Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 43
hjá Flugfélagi Norðurlands (FN).
Á þeim tíma fékk hann leyfi fyrir
hönd FN að starfrækja Fríhöfn á
Akureyrarflugvelli í tengslum við
millilandaflug þaðan. Sú fríhöfn er
enn í fullum rekstri og dafnar vel.
Flugfélag Norðurlands festi
kaup á innanlandsdeild Flugleiða
1997 og úr varð Flugfélag Íslands.
Friðrik varð þá deildarstjóri leigu-
flugsdeildar, með aðsetur á Ak-
ureyri.
Með reksturinn á Grænlandi
Árið 2008 ákvað Flugfélag Ís-
lands að selja flugreksturinn sem
gerður var út frá Akureyri, en það
voru tvær Twin Otter-flugvélar og
húsakynni. Friðrik fékk þá til liðs
við sig nokkra öfluga fjárfesta,
keypti reksturinn 2008. og stofnaði
Norlandair, sem er að mestu leyti
með rekstur sinn á Grænlandi,
ásamt áætlunar- og sjúkraflugi og
starfrækir nú fjórar flugvélar:
„Uppbygging á Grænlandi hefur
orðið sífellt örari á undanförnum
árum, í ferðamennsku og margs
konar atvinnustarfssemi. Það er
því mjög spennandi að fylgjast með
þeirri þróun og fá að taka þátt í
henni,“ segir Friðrik.
Friðrik átti einnig þátt í stofnun
Arctic Maintenance sem hefur séð
um viðhald flugvéla félagsins og
annarra véla.
Friðrik sat í stjórn Versl-
unarmannfélags Ísafjarðar um
skeið og var félagi í JC á Ísafirði.
Eftir að hann flutti til Akureyrar
sat hann í stjórn Skíðaráðs Ak-
ureyrar og í aðalnefnd Andrésar
andar-leikanna í 25 ár, sat í stjórn
knattspyrnudeildar Þórs og síðar í
aðalstjórn Þórs. Hann sat í stjórn
Round Table og tók mikinn þátt í
erlendu samstarfi hreyfingarinnar.
Fjölskylda
Eiginkona Friðriks er Kolbrún
Stefánsdóttir, f. 18.1. 1954, þjón-
ustufulltrúi við Landsbankann.
Foreldrar hennar voru Stefáns Að-
alsteinsson, f. 17.8. 1919, d. 1.3.
1996, fláningsmaður hjá KEA, og
k.h., Jónína Guðmundsdóttir, f
29.9. 1923, d. 25.3. 2008, húsfreyja.
Börn Friðriks og Kolbrúnar eru
Arnar Friðriksson, f. 2.7. 1974,
tölvunarfræðingur og sölu- og
markaðstjóri Norlandair en kona
hans er Linda Aðalsteinsdóttir, f.
17.12. 1973 og eru börn þeirra
Tinna Arnarsdóttir, f. 19.5. 1999,
Bjarki Arnarsson, f. 29.7. 2002, og
Emma Arnarsdóttir, f. 16.7. 2007;
Rúnar Friðriksson, f. 3.8 1979, við-
skiptafræðingur hjá Straumi Fjár-
festingarbanka en kona hans er
Ásta Reynisdóttir, f. 9.3. 1977 og
eru synir þeirra Pétur Rúnarsson,
f. 18.8. 2009, og Kári Rúnarsson, f.
6.4. 2011, en áður átti Rúnar Mary
Lind Rúnarsdóttur, f. 4.5. 2001;
Harpa Friðriksdóttir, f. 5.4. 1984,
MA-nemi við HA en maður hennar
er Dýri Bjarnar Hreiðarsson, f.
22.3. 1982, húsasmiður og eru börn
þeirra Friðrik Bjarnar Dýrason, f.
8.8. 2008, og Ragnheiður Birta
Dýradóttir, f. 10.6. 2011; Hildur
Friðriksdóttir, f. 5.4. 1984, hár-
greiðslumeistari en maður hennar
er Árni Freyr Árnason, f. 1.3. 1983,
verslunarmaður og eru börn þeirra
Júlíana Árnadóttir, f. 27.12. 2007,
og Erik Árnason, f. 19.10. 2010.
Bræður Friðriks eru Ingimar
Adólfsson, f. 1.12. 1944, eft-
irlaunamaður, búsettur í Svíþjóð,
og Reynir Adólfsson, f. 25.6. 1948,
athafnamaður, búsettur í Kópa-
vogi.
Foreldrar Friðriks voru Adolf
Ingimarsson, f. 14.3. 1914, d. 2.11.
