Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 35

Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 35
maður í alþjóðastjórninni. Sigrún er soroptimisti frá 1984. Var formaður þýðingasjóðs, sat í nefnd um reglu- gerð fyrir almenningsbókasöfn, var formaður nefndar um stefnumörkun í bókasafns- og upplýsingamálum, sat í nefnd menntamálaráðuneytis um stefnu um upplýsingasamfélagið. Sat í stjórn og var forseti Alþjóða skóla- safnasamtakanna (IASL), sat í tveim- ur fastanefndum Alþjóðlegu bóka- safnasamtakanna (IFLA) um skólasöfn og um rannsóknir og kenn- ingar. Hún var stofnfélagi samtak- anna Vinir Perú sem styrkir fátæk börn í Perú, er félagi í Íslenska vita- félaginu – félagi um íslenska strand- menningu og er guðmóðir Barna- bókaseturs við Háskólann á Akureyri. Sigrún er heiðursfélagi Upplýs- ingar: félags bókasafns- og upplýs- ingafræða; hlaut Distinguished Al- umna Award frá Wayne State University; European Achievement Award frá Delta Kappa Gamma, og International Achievement Award frá sömu samtökum og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 2003. Sigrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á ferðalögum. Hún hefur kom- ið í allar heimsálfurnar og heimsótt 100 lönd. Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar var Indriði Hallgrímsson, f. 21.10. 1944, d. 27.1. 1979, bókasafnsfræðingur. Hann var sonur Hallgríms Indriðasonar, f. 17.6. 1919, d. 14.2. 1998, smiðs í Kristnesi, og k.h., Lilju Jónsdóttur, f. 18.6. 1921, talsímakonu. Fyrri maður Sigrúnar var Edu- ardo Segura Pino, f. 16.2. 1937, eðl- isfræðingur og prófessor í Perú, Þýskalandi og Brasilíu. Þau skildu. Sambýlismaður Sigrúnar var Daní- el Benediktsson, f. 13.7. 1945, bóka- safnsfræðingur frá Ungverjalandi. Þau skildu Sonur Sigrúnar er Hallgrímur Indriðason, f. 24.5. 1974, fréttamaður við RÚV, búsettur í Hafnarfirði en kona hans er Rósa Lyng Svav- arsdóttir, kennari við Áslandsskóla, og eru dætur þeirra Líf Hallgríms- dóttir, f. 15.10. 1998, og Sif Hall- grímsdóttir, f. 27.1. 2006. Systkini Sigrúnar eru Sigurjón Hannesson, f. 13.2. 1935, skipherra, búsettur í Mosfellsbæ en kona hans er Björg Jónsdóttir sjúkraliði og eru börn þeirra Jóhann viðskiptafræð- ingur og Ólafur Gísli verslunarmað- ur; Elín Hrefna Hannesdóttir, f. 29.6. 1936, húsfreyja og aðstoðar við starf aldraðra í Bústaðakirkju en maður hennar Árni Sigurbergsson flug- maður og eru börn þeirra Hannes verkfræðingur, Þóra jarðeðlisfræð- ingur, Sigríður Klara, matvælafræð- ingur og verkefna- og viðburðastjóri í Kjós, og Berglind Heiða flugmaður; Sveinn Hannesson, f. 9.4. 1950, við- skiptafræðingur og framkvæmda- stjóri í Reykjavík en kona hans er Ás- laug Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og eru börn þeirra Gunnhildur lögfræðingur, Elín Júlíana náms- og starfsráðgjafi, Kol- brún lyfjafræðingur og Margrét nemi í HR. Foreldrar Sigrúnar Klöru voru Hannes Jónsson, f. 11.5. 1905, d. 12.6. 1986, verkamaður á Seyðisfirði og í Reykjavík, og Sigríður Jóhann- esdóttir, f. 27.8. 1907, f. 7.12. 2002, húsfreyja. Úr frændgarði Sigrúnar Klöru Hannesdóttur Sigrún Klara Hannesdóttir Dóróthea Högnadóttir frá Hrútafelli Sveinn Arnoddarson í Efra-Langholti Elín Júlíana Sveinsdóttir frá Efra-Langholti, húsfr. á Seyðisfirði Jóhannes Sveinsson úrsmiður á Eyrarbakka og Seyðisfirði Sigríður Jóhannesdóttir húsfr. á Seyðisfirði og í Rvík Halldóra Sigurðardóttir frá Seli í Grímsnesi Sveinn Jónsson smiður frá Hurðarbaki í Flóa Gróa Vigfúsdóttir frá Þorgeirsstöðum í Lóni Jónas „grjótgarður“ Gíslason á Holtastöðum í Langadal Sigríður Ingibjörg Jónasdóttir húsfr. og vinnukona í Vopnafirði og víðar Jón Hannesson b. í Vopnafirði Hannes Jónsson verkam. á Vopnafirði, Seyðisfirði og í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Böðvarsdal Hannes Magnússon b. í Böðvarsdal Afmælisbarnið Kveikt á kertum Delta Kappa Gamma. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Jakob Jóhannesson Smári,skáld, málfræðingur og kenn-ari, fæddist á Sauðafelli í Mið- dölum 9.10. 