Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 12
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Vatn á yfirborði jarðarinnar er að
breytast. Yfirborð sjávar heldur
áfram að hækka; á tímabilinu 1993-
2010 hækkaði það að meðaltali um
þrjá millimetrar ár hvert. Vísbend-
ingar eru um að hækkun sjávarborðs
hækki nú hraðar en á fyrri hluta 20.
aldar og nýjar spár gera ráð fyrir að í
lok 21. aldar verði það mögulega um
einum metra hærra en það var árið
1990.
Einn af óvissuþáttum í þeim út-
reikningum er framlag jöklanna til
hækkunarinnar. Til að leita svara við
þeirri spurningu var Evrópuverkefn-
inu ice2sea hrundið af stað árið 2009.
Markmið verkefnisins var að endur-
bæta spár um framlag jökla til hækk-
unar sjávarborðsins.
Í stuttu máli má segja að spá geri
ráð fyrir að sá hluti hækkunar meðal-
hæðar sjávarborðs sem orsakast af
bráðnun jökla verði 3,5-36,8 senti-
metrar fram til ársins 2100. Framlag
jökla og íshvela væri 3,0-12,5 cm,
Grænlandsjökuls 0,5-18,3 cm og Suð-
urskautslandsins 0,0-6,0 cm. Þetta er
heldur lægri spá en hefur komið fram
á síðastliðnum árum. Þó skal tekið
fram að spáin gerir ekki ráð fyrir að
stórkostlegar breytingar verði á ís-
þekju austurhluta Suðurskautslands-
ins á næstu árum.
Til viðbótar við framlag jöklanna
hækkar hitastig sjávar og við það
þenst hann út. Þessi útþensla mun
hækka meðalhæð sjávarborðs fram
til ársins 2100 um 21-27 cm, en það er
háð því hversu mikið hitastigið hækk-
ar. Einnig munu breytingarnar í
notkun vatns, t.d. stíflugerð og vatns-
notkun í landbúnaði hafa einhver
áhrif.
Hvaða þýðingu hefur þetta?
„Byggðir sem liggja lágt og eru ná-
lægt sjó munu fara á kaf. Mikill fjöldi
fólks býr á svæðum sem liggja lágt og
eru viðkvæm fyrir sjávarstöðubreyt-
ingum. Vitneskjan um líklegar breyt-
ingar í framtíðinni hefur gríðarlega
mikla þýðingu fyrir stjórnvöld í þeim
löndum sem þau geta nýtt í stefnu-
mótun varðandi strandsvæði sem eru
í mestri hættu vegna hækkandi sjáv-
arstöðu,“ segir Guðfinna Aðalgeirs-
dóttir, dósent í jöklafræði við HÍ,
einn af þátttakendum í verkefninu.
Hún bendir á að svæðin nálægt mið-
baug verða fyrir mestri hækkun.
En fyrir Ísland?
„Á Íslandi er flókið samspil nokk-
urra þátta sem hafa áhrif á sjávar-
stöðu breytingar, vegna bráðnunar
jöklanna hér á landi léttist fargið á
landinu og það rís upp, landrisið veg-
Yfirborð sjávar
hækkar hraðar
Geta nú spáð betur fyrir um framlag jökla til hækkunar
Morgunblaðið/RAX
Jöklar Nú er hægt að spá mun betur fyrir um framlag jökla til yfirborðshækkunar sjávar sem hækkar stöðugt.
ur á móti sjávarstöðubreytingum.
Einnig hefur áhrif að við erum ná-
lægt Grænlandsjökli þar sem búast
má við meiri fargbreytinum og það
veldur því að þyngdartog íssins
minnkar og hafið togast þess vegna
minna en áður í átt að Grænlandi. Í
kringum Ísland hefur það þau áhrif
að sjávarstaðan hækkar minna en
sem nemur meðaltali yfir allt hafið,“
segir Guðfinna en bendir á að frekari
rannsókna sé þörf.
Niðurstöður verkefnisins voru
m.a. nýttar í fimmtu skýrslu milli-
ríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna
um loftslagsmál sem kom út á dög-
unum.
