Morgunblaðið - 09.10.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 09.10.2013, Síða 22
SVIÐSLJÓS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnarsáttmáli hægriflokkanna í Noregi er sigur fyrir konurnar tvær sem fara fyrir þeim, einkum þó fyr- ir Siv Jensen, leiðtoga Framfara- flokksins sem kemst nú í fyrsta skipti til valda frá því hann var stofnaður fyrir fjórum áratugum. Það er því engin furða að Siv Jensen hafi geislað af gleði þegar þær Erna Solberg, leiðtogi Hægri- flokksins og verðandi forsætisráð- herra, kynntu 75 síðna stjórnarsátt- mála flokkanna á blaðamannafundi í Ósló í fyrrakvöld. Flokkarnir tveir eru með samtals 77 þingsæti af 169 og ætla að mynda minnihlutastjórn sem á að taka við völdunum á mánudaginn kemur. Miðflokkarnir Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre ætla að styðja stjórnina á þinginu, en þeir eru með nítján þingmenn samanlagt. Stjórnarmyndunin er söguleg í ljósi þess að Framfaraflokkurinn hefur ekki verið talinn „stjórntæk- ur“ í augum annarra flokka á norska Stórþinginu fyrr en nú. Þessi breyting er einkum rakin til þess að Siv Jensen hefur fært flokk- inn nær hinum flokkunum og and- staðan við hann hefur því minnkað í miðflokkunum tveimur. Þeir eru þó enn andvígir stefnu hans í ýmsum málum, t.a.m. umhverfismálum og málefnum innflytjenda, en féllust á að styðja stjórnina vegna þess að þeir telja að mestu máli skipti að binda enda á átta ára valdatíma vinstriflokkanna, eða „rauðgrænu“ stjórnarinnar svonefndu. Í stjórnarsáttmála hægriflokk- anna tveggja kemur fram að „blábláa“ stjórnin, eins og hún er nú kölluð, ætlar m.a. að lækka skatta og opinber gjöld. T.a.m. ætla flokkarnir að lækka tekjuskatta og afnema erfðaskatt. Flokkarnir hyggjast einnig stofna sjóð, sem á að fjárfesta í vegagerð, og byggja hann upp á fimm árum. Sjóðurinn á að nema 100 milljörðum norskra króna, jafnvirði rúmra 2.000 milljarða íslenskra. Flokkarnir stefna að því að koma á auknu frjálsræði á ýmsum sviðum þjóðlífsins og styrkja samkeppnis- hæfni norskra fyrirtækja. Fyrstu viðbrögð leiðtoga mið- flokkanna tveggja við stjórnarsátt- málanum benda til þess að þeir séu ekki alls kostar sáttir við niðurstöð- una. Ekki dregið úr olíuvinnslu Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre, kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með að loftslagsmál og umhverfisvernd skyldu ekki hafa verið á meðal átta mála sem hægri- flokkarnir tveir segjast ætla að leggja mesta áherslu á. „Nú verður það verkefni okkar á Stórþinginu að sjá til þess að stefna stjórnarinnar batni,“ hefur fréttavefur Aftenpost- en eftir Trine Skei Grande. Knut Arild Hareida, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, tók í sama streng og sagði að Norðmenn þyrftu að taka hættuna, sem stafaði af loftslagsbreytingum, alvarlega. Ole Mathismoen, stjórnmálaskýr- andi Aftenposten, veltir því fyrir sér hvort Erna Solberg hafi lotið í lægra haldi fyrir Siv Jensen í samn- ingaviðræðunum um loftslagsmálin. Hann segir það athyglisvert að loftslagsmálin séu ekki á meðal átta helstu forgangsmálanna í ljósi þess að Erna Solberg hafi sagt á lands- fundi Hægriflokksins í maí að hætt- an sem heiminum stafaði af lofts- lagsbreytingum væri „stærsta viðfangsefni okkar tíma“. „En það hefði verið ómögulegt fyrir Fram- faraflokkinn að gera baráttuna gegn loftslagsbreytingum að for- gangsmáli nýrrar ríkisstjórnar,“ skrifar Mathismoen. „Þótt flokk- urinn hafi á landsfundi í vor sam- þykkt ályktanir sem voru túlkaðar þannig að hann viðurkenndi að loftslagsbreytingarnar væru að nokkru leyti af mannavöldum eru samt margir stjórnmálamenn Framfarafloksins og ekki síst kjós- endur enn þeirrar skoðunar að breytingarnar séu af völdum nátt- úrunnar, að losun okkar á gróður- húsalofttegundum hafi engin eða mjög lítil áhrif.