1889. Hann var sonur Jóhannesar Lárusar Lynge Jó- hannssonar, prests á Kvenna- brekku, og f.k.h., Steinunnar Jak- obínu Jakobsdóttur húsfreyju. Hálfsystir Jóhannesar á Kvenna- brekku var Valgerður, langamma Jóns Steffensen læknaprófessors. Jakob var hálfbróöir, samfeðra, Ragnheiðar, móður Vífils verkfræð- ings og læknanna Ólafs Hergils og Þengils Oddssona. Eiginkona Jakobs var Helga Þor- kelsdóttir kjólameistari en börn þeirra voru Katrín J. Smári, kenn- ari, læknaritari og vþm., og Bergþór Smári læknir. Þau eru bæði látin fyrir skömmu. Jakob lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1908, stundaði nám í nor- rænum fræðum við Kaupmanna- hafnarháskóla og lauk þaðan meist- araprófi árið 1914. Jakob var kennari við ýmsa skóla í Reykjavík á árunum 1914-20 og við Menntaskólann í Reykjavík 1920-36 og yfirkennari þar. Hann sat lengi í stjórn Sálarrannsóknafélags Íslands eins og reyndar ýmsir aðrir virðu- legir borgarar þess tíma. Jakob sendi frá sér ljóðabækurnar Kalda- vermsl, 1920, Handan storms og strauma, 1936, Undir sól að sjá, 1939, og Við djúpar lindir, 1957. Þá samdi hann kennslubækur, s.s. Ís- lenska setningafræði og Íslenska málfræði og tók saman Íslensk- danska orðabók. Jakob þýddi m.a. sum verka Gunnars Gunnarssonar, leikrit eftir Ibsen og Strindberg og óperettur, að ógleymdri Bókinni um veginn, eftir Lao-tse, ásamt Yngva Jóhann- essyni. Jakob var nýrómantískt skáld. Skáldskapurinn var ljóðrænn og átakalítill, sonnettan var hans aðal- ljóðform en yrkisefnið gjarnan sótt í kyrrð og fegurð íslenskrar náttúru. Hann var því ekki beint barn síns tíma þegar leið á ferilinn. Samt urðu ýmis ljóða hans vel þekkt og oft sungin. Jakob lést 10.8. 1972. Merkir Íslendingar Jakob Jóhannes- son Smári 100 ára Svanborg P. Jónsdóttir 95 ára Marta Eyjólfsdóttir 90 ára Guðrún G. Jónsdóttir Hilmar Snorrason 85 ára Guðný Gísladóttir Ólafur Jóhann Jónsson 80 ára Ása Guðbjörg Gísladóttir Hafsteinn Magnússon Raymond R. Steinsson Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir 75 ára Anna Hulda Norðfjörð Björg S. Sæby Friðriksdóttir Dóra María Aradóttir Haraldur Kristinsson Leifur Magnússon Sigurður Jón Einarsson Þuríður Björnsdóttir 70 ára Atli Smári Ingvarsson Díana J. Ragnarsdóttir Eiríkur Viggósson Eyjólfur Engilbertsson Guðlaug Ólafsdóttir Guðrún Erna Guðmundsdóttir Helgi Guðmundsson Hörður Hafsteinsson Kristín Erna Guðmundsdóttir Kristjana Karlsdóttir Margrét Friðþóra Sigurðardóttir Sigríður H. Gissurardóttir Þóra Hallgrímsson 60 ára Ástfríður Árnadóttir Ástríður S. Gunnarsdóttir Sigríður Ida Úlfarsdóttir Sigrún Einarsdóttir Stefán Ólafsson Unnur Jóhannsdóttir Þórunn Björg Birgisdóttir 50 ára Anna Björg Þorsteinsdóttir Gísli Friðriksson Holger P.C. Hólmarsson Ingibjörg Gísladóttir Karl Kristján Ágúst Ólafsson Malda Breice Þóra Geirsdóttir 40 ára Berglind Guðrún Bergmann Bergur Viðar Guðbjörnsson Bjarni Guðmundur Ragnarsson Bjarni Valur Einarsson Davíð Ingi Guðmundsson Guðbjartur Grétar Grétarsson Sverrir Már Viðarsson Vignir Þorsteinsson 30 ára Aida Florentina Fixon Björn Halldórsson Helen Svava Helgadóttir Þorbjörn Björnsson Til hamingju með daginn 30 ára Bergþóra ólst upp í Reykjavík, er þar búsett, lauk ML-prófi í lögfræði frá HR og er saksókn- arafulltrúi hjá sérstökum saksóknara. Maki: Jón Heiðar Gunn- arsson, f. 1981, blaða- maður við Morgunblaðið. Börn: Matthildur Lilja, f. 2004, og Ríkharður, f. 2009. Foreldrar: Ásdís Olsen, f. 1962, og Halldór Þ. Birg- isson, f. 1960. Bergþóra Halldórsdóttir 40 ára Þórður ólst upp í Kópavogi, er búsettur í Reykjavík, lauk prófi í við- skiptafræði frá HA og er þjónustustjóri hjá Flug- félagi Íslands. Maki: Lísbet Alexand- ersdóttir, f. 1975, kennari. Synir: Björn Víkingur, f. 1995; Alexander, f. 1999, og Benedikt, f. 2007. Foreldrar: Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 1940, og Björn Víkingur Þórð- arson, f. 1931. Þórður Björnsson 40 ára Harpa ólst upp á Akureyri, lauk MA-prófi í sérkennslufræðum og er kennari og kennslustjóri við VMA. Sonur: Gunnlaugur Gunnþórsson, f. 1999. Foreldrar: Jörundur Traustason, f. 1950, rekstrarfr. og lagerstj. hjá Slippnum á Akureyri, og Ingveldur Jóhannesdóttir, f. 1954, rekstrarfræðingur og forstjóri Verðlagsstofu skiptaverðs. Harpa Jörundardóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Skoðaðu úrvalið www.jens.is Síðumúla 35 Kringlunni og Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg gjöf Sérsmíðaðir skartgripir með íslenskum náttúrusteinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.