Stjórnandi Evrópuverkefnisins
ice2sea, David Vaughan og íslenskir
þátttakendur kynna niðurstöður þess
í Hátíðasal Háskóla Íslands 11. októ-
ber kl. 12-13. David og Guðfinna
munu einnig kynna niðurstöðurnar á
nýjum alþjóðlegum vettvangi, Arctic
Circle – Hringborð norðurslóða.
Nýr alþjóðlegur vettvangur, Arctic Circle – Hringborð norðurslóða,
heldur fyrsta þing sitt í Hörpu dagana 12.-14. október.
Meðal þátttakenda eru Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og handhafi
friðarverðlauna Nóbels, og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna. Fyrirlestrum þessara einstaklinga verður sjón-
varpað.
Þingið munu sækja yfir 900 þátttakendur, m.a. fjölmargir forystu-
menn í þjóðmálum, alþjóðastofnunum, vísindum, viðskiptum og um-
hverfismálum frá um 40 löndum.
Hillary Clinton og Al Gore
ARCTIC CIRCLE – HRINGBORÐ NORÐURSLÓÐA
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Reksturinn mun
áfram einkennast
af aðhaldi og að
óbreyttu er ekki
svigrúm til þess
að byrja upp-
byggingu eftir
niðurskurð síð-
ustu ára eins og
þörf er á,“ segir
Oddur Árnason,
yfirlögregluþjónn
á Selfossi. Fjárhagsstaða embættis
lögreglunnar þar hefur verið til um-
fjöllunar. Þrír menn hættu störfum
síðsumars og var ekki ráðið í þeirra
stað. Nú er aðeins 21 maður í liðinu
en þegar best lét voru þeir nærri 30.
Þetta hefur verið gagnrýnt, m.a.
af talsmönnum sveitarfélaga á Suð-
urlandi sem telja öryggi stefnt í
voða.
Á þessu ári hefur Selfosslögregl-
an úr 262 millj. kr. á ári að spila.
Vegna verðbóta uppfærist sú fjár-
veiting í fjárlögum næsta árs í 274
millj. kr., svo framlögin aukast ekk-
ert að raungildi. Við þetta bætist svo
að embætti Sýslumannsins á Sel-
fossi, sem lögreglan er hluti af, eru á
fjárlögum skammtaðar 400 millj en
þarf eins og aðrar ríkisstofnanir að
mæta almennri hagræðingarkröfu
upp á um 3,0 millj. kr. Af því er hlut-
ur lögreglu um 2,0 millj. kr.
Selfoss fái meira
„Það er í raun engin breyting á
föstum fjárveitingum eins og frum-
varpið lítur út núna,“ segir Oddur.
Hann bendir hins vegar á að í frum-
varpinu sé gert ráð fyrir nýju við-
varandi 500 millj. kr. framlagi til að
efla löggæsluna í samræmi við
stefnu ríkisstjórnarinnar. Innanrík-
isráðherra hyggst skipa nefnd þing-
manna allra flokka sem muni skipta
þeim peningum milli lögregluemb-
ætta – með tilliti til aðstæðna og
verkefna. Í því efni standi öll rök til
þess að embættið á Selfossi fái
meira.
Ekki svigrúm til uppbyggingar
Fjárveitingar til Selfosslögreglu verða nánast hinar sömu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Floti Bílar lögreglunnar á Selfossi.
Oddur
Árnason
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
7
11
SPARNEYTNIR
OG TRAUSTIR
Gerðu örugg bílakaup – veldu Subaru
Subaru Outback 2.0TD, sjálfskiptur, dísil
Verð: 6.990.000 kr.
6,4 l / 100 km
í blönduðum akstri
Subaru Forester PREMIUM, sjálfskiptur
Verð: 5.790.000 kr.
6,5 l / 100 km
í blönduðum akstri
Subaru XV 2.0i, sjálfskiptur
Verð: 5.390.000 kr.
6,6 l / 100 km
í blönduðum akstri
NÝR DÍSIL
SJÁLFSKIPTUR
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070
IB ehf. / Selfossi / 480 8080