Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 16

Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Helgar Alvöru Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch brunch Steikt beikon Spælt egg Steiktar pylsur Pönnukaka með sírópi Grillaður tómatur Kartöfluteningar Ristað brauð Ostur Marmelaði Ávextir kr. 1740,- pr. mann Barnabrunch á kr. 870 Ávaxtasafi og kaffi eð a te fylgir. H ug sa sé r! H ug sa sé r! Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi! Alla laugardaga og su nnudaga frá kl. 11.30 til kl. 14 .30 Á hverju ári fá tjónlausir og skil- vísir viðskiptavinir í Stofni hjá Sjóvá hluta iðgjalda sinna end- urgreiddan. Síðustu ár hefur við- skiptavinum gefist kostur á að ráð- stafa hluta eða allri endurgreiðsl- unni til tiltekins góðgerðarmáls og urðu Einstök börn fyrir valinu í ár. Um 1.300 manns ákváðu að verja endurgreiðslunni með þessum hætti og söfnuðust 2,8 milljónir króna. Hermann Björnsson forstjóri Sjó- vár afhenti fulltrúum Einstakra barna framlag viðskiptavinanna. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Með Hermanni á mynd- inni eru Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna, og Hörður Björgvinsson, starfsmaður samtakanna. Einstök börn fengu 2,8 milljónir króna Málstofa Hafrannsóknastofnunar hefur nú göngu sína á ný eftir sum- arleyfi. Fimmtudaginn 10. október ríður Andreas Macrander, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, á vaðið og flytur erindi sem nefnist: „Fersk- vatnsflæði Austur-Íslandshafs- straumsins.“ Erindið, sem flutt verður á ensku, verður haldið í fyrirlestr- arsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4 og hefst kl. 12.30. Dagskrá málstofunnar í vetur má sjá á heimasíðu stofnunarinnar: http://www.hafro.is. Fyrirlestr- arnir verða fluttir á fimmtudögum í vetur. Fyrirlestur um fersk- vatnsflæði í hafinu SÁÁ efnir til fundar í Von, Efsta- leiti 7, í kvöld, miðvikudag klukkan 20.00. Fundurinn ber yfirskriftina „Samtal um alkóhólisma og vímu- efnalöggjöfina.“ Frummælendur verða Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanrík- isráðherra, Brynjar Níelsson al- þingismaður og Þórarinn Tyrfings- son yfirlæknir á Vogi. Fundurinn er öllum opinn. Ræða alkóhólisma og vímuefnalöggjöf STUTT Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á fíknigeðdeild geðsviðs Landspítala verður gestur á umræðukvöldi Rótarinnar í kvöld, miðvikudag kl. 20, í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, og ræðir meðferð við fíkn. Áherslur Helgu Sifjar í meistara- og doktorsnámi voru á meðferð og for- varnir fyrir einstaklinga með fíkni- og annan geðvanda. Hún hefur starfað að slíkri hjúkrun m.a. á Vogi frá 1999-2002 og frá sumri 2007 á fíknigeð- deild Landspítala. Allir eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar. Ræðir meðferð við fíkn og geðvanda Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Á lífi í dag eru ellefu einstaklingar sem eiga fleiri en hundrað afkom- endur. Þessir ellefu einstaklingar eru allir orðnir nokkuð rosknir, fæddir á árunum frá 1913 til 1924, og eiga flestir rétt rúmlega hundrað afkom- endur. Tvær konur skera sig úr hópn- um, önnur á 148 afkomendur og svo er það Stella Stefánsdóttir, sem sagt var frá í blaðinu í gær, með 189 af- komendur. Stella á fleiri afkomendur en nokkur annar lifandi Íslendingur. Þórður Kristjánsson, verkefna- stjóri Íslendingabókar, segir það alls ekki algengt að fólk eignist eins marga afkomendur og Stella, hún sé í mjög öruggu fyrsta sæti. Spurður hvort afkomendum fólks á lífi muni ekki fara fækkandi með minnkandi barneignum nútímafólks segir Þórð- ur erfitt um það að spá. „Fólk