Morgunblaðið - 06.09.2013, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.09.2013, Qupperneq 16
FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Dómstólaráð vill breyta reglum um birtingu dóma á vef héraðsdómstóla þannig að færri dómar myndu birtast á vefnum. Einnig myndi líða lengri tími frá því dómur er kveðinn upp í sakamáli og þar til dómstóllinn getur birt hann á vefnum eða látið hann af hendi til annarra en málsaðila, s.s. til fjölmiðla. Í sakamálum verða aldrei birt nöfn annarra en ákærðu, s.s. þeirra sem kærðu eða báru vitni. Þetta eru á meðal helstu breytinga sem komu fram í nýjum reglum dómstólaráðs sem tóku gildi 1. september sl. Í gær var á hinn bóginn ákveðið að fresta gildistöku reglnanna til 1. janúar 2014, að beiðni Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi sér ekki fært að starfa eftir þeim að óbreyttu þar sem hann hefði ekki yfir nægum mannskap að ráða. Reglurnar frá 2010 munu því gilda áfram. Að jafnaði birtir innan tveggja daga Vegna strangari ákvæða um nafnleynd í nýju reglunum er ljóst að það myndi taka dóm- stólana töluverðan tíma að þurrka út nöfn í dómum áður en þeir yrðu birtir opinberlega. Í nýju reglunum segir að dómsúrlausn skuli „að jafnaði“ birt innan tveggja daga frá upp- kvaðningu en þó ekki fyrr en liðin er ein klukkustund frá uppkvaðningu þannig að lög- manni eða verjanda gefist kostur á að upplýsa skjólstæðing sinn um niðurstöðuna. Þessi ákvæði um tímafrest eru algjört ný- mæli í reglunum. Í greinargerð með nýju reglunum er tekið fram að ákvæði um tveggja daga frest sé meg- inregla. Frá henni kunni að vera rétt að víkja og í vissum tilvikum sé gert ráð fyrir að úr- lausn sé birt svo fljótt sem mögulegt er. „Get- ur þetta átt við um sérstaklega fréttnæm mál, svo sem alvarleg sakamál og einkamál sem hafa mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum,“ segir í greinargerðinni. Ákvörðun yrði á valdi dómstjóra. Skiptar skoðanir meðal dómara Ástæðan fyrir endurskoðuninni er sú að ým- is álitaefni hafa komið upp um birtingu héraðs- dóma á netinu og í röðum héraðsdómara hafa skoðanir um hana verið skiptar. Ein birtingarmynd þessa er að afar misjafnt er á milli héraðsdómstóla og einstakra héraðs- dómara hvort dómar eru yfirleitt birtir á vef dómstólanna. Í sumum tilfellum hafa dómar verið birtir nánast jafnskjótt og þeir eru kveðnir upp, í öðrum tilvikum birtast dómarnir eftir dúk og disk og í sumum tilvikum alls ekki. Rifja má upp að haustið 2010 var töluvert rætt um misræmi í nafnbirtingum eftir að nafn pilts á átjánda aldursári, sem sakfelldur var fyrir vörslu á myndefni af barnaníði var birt á vef dómstólanna. Á hinn bóginn voru nöfn manna sem voru dæmdir fyrir vændiskaup ekki birt, og m.a. vísað til heimildar til að sleppa nöfnum ef nafnbirting væri talin sér- staklega íþyngjandi. Í þágildandi reglum dómstólaráð var ekki ákvæði um að nafnleyndar skyldi gætt ef sá sem var dæmdur var yngri en 18 ára en slíkt ákvæði var sett í reglurnar í desember 2010. Bæði í reglunum frá 2010 og í nýju reglunum er ákvæði um að úrlausnir skuli ekki birtar á vef dómstólanna ef refsing er undir áfrýj- unarfjárhæð sem nú er um 735.000 krónur, en allur gangur hefur verið á því hvort farið hafi verið eftir þessu ákvæði. Dómar um vænd- iskaup, meðal annarra, munu því ekki birtast, því hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna þess er 120.000 krónur. Væri hins vegar refs- ing dæmd, þ.e. fangelsisvist, hvort sem hún væri óskilorðbundin eða ekki, myndi dómurinn þó birtast. Þrátt fyrir þetta hefðu dómstólar svigrúm til að birta dóma, jafnvel með nöfnum, teldu þeir að slíkt hefði almenna skírskotun. Taki nöfnin út og birti færri dóma  Nýjar reglur um birtingu dóma á netinu tóku gildi 1. september en gildistöku hefur verið frestað  Strangari ákvæði um nafnleynd í nýju reglunum  Lögmenn fái svigrúm