Morgunblaðið - 06.09.2013, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
✝ Margrét BirnaValdimars-
dóttir fæddist í
Reykjavík 8. ágúst
1938. Hún lést á
heimili sínu 30.
ágúst 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Valdimar
Björnsson, sjómað-
ur frá Gafli í Vill-
ingaholtshreppi, f.
5.8. 1907, d. 19.2. 1991 og Ingi-
björg Helgadóttir, vinnukona
frá Hreimsstöðum í Norður-
árdal í Borgarfirði, f. 28.10.
1904, d. 29.3. 1944. Síðar
kvæntist Valdimar Huldu Pál-
ínu Vigfúsdóttur, f. 20.7. 1918,
d. 7.7. 2000. Systkini Margrétar
Birnu eru þau: Valgeir Hilmar
Valdimarsson, f. 14.4. 1930.
Dóttir Valdimars er Margrét
Birna, f. 9.4. 1985, sambýlis-
maður Páll Axel Vilbergsson.
Börn Margrétar Birnu: Gísli
Matthías, f. 25.10. 2007 og Ásdís
Vala, f. 19.12. 2012
Margrét Birna fór í fóstur að
Skarðshömrum í Borgarfirði
eftir að móðir hennar lést. Ólst
síðan upp hjá föður sínum og
síðar stjúpmóður í Hlíðunum
þar til hún flutti til Hilmars
bróður síns um 16 ára aldur.
Árið 1961 eignaðist hún Valdi-
mar Örn en flutti til Keflavíkur
ári seinna og gerðist ráðskona
hjá Símoni Gíslasyni. Þar
kynntist hún Vali Símonarsyni,
syni hans, sem hún giftist. Mar-
grét Birna vann ýmis versl-
unar- og þjónustustörf. Vann
meðal annars á Aðalstöðinni
leigubílastöð, hjá Kaupfélagi
Suðurnesja og síðustu árin vann
hún hjá Pósti og síma.
Útför Margrétar Birnu fer
fram frá Njarðvíkurkirkju,
Innri-Njarðvík, í dag, 6. sept-
ember 2013, kl. 15.
Kristín Vigdís
Valdimarsdóttir, f.
11.11. 1952 og
Björn Valdimars-
son, f. 9.1. 1955.
Stjúpsystur hennar
eru þær Guðrún
Erla Skúladóttir, f.
27.7. 1935 og Jens-
ína Nanna Eiríks-
dóttir, f. 15.12.
1940.
Margrét Birna eignaðist einn
son, Valdimar Örn, f. 20.7.
1961. Hún giftist Vali Sím-
onarsyni 9.3. 1963, f. 7.3. 1942,
d. 15.5. 2007, sem ættleiddi
Valdimar. Maki Valdimars er
Snjólaug Kristín Jakobsdóttir,
f. 15.8. 1964. Dætur þeirra eru
Snædís Anna, f. 23.7. 1991 og
Valdís Lind, f. 24.11. 1999.
Ég ætla að minnast fallegrar
konu. Þessi fallega kona var
amma mín, alnafna, besta vin-
kona og eitthvað miklu meira en
það, í raun og veru er ekki hægt
að lýsa því með orðum hversu
kær hún var mér. Ég er svo
heppin að eiga ófáar minningarn-
ar með henni. Sunnudagsrúntur
um sveitirnar þar sem ég var
frædd um landið og merka staði,
sumarbústaðarferðir í Munaðar-
nes, tívolíferðir í Hveragerði,
heimsóknir til ættingja og vina,
alltaf var ég velkomin með. Ég á
líka ófáar minningarnar af
Njarðvíkurbrautinni, t.d. þegar
okkur vinkonurnar langaði í
snúsnú og það var ekki veður til
þess að fara út, þá var lítið mál að
breyta til innandyra svo hægt
væri að fara í snúsnú inni. Þetta
mátti hvergi annarsstaðar en hjá
ömmu minni og afa. Því þau voru
einstök. Ég á líka margar minn-
ingarnar þar sem setið var með
mér við eldhúsborðið og hjálpað
að læra, það voru fáir með eins
mikla þolinmæði. Fyrir prófin
var orðið vinsælt að hittast á
Njarðvíkurbrautinni að læra.
Úða í sig snickersís og grilluðum
samlokum með skinku, osti, asp-
as og mæjó. Amma og afi voru
engum lík, þau vildu allt fyrir mig
gera, það er ekki sjálfsagt að eiga
ömmu og afa sem nenntu að
keyra með mig fimm sinnum í
viku á æfingar inn í Hafnarfjörð,
af því ég vildi æfa íþrótt sem var
ekki í boði á Suðurnesjum. Jú,
þeim fannst það minnsta mál.
Amma var ein fallegasta kona
sem ég veit um. Hún var með
breitt bak og hjarta úr skínandi
gulli, en hún gat verið viðkvæm
og brothætt þegar fáir sáu til.
Betri konu er erfitt að finna, hún
mátti ekkert aumt sjá og leit á
alla sem jafna, sama hvort þú
varst keisari eða fátækur smali.
