Morgunblaðið - 06.09.2013, Qupperneq 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er búin að ganga með þessa
hugmynd nokkuð lengi í maganum,“
segir Salka Guðmundsdóttir, höf-
undur leikritsins Hættuför í Hul-
iðsdal sem frum-
sýnt verður
Kúlunni í Þjóð-
leikhúsinu sunnu-
daginn 8. sept-
ember kl. 16.
Leikstjóri sýn-
ingarinnar er
Harpa Arn-
ardóttir, en það
er leikhópurinn
Soðið svið sem
setur sýninguna í
samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Að sögn Sölku eru nokkur ár síð-
an aðalpersóna verksins, hin hug-
myndaríka en einmana Eyja, kom til
hennar. „Eyja er mikill myndasögu-
aðdáandi og dreymir um að vera
meiri ofurhetja en hún heldur að
hún sé,“ segir Salka. Í verkinu er
Eyja nýlega flutt í gamalt hrörlegt
og draugalegt hús úti í sveit. „Eyja
kann ekkert voðalega vel við sig á
nýja staðnum og þekkir enga krakka
í sveitinni. Svo fara að gerast mjög
dularfullir hlutir í herberginu henn-
ar og m.a. opnast hlið inn í magn-
aðan töfraheim, þ.e. Huliðsdal. Það-
an kemur stórhættuleg og illskeytt
álfkona sem heitir Bryngerður og
rænir afa Eyju, þannig að hún þarf
að fara í björgunarleiðangur inn í
Huliðsdal,“ segir Salka og tekur
fram að í Huliðsdal hitti Eyja fyrir
alls kyns furðuverur og þarf því að
finna hjá sér bæði hugrekki og út-
sjónarsemi svo henni takist að
bjarga afa áður en hliðið lokast á ný.
Aðspurð segir Salka sýninguna ætl-
aða börnum frá sex ára aldri og upp
úr, en ekki síst ævintýrafólki á öllum
aldri.
„Við miðum við yngri bekki
grunnskólans, því þau ráða við að-
eins flóknari söguþráð en þau allra
yngstu. Það hefur mikið verið gert af
skemmtilegu leikhúsi fyrir yngri
krakka á síðustu árum og m.a. verið
öflugt starf í Kúlunni í Þjóðleikhús-
inu. En það hefur svolítið vantað fyr-
ir aðeins eldri aldurshóp,“ segir
Salka og tekur fram að leikhópurinn
sé mjög áhugasamur um barna-
menningu. „Við eigum sjálf góðar
endurminningar af flottum og
skemmtilegum barnasýningum þeg-
ar við vorum á grunnskólaaldri, en á
þessum aldri er maður svo opinn og
móttækilegur fyrir hlutunum.“
Skapa sinn eigin heim
Hættuför í Huliðsdal er þriðja
uppfærsla leikhópsins Soðið svið, en
öll verkin eru skrifuð af Sölku.
Fyrsta uppfærsla hópsins Súld-
arsker sem frumsýnd var í árs-
byrjun 2011 fékk mjög góðar við-
tökur og var tilnefnd til tvennra
Grímuverðlauna. Fyrr á þessu ári
var verkið Breaker sýnt á áströlsku
sviðslistahátíðinni Adelaide Fringe,
en uppfærslan var samstarfsverk-
efni Sölku og skoska leikstjórans
Graemes Maleys.
„Þegar við stofnuðum Soðið svið á
sínum tíma lögðum við upp með að
leggja áherslu á nýsköpun á nýjum
leikritum. Við köllum okkur leikglatt
leikhús. Við höfum mjög gaman að
því að leika okkur með leik-
húsformið og leika okkur á sviðinu.