til að kynna niðurstöðuna Morgunblaðið/Sigurgeir S. Áhugi Vel er fylgst með sumum dómsmálum, m.a. máli níumenninganna svonefndu. Herða reglur um birtingu » Málaflokkum sem dómsúrlausnir verða ekki birtar er fjölgað með nýju reglunum. » Meðal breytinga er að kveðið er á um að ekki eigi að birta dóma í einka- málum þar sem ekki er haldið uppi vörnum. Ekki heldur ef ákært er fyrir brot á sérrefsilögum og aðalmeðferð fer ekki fram. » Sérrefsilög eru t.a.m. umferðarlög, áfengislög, skatta- og tollalög og lög um ávana- og fíkniefni. » Í nýju reglunum er tekið fram að ekki skuli birta dómsúrlausnir ef mál varða lög um barnavernd, hjúskaparmál eða barnalög. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. FAGMENNSKA í FYRIRFÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN, tökummál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚ VELUR að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta eða uppsetta. HREINT OG KLÁRT Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Baðherbergi Skóhillur AFSLÁTTU R25% AF ÖLLUM INNRÉTT INGUM Í SEPTEM BER Vandaðar hillur Búrskúffur Innbyggðar hillur Mán. - föst. kl. 9 -18 Laugardaga kl. 11-15 friform.is Skúffuinnvols OGHAUSTAFER ERSUMRIHALLAR TILBOÐ VIÐ HÖFUM Í SEPTEMBER Að beiðni dómstólaráðs tóku Þor- geir Ingi Njálsson, dómstjóri Hér- aðsdóms Reykjaness, Halldór Björnsson og Ragnheiður Harð- ardóttir, héraðsdómarar við Hér- aðsdóm Reykjavíkur, og Friðrik Þ. Stefánsson, rekstrar- og mann- auðsstjóri Héraðsdóms Reykjavík- ur, að sér að endurskoða reglur dómstólaráðs um birtingu dóma á netinu. Þorgeir Ingi segir að helstu ástæður fyrir breytingunum séu þær að nauðsynlegt hafi verið tal- ið að tryggja samræmi í birtingu dóma en einnig að gæta betur að réttindum þeirra sem höfða dóms- mál, vitna og brotaþola. Nýju reglurnar breyti engu um að dómþing séu háð fyrir opnum tjöldum, nema annað sé ákveðið, og áfram yrði hægt að fá afrit af öllum dómum í sakamálum. Upp- lýsingar um dómsuppkvaðningar komi fram í dagskrá héraðsdóm- stólanna og á grundvelli þeirra sé hægt að biðja um afrit af dómum og úrskurðum. Þorgeir Ingi bendir á að engin ákvæði í lögum skyldi héraðs- dóma til að birta dóma op- inberlega. Þeim sé það þó heimilt, með tilteknum takmörkunum. Í nýju reglunum sé áfram miðað við að dómarnir birtist, þó með umfangsmeiri takmörkunum en áður. Hvað einkamálin varðar, þ.e. dómsmál sem höfðuð eru af ein- staklingum eða lögaðilum, bendir Þorgeir Ingi á að samkvæmt lög- um um einkamál skuli dómari af- henda afrit dóma til þeirra sem hafa lögvarinna hagsmuni að gæta. Það sé því í raun vafamál hvort rétt sé að birta dóma í einkamálum á netinu þar sem all- ir komist í þá. Dómarar hafi rætt mikið sín á milli um hvort tak- markalaus birting dóma á netinu, með nöfnum, geti orðið til þess að fólk leitaði ekki réttar síns. Með nýju reglunum sé leitast við að sætta ýmis sjónarmið. Gætt sé að því að virða lög um per- sónuvernd og í sumum tilvikum sé gengið lengra en lög gera ráð fyrir í þeim efnum. Reglurnar taki einnig mið af því hvað talið var að dómstólarnir réðu við að birta með núverandi mannskap. Vissulega sé tímafrekt að taka nöfn út úr dómum áður en þeir séu birtir en á móti komi að færri dómar muni birtast, m.a. sökum þess að í nýju reglunum er þeim málaflokkum fjölgað þar sem dómar eru ekki birtir. Samkvæmt núgildandi reglum, þ.e. frá 2010, er það á valdi dóm- aranna sjálfra að ákveða hvort og með hvaða hætti dómar birtast á netinu. Með nýju reglunum myndu dómstjórar við héraðsdóm- ana bera ábyrgð á því að reglum dómstólaráðs yrði fylgt og að allir dómar sem sannarlega ættu að birtast samkvæmt reglunum yrðu birtir á vef dómstólanna. Takmarkalaus birting dóma geti latt fólk til að leita réttar síns Morgunblaðið/Ómar  Gæta þarf að rétti vitna og brotaþola

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.