Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 23

Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 23
Í Ísa- fjarðarkaup- stað eru um 2.800 íbúar. Ísafjarðarkaupstaður stendur við Skutulsfjörð í Ísafjarðardjúpi og er stærsti byggðakjarninn innan sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar. Þar hefur verslun verið stunduð öldum saman og bærinn hefur löngum verið í fararbroddi hvað varðar útgerð og sjávarútveg. Á hverju ári eru haldnar ýmsar vinsælar og fjölsóttar hátíðir og viðburðir í bænum, þ.ám. rokkhátíðin Aldrei fór ég suður og Mýrarboltinn. Morgunblaðið/Kristinn Að störfum Hjá Kerecis eru unnar meðferðar- og lækningavörur úr roði þorsks og húðkrem úr fiskiolíu. plástrum og úr roði hvers þorsks fást 8-10 slíkir. Efninu er komið fyrir ofan í sárinu og ef aðstæður eru réttar skríða heilbrigðar frum- ur inn í efnið og umbreyta því í húð á nokkrum vikum. Spurð að því hvort roð þorsks sé eina fiskroðið sem hægt sé að nýta á þennan hátt segir Dóra svo ekki vera. „Okkar framleiðsluað- ferð í dag miðast við þorsk, en við getum notað roð af hvaða fiski sem er. Einkaleyfisumsóknir okkar snúa að notkun á roði úr öllum fiski til hverskyns lækninga og við höfum sótt um einkaleyfavernd í 56 lönd- um.“ En fleira verður úr roðinu hjá Kerecis. Úr því er einnig unnið efni sem ætlað er til að bæta heilabast, kviðslit og til nota við uppbyggingu brjósta kvenna eftir brjóstnám. Af- urðirnar eru þróaðar í samstarfi við lækna og fyrirtækið nýtur lið- sinnis vísindalegrar ráðgjaf- arnefndar sem í sitja virtustu sér- fræðingar heims í sárameðhöndlun Vinna með kostina Guðmundur segir að búið sé að gera dreifingarsamninga fyrir sára- meðhöndlunarefnið í Bretlandi og Mið-Austurlöndum. „Við erum farin að selja á þá markaði og vinnum að því að fá markaðsleyfi í Bandaríkj- unum.“ Búist er við því að aðrar vörur verði tilbúnar á markað 2015. Hvernig hentar að vera með rekstur af þessu tagi á Vest- fjörðum? „Það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi en að vinna með kostina. Hér er gott að vera með framleiðslu og við fáum mik- inn stuðning frá nærsamfélaginu. Helstu markaðssvæðin eru nú Bretland og Mið-Austurlönd og fljótlega einnig Bandaríkin. Við sjáum fyrir okkur fjölgun starfs- manna til að sinna þessum mörk- uðum, þeir verða staðsettir þar sem best hentar, oft er það sem næst markaðnum. En hér er gott að vera og starfsmönnum mun fjölga hér í takt við aukna fram- leiðslu.“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Kerecis hefur þróað fjögur húðkrem úr Omega3 fiskiolíu og ávaxtasýru undir vöruheitinu MariCell í samstarfi við Bald- ur Tuma Baldursson húðsjúkdómalækni og eru þau fáanlega í flestum apótekum hér á landi. Fyrirtækið er það eina í heimi sem notar Omega olíu við framleiðslu krema, að sögn Dóru. Kremin eru meðhöndlunarefni fyrir þurra og sprungna fætur, psoríasis, exem og innvaxin hár. Unnið úr fiskiolíu KERECES FRAMLEIÐIR LÍKA KREM Húðkrem Kerecis vinnur krem úr Omega 3 fiskiolíu. Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið með frétt. T E C H N O L O G Y Ísafirði Við erum stolt fyrirtæki á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.