Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 29

Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur boðið prófessor Ro- bert Wade að halda fyrirlestur föstudaginn 6. september kl. 12 í sal 101 í Lögbergi. Wade hefur ásamt Sigurbjörgu Sigurgeirs- dóttur skrifað margar greinar um íslensk málefni í erlend blöð og tímarit. Margt af því sem þau segja þar hafði farið fram hjá mér en ég tók mig til á dögunum og las það velflest. Við það vöknuðu ýmsar spurningar sem ég vildi gjarnan að Wade svaraði. Rækilegasta grein Wades og Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur um íslensk málefni birtist í New Left Review haustið 2010 og er hér vitnað í hana. 1. Þar segir á bls. 8. „Enn fremur var landið frá því í upphafi tíunda áratugar undir stjórn ákafra nýfrjálshyggjumanna, sem trúðu því, að fjármálamarkaðir væru „hagfelldir“ og sjálfstýrðir. Þetta myndaði ákjósanleg skilyrði fyrir því, að eftirlitsaðilar létu þá, sem þeir áttu að hafa eftirlit með, stjórna sér.“ Veit Wade ekki að viðskiptaráðuneytið var í höndum jafnaðarmanna 1991-1995 og 2007- 2009 og höndum framsóknarmanna 1995-2007? Og að Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseft- irlitið, sem voru helstu eftirlitsaðilar með ís- lenskum mörkuðum, voru undir umsjón við- skiptaráðuneytisins? Og að sama regluverk var hér á fjármálamörkuðum og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu? 2. Þar segir á bls. 10. „Hér hefur Sjálfstæð- isflokkurinn löngum ráðið lögum og lofum, oft í samstarfi við bændaflokkinn, sem er smærri. Þetta á sér rætur í því, að kjördæmaskipanin var hagstæð strjálbýlinu, eins og bundið var í stjórnarskrá, og hefur Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað varið þessa skipan með kjafti og klóm.“ Allir Íslendingar vita að þetta er rangt. Sjálfstæðisflokkurinn barðist mestalla tutt- ugustu öld með oddi og egg fyrir breyttri kjör- dæmaskipan ásamt sósíalistum og jafn- aðarmönnum. Þegar ég skrifaði Wade til að spyrjast fyrir um þetta, svaraði hann því til að hann hefði átt að segja „Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn“, því að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði oft stuðst við Framsókn- arflokkinn, sem hefði notið góðs af kjör- dæmaskipaninni. Þetta er auðvitað allt önnur fullyrðing. En ætlar Wade ekki að leiðrétta þetta atriði í grein sinni, sem hlaða má niður af netinu? 3. Þar segir á bls. 10. „Fjórtán fjölskyldur réðu frá upphafi mestu í íslenskum kapítal- isma, og voru þær stundum kallaðar Kolkrabb- inn, en þessi hópur myndaði ráðastétt landsins jafnt í atvinnulífi sem stjórnmálum. Kolkrabb- inn stjórnaði ekki aðeins innflutningsverslun, heldur líka samgöngum, bönkum, trygginga- fyrirtækjum og fiskveiðum – og síðar verk- efnum fyrir varnarstöð Atlantshafsbandalags- ins. Í hálfa öld komu flestir valdamenn úr röðum hans og fjölskyldurnar í honum skiptu með sér opinberum stöðum og bitlingum og lifðu eins og smákóngar í ríkjum sínum.“ Hvaða gögn hefur Wade fyrir þeirri fullyrð- ingu, að „Kolkrabbi“ hafi ráðið íslensku at- vinnulífi mestalla tuttugustu öld? Veit Wade ekki að árið 1990 var aðeins eitt af tíu stærstu fyrirtækjum landsins í höndum þess hóps kaupsýslumanna, sem sumir blaðamenn köll- uðu „Kolkrabbann“? Og er ekki óeðlilegt að nota orð, sem oftast er haft um ítölsku maf- íuna, um þennan friðsama hóp undir forystu Halldórs heitins Jónssonar húsameistara? 