Morgunblaðið - 06.09.2013, Síða 38

Morgunblaðið - 06.09.2013, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 ✝ Marselía Sig-urborg Guð- jónsdóttir fæddist á Hreppsendaá í Ólafsfirði 1. febr- úar 1924. Hún lést á Höfða, hjúkr- unar- og dval- arheimili, Akra- nesi, 28. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Herdís Sigurjónsdóttir frá Hamri í Stíflu, f. 1893, d. 1987, og Guðjón Jónsson frá Ytri- Gunnólfsá í Ólafsfirði, f. 1890, d. 1964. Marselía giftist 1. júní 1952 Þórði Guðjónssyni frá Ökrum á Akranesi. Foreldrar hans voru hjónin Ingiríður Berg- þórsdóttir frá Bergþórshvoli á Akranesi, f. 1889, d. 1958, og Guðjón Þórðarson frá Vega- mótum á Akranesi, f. 1885, d. 1941. Börn þeirra eru: 1) Inga Jóna, viðskiptafræðingur, f. 24. september 1951, gift Geir H. Haarde, fv. forsætisráð- herra. Dætur þeirra eru a) Helga Lára, f. 1984, gift Vigni Erni Hafþórssyni, dóttir þeirra er Inga Jóna; b) Hildur María, f. 1989, unnusti hennar er Baldur Kári Eyjólfsson. Sonur Þóra, f. 1981, hennar maður er Daníel Viðarsson. Börn þeirra eru Jóhannes Már og Anna, stjúpsonur Ingunnar og sonur Daníels er Sindri Freyr; d) Guðjón, f. 1985, unnusta hans er Hildigunnur Ein- arsdóttir. 3) Guðjón, knattspyrnuþjálf- ari, f. 14. september 1955. Sambýliskona hans er Ingi- björg Guðmundsdóttir. Synir Guðjóns eru a) Þórður, f. 1973, kvæntur Önnu Lilju Valsdóttur og eru dætur þeirra Valdís Marselía, Veronica Líf og Vic- toria Þórey; b) Bjarni Eggerts, f. 1979, kvæntur Önnu Maríu Gísladóttur. Börn þeirra eru Helga María, Jóhannes Krist- inn og Gísli Björn; c) Jóhannes Karl, f. 1980, kvæntur Jófríði Maríu Guðlaugsdóttur. Synir þeirra eru Ísak Bergmann, Jó- el Þór, Daníel Ingi og Emil Karl; d) Atli, f. 1988, unnusta hans er Íris Edwards; e) Tjörvi, f. 1990, unnusta hans er Harpa Káradóttir. Marselía ólst upp í Ólafs- firði og lauk prófi frá Hús- mæðraskólanum í Varmahlíð í Skagafirði. Hún flutti til Akra- ness 1951 þegar hún hóf bú- skap með Þórði. Auk húsmóð- urstarfa sinnti hún ýmsum störfum og vann með manni sínum við útgerð og fisk- verkun. Útför Marselíu verður gerð frá Akraneskirkju í dag, 6. september 2013, og hefst at- höfnin kl. 14. Ingu Jónu og stjúpsonur Geirs er c) Borgar Þór Einarsson, f. 1975, kvæntur Kristínu Hrefnu Halldórs- dóttur. Börn þeirra eru Anna Soffía og Patrekur Þór. Börn Borgars og Unnar Svövu Jóhannsdóttur eru Breki Þór og Marselía Bríet, stjúpdóttir Borgars og dóttir Unnar er Sigrún Líf; stjúpdætur Ingu Jónu og dætur Geirs: d) Ilia Anna, f. 1977, gift Ágústi Fjeldsted. Dætur þeirra eru Ingibjörg Anna, Kolbrún María og Helena Ósk; e) Sylvía, f. 1981, gift Gunnari Bjarnasyni. Börn þeirra eru Róbert Bjarni og Júlía. 2) Her- dís, fv. alþingismaður, f. 31. janúar 1953, gift Jóhannesi Ólafssyni, fv. útgerðarmanni. Börn þeirra eru a) Þórður Már, f. 1973, kvæntur Nönnu Björgu Lúðvíksdóttur. Börn þeirra eru Kristófer Orri, Her- dís Lilja og Katrín Rós; b) Lára, f. 1974, unnusti hennar er Sigvaldi Gunnlaugsson. Börn hennar eru Svanhildur og Jóhannes Breki; c) Ingunn Marselía tengdamóðir mín hefur nú fengið hvíldina eftir langvinn veikindi. Í slíkum til- vikum er dauðinn líkn. Fyrir þá sem þekktu Marselíu áður en veikindin tóku yfirhöndina var sárt að horfa upp á þessa sterku dugnaðarkonu þurfa smám sam- an að láta með þessum hætti í minni pokann. Síðustu árin naut hún kærleiksríkrar umönnunar á Sjúkrahúsi Akraness og undir lokin á Hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Höfða. Aðstandendur