Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Listdansarinn Katla Þórarinsdóttir fagnar 36 ára afmæli sínu ídag. Hún segist mikið afmælisbarn og hefur jafnan gert sérdagamun á afmælisdaginn. „Á morgun er ég að vísu að
kenna allan daginn. Ég reyni alltaf að gera daginn svolítið sér-
stakan og ætlast til að vera vakin með kaffi og morgunmat. Kærast-
inn er að læra þetta og svo vil ég fá kransaköku líka, annars hlýtur
hann verra af. Hann er að vísu ekkert voðalega morgunhress,“ segir
Katla og hlær við. Spurð hvers vegna hún sé svona mikið afmælis-
barn segir Katla að þetta sé eini dagur ársins sem maður heldur upp
á sjálfan sig og því beri að fagna. Hún er dóttir Þórarins Guðlaugs-
sonar og Ingu Ingimundardóttur. Maki hennar er Vilhjálmur Þ.Á.
Vilhjálmsson, lögfræðingur og FIFA-spilari.
Katla er grunnskólakennari en er jafnframt menntaður listdans-
ari frá Labanskólanum í London auk þess að kenna loftfimleika.
Hennar helstu áhugamál eru dans og loftfimleikar og hefur hún
sinnt því starfi að mestu undanfarin tíu ár. „Draumurinn er að dans-
arar á Íslandi fái endalausa peninga til að semja og sýna geggjaða
dansa. Manni finnst þetta ólíklegt en maður má láta sig dreyma,“
segir Katla sem farið hefur víða og sýnt dansverk sitt, The lost ball-
erina. Meðal annars í Finnlandi, Eistlandi, Írlandi og á Ítalíu. Hún á
von á sínu fyrsta barni í desember og er spennt. „Það eru mikil um-
skipti og breytingar framundan,“ segir Katla. vidar@mbl.is
Katla Þórarinsdóttir er 36 ára í dag
Afmælisbarnið Katla Helstu áhugamál eru dans og loftfimleikar.
Heimtar kransa-
köku í morgunmat
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Þorsteinn Reynir fæddist
7. október. Hann vó 3.870 g og var 51
cm langur. Foreldrar hans eru Haukur
Þorsteinsson og Ragnheiður Bjarna-
dóttir.
Nýr borgari
Reykjavík Jóel Henry Don fæddist 2.
janúar kl. 22.20. Hann vó 3.705 g og
var 51 cm langur. Foreldrar hans eru
Andrea Sif Don og Jóhann Gunnar
Einarsson.
S
igrún Klara fæddist á
Seyðisfirði 9.10. 1943 og
ólst þar upp. Hún lauk
landsprófi á Eiðum, stúd-
entsprófi frá MA 1963,
BA-prófi í ensku frá HÍ 1967, MSLS-
prófi í bókasafnsfræði frá Wayne
State University í Detroit í Michigan
í Bandaríkjunum 1968 og Ph.D.-prófi
frá University of Chicago 1987.
Sigrún vann fyrir sér við síld-
arsöltun og fiskvinnslu á Seyðisfirði
með námi. Hún var upplýsinga-
bókavörður, Kresge Library í Roc-
hester í Michigan 1968-69, ráðgjafi
fyrir Bank of Inter-American Deve-
lopment í Perú í Suður Ameríku
1969-71, skólasafnafulltrúi Reykja-
víkurborgar 1971-75, lektor, dósent
og prófessor við Háskóla Íslands
1975-98, framkvæmdastjóri NOR-
DINFO í Helsinki 1998-2002 og
landsbókavörður 2002-2007.
Sigrún er löggiltur skjalaþýðandi í
og úr ensku. Hún hefur skrifað og
gefið út um 400 greinar, fyrirlestra og
ritdóma.
Hefur komið til 100 landa
Sigrún hefur setið í námsnefnd og
skorarnefnd um bókasafns- og upp-
lýsingafræði við félagsvísindadeild
HÍ, setið í ýmsum nefndum fyrir HÍ,
s.s. þróunarnefnd, tækjakaupanefnd
og skjalanefnd. Sat í stjórn Félags
prófessora, var formaður Bókavarða-
félags Íslands og formaður Upplýs-
ingar – félags bókasafns- og upplýs-
ingafræða og hvatamaður að stofnun
Félags bókasafnsfræðinga og Skóla-
vörðunnar. Var fyrsti formaður
IBBY, sat í stjórn Íslensku barna-
bókaverðlaunanna og í valnefnd
barnabókaverðlauna Fræðsluráðs.
Var stofnfélagi Delta Kappa Gamma
1975, formaður Alfa-deildar, svæð-
isstjóri DKG í Evrópu og varafor-
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, prófessor emeritus – 70 ára
Í Flórída Fjölskyldan á ferðalagi. Frá vinstri: Rósa, Líf , Hallgrímur, Sif og afmælisbarnið.
Félagslyndur ferðalangur
Í Palestínu Sigrún Klara kemur víða við. Hér er hún með palestínskum vini.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
www.nortek.is Sími 455 2000
Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú
getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu,
miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki.
Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á
öryggiskerfum.
Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík
Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is
FYRIRTÆKJAÖRYGGI
• Aðgangsstýring
• Brunakerfi
• Myndavélakerfi
• Innbrotakerfi
• Slökkvikerfi / Slökkvitæki
• Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur
• Áfengismælar / fíkniefnapróf