1982, verkstjóri á Akureyri, frá
Uppsölum í Eyjafjarðarsveit, og
Jóna Sigríður Jónsdóttir, f 20.5.
1920, d. 29.4. 2012, iðnverkakona,
frá Goðdölum í Skagafirði.
Úr frændgarði Friðriks Adolfssonar
Friðrik
Adolfsson
Anna Guðrún Níelsdóttir
vinnuk. í Dunhagak. í Hörgárd.
Friðrika Guðný Sigtryggsdóttir
húsfr. í Goðdölum
Jón Halldórsson
b. í Goðdölum í Vesturdal
Jóna Sigríður Jónsdóttir
húsfr. á Akureyri
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfr. á Ípishóli
Halldór Gíslason
b. á Ípishóli
Sigriður Ólafsdóttir
húsfr. á Kerhóli
Kristján Vilhelm Jónsson
b. á Kerhóli í Sölvadal
María Kristjánsdóttir
húsfr. á Akureyri
Ingimar Jónsson
iðnverkam. á Akureyri
Adólf Ingimarsson
verkstjóri á Akureyri
Ingibjörg Ása Jónsdóttir
húsfr. á Grýtu
Jón Jónsson
b. á Grýtu í Eyjafirði
Jón Kr. Hólm
Ingimarsson
form. Iðju
Ingimar Jónsson
námsstj. í Rvík
Bríet Héðinsd.
leikkona
Steinunn Ó Þorst.d.
leikkona
Sigtryggur Jörundsson
útvegsb. í Hrísey
Svanhildur Jörundsd.
húsfr. í Hrísey
Gestur Pálsson
leikari
Hreinn Pálsson
forstj. BP
Guðrún Pálsd.
söngk. í Rvík
Saga Geirdal Jónsdóttir
leikkona.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
Sigurveig fæddist í Hafnarfirði6.9. 1909 og ólst þar upp. For-eldrar hennar voru Guð-
mundur Hjaltason, alþýðufræðari og
farkennari, og k.h., Hólmfríður Mar-
grét Björnsdóttir. Guðmundur skrif-
aði nokkrar bækur, þar á meðal ævi-
sögu sína. Hann var sonur
Borgfirðinganna Hjalta Hjaltasonar
og Kristínar Jónsdóttur. Hólmfríður
var dóttir Björns Einarssonar og
Sólveigar Magnúsdóttur í Haganesi
í Fljótum. Um hana skrifaði El-
ínborg Lárusdóttir ævisöguna
Tvennir tímar.
Sigurveig giftist Sæmundi L. Jó-
hannessyni, skipstjóra og síðar
starfsmanni Áburðarverksmiðj-
unnar í Gufunesi, og eignuðust þau
sjö börn: Jóhannes, f. 1940, d. 1983,
íþróttakennara við MR; Guðrúnu, f.
1942, skrifstofustjóra; Margréti, f.
1943, leikskólakennara og fulltrúa;
Gullveigu, f. 1945, lengi ritstjóra;
Hjalta, f. 1947, loftskeytamann og
aðalvarðstjóra hjá Landhelgisgæsl-
unni; Loga. f. 1949, verkstjóra, og
Frosta f. 1953, prentara.
Sigurveig gekk í Flensborgarskól-
ann og Kvennaskólann í Reykjavík
og tók kennarapróf frá KÍ 1933.
Sigurveig var kennari við Landa-
kotsskólann í Reykjavík 1933-41,
kenndi um skeið á Patreksfirði og
síðar við Barnaskóla Hafnarfjarðar
1957-77. Hún sat í stjórn Kvenrétt-
indafélags Ísland og var formaður
þess, var formaður orlofsnefndar
húsmæðra í Hafnarfirði, stofnandi
Bandalags kvenna í Hafnarfirði og
formaður þess, formaður Félags
kaþólskra leikmanna, sat í flokks-
ráði Sjálfstæðisflokksins, skipaði
heiðurssæti Kvennalistans í Hafn-
arfirði við bæjarstjórnarkosning-
arnar 1986 og 1994, sat í stjórnum
slysavarnadeildanna á Patreksfirði
og í Hafnarfirði og var heiðursfélagi
Kvenréttindafélags Íslands.
Sigurveig skrifaði fjölda greina í
blöð og tímarit, tók saman bækling
um heilaga Barböru, rit um Landa-
kotskirkju og flutt útvarpserindi.
Ævisaga Sigurveigar, Þegar sálin
fer á kreik, skráð af Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, kom út 1992.
Sigurveig lést 12.4. 2010.
