Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Iðnaðarryksugur
NT 25/1 Eco
Ryksugar blautt
og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m,
málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór
sogstútur.
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is
NT 55/1 Eco
Ryksugar blautt og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór sogstútur.
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
Sjálfvirk
hreinsun á síu
DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ
A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is
Tæki til
vetrarþjónustu
Stofnað 1957
„Viva Verdi!“ Verdi
lengi lifi! Þetta hrópaði
mannfjöldinn á götum
úti á Ítalíu eftir frum-
sýningar á nýjum óp-
erum Verdis. Þetta
urðu sannkölluð áhríns-
orð því Verdi lifir enn
löngu, löngu síðar í hug-
um okkar og eyrum.
Á þessum degi, 9.
október, eru 200 ár liðin
síðan Giuseppe Verdi
fæddist í þorpinu Le
Roncole á Pósléttunnni
á Norður-Ítalíu. Verdi
er óumdeilanlega mesta
tónskáld ítalskrar óp-
eru; landsins þar sem
ópera sem listgrein varð
fyrst til um aldamótin
1600 í kjölfar end-
urreisnartímabilsins.
Verdi hefur verið vin-
sælasta tónskáld óperusögunnar í 150
ár og situr í þeim sessi enn í dag og
enginn er líklegur til að ógna þeirri
stöðu hans í bráð. Verdi er áreið-
anlega eitt mesta og göfugasta tón-
skáld, sem uppi hefur verið, jafnt í
verkum sínum sem í lífi.
Leið Verdis var þó ekki greið í upp-
hafi. Hann var fæddur af bláfátæku
fólki í fátækri sveit, en snemmbærir
tónlistarhæfileikar tryggðu veg hans
til tónlistarnáms í bænum Bussetto,
skammt frá fæðingarstað hans. Þar
fékk hann tækifæri til að nema og
þroskast frekar í tónlistinni, en á Ítal-
íu var það var óperan sem var drottn-
ing tónlistarinnar og það var hún sem
hann bað sér – og fékk. Draumurinn
var La Scala óperuhúsið í Mílanó og
sá draumur rættist fljótt.
Verdi sló snemma í gegn; fangakór-
inn í þriðju óperu hans, Nabucco,
hefði einn og sér haldið nafni hans á
lofti alla tíð, en hann átti þó enn eftir
að skrifa 25 óperur, flestar meist-
arastykki. Hvað er eiginlega hægt að
segja um stuðið sem var á Verdi um
og eftir 1850 þegar hann á þremur ár-
um skrifaði sínar vinsælustu óperur
Rigoletto, Il trovatore og La trav-
iata?! Sagan geymir fá eða engin
dæmi um annað eins! Allar þessar óp-
erur eru gullmolar; þær hafa að
geyma tónlist, sem hefur ratað langt
út fyrir raðir útvaldra óperuunnenda.
Hér hefðu margir sagt stopp (Rossini
gerði það og fór að halda
partí), en Verdi hélt
áfram. Þrátt fyrir mikla
hæversku sína – einmitt
á þessum árum hafði
hann ákveðið að draga
sig að mestu í hlé frá
skarkala heimsins og
lifa í bóndabæ í sveitinni
sinni þar sem hann
dvaldi að mestu leyti til
dauðadags, – þá gat
hann ekki sett lok á
sköpunargáfu sína.
Hann átti þá m.a. eftir
að semja meist-
araverkin Don Carlos,
Aida, Otello og Falstaff;
þau síðustu á gamals
aldri þegar enginn átti
von á neinu frá honum
lengur, en eru þó að
margra mati hans helstu
höfuðdjásn þegar upp
var staðið.
Verdi var alltaf sann-
ur sveitamaður í þess
orðs besta skilningi. Með báða fætur á
jörðinni, mikill föðurlandsvinur, lét
velgengni ekki stíga sér til höfuðs,
ræktaði garðinn sinn vandlega, jafnt í
veraldlegum sem listrænum skilningi,
og fór ekki fram úr sjálfum sér. Að
mörgu leyti mætti sem helst líkja
Verdi við snillinginn Mozart. Hvor-
ugur hafði mikla þörf fyrir að um-
breyta þeirri listgrein sem þeir ólust
upp við; snilld þeirra fólst ekki í um-
byltingu formsins. Nei, þeir gerðu
báðir bara allt svo miklu betur en aðr-
ir gerðu innan þess. Mozart lét um-
byltinguna eftir hinum mikla spor-
göngumanni sínum, Beethoven, á
sama hátt og Verdi lét það eftir jafn-
aldra sínum, þýska höfuðsnillingnum
Richard Wagner. Verdi þekkti til
verka Wagners, e.t.v. gætir áhrifa
Wagners að einhverju leyti í síðustu
verkum Verdis, en ekki mikið, til þess
var Verdi alltof ítalskur í allri skap-
höfn sinni og listfengi. Hjá honum
komu söngröddin og melódían fyrst;
hann skrifaði fyrir hjartað! Ástin – í
öllum sínum margbreytileika var
ríkulega útilátin í óperum Verdis, en
einnig hatrið, sorgin, örvæntingin,
reiðin og einsemdin. En einmitt hjá
Verdi má ekki síst nefna göfgina, sem
hann oft lýsir svo vel í tónlist sinni,
göfgi hins mannlegs eðlis, hvort sem
fjallað var um sálarástand konungs
heimsvelda eða portkonu í París. Fyr-
ir Verdi skipti það engu máli, fyrir
honum var það manneskjan sjálf, sál
hennar og tilfinningar, sem var
áhugaverð, í öllum hennar gerðum og
myndum.
