Akureyri


Akureyri - 17.10.2013, Qupperneq 8

Akureyri - 17.10.2013, Qupperneq 8
8 17. október 2013 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fá kúabændur fyrir að fylla Eyjafjörðinn af skítalytk vetur, sumar, vor og haust. Svo skrifar íbúi á Akureyri í tölvupósti til blaðsins. Með sama hætti og lofi hefur rignt yfir Leikfélag Akureyrar vegna frumsýningar á SEK fær Freyvangsleikhúsið LOF fyrir metnaðarfulla uppfærslu á Emil í Kattholti en frumsýning fer fram annað kvöld. Þetta segir leiklistaráhugamaður í Eyjafirði í bréfi til blaðsins. Um ræðir leikgerð sem ekki hefur verið sýnd áður hér á landi eftir Sören Dahl og Anders Baggesen. Svo skemmtilega vill til að 50 ár eru síðan fyrsta bókin kom út um Emil og strákapör hans... LOF fá myndlistarmenn um heim allan en fjórar sýningar voru opnaðar sl. laugardag í Gilinu á Akureyri og þóttu takast vel. „Ekki er til neitt skemmtilegra en að rölta milli sýninga, hitta mann og annan, samgleðjast listamönnunum og njóta líðandi stundar, segir áhugamanneskja um list og fólk í bréfi til blaðsins... LOF fær Kristján Þór Júlíusson fyrir að koma í settið í Kastljósi ekki alls fyrir löngu og taka umræðu um heilbrigðismál, í félagi við aðra viðmælendur. Þetta skrifar glöggur áhugamaður um stjórnmál og fjölmiðla. Bendir hann á að margir ráðherrar hafi reynst tregir til að ræða viðkvæm mál nema fá að mæta einir í viðtöl. Alþýðleiki Dalvíkingsins Kristjáns Þórs er sagður hjálpa honum, enda veiti ekki af þar sem flest spjót standa á ráðherranum... LOF fá smiðir við Húsmæðraskólann við Þórunnarstræti en þar stefnir í „mjög gott starf“, skrifar karl sem segist hafa „vit á málinu“. Umdeilt var þegar meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar ákvað að breyta húsinu sem er ein af perlum Guðjóns Samúelssonar. Minna fer fyrir efasemdaröddum í seinni tíð. E.t.v. vegna þess að horfir í vel heppnaða framkvæmd... LAST fá eigendur hunda sem ekki þrífa upp eftir þá. Svo segir kona í bréfi til blaðsins. Á sunnudagsmorgun gekk hún úr eigin húsi en varð fyrir henni úrgangur á gangstétt fyrir framan húsið þannig að konunni skrikaði fótur. Úff... NORÐURLJÓSIN GLÖDDU ÍSLENDINGA í vikunni sem er að líða og annað kvöld klukkan 18 opnar sýning á norðurljósamyndum í Listhúsinu í Fjallabyggð. Þar verður einnig fagnað útgáfu nýrrar bókar með ljósmyndum og sögum af norðurljósunum sem lýsa okkur stundum leið um náttmyrkrið. Þessa kraftmiklu mynd tók Lára Stefánsdóttir í Héðinsfirði síðastliðið miðvikudagskvöld. AKUREYRI VIKUBLAÐ 39. TÖLUBLAÐ, 3. ÁRGANGUR 2012 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ruth Bergsdóttir, ruth @ fotspor.is 578-1193 og 694-4103. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 13.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Köttur í jakkafötum Akureyri vikublað vex og dafnar, þökk starfsfólki, lesendum og auglýsendum. Blaðið í dag er 24 síður í stað 16 áður og munar um minna en 50% stækkun. Stefnt er að útgáfu blaðsins í 24 blaðsíðna formi fram að áramótum að minnsta kosti. Viðtökur auglýsenda ráða að miklu leyti framhaldinu. Blaðinu er dreift í 13.500 eintökum á Norðurlandi og þýðir stækkunin töluverða þjónustubót fyrir lesend- ur. Sú nýjung hefur verið tekin upp að kynna til leiks nýja pistlahöfunda á baksíðu. Þá verður meira lagt upp úr daglegu lífi en verið hefur. Til merkis um það er nýtt þema, vikuleg opna, sem hverfist sérstaklega um leik og störf íbúa á Norðurlandi. Í blaði dagsins eru málefni barna tekin sérstaklega fyrir. Spurninga spurt um tómstundir og lífsgæði. Ætlunin er að leggja áherslu á mannlega þáttinn í innblaðsefnishlutanum næstu mánuði. Stækkunin þýðir jafnframt að tveir blaðamenn hafa nú atvinnu af því að skrifa blaðið í stað eins blaðamanns áður. Í hlutastarfi er umbrotsmaður og ljósmyndari. Þegar Akureyri vikublað hóf göngu sína fór vinnsla önnur en ritun og efnisöflun fram í Reykjavík. Blaðið hefur vaxið sem atvinnuskapandi framtak í norðlensku héraði. Á þessum tímamótum fer vel á því að þakka lesend- um og heimildarmönnum fyrir gott samband milli ritstjórnar og almennings á rúmlega tveggja ára út- gáfutíma. Trúnaður við lesendur er mikilvæg auðlegð þegar rekstur fréttamiðils er annars vegar. Kannski er sá trúnaður og sjálfstæðar rannsóknir ritstjórnar á fréttaskotum sem oft verða að hvössum fréttum ein orsök þess að vísbending er um að mörkin hafa færst til um það sem má skrifa um og hvað ekki í