“ Þegar hægriflokkarnir og mið- flokkarnir tveir kynntu samstarfs- áætlun sína fyrir viku þegar stjórnarmyndunarviðræðurnar hóf- ust formlega sögðust leiðtogar Venstre og Kristilega þjóðarflokks- ins hafa knúið hægriflokkana til að lofa því að heimila ekki olíuvinnslu á hafsvæðum við Lófót, Vesterålen og Senja. Ennfremur ætti að friða haf- svæði á norðurslóðum, m.a. við Jan Mayen, í fimm ár. Erna Solberg sagði þó þegar stjórnarmáttmálinn var kynntur að Norðmenn myndu halda áfram olíuvinnslu á sama hraða og áður en leitast við að draga úr vægi hennar í efnahagslífi landsins. „Í augum okkar snýst þetta fyrst og fremst um það að örva aðrar greinar efnahagsins með rannsóknum, þróunarstarfi og lægri sköttum. Þetta er ekki spurning um að draga úr olíuvinnslunni,“ hefur fréttavefur norska ríkisútvarpsins eftir Solberg. Sögulegur sigur fyrir Siv Jensen  Hægriflokkarnir í Noregi lofa að lækka skatta og auka frjálsræði í samfélaginu  Stuðnings- flokkar gagnrýna sáttmálann, segja að leggja þurfi meiri áherslu á loftslagsmál og umhverfisvernd AFP Bláar og broshýrar Létt var yfir þeim Siv Jensen, leiðtoga Framfaraflokksins (t.v.), og Ernu Solberg, leiðtoga Hægriflokksins og verðandi forsætisráðherra, þegar þær kynntu stjórnarsáttmála flokkanna í Ósló í fyrrakvöld. Lofa fleiri fangelsum » Hægriflokkarnir hyggjast m.a. heimila lögreglunni að bera vopn á svæðum sem hún telur það bestu lausnina í bar- áttunni gegn ofbeldisglæpum. » Þeir ætla einnig að fjölga fangelsum, m.a. fyrir erlenda fanga sem ekki verður leyft að snúa aftur í norska samfélagið. Unnið verði að því að fleiri er- lendir fangar afpláni dóma í heimalöndum sínum. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 fi p y j g p Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam Villibráðar-paté með paprik Bruchetta með tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparrótars Bruchetta með hráskinku, balsam og grill uðu Miðjarðarhafsgrænm - salat fersku k r y d d j u r t u m í brauðbo með Miðjarða Risa-rækj með peppadew Silu með japönsku majón si sinnepsrjóma- osti á bruchet Hörpuskeljar, 3 smá Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og fersku Vanillufylltar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarb Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Hægriflokkarnir tveir stefna m.a. að því að heimila verslunum að hafa opið á sunnudögum. Skv. nú- gildandi lögum mega aðeins versl- anir í minna en 100 fermetra rými vera opnar á sunnudögum. Tore Nilssen, prófessor í hag- fræði við Óslóarháskóla, hefur gagnrýnt þessi áform og telur að þau verði til þess að matvöruverð hækki í Noregi. Hann spáir því að margar verslanir, sem vilji ekki að afgreiðslutíminn verði rýmkaður, sjái sig knúnar til að hafa opið alla daga vikunnar af ótta við að missa viðskiptavini. Stjórnendur stærstu verslunar- keðja Noregs hafa lagst gegn áformunum. Þeir segjast ætla að hafa opið á sunnudögum þótt það leiði til hærra vöruverðs. Flokkarnir hyggjast einnig hækka mörkin fyrir tollfrjáls kaup á varningi frá útlöndum. Samkvæmt gild- andi lögum má flytja inn varning fyrir allt að 200 norskar krónur (4.000 íslenskar) án þess að greiða toll. Þetta hámark hefur verið óbreytt í 38 ár og væri um 1.000 n. kr. (20.400 ísl.) ef því hefði verið breytt í samræmi við verðbólgu. Að sögn fréttavefjar VG hafa norskir kaupmenn varað við því að áformin geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir norskar verslanir. Óttast að vöruverð hækki VILJA AÐ VERSLANIR MEGI VERA OPNAR Á SUNNUDÖGUM Verslun í Lilleström. Nýr 100 dollara seðill var gefinn út í Bandaríkjunum í gær. Honum fylgir nýr litur og sérstakir öryggisþættir sem eiga að gera fölsurum erfitt fyrir. Seðillinn er einn sá mest notaði í heiminum og því ljóst að það tekur mörg ár að skipta þeim gamla út. Raunar er talað um að ending eins seðils sé sjö og hálft ár. Sonja Danburg hjá Seðlabanka Bandaríkjanna segir að á milli 50 og 66% allra 100 dollaraseðla séu í notkun utan Bandaríkjanna. Hann sé sá seðill sem er hvað mest not- aður í heiminum og sá sem oftast er reynt að falsa. Það sé mikil ógn og við henni sé verið að bregðast með nýja peningaseðlinum. Tveimur ör- yggisþáttum hafi verið bætt við. „Við gerum ráð fyrir að það sé orð- ið mjög erfitt að falsa hann,“ segir Sonja Danburg. andri@mbl.is BANDARÍKIN Dollaraseðill sem erfiðara er að falsa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.