Akureyri - 17.10.2013, Blaðsíða 18
18 17. október 2013
Tók öryggismálin í sínar hendur
Alexander Anton Halldórsson, nem-
andi í 5. bekk grunnskóla Fjalla-
byggðar á Ólafsfirði, hefur tekið
öryggismálin í eigin hendur með
því að koma því til leiðar að öllum
bekkjarsystkinum hans verði útveg-
uð öryggisvesti til að klæðast þegar
þau eru úti að hjóla.
Öryggismálin eru Alexander
Antoni mikið hjartans mál. Forsaga
málsins er sú að áður en hann flutti
norður bjó Alexander á Selfossi, þar
sem hann hafði fengið mörg börn á
sínum aldri til að klæðast öryggis-
vestum og nota öryggishjálm þegar
þau voru úti að hjóla. Þegar hann
flutti til Ólafsfjarðar varð hann þess
fljótlega áskynja að hann var sá eini
sem klæddist öryggisvesti.
Hann tók því málin í sínar hend-
ur og ræddi málin um leið og hann
kom heim. Spurði hvort heimilis-
menn gætu ekki keypt öryggisvesti á
hópinn. Til að gera langa sögu stutta
barst fréttin til eyrna útibússtjóra
Sjóvár á Dalvík og um leið fóru
hjólin að snúast – enda til mikill-
ar fyrirmyndar það frumkvæði sem
pilturinn ungi hefur sýnt.
Sjóvá ákvað að gefa öllum nem-
endum 5. bekkjar í Grunnskóla
Fjallabyggðar vestin, en börnin í
bekknum eru bæði frá Ólafsfirði
og Siglufirði. Afhending fór fram í
Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafs-
firði sl. föstudag. a
Hin dýrmæta forvitni
Akureyringurinn Vilhelm Anton
Jónsson var að gefa út barnabók
undir nafninu Vísindabók Villa.
Bókin er alfarið hönnuð og teiknuð
af Dagnýju Reykjalín og Guðrúnu
Hilmisdóttur hjá auglýsingastofunni
Blek á Akureyri. Forlagið gefur bók-
ina út.
Vísindabók Villa er í tilkynn-
ingu sögð stútfull af skemmtilegum
fróðleik og vísindum fyrir alla fjöl-
skylduna auk þess sem í bókinni má
finna fjölda tilrauna sem auðvelt er
að framkvæma heima.
Ástæða þess að Villi fór að skrifa
þessa bók er að honum finnst forvitni
svo ótrúlega áhugaverð. „Sumum
finnst forvitni pirrandi en ég gæti
ekki verið meira ósammála” segir
Villi. „Þetta er það dýrmætasta sem
við eigum: Að vera forvitin og vilja
skilja heiminn í kringum okkur.
Hvers vegna hlutirnir eru eins og
þeir eru! Ef við skiljum það ekki
getum við ekki breytt þeim og ef
við getum ekki breytt þeim getum
við ekki gert heiminn og lífið betra.”
MFS: Uppáhaldsspurningin: Af
hverju?
„Þessi litla spurning er alveg ótrú-
lega gagnleg. Hún er eitt af því kraft-
mesta og magnaðasta sem við getum
ímyndað okkur. Ef við spyrjum „af
hverju” nóg oft, komumst við nefni-
lega að sannleikanum,“ segir Villi.
„Þekking er ótrúlega dýrmæt og
grunnurinn að því að vita og njóta
er að skilja og grunnurinn að því að
skilja er að spyrja þessarar einföldu
spurningar og vera forvitinn um allt!”
Villi verður í Eymundsson
Hafnarstræti næstkomandi á
morgun, 18. október, frá kl. 15:30-
17:00 og spjallar við alla þá sem hafa
áhuga á vísindum. a
ER REIÐHJÓLAMENNING SELFYSSINGA betri en í Fjallabyggð? Það fannst Alexander Antoni Halldórssyni, nemanda í 5. bekk. Hann
hefur gert sitt til að bæta umferðaröryggi skólabarna og afhendir hér á myndinni öryggisvesti til bekkjarsystkina.
HÁDEGIS
TILBOÐ Á DJ
Ostborgari, franskar og gos
á 1000 kr. frá 11:3014:00 alla
virka daga.
FJÖLDSKYLDUTILBOÐ
> 4 ostborgarar, stór skamm
tur af frönskum, 2 l. gos og 2
kokteilsósur á 3790 kr.
> 3 ostborgarar, miðstærð af
frönskum og gos á aðeins
2900 kr.
Ráðstefna á Grand hótel
25. og 26. október 2013
LÍFSINS GANGA
MEÐ ADHD
OG HVAÐ SVO?
SKRÁÐU ÞIG NÚNA
á heimasíðu ADHD
samtakanna www.a
dhd.is
LAUSNAMIÐUÐ RÁÐ
STEFNA
FYRIR FAGAÐILA, FO
RELDRA OG EINSTAK
LINGA