eru þakklátir fyrir þá góðu þjón- ustu. Ég kom inn í fjölskyldu Mars- elíu og Þórðar Guðjónssonar skipstjóra og útgerðarmanns á Akranesi fyrir um 30 árum er þau hjón voru um sextugt og nokkuð farin að minnka við sig umsvifin. Þórður var þá nýlega hættur í útgerð en rak fisk- vinnslu áfram í nokkur ár. Í ára- tugi hafði Marsa staðið við hlið hans í þessum áhættusama at- vinnurekstri og gengið í öll verk. Hún var vön því frá unga aldri norður í Ólafsfirði að leggja hart að sér og féll aldrei verk úr hendi, hvorki í fiskhúsinu né heima í eldhúsi. Meðan Þórður var sjálfur til sjós sá hún að mestu um heimilið og uppeldi barnanna en gaf sér einnig tíma til að sinna pólitískum verkefn- um og sjálfboðavinnu. Hún var stofnfélagi í Bárunni, félagi sjálf- stæðiskvenna á Akranesi, vara- bæjarfulltrúi í nokkur ár og 17 ár í barnaverndarnefnd. Þar gætti hún hagsmuna þeirra sem ekki gátu sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Hún hafði ríka rétt- lætiskennd, var ákveðin og skoð- anaföst, orðheppin, hnyttin í til- svörum og jafnan snögg til svars. Einnig var hún ljóðelsk og fór með vísur fram undir það síð- asta. Orðið dugnaðarforkur hrekk- ur skammt til að lýsa konu eins og Marselíu. Hún var eina barn foreldra sinna sem bjuggu á Hreppsendaá, fremsta bænum í Ólafsfirði. Þar var mikil snjóak- ista og harðbýlt. Þurfti því mikið fyrir lífinu að hafa og byrjaði Marsa ung að vinna fyrir sér. Hún lagði fyrir sig ýmis algeng störf og fór síðan í Húsmæðra- skólann í Varmahlíð. Tvítug hélt hún til Reykjavíkur og réð sig til starfa á heimili þáverandi bisk- upshjóna og vann síðar á veit- ingahúsum í bænum. Sumarið 1949 var hún með í þriggja mán- aða fiskveiðitúr sem farinn var á Súðinni til Grænlands. Leiðir þeirra Þórðar lágu saman í Reykjavík þegar hann var í Stýrimannaskólanum og settust þau að á Akranesi 1951. Þar fæddust börnin þeirra þrjú næstu árin. Þrátt fyrir miklar annir alla tíð var fjölskyldan allt- af í fyrirrúmi hjá Marselíu og Þórði. Þau reistu hús yfir sig og sína 1955 og þar var jafnan mannmargt. Eftir að foreldrar hennar brugðu búi 1963 fluttu þau til dóttur sinnar og síðar bættust við nýjar kynslóðir. Allir áttu öruggt athvarf hjá Þórði og Mörsu og þekki ég af eigin raun hve þau hjón voru gestrisin og gjafmild. Auk eigin barna ólu þau upp Borgar Þór dótturson sinn þar til hann fór í mennta- skóla. Um tíma bjuggu fjórir ættliðir í húsinu. Marselía og Þórður tóku mér opnum örmum frá fyrstu tíð sem og eldri dætrum mínum tveimur. Fæ ég það seint fullþakkað. Ég kveð tengdamóður mína með mikilli virðingu fyrir henni og hennar ævistarfi. Það er bjart yfir minningu Marselíu Guðjóns- dóttur. Geir H. Haarde. Þegar ég minnist minnar elskulegu tengdamóður, sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf eftir erf- ið veikindi undanfarin ár og leið- ir okkar skilur, koma upp í hug- ann margar góðar minningar. Marsa, eins og hún var ætíð kölluð, var einstök kona, vildi öll- um vel og hvers manns vanda leysa, það hef ég fengið að reyna í gegnum árin, alltaf boðin og búin að aðstoða mig og mína. Marsa átti góða fjölskyldu og hélt vel utan um hópinn sinn. Hún var ættuð frá Ólafsfirði og voru ræturnar sterkar norður. Samskipti okkar voru góð í gegnum árin og man ég aldrei eftir að okkur hafi orðið sundur- orða um dagana. Hún unni íslenskri tungu og lagði mikla áherslu á að talað væri rétt mál, hún hafði yndi af lestri góðra bóka og var mikill ljóðaunnandi og gat hún vitnað í ljóð og vísur þegar mikið