Morgunblaðið - 06.09.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.09.2013, Qupperneq 22
VESTFIRÐIR DAGA HRINGFERÐ ÍSAFJÖRÐUR Grunnkort/Loftmyndir ehf. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á pakkalofti gamla Íshúsfélags- hússins á Ísafirði hefur Kerecis að- setur og framleiðir þar meðferð- arvörur við vefjaskaða úr fiskiroði og krem við húðsjúkdómum úr Omega3 olíu. Fram að þessu hefur Kerecis verið nýsköpunar- og rannsókn- arfyrirtæki, en er nú að taka sín fyrstu skref sem sölu-, markaðs- og framleiðslufyrirtæki og hyggur á umsvif víða. Í meðförum Kerecis verður þorskroð að öflugu meðferðarefni sem sett er á þrálát sár, sem myndast t.d. við áunna sykursýki, og stuðlar að því að þau grói. Guðmundur F. Sigurjónsson er framkvæmdastjóri og stjórn- arformaður Kerecis. „15% allra þeirra sem eru með sykursýki fá þrálát sár og alvarleg- asta afleiðing slíkra sára er aflim- un. Í Bandaríkjunum hafa 1,2 millj- ónir manna verið aflimaðar á undanförnum árum vegna þrálátra sára. Ástandið er enn alvarlegra í sumum heimsálfum, t.d. er tíðni sykursýki í arabalöndunum 20%. Í gamla daga voru aðallega notaðar grisjur til að meðhöndla þrálát sár en það nýjasta í meðhöndluninni eru líffræðileg efni sem búin eru til úr húð látins fólks en einnig úr svínaþörmum og öðrum vefjum spendýra. Við höfum hins vegar þróað aðferð til að nota roð í þess- um tilgangi,“ segir Guðmundur. Hann segir Kerecis eina fyr- irtækið sem notar fiskroð í þessum tilgangi. Frumurnar eru fjarlægðar Roðið er af eldisþorski í Ísa- fjarðardjúpi og er fengið frá Hrað- frystimiðstöðinni Gunnvöru og Klofningi. Við meðhöndlun Kerecis eru allar frumur fjarlægðar úr roð- inu. „Þá stendur eftir roðbútur sem samanstendur af próteingrind og Omega3 olíum,“ segir Dóra Hlín Gísladóttir, rekstrar- og þróun- arstjóri Kerecis. „Roðbúturinn er næstum því eins og svampur sem frumurnar klifra inn í og leita skjóls þegar þær græða sárið.“ All- ir ofnæmisvaldar eru fjarlægðir og roðið skorið í örþunna ferninga, sem eru lagðir í vatn fyrir notkun. Þeir eru ekki ósvipaðir þunnum Morgunblaðið/Kristinn Nýsköpun á Ísafirði Þau Guðmundur og Dóra í vinnslusal Kerecis. Verið er að stækka aðstöðu fyrirtækisins. Mikil verðmæti liggja í þorskroðinu  Kerecis á Ísafirði framleiðir hátæknilækningavörur Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Skútuskíði. Það hljómar nokkuð einkennilega, en þetta er engu að síður lýsing á einni af fjölmörgum ferðum á vegum ferðaskrifstof- unnar Borea Adventures á Ísafirði. Siglingar, skíðaferðir, göngur, Grænlandsferðir og kajaksiglingar eru í boði hjá Borea sem er til húsa í Bræðraborg, gömlu húsi við Að- alstræti á Ísafirði. Upphafið má rekja til þess þegar eigendur fyrirtækisins festu kaup á skútunni Auroru sumarið 2006 með það í huga að nota hana sem fljótandi fjallakofa. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað, þar vinna um 18 starfsmenn á sumrin og á vegum þess ferðast á fjórða þúsund manns á ári hverju. Þá rekur það einnig vinsælt kaffi- hús í Bræðraborg þar sem bornar eru fram veitingar úr staðbundnu hráefni. Í áðurnefndum skútuskíða- ferðum er farið á fjallaskíðum á milli fjarða, skútunni siglt á milli og ferðalangarnir matast og gista þar. „Flestir sem koma í þessar ferðir eru útlendingar og þeir koma víða að,“ segir Ásgerður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Borea. „Þetta eru vinsælustu ferðirnar okkar, við er- um með vikulegar brottfarir frá byrjun mars og fram í lok maí og tíu manns komast í hverja.“ Notkun skútunnar einskorðast þó ekki við skíðaferðir, því í sumar var hún notuð sem fljótandi fjalla- kofi í gönguferðum á Horn- strandir, sem voru afar vinsælar að sögn Ásgerðar. Hún segir Vestfirðina sann- kallað ævintýraland sem sífellt fleiri uppgötvi. Möguleikarnir til útvistar og íþrótta ótæmandi. „Að- stæðurnar hérna eru algjörlega súper, bæði fyrir gönguferðir, skíði og skútu- og kajaksiglingar. Fólk kemur hingað gagngert til að fara á fjallaskíði, það hefur spurst út að aðstæðurnar hérna séu engu líkar.“ Ekki bara fyrir ofurhuga Ásgerður segir vel hafa tekist að skapa fyrirtækinu verkefni utan háannatímans á sumrin. „Okkar annatími er frá mars og fram í lok september. Annars er alltaf nóg að gera hjá okkur, veturna nýtum við í markaðssetningu.“ Spurð að því hvort ferðir Borea séu einungis fyrir ofurhuga og spennufíkla sem vita fátt skemmtilegra en að róa kajak í eyðifirði eða þeysast niður snæviþaktar brekkur þverhníptra vestfirskra fjalla segir Ásgerður svo ekki vera. „Við fáum fólk á öll- um aldri, margar ferðanna henta t.d. fjölskyldufólki mjög vel. Við viljum halda vel utan um hópana okkar og förum yfirleitt ekki með fleiri en tíu í einu.“ Ævintýraland sem sífellt fleiri uppgötva  Nýstárlegar ferðir ísfirskrar ferða- skrifstofu slá í gegn víða um heim Morgunblaðið/Kristinn Legið yfir kortum Ásgerður hugar að næstu ferð á vegum Borea. Morgunblaðið/Kristinn Kaffihús Borea Þar er áhersla á kræsingar úr staðbundnu hráefni. Ingibjörg Sigurlaugsdóttir, kaupmaður á Ísafirði, hugsar hlýlega til bernskuáranna. Hún ólst upp í þeim hluta bæjarins sem er kallaður Eyrin. Þar er fjöldi gamalla húsa, enda er Ísa- fjörður meðal elstu kaupstaða landsins. „Tangagatan er gatan mín. Ég fæddist þar í húsi sem gekk und- ir nafninu Garðshorn og er Tangagata 15A, en síðan fluttum við í næsta hús, Tangagötu 17. Þar ólst ég síðan upp. Mér þykir vænt um þessi tvö hús, reyndar þykir mér vænt um alla götuna. Þarna eru bara gömul hús, mörg falleg. Mínar bernskuminningar eru þaðan. Við krakkarnir vor- um oft að leika okkur á götunni, það var ekki eins mikið eftirlit með krökkum þá eins og er núna.“ annalilja@mbl.is Gatan mín Tangagata Morgunblaðið/Kristinn Kærar minningar Ingibjörgu þykir vænt um bernskuslóðirnar. Bernskuslóðirnar eru í uppáhaldi Morgunblaðið/Kristinn Tangagata Er á Eyrinni á Ísa- firði, þar er fjöldi gamalla húsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.