Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 26

Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið gefur út sérblað Vertu viðbúin vetrinum föstudaginn 18. október Vertu viðbúinn vetrinum –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 14. október. Vetrarklæðnaður f Snyrtivörur f Ferðalög erlendis Vetrarferðir innanlands f Skemmtilegar bækur Námskeið og tómstundir f Hreyfing og heilsurækt Bíllinn f Leikhús, tónleikar. f Skíðasvæðin hérlendis Mataruppskriftir f Ásamt fullt af öðru spennandi efni! SÉRBLAÐ Fjármálaráðherra hefur lagt fram fjárlög ársins 2014 og ráð- herrar kynnt útgjöld sinna málaflokka í þinginu. Það þurfti hugrekki fjár- málaráðherrans til að skila hallalausum fjár- lögum, snúa af leið skattpíningar og bæta eldri borgurum og ör- yrkjum skerðingar lið- inna ára og lækkun skatta á nauð- synjar barnafjölskyldna. Skilaboð fjárlaganna eru skýr að þessu marki og lítilsháttar lækkun skatta vísar þá leið sem lofað var að fara í kosningunum í vor. Stefnan er tek- in og er klár fyrir fólkið og at- vinnulífið. Fjárlögin fara nú til um- ræðu og þingið verður að sýna hugrekki við að forgangsraða ef við viljum standa vörð um heilbrigð- iskerfið, grunnþjónustuna og skila af okkur hallalausum fjárlögum. Það verður ekki gert á annan hátt en að skera niður þá þjónustu, stofnanir og verkefni sem teljast ekki til grunnþjónust- unnar og færa fjár- magn til heilbrigð- isþjónustunnar, menntunar, löggæslu og velferðar. Þrátt fyr- ir það þarf sú eðlilega krafa um hagræðingu, aukna þjónustu og framleiðni að vera hluti af rekstri allra stofnana og þar liggja tækifæri þeirra. Fjöldi mikilvæga verkefna og stofnana í samfélaginu sem komið hefur verið á fót oft með dugnaði og harðfylgi eða einföldum skila- boðum frá Brussel setur mark sitt á fjárlögin. Slík verkefni og stofn- anir dagar síðan uppi á ríkisjötunni og stækka og bólgna út eins og púkinn á fjósbitanum. Eftirlitsiðn- aður hvers konar virðist vera orð- inn eyland í kerfinu og fyrirtæki og einstaklingar fá ekki rönd við reist þegar endalausum kröfum og kostnaði er velt á atvinnulífið. Rík- issjóður setur milljarða á ári í slík- ar stofnanir. Ég er afar mikill unn- andi hvers konar menningar og legg mig fram um þátttöku í menn- ingarverkefnum og einstaka við- burðum en við verðum að skoða hvort við erum ekki komin lengra en við höfum efni á í bili. Rík- isútvarp, bygging fangelsis á Hólmsheiði þegar finna má hag- kvæmari lausnir kosta milljarða á næsta ári úr ríkissjóði. Á hinn bóginn er grunnþjónustan sem skorin hefur verið inn að beini og lengra verður ekki gengið í heil- brigðisþjónustu, löggæslu og vel- ferð. Það er einsýnt að við verðum að forgangsraða fyrir grunnþjón- ustuna. Forgangsröðun er dauðans alvara og þannig verðum við að taka á málinu í þinginu. Hafa til þess þor að taka ákvörðun. Skapa viðunandi vinnuaðstöðu, fá tækja- búnað, húsnæði og mannafla til að bjóða upp á bestu þjónustu sem völ er á. Fá fagfólkið okkar á öllum sviðum heim. Við höfum gengið svo nærri heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni að flytja þarf sjúklinga til höfuðborgarinnar í auknum mæli með flugi eða sjúkrabílum. Vandinn er að hundruð milljóna vantar til að dekka flutningskostnaðinn sem sveitarfélög og sjúkrastofnanir sitja uppi með. Við erum komin að en- dalínu og málið dauðans alvara. Sú skylda hvílir á mínum herðum að forgangsraða fyrir fólkið og grunnþjónustuna. Það er hvorki létt né sérstaklega ánægjulegt að standa í þeim sporum. En sú ábyrgð fylgir því að sitja á Alþingi að taka líka erfiðu og óvinsælu ákvarðanirnar. Ég er óhræddur við það. Ég heyrði í þinginu á föstudag að best væri að hækka skattana á útgerðina og stækka fjárlagagatið. Gera alla ánægða. Það er svipað og gefa alkanum afréttara, það slær á þorstann en leysir ekki vandamálið. Horfumst í augu við vandamálið og tökum rétta ákvörðun fyrir heil- brigðisþjónustuna og velferðina. Það er dauðans alvara.  Valið stendur um sterkan Landspítala eða sterkan eftirlits- iðnað. Ég er ekki í vafa.  Valið stendur um heilbrigð- isþjónustu á landsbyggðinni eða sterkt Ríkisútvarp. Ég er ekki í vafa.  Valið stendur um styrk heilsu- gæslunnar eða fangelsi á Hólms- heiði. Ég er ekki í vafa.  Valið stendur um heima- hjúkrun og dvalarheimili eða Hörp- una. Ég er ekki í vafa.  