lá við, einnig var hún hagmælt og setti saman vísur, hún var mjög orð- heppin og fljót að svara fyrir sig og það á skemmtilegan hátt. Ég hóf ungur störf við útgerð þeirra hjóna bæði til sjós og lands. Við unnum saman í salt- fiskverkun þeirra og sá ég þá hvað tengdamóðir mín kunni vel til verka. Þegar ég og kona mín hófum okkar útgerð stóð ekki á aðstoð frá þeim hjónum, alltaf hvött áfram og sýndur áhugi á öllu sem við gerðum. Börnum okkar var Marsa góð amma og leituðu þau mikið til ömmu sinnar, alltaf var tími fyrir þau og eiga þau yndislegar minningar um ömmu sína sem hvatti þau áfram og gaf sér tíma til að setjast niður og spjalla. Þau hjónin, Þórður og Marsa, voru afar samrýnd hjón og áttu mörg sameiginleg áhugamál og held ég að þar hafi laxveiðin staðið upp úr. Margar voru veiði- ferðirnar sem við fórum saman í vestur í Dali í laxveiði og var hún lunkinn veiðimaður og gaman var að sjá hana með veiðistöng úti í fallegri veiðiá. Hún var nátt- úruunnandi og elskaði að ferðast um landið sitt. Áttum við margar ánægjustundir saman í sum- arbústað í gegnum árin og er gott í sorginni og söknuðinum að ylja sér við þær minningar. Marsa hafði sterkar skoðanir og var ákveðin og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá henni. Hún tók alltaf málstað þeirra er minna máttu sín í lífinu og held ég að vandfundinn sé sá einstaklingur sem hefur gefið eins mikið og Marsa gaf af sér, en síðustu árin hafa verið henni erfið vegna veikinda. Heimili Mörsu var griðastaður fjölskyld- unnar, þar hittist stórfjölskyldan og var hún aldrei ánægðari en þegar allir voru mættir í eldhús- ið á Skólabrautinni og skipst var á skoðunum og góðar veitingar á borðum en Marsa gerði mjög góðan mat, var snillingur í mat- argerð og bakaði góðar kökur. Þegar ég nú kveð tengdamóð- ur mína og þakka henni sam- fylgdina í gegnum árin og alla þá ást og umhyggju sem hún bar fyrir mér alla tíð á ég henni mik- ið að þakka. Ég veit að hún var hvíldinni fegin. Nú eru þau hjón- in sameinuð á ný á öðru tilveru- stigi. Ég bið góðan Guð að blessa minningu góðrar konu sem öllum vildi vel. Minning þín mun lifa í hjört- um okkar. Þinn tengdasonur, Jóhannes Ólafsson. Amma Marsa kvaddi okkur í síðustu viku, södd lífdaga. Lífið hafði verið henni gott og gjöfult, eins og hún sagði sjálf. Minning- arnar streyma fram, góðar og hlýjar. Ég var svo gæfusamur að fá að alast upp hjá ömmu og afa á Skólabrautinni, fyrir það fæ ég aldrei fullþakkað. Amma var ein- stök, svo sannarlega í mínum huga, en ég held að flestir þeir sem henni kynntust hafi sömu sögu að segja. Minningin um lít- inn strák í öruggu skjóli ömmu og afa mun ætíð lifa innra með mér. Amma var mikill skörungur, ákveðin og sterk. Hún tók ætíð upp hanskann fyrir sitt fólk en það breytti þó engu um það að alltaf þurfti maður að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar heim var komið. Eitt sinn kom ég heim úr skólanum, líklega 11 ára gamall, blóðugur og bólginn eftir erfið slagsmál. Amma tók þessu fremur illa og spurði mig hvernig hinn strákurinn hefði farið út úr þessu og þegar ég gat sagt henni frá því að ég hefði í það minnsta ekki farið halloka, þá léttist mjög lundin í þeirri gömlu og málið var þar með út- rætt af hennar hálfu. Amma var umhyggjusöm en aumingjaskap og vesaldóm þoldi hún ekki. Amma fór með stjórnvaldið á Skólabrautinni. Hún var ströng þegar því var að skipta en alltaf réttsýn. Frjálsræðið var mikið, allt sem ekki var sérstaklega bannað var leyft, en frjálsræðinu