Og ég held að það smitist út í allt
sem við gerum. Þannig ræddum við
það oft að skilgreina mætti Súld-
arsker sem barnaleikrit fyrir full-
orðna. Núna veltum við því óneit-
anlega fyrir okkur hvort við séum að
gera fullorðinsleikrit fyrir börn.“
Umkringd hæfileikafólki
Hópurinn sem stendur að Hættu-
för í Huliðsdal er að meginuppistöðu
til sá sami og setti upp Súldarsker.
Þannig er leikstjórn, sem fyrr sagði,
í höndum Hörpu Arnardóttur. Leik-
mynd hannar Brynja Björnsdóttir,
búninga hannar Þórunn Elísabet
Sveinsdóttir, lýsingu hannar Egill
Ingibergsson og um tónlist sér Ólaf-
ur Björn Ólafsson. Leikhópinn skipa
leikkonurnar Aðalbjörg Árnadóttir
og Maríanna Clara Lúthersdóttir,
sem léku í Súldarskeri á sínum tíma,
og leikararnir Hannes Óli Ágústsson
og Guðmundur Ólafsson. „Það er
frábært og ótrúlega gagnlegt að
vinna með sama hópnum sýningu
eftir sýningu. Bæði lærum við sem
listamenn inn á hvert annað og svo
finnur hópurinn sem heild sínar leið-
ir og lausnir sem er mjög skemmti-
legt. Kannski má segja að við sem
hópur höfum skapað okkar eigin
heim, sem er spennandi.“
Spurð hvernig sé að vinna sýningu
með föður sínum, þ.e. Guðmundi
Ólafssyni, segir Salka það afar
ánægjulegt. „Raunar má segja að
þetta sé mikil fjölskyldupródúksjón.
Auk okkar pabba, eru Maríanna
Clara og Ólafur Björn par sem og
Hannes Óli og Aðalbjörg. Þannig að
við leitum ekki langt yfir skammt og
kannski ekki þörf á því þegar við er-
um umkringd hæfileikafólki.“
Þess má að lokum geta að sýn-
ingin, sem er um 70 mínútur að
lengd og leikin án hlés, verður að-
eins sýnd í Kúlunni út september
sem helgast af því að Hannes og Að-
albjörg eru bundin í öðrum verk-
efnum hjá Leikfélagi Akureyrar þar
sem þau starfa.
Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
Töfraheimur Hannes Óli Ágústsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson í hlutverkum sínum.
„Leikglatt leikhús“
Leikhópurinn Soðið svið frumsýnir Hættuför í Huliðsdal í
Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið nk. sunnudag kl. 16
Salka
Guðmundsdóttir
The MJ Experience nefnist dans- og
söngvasýning sem haldin verður í
Hörpu 20. og 21. september nk. og
rennur hluti ágóða af miðasölu til
SKB, Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna. Sýningin er byggð á
listsköpun Michaels heitins Jack-
sons, tónlist og dansi og verða
helstu smellir hans fluttir, lög á
borð við „Billie Jean“, „Beat it“,
„Thriller“, „Black or White“ og
„Smooth Criminal“. Danshöfundur
sýningarinnar er Helga Ásta Ólafs-
dóttir sem kennd er við danshópinn
Rebel sem marg-
ir kannast við úr
þáttum RÚV,
Dans, dans, dans.
Alan Jones, jafn-
an nefndur Mich-
ael Jackson Ís-
lands, bregður
sér í hlutverk
poppgoðsins,
studdur af sjö
manna hljóm-
sveit, fjórum bakröddum og tíu
dönsurum.
Jackson-sýning í Hörpu
Jackson á umslagi
plötunnar Thriller.
Kringlunni 4
Sími 568 4900
Mikið úrval af
buxum
G.S. Akureyri • Jón og Gunna Ísafirði • Motivo Selfossi • Siglósport Siglufirði • Paloma Grindavík • Heimahornið Stykkishólmi • Garðarshólma Húsavík • Pex Reyðarfirði • Bjarg Akranesi
Gallabuxur verð aðeins 14.990 kr.
LE
N
A
M
A
X
O
N
G
U
SS
I
SW
E
E
TC
O
R
N