Valið stendur um forvarnir og lýðheilsu, um uppbyggingu lög- gæslu, menntunar og velferðar eða afþreyingu og gæluverkefni sem við höfum ekki efni á. Það er dauðans alvara að taka þessar ákvarðanir, en hjá því verður ekki komist. Ég er ekki í vafa og klár að taka óvin- sælar ákvarðanir til heilla fyrir land og þjóð. Til þess var ég kos- inn. Forgangsröðun er dauðans alvara Eftir Ásmund Friðriksson » Valið stendur um sterkan Landspít- ala, heilbrigðisþjónustu, heilsugæslunna og um heimahjúkrun. Ásmundur Friðriksson Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Ég hitti ágætan vin minn á dögunum sem alveg óvænt þakkaði mér fyrir bindind- isgreinarnar, óvænt sagði ég því fyrir ekki svo mjög löngu höfðum við tekið þokkalega brýnu út af þýðingu bindindis, sem hann taldi með öllu óþarft, „bara að drekka í hófi“, sagði hann þá. Á eftir fór ég að leiða hugann að þessum miklu sinnaskiptum og upp rifjaðist saga af manni honum tengdum með ómælda ógæfu af völdum vínsins. Þannig var nú það. Og hann bað um meira af svo góðu. Ég vildi nú máske setja góðu innan gæsalappa, því oft hugsar maður með sjálfum sér hvort maður með mína heitu skoðun á þessum málum öllum fái einhverja áheyrn í samfélagi fíknar og græðgi. En ég lofaði þessum ágæta manni grein og því er ég nú að efna í enn eina greinina. Enn skal minnt á ölv- unaraksturinn, en al- varlegustu birting- armyndir afleiðinganna voru okkur einmitt sýndar í Kastljósi á dögunum og þá verður mér oft hugsað til allra veislnanna og „partíanna“ sem við- gangast um borg og bý og hversu mikil hætta felst í þeim ótæpu áfengu veigum sem þar eru veittar. Mér var t.d. tjáð af vísum vini mínum, að á bílakynningum væri óspart veitt vín, að vísu falið undir orðunum: Léttar veitingar. Og hvað svo þegar haldið skal heim? Við skulum vona að skyn- semin ráði, en ekki þori ég að full- yrða að svo sé alltaf og ævinlega, þegar beinlínis er að hinu gagnstæða stefnt. Ég man enn eftir umræðu um það á Alþingi hvernig sporna mætti við því að menn settust ölvaðir undir stýri eftir veizludrykkju og var þá nefnd öflugri löggæzla við skemmti- staði svo og aðra þá sali þar sem helzt var von á slíkri hegðun. Ég man eftir hneykslun margra samþing- manna minna þegar ég impraði á nauðsyn þess að auka löggæslu eftir veizlur í Ráðherrabústaðnum. Svo var nú það og litla þökk hlaut ég fyr- ir. En af því á Kastljós var minnst enn og aftur, því svo ágætt sem það var nú þá sagði ég í grein minni síð- ast að umræðan á eftir hefði vakið spurningar og svo sannarlega gjörði hún það einnig. Meginspurning mín lýtur að því hvers vegna menn komu sér hjá því að nefna bindindi sem leið til að að komast hjá þessum slæmu afleiðingum, sem allir væru þó að býsnast yfir hversu mikið og marg- þætt böl sköpuðu með óheyrilegum kostnaði fyrir samfélagið, m.a. allri meðferðinni s.s. réttilega var tíund- að. Og eins og hún er nú dýrmæt og getur hreinlega bjargað mannslífum, þá finnst mér alltof oft sem þar sé lögð á öll áherzlan svo mikilvæg sem hún er nú, en hið fyrirbyggjandi starf má ekki gleymast og svo albin- dindið sem er þó svo líklegt til árang- urs og sparnaðar. Það var aðeins konan geðþekka sem átti við vand- ann að etja sem sagði það sem segja þurfti í þessum efnum: Aldrei að drekka fyrsta sopann, aldrei. Það var svo við hæfi eða hitt þó heldur eftir þennan dýrmæta lærdóm sem ég hélt að menn drægju af Kastljósinu, að þá var efnt til mikillar bjórhátíðar í risatjaldi, en bjórinn er orðinn einn miklivirkasti eyðileggingarvaldurinn eins og menn sem gerzt þekkja hafa bent á. Hámark heimskunnar í bland við gróðafíknina. Og rétt í þessum blaðfestu orðum kemur fregn í útvarpinu um öku- mann sem ók á 170 kílómetra hraða eftir Sæbrautinni sem liggur hér hjá, mikið var það lán fyrir þennan aum- ingja mann, að ekkert slys hlaust af, þó svo djarflega og óhikað væri til þess efnt. Og enn einu sinni var nýlega minnt á sívaxandi drykkju aldraðs fólks, sí- drykkju þess og afleitar afleiðingar hennar og fagnaðartíðindin nýjustu: Bar opnaður á Hrafnistu í Hafn- arfirði: Þvílík viðspyrna í sívaxandi vandamáli. Eftir Helga Seljan »Mér var t.d. tjáð af vísum vini mínum, að á bílakynningum væri óspart veitt vín. Helgi Seljan Höfundur er fm. fjölmiðlanefndar Bindindissamtaka IOGT. Enn um áfengismál og bindindi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.