fylgdi krafa um ábyrgð og sjálf- stæði. Reglurnar voru fáar en bæði skýrar og ófrávíkjanlegar. Aldrei hefur að manni hvarflað að brjóta reglurnar hennar ömmu Mörsu og eins og raunin er með góðar reglur er líftími þeirra lengri en stjórnvaldsins sem þær setur. Amma stóð alltaf með sínu fólki. Ég fékk það verkefni sex ára gamall að segja ömmu að Ronald Reagan hefði verið sýnt banatilræði, afi hafði heyrt það í kvöldfréttunum. Hún tók því sem persónulegri árás á sig enda var Reagan okkar maður. Raun- ar var lífseig sú kenning ömmu að Reagan væri fjarskyldur ætt- ingi okkar, afkomandi frænda hennar úr Fljótunum sem hafði farið vestur um haf sem ungur maður snemma á 19. öld. Kímni ömmu var oft á mörkum sann- leikans og ekki var hún síðri fyr- ir vikið. Amma var umburðarlynd í flestu tilliti en þó voru ákveðnir lestir sem ekki voru umbornir. Þannig voru þeir sem ekki gátu talað rétta íslensku ekki hátt skrifaðir. Manni lærðist það fljótt að vanda mál sitt. Jafnt heimilismenn sem gestkomandi máttu þola skammir af hálfu ömmu ef þeim varð hált á svelli íslenskunnar. Laxness þoldi amma ekki og ástæðan var ekki skoðanir hans eða efnistök, held- ur meðferð hans á íslenskunni. Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir að ég flutti að heiman að ég þorði að glugga í skrif nób- elsskáldsins. Amma hafði djúpstæð áhrif á okkur sem stóðum henni næst. Síðustu árin var hún mjög heilsulaus og hafði litla burði en þó var það svo að áhrif hennar á líf okkar voru enn sterk. Hún hafði þegar komið sínu til skila, sínum gildum og sínu viðhorfi til lífsins. Og þannig verður það áfram. Marselía Guðjónsdóttir lifir í sínum afkomendum. Þakklæti mínu í garð ömmu nú við leiðarlok verður ekki með orðum lýst. Borgar Þór. Elsku amma Marsa. Á kveðju- stund sem þessari rifjast upp góðar og fallegar minningar um hjartgóða og skemmtilega ömmu sem öllum vildi vel. Alltaf var jafn gaman og gott að koma á Skólabrautina til ykkar afa og ávallt var faðmur þinn opinn fyr- ir öllum sem á honum þurftu að halda. Amma Marsa sem svo gjarnan tók á móti manni í eld- húsinu og sá til þess að allir fengju nú örugglega nóg að borða og færu af Skólabrautinni saddir og sælir út í dagsins önn. Hlýjan og öryggið sem við fund- um hjá ykkur afa á Skólabraut- inni mun ylja okkur um hjarta- rætur um ókomna tíð. Elsku amma Marsa, við vitum að fagnaðarfundir ykkar afa hafa verið miklir, þar sem hann beið þín hinum megin kátur að fá þig Marselía S. Guðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guðjón Þórðarson. ✝ Ásta Jónsdóttirfæddist í Feigsdal í Arn- arfirði 5. júlí 1926. Hún lést 27. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru Elín María Jónsdóttir, f. í Arn- arfirði 24. desem- ber 1903, d. 1977 og Jón Magnússon frá Hrófbergi í Strandasýslu, f. 22. apríl 1895, d. 1957. Systkini Ástu voru: Björg, f. 1924, d. 1998, gift Óskari Ketilssyni, Guðjón, f. 1927, d. 1992, kvæntur Jóhönnu Snæfeld, og Júlíana Kristín, f. 1928, gift Guðna Alberti Guðnasyni. Ásta giftist 20. maí 1951, Er- lendi Sigurmundi Þóroddssyni vélstjóra, f. 18. september 1928 esdóttur. c) Elín Ósk, f. 12. júní 1979, maki Ásgeir Sigurbjörns- son, f. 21. janúar 1976, dætur: Freyja Ósk og Ágústa Ósk. d) Ingvar, f. 24. janúar 1981, maki Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir. 2) Valur Guðbergur rafeindafræð- ingur, f. 25. október 1951, d. 1983. 3) Ingibjörg, f. 5. nóv- ember 1953, maki Kjell Hiller, f. 7. mars 1945. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) María Sús- anna, f. 10. apríl 1979, maki Shlomi Regev, börn: Yael Ásta og Ariel Sigurmundur. b) Ulf Jonas, f. 1. apríl 1981. Fyrir á Ingibjörg dótturina Ástu Björk Ólafsdóttur, f. 28. júní 1972. Maki Sigurður Lárusson, f. 1. nóvember 1968, dóttir: Elísa Rut. Fyrir á Ásta Björk Guð- rúnu Ingibjörgu Rósmunds- dóttur. 4) Elín Petra, f. 2. mars 1959, maki Jan Almkvist, f. 1. september 1959. Synir þeirra eru: a) Jan Peter, f. 1. nóv- ember 1978, maki Yuan Tian Almkvist, f. 2. apríl 1978, börn: Johnny Ray og Sunny Mei. b) Stefan Valur, f. 29. desember 1982. c) Davíð Jón, f. 15. mars 1984. Ásta flutti með foreldrum sínum á Bíldudal þar sem hún bjó í tvö ár en þegar hún var 7 ára flutti fjölskyldan til Flat- eyrar. Á Flateyri kynntist Ásta eiginmanni sínum og stofnaði með honum heimili: Þau byggðu hús við Hrannargötu og síðan við Eyrarveg. Árið 1971 fluttu Ásta og Sig- urmundur til Reykjavíkur og bjuggu í Karfavogi. Eftir að Sigurmundur lést flutti Ásta í Álftamýri og bjó þar til dán- ardags. Ásta stundaði ýmis verkamannastörf bæði á Flat- eyri og í Reykjavík, hún vann í fiski, var í vist, þreif nýja bíla og að síðustu vann hún við heimilishjálp hjá Reykjavík- urborg. Útför Ástu fer fram frá Þor- lákskirkju í dag, 6. september 2013, og hefst athöfnin í kl. 13. í Höll í Haukadal í Dýrafirði, d. 1975. Ásta og Sig- urmundur eign- uðust fjögur börn. 1) Jón Hafsteinn aðstoðarskóla- stjóri, f. 20. janúar 1949, maki Ásta Júlía Jónsdóttir kennari, f. 14. maí 1951. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Stefán, f. 23. maí 1971, maki Guðný Jóna Þorsteinsdóttir, f. 4. október 1975, börn: Ásdís Dögg, Arnór Snær, Þormar Ernir og Hafsteinn Thor. b) Rannveig Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1973, maki Kjartan He- arn Magnússon, f. 10. júní 1977, dætur: Iðunn Ösp og Þór- gunnur Agla en fyrir á Rann- veig Kolfinnu Kötlu Jóhann- Elskuleg frænka mín og móðu- systir Ásta Jónsdóttir var einstök kona, sem ræktaði kærleikann allt í kring um sig. Hún kom á hverju ári austur í sveit til systur sinnar, hennar mömmu, meðan hún lifði og þá sátu þær systur með handavinnu báðar Ásta að prjóna og mamma að hekla og þær ræddu menn og málefni sem oftar en ekki var fróðlegt á að hlýða, þar sem bar á góma upprifjun af æskustöðvun- um á Flateyri við Önundarfjörð. Eftir að ég flutti að heiman á höfuðborgarsvæðið heimsótti Ásta mig reglulega öll árin á hverjum stað sem ég settist að á, síðast austur á Selfoss í sumar. Dugnaðurinn og eljan við alla skapaða hluti var henni í blóð borin, ásamt hinni óendanlegu ræktun kærleikans í garð sinna öllum stundum. Ásta hafði sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og við frænk- urnar áttum oft spjall um það hið sama, ekki síst síðari ár, stór- skemmtilegt spjall, þar sem hún fylgdist ætíð vel með því hvernig þjóðmálavettvangurinn leit út hverju sinni og það var eins og hún sæi gegnum holt og hæðir um þróun mála, flest gekk eftir sem hún hafði rætt. Hún var einstök manneskja sem verður sárt saknað af okkur sem eftir stöndum, en hún skilur eftir sig kærleik og elsku sem veganesti fyrir okkur áfram. Ég og mínir bræður og fjöl- skylda, biðjum góðan Guð að styrkja börnin hennar, barna- börn, og barnabarnabörn í sorg- inni, og þökkum fyrir að hafa fengið að njóta samskipta við elskulega móðursystur okkar öll þessi ár. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem.) Guðrún María Óskarsdóttir. Ásta Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.