Mér fannst það forréttindi að hún
vildi eyða 75 ára afmælisdeginum
og jafnframt seinasta afmælis-
deginum sínum með okkur. Við
áttum góðar stundir saman þar
sem við rúntuðum um sveitir og
skoðuðum hvar hún bjó þegar
hún var ung og frá hvaða bæjum
við eigum ættir okkar að rekja,
fórum saman út að borða. Svo
enduðum við daginn á að smakka
köku ársins og kúra saman í sóf-
anum yfir sjónvarpinu. Samband
okkar ömmu var ekki venjulegt
samband ömmu og barnabarns.
Ég gat sagt henni frá öllu og hún
skildi mig alltaf svo vel. Ég tel
mig hafa verið mjög heppna
manneskju með að hafa eignast
hana sem ömmu. Vandamál mín
voru ekki vandamál í hennar aug-
um, þetta voru verkefni. Hún hef-
ur kennt mér að elska bæði kosti
mína og galla, þó er eitt sem ég
má laga sem fór alltaf í taugarnar
á henni en það var hversu óstund-
vís ég er. En það er verkefni fyrir
mig að laga. Ég hef alla tíð verið
með matarást á ömmu. Undan-
farin ár hefur hún verið að kenna
mér að elda ömmumat svo ég
gæti enn notið hans þegar hennar
tími kæmi. En ég hræddist þetta
tal hennar. Mér hefur alltaf fund-
ist hún eiga að vera eilíf og hún
verður það, bara í hjarta mínu,
eins og sonur minn sagði þegar
ég grét yfir því að hafa misst
hana. Af hverju ertu að gráta
mamma, núna er hún alltaf hjá
okkur. Núna þarftu ekki að keyra
til Keflavíkur til að hitta hana,
hún er bara hér hjá okkur í hjart-
anu. Því ætla ég að trúa.
Guð geymi þig elsku amma.
Margrét B. Valdimarsdóttir.
Elsku amma Birna. Það er
sárt að kveðja svona fljótt fallega
og góða konu. Ég var nýbúin að
vera hjá þér í 75 ára afmælismat,
þar sem ég horfði á þig eins og
hvern annan dag, ákveðna, dug-
lega, sterka og góða ömmu, sem
vildi allt fyrir alla gera. Á þeirri
stundu átti ég ekki von á að þetta
myndi gerast svona fljótt. Lífið
er svo óútreiknanlegt. Það eru
margar minningar sem ég átti
með þér og mig langar að þakka
þér fyrir þær yndislegu stundir
sem við áttum saman og allt sem
þú varst tilbúin að gera fyrir mig
– hvort sem það var að skutla
mér á æfingar eða baka fyrir mig
í heilt afmæli, þú vildir allt fyrir
mig gera.
Elsku amma mín, ég treysti
því og trúi að þú sért komin á
góðan stað og sért komin til afa.
Ég er ævinlega þakklát fyrir
góðu minningarnar, við sjáumst
hressar.
Þín
Snædís Anna
Valdimarsdóttir.
Elsku amma mín, þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar okkar
saman.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín
Valdís Lind
Valdimarsdóttir
Margrét Birna
Valdimarsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
sjúkraliði,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Ljósheimum 6,
lést miðvikudaginn 4. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóhann Jónasson, Sigríður Bjarney Jónsdóttir,
Benedikt Jónasson, María Björk Jóhannsdóttir,
Björk Elva Jónasdóttir, Kjartan Kjartansson,
Atli Viðar Jónasson, Þórunn Brandsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
PÉTUR FILIPPUSSON,
Aðalstræti 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 9. september kl. 13.00.
Guðjóna Guðjónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir minn,
KRISTJÁN JÓNSSON,
Freyjugötu 15,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
þriðjudaginn 3. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svavar Jónsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BERGUR GUÐMUNDSSON
Jökulgrunni 16,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. september.
Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn
13. september kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Karitas,
hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu.
Anna S. Eyjólfsdóttir,
Eyjólfur Bergsson, Svala Helga Eiríksdóttir,
Ragnar Bergsson, Ólína Sigurgeirsdóttir,
Helga Bergsdóttir, Haraldur Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNAR Ó. SKAFTASON,
Boðagranda 2,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 27. ágúst á Landspítalanum
í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn
10. september kl. 13.00.
Kristín Edda Kornerup-Hansen,
Skafti Gunnarsson, Súsanna Davíðsdóttir,
Kristján Gunnarsson,
Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Amid Derayat
og barnabörn.
✝
Bróðir okkar,
GUÐJÓN JÓNSSON
frá Fagurhólsmýri,
sem lést laugardaginn 31. ágúst, verður
jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn
9. september kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélag Íslands.
Guðrún Jónsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir,
Sigurgeir Jónsson,
Sigríður Jónsdóttir.
✝ Knútur Val-garð Berndsen
fæddist í Syðri-Ey á
Skagaströnd 25.
október 1925. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnuninni á
Blönduósi 31. ágúst
2013.