4. Þar segir á bls. 11: „Bankarnir í landinu, sem voru í eigu ríkisins, voru í raun undir stjórn aðalflokkanna: Sjálf- stæðisflokkurinn réð yfir ráðn- ingum og útlánum í Landsbank- anum, og Framsóknarflokkurinn gegndi sama hlutverki í Bún- aðarbankanum.“ Veit Wade ekki að allir stjórn- málaflokkarnir áttu fulltrúa í bankastjórnum ríkisbankanna þriggja (ekki tveggja), Alþýðuflokk- urinn ekki síður en Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn? Og Sósíalistaflokkurinn átti jafnvel sína fulltrúa þótt þeir væru færri. Veit Wade til dæmis ekki að tveir formenn Alþýðuflokksins voru banka- stjórar, Jón Baldvinsson og Emil Jónsson? Og að Framsóknarflokkurinn átti jafnmikil ítök í Landsbankanum og Sjálfstæðisflokkurinn, enda var stærsta fyrirtæki landsins, Samband íslenskra samvinnufélaga, aðalviðskiptavinur Landsbankans og í nánum tengslum við Fram- sóknarflokkinn? 5. Þar segir á bls. 11: „Davíð Oddsson, sem fæddist 1948, var yfirgangssamur lífs- nautnamaður úr miðstétt, sem var kjörinn borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974. Hann varð borgarstjóri 1982 og hóf þá sölu borgarfyrirtækja, þar á meðal Bæjarútgerð- arinnar, til hagsbóta klíkubræðrum sínum í Eimreiðarhópnum.“ Veit Wade ekki að Davíð Oddsson ólst upp hjá einstæðri móður við þröngan kost og varð frá unglingsaldri að vinna fyrir sér með námi? Veit Wade ekki að enginn í Eimreiðarhópnum keypti Bæjarútgerðina, heldur var hún eftir ýmsar skipulagsbreytingar seld hópi kaup- sýslumanna undir forystu Árna Vilhjálms- sonar prófessors, alþekkts heiðursmanns? 6. Þar segir á bls. 12: „Einkavæðingin hófst 1998 og einkenndist af klíkuskap undir stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins. Landsbank- inn var seldur fyrirmönnum í Sjálfstæð- isflokknum, Kaupþing til framsóknarmanna, samstarfsaðila sjálfstæðismanna. Erlendir kaupendur voru útilokaðir.“ Veit Wade ekki að fyrsti ríkisbankinn, Út- vegsbankinn, var seldur 1990 undir forystu jafnaðarmannsins Jóns Sigurðssonar? Veit Wade ekki að árið 2001 var reynt að finna er- lendis kaupendur að hinum tveimur bönkunum en það tókst ekki? Veit Wade ekki að Björg- ólfur Guðmundsson, sem hafði forystu um kaup á stórum hlut í Landsbankanum 2002, hafði verið einn aðalstuðningsmaður Alberts Guðmundssonar í harðsóttu prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982 þar sem Al- bert keppti við Davíð? Veit Wade ekki að Rík- isendurskoðun samdi tvær skýrslur um sölu Landsbankans og Búnaðarbankans þar sem niðurstaðan var að farið hefði verið eftir efnis- legum sjónarmiðum við söluna? 7. Þar segir á bls. 12: „Hann ríkti – og það er síst ofmælt – sem forsætisráðherra næstu fjór- tán árin, og undir handarjaðri hans uxu bank- arnir mjög ört, en hann skipaði síðan sjálfan sig seðlabankastjóra 2004.“ Veit Wade ekki að Davíð var skipaður seðla- bankastjóri 2005, ekki 2004? Veit Wade ekki að Halldór Ásgrímsson réð Davíð til sjö ára við hlið tveggja annarra seðlabankastjóra? Veit Wade ekki að vöxtur bankanna varð aðallega eftir 2004, þegar Davíð var horfinn úr forsæt- isráðuneytinu? Veit Wade ekki að Davíð tók innstæður sínar út úr Kaupþingi 2003 í mót- mælaskyni við rausnarlega kaupauka banka- stjóranna? 8. Þar segir á bls. 13: „Davíð og félagar rýmkuðu síðan reglur um húsnæðislán, sem ríkisrekinn sjóður veitti, svo að nú mátti lána upp að 90% af markaðsverði eignar.