Akureyri - 17.10.2013, Page 22
22 17. október 2013
Heyrst hefur
HeYrSt HeFUr að Vigdís Hauksdóttir, formaður niðurskurðarhóps rík-
isstjórnarinnar, hafi gengið út úr háskólabyggingunni á Borgum þegar fjár-
málanefnd heimsótti túndruna um daginn. Dregið andann djúpt, horft yfir
fjörðinn og sagt: „Mikið er Vaðlaheiðin ofboðslega falleg.“
Þetta skóp góðan róm meðal sveitarstjórnarmanna sem þarna voru
nálægir. Eftir nokkrar sekúndur kárnaði þó gamanið þegar Vigdís bætti við:
„En þetta ruslagámaplan þarna í hlíðinni er algjört klúður.” Átti þá
þingkonan við vinnubúðir gangagerðarmanna...
HeYrSt HeFUr að framkvæmdir á Gásum þyki nú nokkur ráðgáta en
þar er búið að koma fyrir miklum olíutönkum á svæði sem notið hefur
friðlýsingar. Hefur heyrst að margir leiti nú svara við áleitnum spurningum
en minna sé enn um svör...
HeYrSt HeFUr að samvinnuverkefni Íslendinga og Kínverja um rann-
sóknir á Norðurljósum í Reykjadal hafi ekki
fengið sérstakan byr undir báða vængi
eftir umfjöllun Kastljóss á dögunum.
Einnig hefur heyrst að reynslan af
samstarfi við Kínverja, sem lýst var í
aðsendri grein í Mogganum í vikubyrjun
hafi verið vatn á myllu efasemdarmanna. Þar
sagði að uppbygging á fimm milljarða króna
heilsuþorpi á Flúðum væri í uppnámi vegna
ítrekaðra vanefnda Kínverja sem ætluðu
að fjármagna verkefnið. Samskiptin við
Kínverjana voru vægast sagt erfið að
sögn íslenskra samstarfsaðila...
Hafðu bílinn
kláran fyrir
veturinn!
Gæði, reynsla og gott verð!
reykjavík, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13
kópavoGur, Smiðjuvegi 4a, græn gata
Hafnarfjörður, Dalshrauni 17
reykjanesbær, Krossmóa 4, selfoss, Hrísmýri 7
akureyri, Furuvöllum 15, eGilsstaðir, Lyngás 13
www.bilanaust.is
EX
PO
-
w
w
w
.e
xp
o.
is
verslanir
sjö
með mikið
vöruúrval
sími: 535 9000
Góður árangur júdófólks
Júdófélagið Draupnir á Akureyri
sendi 7 keppendur á Haustmót JSÍ
sem haldið var í Vogum á Vatnsleysu-
strönd um helgina. Uppskeran var 5
gull, 2 silfur og 3 brons. Einn kepp-
andi gerði sér lítið fyrir og vann bæði
gull í ungmenna- og fullorðinsflokki.
Það var Breki Bernharðsson. Í flokki
15-20 ára sigraði Dofri Vikar Braga-
son í -60kg, það sama gerði Breki í
-73kg og einnig í fullorðinsflokki í
-73kg þar sem Breki er alls óvanur
að keppa. Valbjörn Viðarsson sigraði í
-100kg. Í flokki 11-14 ára vann Baldur
Vilhelmsson gull í -46kg.
Draupnir endaði í öðru sæti á
eftir JR í stigakeppni félaga sem
er magnaður árangur að sögn að-
standenda, því fámennt lið var sent
á mótið. a
HILDA BÝÐUR HEIM AÐ GALTALÆK
Kl. 13:00 þann 26. þessa mánaðar,
október, býður Hilda Torfadóttir til
stofutónleika á heimili sínu á Galta-
læk. Fram munu koma Sigurður Helgi
Oddson, píanóleikari, og Haukur
Ágústsson og flytja þeir negrasálma
og ameríska „standarda“.
Boðið hefur verið upp á nokkra
stofutónleika árlega á Galtalæk mörg
undanfarin ár. Fjöldi tónlistarmanna
hefur lagt fram krafta sína til þessara
viðburða og hafa þeir ætíð verið vel
sóttir. Enginn inngangseyrir hefur
verið að tónleikunum, en tekið
hefur við frjálsum framlögum. Þessi
háttur verður einnig á hafður að
þessu sinni og eru allir velkomnir svo
lengi sem húsrúm leyfir.
Uppselt á Emil um helgina
Freyvangsleikhúsið frumsýnir ann-
að kvöld fjölskylduleikritið EMIL
Í KATTHOLTI eftir Astrid Lind-
gren. Um ræðir leikgerð sem ekki
hefur verið sýnd áður hér á landi
eftir Sören Dahl og Anders Bagge-
sen. Tónlistin er eftir Sören Dahl og
Georg Rydell. Þýðandi leiktexta er
Guðjón Ólafsson en söngtexta Hall-
mundur Kristinsson og gerir hann
einnig leikmynd. Leikstjóri er Saga
Jónsdóttir en tónlistarstjóri er Linda
Guðmundsdóttir.
Í ár eru 50 ár síðan fyrsta bók-
in kom út um Emil og strákapörin
hans og er það eitt tilefni þess að
Freyvangsleikhúsið upp þessa sýn-
ingu. Þetta er mannmörg sýning með
mörgum og skemmtilegum söngv-
um, fimm manna hljómsveit og 16
leikurum. Í hlutverki Emils er Sig-
urður Bogi Ólafsson 11 ára og Idu
litlu systur hans leikur Steingerður
Snorradóttir 8 ára.
Uppselt er á allar sýningar um
helgina. a
KYRRÐARSTUND? Völundur