Foreldrar hans
voru Anna Sölva-
dóttir og Carl
Berndsen kaup-
maður á Skagaströnd. Fóstur-
foreldrar Knúts voru Guðrún
Sigurðardóttir frá Kjalarlandi
og Björn Árnason frá Þverá í
Hallárdal, en þau bjuggu í
Syðri-Ey. Björn lést þegar Knút-
ur var aðeins sex ára gamall.
Knútur giftist 17. júní 1951
Theódóru Arndísi Berndsen.
Theódóra lést 25. janúar 2007.
Foreldrar hennar voru hjónin
Arndís Á. Baldurs og Jón S.
Baldurs, kaupfélagsstjóri á
Blönduósi. Synir þeirra eru: 1)
Jón Örn, f. 1951.
Maki Elín H. Sæ-
mundsdóttir, börn
þeirra Tjörvi og
Arndís. 2) Gunn-
björn Valur, f.
1952. Maki Lísa
Berndsen, börn
þeirra Knútur og
Guðrún. Áður átti
Gunnbjörn eina
dóttur, Aðalheiði.
3) Stefán Þröstur, f.
1956. Maki Sólveig Róarsdóttir.
Hennar börn eru Dagbjört Jóna,
Árni Max og Albert Ingi. Fyrri
kona Stefáns var Ásta Ingv-
arsdóttir, börn þeirra eru Stein-
dór Hrannar, Theódóra Arndís
og Signý. Áður átti Stefán eina
dóttur, Maríu Ásdísi. 4) Haukur,
f. 1961. Maki Chona Millan.
Þeirra dóttir Soffía Arndís.
Útför Knúts verður gerð frá
Blönduóskirkju í dag, 6. sept-
ember 2013, og hefst athöfnin
kl. 14.
Þegar ég minnist Knúts afa þá
hverfur hugur minn heim á Ár-
braut 13, þar sem amma og afi
bjuggu. Fyrir mér var Árbrautin
hinn eiginlegi Blönduós. Það var
alltaf mikið líf og fjör í þessu stóra
húsi og alltaf gott að koma til
þeirra. Húsið sem þau bjuggu í
var voðalega stórt í huga lítillar
manneskju og er minningin það-
an alltaf ljúf. Húsið hafði marga
kvisti, geymslur, skot og fullt,
fullt af herbergjum. Sérstaklega
var skemmtilegt að skoða og
gramsa í öllu dótinu sem þar var.
Ég og Dódó frænka mín áttum
okkar herbergi til að leika okkur í
og þar var mikið brallað, allskon-
ar leikir og ýmis uppátæki sem
við fundum uppá að gera. Þá var
herbergið hans afa heill heimur
útaf fyrir sig. Afi var mikill safn-
ari, mynt, frímerki blöð, bækur
og dót var einhvernveginn þar út
um allt hjá honum en þó hver
hlutur á sínum stað. Lyktin var
eitthvað sérstök og heillandi. Í
bílskúrnum hans voru fjársjóðir.
Stundum voru þar hlutir sem
amma var ekki sérstaklega hrifin
af að hafa, a.m.k. ekki þegar hann
var verkstjóri hjá Blönduósbæ og
geymdi þar dínamít þegar
geymslu vantaði tímabundið fyrir
það efni.
Afi var ákaflega greiðvikinn og
hjálpsamur maður. Hann átti sér
nokkrar „hjákonur“, eins og hann
kallaði þær. Þessu velti ég, barn-
ið, svolítið fyrir mér. Síðar skildi
ég það að þessir einstaklingar
voru einstaklingar sem minna
máttu sín í samfélaginu, ef svo má
að orði komast, og bundu ekki
hnúta sína með sama hætti og við
hin. Þessu fólki var hann hjálpleg-
ur.
Ég minnist atviks þar sem ég,
táningur á gelgjuskeiði, skamm-
aðist mín svolítið fyrir hann. Við
vorum, stórfjölskyldan, að borða
á veitingastað í höfuðborginni.
Þegar við komum inn í borðsalinn
og erum sest til borðs er einn
stóllinn við borðið eitthvað laus og
skakkur. Afi settist bara á gólfið
og fór að laga stólinn. Svakalega
skammaðist ég mín, svona gera
menn bara ekki á veitingahúsum,
en svona var afi. Í dag finnst mér
þetta yndisleg minning.
Það var afa áfall þegar amma
slasaðist og veiktist. Af bestu
getu annaðist hann um hana,
þeirra samband var alltaf fullt af
ást og virðingu.
Afi minn, um þig eru margar
minningar, þú fylgdist vel með
fjölskyldunni og barst hag hennar
fyrir brjósti.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt
saman, minningu þína mun ég
geyma í hjarta mér.
Hvíl þú í friði.
Þín sonardóttir,
Arndís Berndsen.
Knútur Valgarð
Berndsen
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn, svo
og æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is
og gera umsjónarfólki minning-
argreina viðvart.
Minningargreinar