verður líka eldra, lífslíkur fólks eru að aukast svo það vinnur á móti. Svo stórir barnahópar eins og þarna er eru orðnir sjaldgæfari og því gætu svo stórir afkomendahópar líka orðið sjaldgæfari. Þetta er samspil langlífi og frjósemi,“ segir Þórður. Ís- lendingabók tók saman upplýsingar um afkomendafjölda lifandi Íslend- inga þegar þeir fréttu af Stellu til að fá staðfest að hún ætti þá flesta. Stella Stefánsdóttir á Akureyri varð níræð í gær. Stella eignaðist 14 börn, það fyrsta þegar hún var 17 ára, á 52 barnabörn, 106 langömmubörn og 17 langalangaömmubörn. Afkom- endurnir eru því 189 og er von á 190. afkomandanum í heiminn í nóv- ember. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Margar Stellur Stella Stefánsdóttir á fleiri afkomendur en nokkur annar núlifandi Íslendingar. Níu Stellur eru í fjölskyldunni, og hér eru þær allar saman á mynd í fyrsta skipti. Aftari röð frá vinstri: Ingibjörg Stella Bjarnadóttir, Stella Gunnarsdóttir, Gunna Stella Kristleifsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Stella Stefánsdóttir yngri, Stína Stella Sörensen, afmælisbarnið Stella Stefánsdóttir, Stella María Ólafsdóttir, Elín Stella Gunnarsdóttir með ömmustelp- una Stellu Líf Hermannsdóttur. Afmælið var haldið á veitingastaðnum Bryggjunni. Ellefu eiga yfir 100 afkomendur  Fólkið er á aldrinum 89 til 100 ára  Stella Stefánsdóttir á Akureyri á langflesta afkomendur þeirra sem eru á lífi Á leiðinni Afmælisbarnið og Laufey Ólafsdóttir, dótturdóttir hennar, gengur með 190. afkomanda Stellu. Stella Stefánsdóttir á Íslands- metið í afkomendafjölda af núlif- andi fólki en sennilega hafa tutt- ugu aðrir átt fleiri afkomendur en hún við andlát samkvæmt upplýsingum frá Íslendingabók. Ragnheiður Halldórsdóttir átti 263 afkomendur þegar hún dó árið 1962 og sú sem vitað er til að hafi átt flesta afkomendur við andlát, en hún lést 86 ára að aldri. Við hana er kennd svoköll- uð Bæjarætt. Ragnheiður eign- aðist fjórtán börn og komust þau öll á legg nema eitt. Um tuttugu aðrir hafa náð því að eiga um 200 til 260 afkom- endur við andlát. Samkvæmt vefnum Langlífi átti Lína Dalrós Gísladóttir 240 afkomendur þegar hún lést árið 1997, 93 ára. Þegar María Rögnvaldsdóttir lést árið 1989, 98 ára, voru af- komendurnir orðnir um 200. Átti 263 afkomendur FRJÓSAMAR OG LANGLÍFAR Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa lagt fram lög- bannsbeiðni hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem þess er krafist að lagt verði lögbann við innheimtu Dróma hf. á peningakröfum. Þess er krafist að lögbanni verði ekki aflétt fyrr en Drómi hafi sýnt að fyrirtækið hafi heimild til að stunda innheimtu í atvinnuskyni, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. HH segist hafa heimild til að leita lögbanns til verndar heildarhagsmunum neytenda á grundvelli laga og nýti því nú þá heimild til að freista þess að stöðva innheimtu Dróma. Samtökin segja að allt frá stofnun fyrirtækisins í mars 2009 hafi Drómi stundað innheimtu peningakrafna. Uppruna krafnanna megi í meginatriðum rekja til þriggja aðila, þ.e. SPRON, Frjálsa fjárfestingarbankans og Hildu ehf. (dótturfélag Eignasafns Seðlabankans). Hagsmunasamtökin segja í tilkynningu að nú liggi fyr- ir staðfesting Fjármálaeftirlitsins (FME) á því að Drómi hafi ekki innheimtuleyfi. Hinn 12. september síðastliðinn hafi Fjármálaeftirlitið birt tilkynningu á vefsvæði sínu þar sem áréttað sé að Drómi sé ekki með starfsleyfi frá FME, en að um sé að ræða eignarhaldsfélag sem stýrt sé af slitastjórn SPRON, segir í tilkynningu. Lögbannskrafa gegn Dróma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.