eyfirskum fréttaheimi. „Herskáa héraðsfréttablaðið“ var fyrirsögn í dagblaði sem fjallaði um Akureyri vikublað fyrir skemmstu. Þar var vísað til þess að blaðið hefur verið óhrætt að taka á málum sem annars hefðu e.t.v. verið þögguð niður. Aðhaldshlutverk fjölmiðla, stundum kallað varðhundshlutverkið, er enda eitt mikilvægasta hlutverk fréttamiðla. Telja sumir að aðhaldshlutverkið sé nú í vaxandi brennidepli norðlenskra fréttamiðla. Fríblað sem birtir ágengar fréttir verður þó að gæta jafnvægis og sanngirni. Mennskan og gæskan verður líka að fá pláss. Viðbótarefnissíðurnar með stækkun blaðsins verða sem fyrr segir einkum helgaðar hinu mannlega. Kannski verður kokteillinn bragðbetri fyrir vikið. Vel hepppnaður fjölmiðill er samvinnuverkefni almennings og starfsmanna. Fréttaskot frá almenningi geta orðið til þess að dulin spilling kemst upp á yfir- borðið þannig að hægt sé að taka á henni. Fréttaskot geta líka verið ábendingar um krúttlega ketti sem sækja kirkju og láta aldrei sjá sig utan heimilis nema með pípuhatt í pressuðum tweed-jakkafötum. Lífið er alls konar. Ósk ritstjórnar er að Akureyri vikublað nái að spegla margbreytileikann. Björn Þorláksson AÐSEND GREIN GUÐRÚN HARPA ÖRVARSDÓTTIR Furðum okkur á rökum Þórgnýs Stjórn Myndlistarfélagsins á Akureyri undrar sig á rökum Þórgnýs Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu vegna uppsagnar Hannesar Sigurðssonar forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvarinnar. Þórgnýr sagði á dögunum að Hannes hafi komið Sjónlistamiðstöð- inni af stað af krafti en flókið mál sé til lengdar að halda tvö heimili, búa bæði í Reykjavík og á Akureyri. „Það er megin ástæðan fyrir því að Hannes kýs að fara frá borði heldur fyrr en ætlað var,“ segir Þór- gnýr Dýrfjörð í Akureyri viku- blaði í síðustu viku. Þess má geta að Hannes hefur búið í Reykjavík til fjölda ára og verið yfir bæði Listasafninu á Akureyri og Sjón- listamiðstöðinni þann tíma. Ástæða uppsagnarinnar og hin raun- verulega skýring hlýtur að liggja hjá þeim sem hófu rannsóknina á stjórn- sýslulegum, samskiptalegum og rekst- arlegum athöfnum sjónlistastjóra sem fór í gang síðsumars. Og er þá ekki nauðsynlegt að málið verði upplýst af bæjaryfirvöldum? Nýverið leituðu listamenn til Mynd- listarfélagsins vegna mjög alvarlegra mála sem snúa að forstöðumanni Sjón- listamiðstöðvarinnar Hannesi Sigurðs- syni. Til að komast að því sanna í mál- inu sendi formaður Myndlistarfélagsins Guðrún Harpa Örvarsdóttir bréf til Ei- ríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra Akureyrar. Hann svaraði því bréfi eftir bestu getu að hans sögn en vildi einnig að sjónlistastjóri svaraði fyrir sig varðandi eitt ákveðið mál sem fram kom í bréfinu. Engin svör hafa borist formanni félagsins frá Hannesi varðandi það mál. Hann segir svo starfi sínu lausu viku eftir að bréfið barst til bæjarstjóra. Þrátt fyrir það að Hannes sé ,,hættur” er nauðsynlegt að fá svör við þessum spurningum og hefur því formaður Mynd- listarfélagsins ítrekað spurn- ingar sínar til bæjarstjóra en ekki fengið svör við þeim öllum að svo stöddu. Hér er um alvar- legt mál að ræða sem krefst skýringa og vonast stjórn Myndlistarfélagsins eftir þeim sem fyrst. Stjórnin veltir einnig vöngum yfir því þar sem Hannes hefur látið af störfum sem forstöðumaður, hvers vegna upp- sagnarfresturinn hafi verið lengdur? En Þórgnýr Dýrfjörð segir það hafa ver- ið gert til þess að ráðrúm gæfist til að ljúka undirbúningi næsta starfsárs og finna arftaka. Einnig mun Hannes verða sýningarstjóri sumarsýningar Sjónlista- miðstöðvarinnar 2014. Er Hannes þá ekki ennþá samkvæmt þessu, forstöðumaður Sjónlistamið- stöðvarinnar eða ætlar Þórgnýr Dýr- fjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu að reka hana án forstöðumanns fram á næsta haust og hafa Hannes sem óbreyttan starfsmann ? Enn þann dag í dag er Sjónlista- miðstöðin rekin af Akureyrarstofu án skipurits og safnalaga, þrátt fyrir að það séu tvö ár liðin síðan hún var stofnuð og nú verður hún rekin áfram samkvæmt okkar skilningi án forstöðumanns! Höfundur er formaður Myndlistarfélagsins á Akureyri Enn þann dag í dag er Sjónlistamiðstöðin rekin af Akureyrar- stofu án skipurits og safnalaga, þrátt fyrir að það séu tvö ár liðin síðan hún var stofnuð og nú verður hún rek- in áfram samkvæmt okkar skilningi án forstöðumanns! Guðrún Harpa Örvarsdóttir

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.