“ Veit Wade ekki að þetta var kosningaloforð Framsóknarflokksins 2003? Að sjálfstæð- ismenn stóðu frammi fyrir því að framsókn- armenn ætluðu að mynda stjórn með vinstri- flokkunum eftir þær kosningar og framkvæma þessar tillögur, ef sjálfstæðismenn samþykktu þær ekki? Að þetta var síðan framkvæmt sum- arið 2004 þegar Davíð var að hverfa úr forsæt- isráðuneytinu? (Allt kom þetta til dæmis fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á banka- hruninu sem Wade vitnar oft til.) 9. Þar segir á bls. 15: „Dreifing tekna og eigna varð stórum ójafnari, og átti stjórn- arstefnan sinn þátt í því með því að flytja skattbyrðina á hina tekjulægri.“ Veit Wade ekki að samkvæmt mælingum hagstofu Evrópusambandsins reyndist tekju- dreifing í svipuðu horfi á Íslandi 2004 og 1995? Að árið 2004 var hún í svipuðu horfi og annars staðar á Norðurlöndum? Veit Wade ekki að hinir tekjulægri greiddu hlutfallslega hærri skatta við lok þessa tímabils vegna þess að tekjur þeirra höfðu hækkað hlutfallslega? 10. Nátengt þessu er það sem segir á bls. 28: „Hagstofa Íslands, sem sá um að safna gögn- um, var kúguð, svo að eftirtekt vakti, til að stinga undir stól upplýsingum um síaukinn ójöfnuð tekna og eigna, og áræddi hún vart að vekja athygli á óhagstæðri þróun.“ Hvaða gögn hefur Wade fyrir þessari alvar- legu ásökun á hendur hagstofunni og starfs- fólki hennar, að stungið hafi verið undir stól upplýsingum um ójafnari tekjudreifingu? Og hvaðan hefðu þær upplýsingar komið, sem hagstofan átti að stinga undir stól? 11. Þar segir á bls. 21-22: „Þegar hrunið hélt áfram af fullum þunga, festi Davíð gengi krón- unnar við myntkörfu nálægt því gengi, sem verið hafði. … Við aðstæður, þar sem gjald- miðillinn var þegar óstöðugur, gjaldeyrisforð- inn á þrotum og engin höft á fjármagnsflutn- ingum, entist gengisfestingin aðeins í nokkra tíma. Þetta var líklega skammlífasta geng- isfesting, sem sögur fara af. En hún entist nógu lengi til þess að klíkubræður með réttar upplýsingar gátu losnað við krónur sínar á miklu hagstæðara gengi en síðar bauðst. Inn- anbúðarmenn segja, að milljörðum króna hafi verið skipt út fyrir gjaldeyri á þessum klukku- tímum.“ Þegar ég skrifaði Wade til að spyrja um heimildarmenn fyrir þessum stóralvarlegu ásökunum á hendur Seðlabankanum (og um leið auðvitað á hendur bankaráðinu fyrir að hafa vanrækt eftirlitshlutverk sitt), svaraði hann því til að þeir væru þrír, starfsmaður Landsbankans, maður úr rannsóknarnefnd Al- þingis og hagfræðingur í Bretlandi, sem kunn- ugur væri íslenskum bönkum. En allir þrír mennirnir í rannsóknarnefnd Alþingis hafa staðfest við mig að þeir séu ekki heimild- armennirnir. Hvernig hefðu hinir heimild- armenn Wades síðan átt að hafa vitneskju um eitthvert saknæmt athæfi í Seðlabankanum, þar sem þeir voru ekki innanbúðarmenn? Af hverju tilkynntu þeir þá ekki rannsóknarað- ilum það? Veit Wade ekki að Seðlabankinn festi ekki gengið dagana 7.-8. október 2008, heldur gerði kauptilboð á genginu 131 á evru á millibankamarkaði (aðeins til viðskiptabank- anna)? Veit Wade ekki að Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri hafði umsjón með þessum kaupum af hálfu Seðlabankans? Veit Wade ekki að alls seldust þá sex milljónir evra eða 786 milljónir króna, eins og kom fram á sínum tíma í fréttatilkynningum frá bankanum, sem enn má finna á netinu, bæði á íslensku og ensku? Og að bankinn varð auðvitað að hverfa snögglega frá þessu tilboði eftir að Bretar settu 8. október hryðjuverkalög á Íslendinga og stöðvuðu með því allar millifærslur á fjár- magni til og frá Íslandi? 