Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 44

Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér gengur allt í haginn, ef þú bara gætir þess að velta málunum vandlega fyrir þér, áður en þú lætur til skarar skríða. Missið samt ekki sjónar á framtíðinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur verið einmanalegt að bera of mikla ábyrgð og hafa of mikla stjórn á hlut- unum. Vertu óhræddur við að beita þér hve- nær sem þú þarft á að halda. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það gengur ekki lengur að sitja með hendur í skauti og láta tímann líða án þess að aðhafast nokkuð. Taktu nú fram verkfærin og lagaðu það sem þarf áður en þeir valda einhverjum leiðindum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess að taka engu sem sjálf- sögðum hlut ella munt þú iðrast þess síðar. Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að leggja áherslu á að tjá þig skýrt og skorinort svo enginn þurfi að efast um afstöðu þína. Ástvinir þínir þekkja þig best og eru því hæfastir til að gefa góð ráð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú vilt grufla í hugmyndum, velta þeim fyrir þér og pæla í hvenær rétti tíminn er kominn til að láta til skarar skríða. Láttu það eftir þér að vera svolítið frumlegur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver nákominn er að reyna að fela galla sína fyrir þér. Hvað sem stóð í vegi fyrir fullkomnum friði á heimilinu verður nú gert opinbert og rætt til hins ýtrasta, fljótt og vel. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í miklu stuði og leitar að einhverjum til að fá hjartað til að slá hraðar. Vertu óhræddur við að henda gömlum hlut- um og því sem skiptir þig ekki lengur máli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Verkefnin hrannast upp svo þér finnst þú ekki sjá fram úr hlutunum. Milli- landaviðskipti ættu að ganga sérlega vel og það sama á reyndar við um ástarmálin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þegar þú heldur að samband eigi eftir að endast skaltu treysta því. Farðu ekki of geyst og leyfðu öðrum að njóta sín líka. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vatnsberinn veitir skapandi vini innblástur en á ekki eftir að sætta sig við það hlutverk of lengi. Ákveðin hugmynd sæk- ir á þig og ryður öllum öðrum hugsunum úr vegi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekkert auðveldara en að of- stjórna öðrum og þú þarft að venja þig af því. Galdurinn er bara að taka einn hlut fyrir í einu og vinda sér strax í þann næsta. Í klípu NORM HATAÐI NÝJA HVATNINGAR- VEGGSPJALDIÐ OG ÞAÐ HATAÐI HANN. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ SVO SEM ÞETTA VAR, ÆTLA ÉG AÐ FÁ ANNAÐ EINS. Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...viðkunnanlegur verkur. JÓN ER LEIÐUR. OG ÉG VEIT NÁKVÆMLEGA HVAÐ ÉG GET GERT Í ÞVÍ. HA! HA! HA! HA! SÉRRÉTTUR DAGSINS ER L.K.L. PITSA. HVERNIG FÆKKIÐ ÞIÐ KOLVETNUNUM? VIÐ SLEPPUM DEIGINU OG OSTINUM. ÞAÐ ER EKKERT NORM! Víkverji finnur lykt af sveit-arstjórnarkosningum og finnst dásamlegt að fylgjast með því hvernig kjörnir fulltrúar í Reykjavík reyna allt í einu að minna á sig en forðast að svara fyrir verkin og senda embættismenn til þess arna. Í byrjun kjörtímabilsins máttu emb- ættismenn hins vegar ekki sitja fyrir svörum, því þá vildu fulltrúarnir baða sig í sviðsljósinu. x x x Ekki þarf að grafa djúpt til þess aðsjá að kjörnir fulltrúar eiga erf- itt með að setja sig inn í skipulags- mál. Þeim virðist fyrirmunað að láta skynsemina ráða og fyrir vikið er flest sem gert er sem olía á eld. x x x Reykjavíkurflugvöllur