcanodesign.is
S: 5880100
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Flott föt fyrir flottar konur
St. 38-58
Kletthálsi 7 - Reykjavík
Fuglavík 18 - Reykjanesbæ
Óseyri 1 - Akureyri
Pallettu
tjakkur
EP Pallettu-tjakkur
2 tonna lyftigeta
34.990,-
Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
• •
Haustferð
fyrir eldri borgara til Kanarí
kr.239.900 - allt innifalið.
Heimsferðir bjóða einstakt tilboð í ferð fyrir
eldri borgara í haust til Kanaríeyja.
Netverð á mann m.v. 3 í íbúð með einu svefnherbergi á Turbo Club.
Verð kr. 255.900 m.v. 2 í íbúð með einu svefnherbergi. Sértilboð 23. október.
Frá kr. 239.900 með allt innifalið
23. október í 27 nætur
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
mánudaginn 9. september, kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
G
unnlaugurScheving
G
unnlaugurScheving
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og
fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17,
sunnudag 12–17, mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
mbl.is
alltaf - allstaðar
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði árs-
ins hjá Kópavogsbæ var kynnt í bæj-
arráði Kópavogs í gær og í kjölfarið
sent til Kauphallar Íslands. Rekstr-
arafgangur Kópavogsbæjar er já-
kvæður um 652 milljónir króna, en
áætlað var að hann yrði 63 milljónir
króna.
Munurinn skýrist fyrst og fremst
af rúmlega 400 milljóna króna geng-
ishagnaði og um 105 milljóna króna
tekjum vegna úthlutunar á bygging-
arrétti fyrstu sex mánuði ársins.
Skuldir Kópavogs minnkað
Skuldir Kópavogsbæjar hafa
minnkað um rúma tvo milljarða frá
áramótum að því er fram kemur í
uppgjörinu. Í tilkynningu segir að
mikil áhersla hafi verið lögð á nið-
urgreiðslu skulda undanfarin miss-
eri til að lækka vaxtagjöld og auka
svigrúm í rekstrinum.
Skuldahlutfall bæjarins, þ.e.a.s.
skuldir á móti tekjum, hefur lækkað
úr 206% um áramótin niður í 197%
nú um mitt ár, að gefnum tilteknum
forsendum.
Uppgjörið er notað innanhúss til
að athuga hvernig rekstrarkostnað-
ur hefur þróast og myndar það
grunn að útkomuspá ársins 2013 og
fjárhagsáætlun ársins 2014.
Afkoma Kópavogs
betri en von var á
Jákvæð afkoma um 652 milljónir
Morgunblaðið/Ómar
Kópavogur Afkoma bæjarins var
betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Samtökin Regnbogabörn, sem berj-
ast gegn einelti í samfélaginu, setja
formlega í loftið í dag forvarna- og
fræðsluvefinn Fyrirlestra. Um er
að ræða verkefni sem byggist á
starfi Regnbogabarna frá stofnun
samtakanna árið 2002. Í tilkynn-
ingu segir að markmið Regnboga-
barna hafi alltaf verið að veita upp-
lýsingar, fræðslu og að hvetja til
umræðu í samfélaginu, í því augna-
miði að byggja upplýstara sam-
félag.
Á vefnum eru yfir fjörutíu fyr-
irlestrar af ólíku tagi, en allir eiga
það sameiginlegt að fjalla um sam-
félagsmál sem snerta okkur öll. Á
næstu þremur árum er áætlað að
taka upp 300 fyrirlestra til við-
bótar, í samvinnu við Sagafilm.
Fyrirlestrar.is í loftið
hjá Regnbogabörnum