12. Þar segir á bls. 26. „Sama nefndin hafði lagt til við ríkissaksóknara í maí að seðla- bankastjórarnir þrír og framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins sættu lögreglurannsókn og ákærum. En það tók saksóknarann ekki nema sólarhring að hafna því.“ Veit Wade ekki að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, tók sérstaklega fram í blaðaviðtölum að ábending þeirra til rík- issaksóknara jafngilti ekki ósk eða kröfu um lögreglurannsókn eða ákæru? 13. Þar segir á bls. 26: „Því fór fjarri, að Davíð þyrfti að sæta ábyrgð. Hann var þess í stað verðlaunaður með því að gera hann að rit- stjóra hins áhrifamikla dagblaðs Morg- unblaðsins, þar sem hann hefur stjórnað fréttaflutningi af kreppunni, en þetta jafn- gildir því, eins og einn álitsgjafi benti á, að Nixon hefði verið gerður ritstjóri Washington Post í Watergate-málinu.“ Veit Wade ekki að Richard Nixon var sekur um að hylma yfir glæp, innbrot í bækistöðvar Lýðræðisflokksins, og um að hindra gang rétt- vísinnar? Hvar er sambærileg sök Davíðs? Yf- ir hvaða glæpi reyndi hann að hylma? Og hve- nær hindraði hann gang réttvísinnar? 14. Þar segir á bls. 27: „Samkeppnisstofnun var líka lögð niður, eftir að hún hafði gagnrýnt starfsemi olíufélaganna, sem voru í nánum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn og Fram- sóknarflokkinn.“ Veit Wade ekki að Samkeppnisstofnun var ekki lögð niður, heldur skipt um nafn á henni 2005, og hét hún eftir það Samkeppniseftirlit? Veit Wade ekki að húsleitin hjá olíufélögunum átti sér stað fjórum árum áður, 2001? Veit Wade ekki að Olíuverslun Íslands var stofnuð af Héðni Valdimarssyni, fyrsta formanni Sósí- alistaflokksins? 15. Þar segir á bls. 18: „Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti 1996 og endurkjörinn 2000, 2004 og 2008. Hann var jafnan óhvikull andstæðingur utanríkisstefnu Davíðs Oddssonar, ekki síst hins eindregna stuðnings Davíðs við „Bandalag hinna stað- föstu“ í Írak.“ Hvaða heimildir hefur Wade fyrir þessu? Mér er ekki kunnugt um að forsetinn hafi nokkru sinni mótmælt Íraksstríðinu eða utan- ríkisstefnu ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Ég skrifaði forsetaskrifstofunni og gat hún ekki heldur bent á nein dæmi þess. Ég vonast til þess að Robert Wade svari þessum spurningum á þeim vettvangi sem Al- þjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur veitt honum nú í dag, föstudaginn 6. september. Til þess að greiða fyrir svörunum hef ég þegar sent spurningarnar til hans á ensku. Ég ætla að mæta á fyrirlesturinn í Lögbergi kl. 12 og heyra hverju hann svarar. Ef hann svarar engu segir það auðvitað sína sögu. Eftir Hannes H. Gissurarson »Ég vonast til þess að Ro- bert Wade svari þessum spurningum á þeim vettvangi sem Alþjóðamálastofnun Há- skóla Íslands hefur veitt hon- um nú í dag, föstudaginn 6. september. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Nokkrar spurningar til Roberts Wades Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði í Há- skóla Íslands og sat í bankaráði Seðlabankans 2001-2009. Busavígsla í MR Þeir voru ekki árennilegir böðlarnir í Menntaskólanum í Reykjavík í gær þegar þeir hlupu blóðugir, tættir og með háreysti að sækja nýnema skólans til að tollera þá í sólinni. Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.