skal í burtuog skiptir engu þótt tugir þús- unda, fleiri en nokkru sinni fyrr í undirskriftasöfnun hérlendis, hafi skrifað undir áskorun um stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þrenging gatna er að því er virðist gerð í þeim tilgangi að hindra sem mest umferð. Hirðuleysi og sóðaskapur er að því er virðist til að angra íbúana. Sameining skóla og leikskóla er að því er virðist til þess að gera fólki erfitt fyrir. Og svo má lengi telja, nánast hvert sem litið er. x x x Í byrjun viku las Víkverji eftir emb-ættismönnum borgarinnar, heyrði og sá, að fyrir mistök hefði verið reynt að fjarlægja merkingar á um- töluðum breytingum á Hofs- vallagötu. Þegar lög hafa verið brotin á Ak- ureyri hefur viðkvæðið í áratugi ver- ið að utanbæjarmaður hafi verið á ferð. Embættismenn í Reykjavík skella hins vegar skuldinni á útlend- inga. Merkingarnar voru því fjar- lægðar vegna tungumálaerfiðleika. Hins vegar verður erfitt að kenna þeim um þriggja kílómetra há- markshraða á Grenimel. Allar skipulagsaðgerðir í borginni miða að því að gera bílaeigendum erfitt fyrir. Í því sambandi hefur verið bent á að fuglahúsin við Hofsvallagötu þýði að umferð verður alfarið bönnuð á varptímanum. víkverji@mbl.is Víkverji Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum sem leita hælis hjá honum. (Sálmarnir 18:31) Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðju búðirnar, BYKO búðirnar, ELKO búðirnar, Hagkaups búðirnar, Byggt og Búið, Kaupfélag Skagfirðinga, Geisli, Skipavík, Aha.is, Heimkaup.is, Femin.is Helga Finnsdóttir skrifaði ogvakti athygli mína á því að í bók langafa síns Finns Jónssonar á Kjörseyri, Þjóðhættir og ævisögur, er vísan um séra Magnús og Skjóna sögð ort um séra Magnús Sæ- mundsson (1718-1780). Hann vígð- ist til Þingvalla árið 1746 og hélt því prestakalli til dauðadags er hann drukknaði í Þingvallavatni. Um hann segir Páll Eggert í Ævi- skránum, að „hann var vel gefinn maður, skáldmæltur, vinsæll, orð- lagður hestamaður,“ og tekur und- ir með Finni, að vísan um séra Magnús og Skjóna sé um þennan Magnús. Að svo stöddu hef ég ekk- ert frekar um þetta að segja nema mér hefur verið bent á að einhvers staðar standi að séra Magnús hafi ort vísuna um sjálfan sig – en hvar þann bókstaf sé að finna veit ég ekki. Minnisblöð Finns á Kjörseyri eru mjög skemmtileg aflestrar, þar eru aldarfarslýsingar, sagnir af fólki, stökur og lausavísur. Þar segir m.a. frá Marteini smala sem orti um vinnukonu, sem var að búa sig í ferð inn í Hrútafjörð: Silkiklúta lystug lín linar súta byrði, vefur strút um vanga sín vænst í Hrútafirði. Skarphéðinn Einarsson frá Prestbakka var ljúfmenni en nokk- uð hreykinn og lausmáll. Hann orti: Mesta gull í myrkri og ám, mjög á lullar grundum. Einatt sullast eg á Glám, og hálffullur stundum. Séra Guðmundur Torfason rímnaskáld (1798-1879) síðast prestur á Torfastöðum var drykk- felldur og nokkuð svakafenginn við öl, knár maður og glíminn en hvers- dagslega stilltur og aldrei ölvaður við prestsverk segir Páll Eggert. Í minnisblöðum Finns segir frá því, að tvær stúlkur í Vestmannaeyjum hafi verið að verka fisk í soðið, er Guðmundur fór hjá, og beðið hann um vísu. Hann orti: Saltfisk plokka sótsvartar, sitja á stokkum mórauðar, sviftar þokka, svipillar, Satans kokkapíurnar. Stúlkunum líkaði ekki vísan og hafði hann hana þá yfir aftur á þessa leið: Saltfisk plokka sviphýrar, sitja á stokkum prúðbúnar, sveiptar þokka, sélegar, sjálfar kokkapíurnar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn um séra Magnús og um Finn á Kjörseyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.