Merkir Íslendingar
Sigurveig Guðmundsdóttir
90 ára
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Jóhanna Guðjónsdóttir
Sigurveig Benediktsdóttir
85 ára
Einar Þorvarðarson
Jórunn Helgadóttir
Regína Guðlaugsdóttir
80 ára
Gréta Jónsdóttir
Ingibjörg Fríða
Hafsteinsdóttir
Kristinn Hólmgeir Bergsson
Magnús Jónsson
Vildís Garðarsdóttir
75 ára
Lonni Jensine Egilsson
70 ára
Ingimar H. Ingimarsson
Magnea Guðfinna
Sigurðardóttir
Ragnheiður
Ásmundardóttir
Sigrún Vilhjálmsdóttir
60 ára
Anna Björg
Sigurbjörnsdóttir
Anna Guðbergsdóttir
Bjarni Guðmundsson
Dagrún Gröndal
Helgi Sigurðsson
Hrafnhildur M.
Guðmundsdóttir
Hugrún Ásta Elíasdóttir
Jenný Ágústsdóttir
Katrín Rögnvaldsdóttir
Magnús Kristmannsson
Pétur Magnússon Hanna
Sigrún Gísladóttir
Sigrún Helgadóttir
Sigurbjörn Sigurðsson
Sólrún Ó. Long
Siguroddsdóttir
Svanhvít Kjartansdóttir
Valgerður Jakobsdóttir
Þórhildur L. Þorkelsdóttir
50 ára
Bjarni Hinriksson
Guðleif Harpa
Jóhannsdóttir
Guðrún Bragadóttir
Heiðar Gunnarsson
Inga Þóra Kristinsdóttir
Lára Hildur Tómasdóttir
Linda Björk Jósefsdóttir
Magnús Björn Ásgrímsson
Ragnheiður E.
Samúelsdóttir
Sigurður Bergmann
Jónasson
Sverrir Ólafsson
40 ára
Hjalti Freyr Kristinsson
Kjartan Sigurður
Þorsteinsson
Lárus Dagur Pálsson
Saulius Zajauskas
30 ára
Erla Jónasdóttir
Eygló Árnadóttir
Hafdís Ólafsdóttir
Halldóra Rut Baldursdóttir
Hertha Richardt
Úlfarsdóttir
Karen Magnúsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Níels Guðmundsson
Sigurður Helgi Þorgeirsson
Thomas Daehling
Til hamingju með daginn
30 ára Helga ólst upp í
Keflavík og er húsmóðir í
Reykjanesbæ.
Maki: Kristján Karl Mee-
kosha, f. 1982, starfs-
maður við flugvallaþjón-
ustu ISAVI.
Börn: Ljósbrá Lilja, f.
2003; Andrea Björg, f.
2005; Magnús Helgi, f.
2009; Kristvina Ýr, f.
2011; Hreiðar Örn, f. 2011.
Foreldrar: Hreiðar Árna-
son, f. 1953, og Agatha
Ásta Eyjólfsdóttir, f. 1960.
Helga Árný
Hreiðarsdóttir
30 ára Bjarni ólst upp í
Eyjum og er verkstjóri hjá
Gotthaab í Nöf.
Maki: Arna Hrund Bald-
ursdóttir Bjartmars, f.
1988, nemi í hjúkr-
unarfræði.
Sonur: Einar Bent, f.
2009.
Foreldrar: Einar Bjarna-
son, f. 1956, skrifstofu-
rstjóri og eigandi Gott-
haab í Nöf, og Ester
Ólafsdóttir, f. 1956, fisk-
vinnslukona.
Bjarni Rúnar
Einarsson
40 ára Eva er frá Lauga-
landi í Borgarfirði og
starfar hjá Jökulsárlóni á
Höfn í Hornafirði.
Maki: Einar Björn Ein-
arsson, f. 1965, fram-
kvæmdastj. Jökulsárlóns.
Börn: Ragnar Á. Sum-
arliðason, f. 2001, og Ein-
ar B. Einarsson, f. 2011.
Foreldrar: Hafdís Auður
Magnúsdóttir, f. 1950, og
Ragnar Jóhannesson, f.
1948. Þau búa í Borg-
arnesi.
Eva Sveinbjörg
Ragnarsdóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Skotbómulyftarar
mest seldi
skotbómulyftarinn
2012
Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is
Lyftigeta 2.5 til 12 tonn
Fáanlegir með
• Vinnukörfum
• Skekkingju á bómu
• Bómu með lengd allt að 18 metrum
• Roto útfærsla með bómu
allt að 25 metrum