Verdi var þó ekki aðeins sveitamað-
ur. Hann var víðlesinn og fróður, hann
lét til sín taka í stjórnmálum og frels-
isbaráttu Ítala og sat m.a. á þingi eftir
að landið hlaut sjálfstæði. „Viva
Verdi“ var ekki aðeins hrópað á göt-
um úti eftir sýningar á óperum hans
fyrir Verdi sjálfan, heldur varð nafn
hans að tákni og skammstöfun í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar. Það stóð
fyrir Viva Victor Emanuel Re di Italia
– „Lifi Victor Emanuel konungur Ítal-
íu“! Verdi ferðaðist einnig víða um
heim, bjó og starfaði um hríð í mið-
borg hans, sjálfri Parísarborg, og var
hann þannig mikill heimsborgari líka.
Tengsl okkar Íslendinga við Verdi
hafa á margan hátt verið sérstök.
Hann er ekki aðeins það óp-
erutónskáld, sem dáðast hefur verið
og mest flutt á Íslandi, heldur má með
nokkrum rétti segja að líkindi séu með
honum og okkar mesta listamanni,
Halldóri Laxness. Þeir komu báðir úr
sveit og fluttu aftur í hana – eftir að
hafa gert garðinn frægan og ferðast
um lönd og álfur við mikinn hróður.
Báðir tveir voru í senn sveitamenn og
heimsborgarar! Þeir létu líka báðir
mikið til sín taka í pólitík síns lands, en
ekki síst skildu þeir báðir manneskj-
una sjálfa svo vel og komu því svo
meistaralega og um leið svo látlaust á
framfæri í verkum sínum. Eins og
flestir vita var Laxness sérlega tón-
elskur, en Verdi var mjög bókelskur!
Takk Verdi, Viva Verdi!
„Viva Verdi!“ – Verdi 200 ára
Eftir Árna Tómas
Ragnarsson
» Verdi hefur
verið vinsæl-
asta tónskáld
óperusögunnar í
150 ár og situr í
þeim sessi enn í
dag.
Árni Tómas
Ragnarsson
Höfundur er læknir.
Í dag eru 200 ár liðin frá fæðingu
tónskáldsins Giuseppe Verdi.
Það var húsfyllir í
Laugardalshöll í síð-
ustu viku þegar Há-
tíð vonar var haldin –
ekki aðeins einu sinni
heldur tvö kvöld í
röð. Trú, von og kær-
leikur fyllti þetta
stóra hús.
Fólk úr hinum
ýmsu söfnuðum og
deildum kristinnar
kirkju kom þarna
saman til að biðja og syngja. Til
þess að treysta trú sína og heiðra
þríeinan Guð sinn. Meðal góðra
ræðumanna voru biskup Íslands
og Franklín Graham, sonur Billy
Graham sem í áratugi var einhver
þekktasti og vinsælasti predikari
heims, en býr nú í hárri elli í
Bandaríkjunum. Hann má hins-
vegar sjá og heyra á gömlum
kvikmyndum sem fást keyptar en
eru einnig oft sýndar á sjónvarps-
stöðinni Omega.
Franklin sonur hans hreif gesti
hátíðarinnar með ræðu sinni. Það
gerðu líka kórar hinna ýmsu safn-
aða sem þarna lögðust á eitt og
sungu saman svo sómi var að.
Reyndar hafði Franklin á orði að
helst vildi hann taka kórana með
sér heim til Bandaríkjanna – svo
hrifinn varð hann af þeim!
Mest voru sungin
falleg og lífleg trúar-
lög, svo lífleg að sumir
„dönsuðu“ við þau.
Það fór vel á því að
beðið var fyrir landi
og þjóð – og sungið
„Ísland er land þitt…“
Það hljómaði tign-
arlega í flutningi eitt-
hundrað söngvara auk
margra samkomu-
gesta sem tóku undir.
Þetta fallega lag og
ljóð veitir fólki inn-
blástur trúar og ættjarðarástar
hvar sem það er sungið. Laug-
ardalshöllin var þarna vissulega
umgjörð við hæfi.
Margir eru þeir sem finna dýr-
mætan frið og öryggi í trú sinni.
Þá sækir fólk styrk og samveru í
iðkun trúar. Hátíð vonar var þar
engin undantekning og mætti
gjarnan verða árviss atburður og
víðar á landinu en í Reykjavík.
Skipuleggjendum hátíðarinnar
og starfsfólki öllu sé þökk.
Hátíð vonar
Eftir Baldur
Ágústsson
Baldur
Ágústsson
» „Ísland er land þitt“
hljómaði tignarlega í
Laugardalshöllinni.
Höfundur er fv. forstjóri og forseta-
frambjóðandi. baldur@landsmenn.is
www.landsmenn.is