Morgunblaðið - 09.10.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.10.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Raufarhöfn Það þykja tíðindi nú orðið á Raufar- höfn þegar stór flutningaskip eins og Feed Stav- anger koma inn á höfnina til að sækja afurðir. Í gærmorgun hófst útskipun á mjöli, sem framleitt er hjá Ísfélagi Vestmanneyja á Þórshöfn og geymt í mjölgeymslum SR mjöls á Raufarhöfn. Það fór smáfiðringur um gamla verksmiðjukarla sem ekki hafa séð mjöl í tæpan áratug. Á meðan snjóar syðra var sem vor kæmi norður og mjöl- ilmur og gamlar minningar fylltu loftið. Ungir menn nutu veðurblíðunnar við útskipunina og fækkuðu fötum sem sumar væri. Mjöli frá Þórshöfn skipað út á Raufarhöfn Morgunblaðið/Erlingur B. Thoroddsen Fiðringur fór um gamla verksmiðjukarla þegar mjölilmur og gamlar minningar fylltu loftið Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Það sem okkur vantar sárlega er öldrunargeðdeild fyrir fólk sem er ennþá úti í samfélaginu en með geð- ræn einkenni,“ segir Pálmi V. Jóns- son, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala. Nú stendur yfir Al- þjóðageðheilbrigðisvikan en þemað í ár er „Geðheilsa á efri árum“. Á árunum fyrir hrun var mótuð stefna á vegum heilbrigðisráðuneyt- isins um göngudeild og legudeild fyrir eldra fólk með geðræna sjúk- dóma. Göngudeildin var tekin í gagnið en legudeildin fórst fyrir í hruninu og þeir tveir öldrunargeð- læknar sem þá voru starfandi á Ís- landi fluttu af landi brott, að sögn Pálma. Hann segir þörfina fyrir slíka deild síst minni nú en fyrir hrun. „Þetta fer ekki hátt, þetta er mjög veikt fólk, því líður illa and- lega og er stundum hreinlega nær dauða en lífi en það er ekki verið að taka á málum á sem sérhæfðastan og bestan máta,“ segir Pálmi. Hann segir góða þjónustu við þennan hóp geta skipt sköpum en birtingar- mynd geðsjúkdóma sé öðruvísi hjá eldra fólki en yngra og meðferð sömuleiðis, þar sem oft þurfi að taka tillit til annarra fyrirliggjandi sjúk- dóma. Geta náð góðum bata „Andleg veikindi birtast með öðr- um hætti hjá eldra fólki en ungu, stundum fer það ekki á milli mála en þegar þetta er langt gengið og fólk veikt að öðru leyti, þá er þetta stundum samofið öðrum sjúkdóm- um, þannig að fólk er jafnvel ekki dómbært á það sjálft hvað þetta er,“ segir Pálmi. Hann segir bæði þunglyndi og áfengisfíkn vangreind meðal eldra fólks, sem sé stundum svo illa haldið vegna geðsjúkdóms að það leggst einfaldlega í rúmið og hættir að nærast. Teymisvinna með öldrunar- geðlæknunum á sínum tíma hafi hins vegar sýnt fram á, að hægt sé að ná undraverðum árangri með af- ar veika sjúklinga, ef rétt meðferð er fyrir hendi. Pálmi segir geðheilbrigði aldr- aðra í raun eitt síðasta stóra málið í öldrunarþjónustunni sem enn sé eft- ir að ganga frá. „Þetta er virkilega mikilvægt mál og það þarf að taka upp þráðinn aft- ur. Það kreppir enn víða að en þetta er mjög raunverulegt og á meðan gömlu fólki fjölgar þá bara versnar ástandið. Ef fólk fær ekki viðeigandi þjónustu þá endar það inni á stofn- un og það er virkilega dýrt og lang- mesta skerðingin á lífsgæðum sem hægt er að hugsa sér,“ segir hann. Brýnt að taka upp þráðinn  Mikil þörf fyrir legudeild fyrir eldra fólk með geðræna sjúkdóma  Öldrunar- geðlæknarnir fóru af landi brott í hruninu  Góð úrræði geta skipt sköpum Morgunblaðið/Heiddi Aðstoð Í áætlunum var gert ráð fyrir um 14 rúmum á legudeildinni. Hópur starfsmanna byggingarvöru- verslunarinnar Bauhaus fékk of- greidd laun á fjögurra mánaða tíma- bili í fyrra, að mati fyrirtækisins, en margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn verslunarinnar hafa á síðustu vikum fengið kröfu frá versl- uninni um endurgreiðslu. Líklegt þykir að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Að sögn Ólafíu Bjarkar Rafns- dóttur, formanns VR, hafa þónokkr- ir starfsmenn leitað til stéttarfélags- ins til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið eigi endurkröfu á þá, en um er að ræða launagreiðslur frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012. Bauhaus hafnaði ósk VR Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafía að VR hafi óskað eftir því við Bauhaus að fá afhentan lista yfir þá starfsmenn verslunarinnar sem mál- ið varðar og eru félagsmenn í stétt- arfélaginu. „Við óskuðum eftir því að fá þennan lista svo við gætum unnið beint með félagsmönnum VR að þessum málum. Þeir höfnuðu þeirri ósk. Þannig að við sjáum okkur ekki annað fært en að vekja athygli á þessu máli og hvetja starfsmenn til að hafa samband við okkur.“ Segir mistök við útreikninga „alfarið á ábyrgð Bauhaus“ Fram kemur í frétt á vefsíðu VR að afstaða félagsins sé sú að mistök við útreikning launanna sé alfarið á ábyrgð Bauhaus. „VR hefur þegar krafist þess skriflega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og líklegt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dóm- stólum,“ segir Ólafía. kij@mbl.is Krefst endur- greiðslu Morgunblaðið/Sigurgeir S. Deila Bauhaus greiddi of há laun.  Líklegt að málið fari fyrir dómstóla Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sauðfjárslátrun stendur nú sem hæst og er ljóst að fallþungi dilka víðast hvar er minni í ár en í fyrra. Hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi er búið að slátra um 45.000 fjár af um hundrað þúsund. Sam- felld sláturtíð hófst 10. september og stendur til 8. nóvember. Einar Hjálmarsson, stöðvarstjóri hjá SS á Selfossi, segir slátrun hafa gengið ágætlega. „Við fengum ekki nógu margt fé til að byrja með og komumst ekki á almennilegt skrið fyrr en seinustu vikuna í september. Síðan hefur verið full nýting og við erum að slátra um 2.600 fjár núna alla daga,“ segir Einar. „Lömb eru víða ekki eins góð og í fyrra. Með- alvigtin er í kringum 15,9 kg, það er um 400 grömmum léttara en í fyrra og skrifast líklega á tíðarfarið í sum- ar.“ Hjá Sláturhúsi KS á Sauðárkróki hefur 72.000 fjár verið slátrað og er meðalvigtin 16 kg, ívið minni en í fyrra. Hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga hafði um 59 þúsund fjár verið slátrað eftir gærdaginn. Meðalvigtin þar er 16,2 kg en á sama tíma í fyrra var hún tæp 17 kg að sögn Magnúsar Freys Jónssonar, framkvæmdastjóra Sláturhúss KVH. Hann segir bleytutíð í sumar mega kenna um minni fallþunga dilka. Sláturtíðin hófst á fullu hjá Norð- lenska á Húsavík 4. september og mun standa fram til 28. október. Þar er búið að slátra 48.700 fjár og hefur meðalvigtin aldrei verið betri. „Meðalvigtin er núna í 16,69 kg en á sama tíma í fyrra var hún 16,46 kg og endaði í 16,28 kg. Ég held að það sé bara hjá okkur og Fjallalambi sem meðalvigtin er betri en í fyrra,“ segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri hjá Norðlenska. Þá hafa kjötgæðin einnig farið upp og fitan aðeins aukist. Við slátrun á Húsavík starfar nú fólk af nítján þjóðernum. Meðalvigtin minni víðast hvar  Slakari fallþungi dilka skrifast á tíðarfarið í sumar  Meðalvigtin þó 16,69 kg hjá Norðlenska á Húsavík og er töluvert betri en í fyrra  Slátrað fram í nóvember Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kjöt Dilkarnir hjá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík eru vænir. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið af- stöðu til þess hvort embættið muni eiga frumkvæði að því að óska eftir að Guðmundar- og Geirfinnsmálið verði tekið upp að nýju. Við ákvörðun mun ríkissaksókn- ari m.a. líta til þess hver afstaða þeirra sem hlutu dóm í málinu er til endurupptöku. Ríkissaksóknari ósk- aði bréflega eftir afstöðu þeirra en en aðeins hefur borist svar frá ein- um, Erlu Bolladóttur. Hún hefur lýst því yfir að hún vilji að málið verði endurupptekið. Fjórir af þeim sex sem hlutu dóm eru enn á lífi. Skýrsla starfshóps um Guð- mundar- og Geirfinnsmál var afhent innanríkisráðherra 21. mars sl. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri hafið yfir all- an skynsamlegan vafa að fram- burður allra þeirra sem hlutu dóm í málinu hefði verið óáreiðanlegur eða falskur. Veigamiklar ástæður væru fyrir endurupptöku. Starfshópurinn sagði þrjár leiðir mögulegar. Ein var sú að rík- issaksóknari meti hvort tilefni sé til endurupptöku . runarp@mbl.is Ekki tekið afstöðu til endurupptöku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.